Fréttablaðið - 28.11.2017, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 8 0 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 2 8 . n ó v e M b e r 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
sport Grátlegt tap fyrir
Búlgörum. 14
lÍFið Gunnar Ben,
hljómborðsleikari
Skálmaldar, rann-
sakaði klósettaðstöðu
rokkara á tónleika-
ferðalagi. 26
Glæsilegar
jólagjafir
michelsen.is
Jólablað
Fréttablaðsins
Fylgir blaðinu
í dag.
GJAFA
KORT
BORGAR
LEIKHÚSSINS
GJÖF SEM
LIFNAR VIÐ
568 8000 • BORGARLEIKHUS.IS
plús sérblað l Fólk
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
stJórnMál Katrín Jakobsdóttir
heldur á fund forseta í dag og tekur
við umboði til að mynda ríkisstjórn.
Þótt fyrir liggi drög að málefna-
samningi flokkanna sem stefna að
myndun ríkisstjórnar er enn mikið
verk fyrir höndum og margt sem
enn er óráðið bæði um stjórnina
og kosningu í ýmis lykilembætti
þingsins. Skipting ráðuneyta liggur
ekki endanlega fyrir en samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins munu
formenn flokkanna eiga fundi
með hverjum og einum þingmanni
sínum í dag til að ræða skipun ráðu-
neyta og ráðherraefni flokksins.
Einnig er eftir að leggja drög að
skipun fastanefnda þingsins enda
erfiðleikum bundið meðan ekki
liggur fyrir hvort stjórnin hefur 35
eða 33 þingmenn að baki sér, en
eins og kunnugt er hafa Andrés Ingi
Jónsson og Rósa Björk Brynjólfs-
dóttir verið mjög efins um sam-
starf flokkanna og greiddu atkvæði
gegn því að VG færi í viðræður um
myndun þeirrar ríkisstjórnar sem
nú er í fæðingu.
Oddvitar verðandi stjórnarflokka
hafa lagt til við formenn annarra
flokka að flokkarnir í minnihluta
hafi formennsku í þremur nefndum:
stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,
velferðarnefnd og umhverfis- og
samgöngunefnd. Formennska þess-
ara nefnda fer því til Miðflokksins,
Samfylkingar og Pírata nema um
annað verði samið. Ekki liggur
heldur fyrir hvernig forsætisnefnd
verður skipuð, að öðru leyti en því
að Vinstri græn hreppa embætti
forseta þingsins fyrir Steingrím J.
Sigfússon. Um það mun vera orðin
samstaða samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins.
Formennirnir þykja halda spilum
mjög þétt að sér og þingmenn flokk-
anna hafa enn ekki fengið að sjá
heildarmyndina. Málefnasamning-
urinn verður kynntur flokksráðs- og
miðstjórnarfulltrúum flokkanna á
miðvikudaginn en liggja mun fyrir
á miðvikudagskvöld hvort málefna-
samningur og skipting ráðuneyta
verður samþykkt af þessum stofn-
unum flokkanna. Fari svo verða
ráðherraefnin kynnt á fimmtudag.
Gangi allt eftir eins og stefnt er að
verður ný ríkisstjórn skipuð á Bessa-
stöðum strax á fimmtudag.
Auk þess að reka smiðshöggið
á nýja ríkisstjórn og skipa í lykil-
stöður þingsins, þarf hin nýja stjórn
að smíða fjárlög í miklu snatri en
stefnt er að því að þing verði sett
15. desember. – aá
Katrín Jakobsdóttir fær
umboð frá forseta í dag
Skiptingu ráðuneyta milli flokkanna sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum
er ekki lokið. Stjórnarandstöðuflokkunum verður líklega boðin formennska í
þremur nefndum. Samstaða um að Steingrímur J. Sigfússon verði þingforseti.
Oddvitar verðandi
stjórnarflokka hafa lagt til
við formenn annarra flokka
að minnihlutinn hafi for-
mennsku í þremur nefndum.
saMFélag Nágrannar Noodle
Station við Laugaveg 103 eru ósáttir
við lyktarmengun frá veitinga-
staðnum. Íbúðir fyrir ofan staðinn
eru leigðar út til ferðamanna sem
kvarta. Eiganda Noodle Station
grunar að loftræstikerfið virki ekki
sem skyldi.
„Ég er búinn að tala við Reykja-
víkurborg um að fá teikningar af
húsinu til að sjá hvar þessar lagnir
eru og hvort loftræstikerfið sé að
virka eins og það á að gera,“ segir
Charin Thaiprasert. – smj / sjá síðu 2
Kvarta yfir
núðlulykt
saMFélag Þörf er á að fjölga starfs-
fólki barnaverndarnefnda um land
allt samhliða auknu álagi á þær, að
mati forstjóra Barnaverndarstofu.
„Starfsálagið á barnaverndarstarfs-
menn hefur aukist gífurlega,“ segir
Bragi Guðbrandsson, forstjóri
Barnaverndarstofu. Sérhver barna-
verndanefnd þurfi að leggjast yfir
málið og meta fyrir sig. – joe / sjá
síðu 4
Óhóflegt álag
á starfsmenn
barnavernda
Þingflokkar þeirra flokka sem eru í stjórnarmyndunarviðræðum funduðu allir í gær. Fyrsta stjórnin sem bæði Sjálfstæðisflokkurinn og VG eiga aðild
að virðist ætla að verða að veruleika. Sjálfstæðismennirnir Birgir Ármannsson og Kristján Þór Júlíusson hafa haft um margt að tala. Fréttablaðið/Eyþór