Fréttablaðið - 28.11.2017, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.11.2017, Blaðsíða 16
2 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 Þ r I Ð J U D A G U r16 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A Ð I Ð tímamót Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Af bókarbaki... Frá Miklahvelli til mannheima er ekki bara saga alheimsins eða lífsins eða mannfólksins. Með því að horfa á tilveruna sem eina órofa heild, eina alsögu, sjáum við betur af hverju við urðum þær manneskjur sem við erum í dag, með örlög jarðarinnar í höndum okkar vegna áður óþekkts máttar til að meðhöndla efni og orku. V ið köllum þetta alsögu sem er í raun og veru nýtt heiti. Á ensku er það Big History – Saga frá byrjun alheimsins til okkar daga. Ég veit ekki um neina aðra sambærilega bók á Íslandi,“ segir Lúðvík Gústafsson jarð- fræðingur um nýja bók þeirra Ólafs Halldórssonar líffræðings, Frá Mikla- hvelli til mannheima. „Það væri hægt að skrifa heilan bókaflokk um hvern kafla, hvort sem er um alheiminn, jarð- fræðina, lífið almennt eða mannkynið og þróun þess. En þegar svona lang- ur tími er tekinn fyrir verður að stikla á stóru.“ Lú ð v í k s e g i r ritun bókarinnar hafa verið algert gæluverkefni hjá þ e i m f é l ö g u m og að ekkert hafi legið á eða knúið þá áfram annað en áhugi. Ó l a f u r t e ku r undir það. „Ég kalla þetta verk- efni smíðisgripinn okkar. Það er búið að taka nokkur ár. Við byrjuðum að ræða það fyrir um það bil áratug, svo fórum við að viða í það einni og einni s pý t u . H i tt u m st reglulega á Kringlukránni í hádeginu, einu sinni til tvisvar í mánuði og bárum saman bækur okkar. Skrifuðum fyrst hvor sína kaflana, eftir því hverju við vorum skástir í, svo hefur efnið verið að veltast milli okkar, þannig að svolítið erfitt er að segja hvor á hvað – þannig á það líka að vera.“ Lúðvík kveðst hafa fengið fyrsta stjörnukíkinn 14 ára gamall og haft gífurlegan áhuga á alheiminum síðan. „Ég er með fyrstu kaflana í bókinni um alheiminn og reikistjörnurnar og svo lokakaflann um framtíðina og leitina að lífi á öðrum hnöttum. Ólafur er með stærri hluta bókarinnar, um lífið og mannkynið en ég hef oft farið í gegnum hans efni og hann mitt.“ Lúðvík starfar sem sérfræðingur á vegum Sambands íslenskra sveitar- félaga og Ólafur er kominn á eftirlaun. Þeir kenndu báðir við Verslunarskólann um skeið, Lúðvík eðlis- og efnafræði, Ólafur líf- og efnafræði. „Ég er á svokall- aðri 95 ára reglu og hætti kennslu um leið og tækifæri gafst, til að geta sinnt ritstörfum,“ segir Ólafur sem kveðst fyrst hafa sest niður og skrifað kennslu- bók í líffræði eins og honum fannst hún eiga að vera, eftir alla reynsluna. „Ég er svo heppinn að líffræðibókin hefur fengið bara fína dreifingu og er notuð til kennslu í um helmingi framhalds- skólanna,“ segir hann. En þótti þeim félögum vanta bók eins og þá sem þeir hafa nú skrifað, þegar þeir voru að kenna? „Já, og bara almennt. Bókin okkar er skrifuð á mannamáli og fólk þarf ekki endilega að lesa hana spjaldanna á milli heldur getur gripið niður í hana hér og þar. Efnið á að skilj- ast hverjum þeim sem hefur áhuga,“ segir Lúðvík og heitir því að þeir Ólafur muni ekki láta staðar numið heldur fylgja bókinni eftir á netinu. „Það eru stöðugt nýjar uppgötvanir á öllum þeim sviðum sem við fjöllum um, ég get nefnt læknavísindin, í sambandi við erfða- efnin.“ Þeir segjast hafa látið stærð bókar- innar nokkuð ráðast. „Það var bara eitt atriði sem við vorum ósammála um og verðum alltaf, það er hvort líf sé annars staðar en á jörðinni,“ segir Ólafur. „Við leystum það með því að ræða málin á þremur, fjórum síðum og niðurstaðan var auðvitað sú sama og áður.“ Lúðvík brosir. „Við köllum kaflann Symposium, eða Samdrykkju. Ég er sannfærður um að ég muni lifa það að lífverur finnist víðar en á jörðinni en Ólafur telur líf í alheiminum aldrei munu finnast og í þessum kafla rök- styðjum við báðir okkar skoðanir en þær haggast ekkert.“ gun@frettabladid.is Það var bara eitt sem við vorum ósammála um Erum við einu geimverurnar? Eru ættareinkenni erfð eða áunnin? Lúðvík Gústafsson jarðfræð- ingur og Ólafur Halldórsson líffræðingur leita svara við ótal spurningum í bókinni Frá Miklahvelli til mannheima. Þeir hafa hist reglulega á Kringlukránni í hádeginu undanfarin ár og rætt efnið. Lúðvík flettir bókinni á stofuborðinu heima. „Ég kalla þetta verkefni smíðisgripinn okkar. Það er búið að taka nokkur ár. Við byrjuðum að ræða það fyrir um það bil áratug, svo fórum við að viða í það einni og einni spýtu,“ segir Ólafur sem er til hægri. FrÉttabLaðið/SteFán Bókin okkar er skrifuð á mannamáli og fólk þarf ekki endilega að lesa hana spjald- anna á milli heldur getur gripið niður í hana hér og þar. Efnið á að skiljast hverjum þeim sem hefur áhuga. Lúðvík Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðrún M. Sigurbergsdóttir Gunna skó, Skólavegi 22, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fimmtudaginn 23. nóvember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánudaginn 11. desember klukkan 13. Jón Björgvin Stefánsson Sigurberg Jónsson Dagbjört Nanna Jónsdóttir Stefán Jónsson María Sigurðardóttir Jóhanna Jónsdóttir Ásbjörn Jónsson Auður Vilhelmsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, Júlíus Sigurðsson pípulagningameistari og hljómlistarmaður, Dynsölum 10, Kópavogi, lést 18. nóvember. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Grensásdeild. Jóhanna Ellý Sigurðardóttir Hildur Júlíusdóttir Þorleifur Rúnar Örnólfsson Júlíus Þór Júlíusson Íris Guðrún Ragnarsdóttir Davíð Júlíusson Kristín Inga Guðmundsdóttir Guðrún Stephensen og barnabörn. Útfarar- og lögfræðiþjónusta Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is Útfararstofa kirkjugarðanna Jón G. Bjarnason, umsjón útfara Við erum til staðar þegar þú þarft á okkur að halda Við önnumst alla þætti undir- búnings og framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju að leiðarljósi og af faglegum metnaði.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.