Fréttablaðið - 28.11.2017, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 28.11.2017, Blaðsíða 21
Ari Bragi leikur einleik með Lúðrasveit verkalýðsins en í kvöld verða kveðju- tónleikar Kára Húnfjörð, stjórnanda sveitarinnar. FréttABLAðið/SteFán ur yfir. Hresst og skemmtilegt fólk mun sýna brot af þeim fatnaði sem fæst í Herrafataverzlun Kormáks & Skjaldar og Kvenfataverzlun Kormáks & Skjaldar. Á milli tísku- sýninga verða tónlistaratriði, uppi- stand og óvæntar uppákomur í höndum velunnara verzlananna. Hvað? Skyggnilýsingarfundur Hvenær? 19.30 Hvar? Deiglan, Akureyri Sue Carrol heldur skyggnilýsingar- fund í Deiglunni. Viðburðurinn verður á ensku og aðgangseyrir er 1.600 krónur. Hvað? Kvöldstund með Víkingi í Eldborg Hvenær? 20.00 Hvar? Harpa Vinafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands stendur fyrir fræðandi og skemmtilegri kvöldstund með Víkingi Heiðari Ólafssyni píanó- leikara í Eldborg í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Víkingur Heiðar mun fjalla um píanókons- ert nr. 24 í c-moll eftir Mozart sem hann flytur ásamt Sinfóníu- hljómsveit Íslands undir stjórn Dima Slobodeniouk 30. nóvember næstkomandi. Konsertinn verður endurtekinn í Föstudagsröðinni 1. desember en á þeim tónleikum leikur Víkingur einleik og stjórnar hljómsveitinni frá flyglinum rétt eins og tíðkaðist á dögum Mozarts. m e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 21Þ R i ð J U D A g U R 2 8 . n ó v e m B e R 2 0 1 7 Borgarbókasafnið ætlar að telja niður til jóla með jóladagatali annað árið í röð og birtist fyrsti hluti þess þann 1. desember. Jóladagatalið verður í formi sögu sem birtist smátt og smátt á hverjum degi fram að jólum. Í ár er það rithöfundurinn Þórarinn Leifsson sem skrifar söguna en hún nefnist Jósi, Katla og jólasveinarnir og segir hún af vinunum Jósa og Kötlu og samskiptum þeirra við jólasveina. Jóladagatalið verður hægt að nálg- ast á heimasíðu Borgarbókasafnsins á hverjum degi í desember fram að aðfangadegi en þá birtist sagan í heild sinni og einnig verður hægt að hlusta á hana í hlaðvarpi Borgarbókasafns- ins í lestri höfundar. Í fyrra var það Sigrún Eldjárn sem sá um dagatalið og nefndist sú saga Varúð, varúð, jólin eru á leiðinni. Þórarinn hefur sent frá sér barna- bækur og skáldsögur auk þess að hafa myndskreytt bæði bækur og blöð. Hann hlaut Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar árið 2010 fyrir Bókasafn ömmu Huldar og var tilnefndur til Íslensku bók- menntaverðlaunanna fyrir Maðurinn sem hataði börn árið 2014. – sþh Jóladagatal Borgarbókasafnsins Þórarinn Leifsson er höfundur jóla- dagatalsins í ár. FréttABLAðið/VALLi Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is 2i2 Studio kr. 32.900 L-Mesitran Náttúruleg sáragræðsla með hunangi - Fæst í apótekum - Hunangsplástur og sárakrem með hunangi. Hentar á allar tegundir sára. Plásturinn hentar vel á lítil yfirborðssár. Nauðsynlegur á sára hæla eftir göngur. www.wh.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.