Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 23.06.2016, Blaðsíða 70
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Grænlensk verk í bland við nútímatónlist Miké Fencker er hér á landi til þess að spila á tónleikum í Norræna húsinu í kvöld. Hann er ein þekktasta stjarna Grænlands en hefur einnig leikið og spilað í Færeyjum, Danmörku og Þýskalandi. Það hefur ekki farið mikið fyrir Miké Fencker Thomsen á Íslandi hingað til en hann er ein stærsta stjarnan í Grænlandi um þessar mundir. Hann er einnig vel þekkt- ur í Færeyjum ásamt því að hafa starfað í leikhúsum í Danmörku og Þýskalandi. Hann heldur tónleika í Norræna húsinu í kvöld sem verða partur af tónlistarröðinni Arctic Concerts sem fara fram á hverju fimmtudagskvöldi fram á haust. Þetta er í fjórða skiptið sem að Miké kemur til landsins en hann segir að Ísland sé fullkomið. „Ísland er mjög svipað Grænlandi þannig séð en samt sem áður öðruvísi. Til dæmis er hægt að keyra hér um allt land en það er ekki hægt heima. Þá þarftu að sigla eða fljúga á milli bæjarfélaga. Ég væri til í að heim- sækja Ísland töluvert oftar en ég væri líka til í að Íslendingar heim- sæktu Grænland meira.“ Miké nýtur mikillar hylli í Græn- landi en hann er ein af stjörnum yngri kynslóðarinnar. Þar í landi er hann þekktastur sem kvikmynda- leikari, sjónvarpsstjarna og tónlist- armaður. Sum verk hans eru sterk- lega undir áhrifum grænlenskrar menningar af trommudansi og sagnahefð á meðan önnur lög sækja meiri áhrif í nýjan innblástur. Þrátt fyrir að ferðast mikið þá heldur Miké sig samt sem mest heima og ferðast um landið sitt, sýnir verk sín og kemur fram. „Ég er ekki viss um að grænlenska ríkis- stjórnin átti sig á hversu mikilvæg menning og listir eru fyrir samfé- lagið. Það er lítill stuðningur við listamenn og alltaf verið að skera niður. Það var samt sem áður byggt þjóðleikhús og listaskóli í Nuuk en það er alltaf verið að þrengja að buddunni. Við ferðumst mikið um allt Grænland en það getur verið mjög dýrt en það er samt sem áður mikilvægt.“ Miké segist vera spenntur fyrir tónleikunum en þeir hefjast klukk- an 20.30 í Norræna húsinu í kvöld. „Ég veit ekkert við hverju ég á að búast. Ég ætla að spila hefðbundna grænlenska tónlist í bland við mitt eigið þannig það verður spennandi að sjá hvernig fólk tekur í þetta. Grænland er svo einangrað land svo að fólk hefur ekki mikið séð listform okkar. Hingað til hefur fólk tekið vel í það svo ég er spenntur að spila fyrir Íslendinga.“ gunnhildur@frettabladid.is ÉG væri til í að heimsækja ísland töluvert oftar en ÉG væri líka til í að íslendinGar heimsæktu Grænland meira. Miké er ein vinsælasta stjarna Grænlands og ætlar að kynna Íslendingum grænlenska menningu. MyND/ANTON BRINK 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R58 L í F I ð ∙ F R É T T A B L A ð I ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.