Fréttablaðið - 28.11.2017, Blaðsíða 10
Bandaríkin Bernie Sanders, óháður
öldungadeildarþingmaður fyrir Ver
mont, reynir nú að lagfæra þá veik
leika sem komu í veg fyrir að hann
tryggði sér útnefningu Demókrata
til forsetaframboðs árið 2016. Frá
þessu greindi Politico í gær í ítarlegri
umfjöllun og segir að ýmislegt bendi
til þess að hann hyggi á forsetafram
boð árið 2020. Sanders nýtur stuðn
ings 71 prósents öldunga deildar
þingmanna, sem er meiri stuðningur
en nokkur annar mælist með.
Sanders þótti ekki líklegur til að
vinna forkosningar Demókrata fyrir
síðustu forsetakosningar. Þingmaður
inn styrktist hins vegar með hverjum
degi og það þrátt fyrir að hann hafi att
kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi
utanríkisráðherra og forsetafrú, sem
var bæði þekktari stærð og naut meiri
stuðnings fjársterkra aðila.
Hóf Sanders forkosningarnar af
krafti og tapaði með 0,2 prósentu
stiga mun í Iowa áður en hann vann
stórsigur í New Hampshire. Skiptust
þau Clinton svo á sigrum þar til hún
tryggði sér útnefninguna.
En þrátt fyrir að Sanders verði orð
inn 79 ára gamall þegar Bandaríkja
menn ganga til forsetakosninga árið
2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni
Sanders yrði hann ekki bara elstur til
að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti
maðurinn til að gegna embættinu og
það á fyrsta starfsdegi.
Politico greinir frá því að Sanders
hafi á árinu styrkt tengsl sín við verka
lýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar
á utanríkismálum og unnið nánar
með valdamönnum innan Demó
krata. Þessi atriði voru ekki í topp
standi hjá Sanders í síðustu atrennu.
Þannig hefur Sanders til að mynda
unnið með Bill Perry, varnarmálaráð
herra Bills Clinton, til að auka þekk
ingu sína á utanríkismálum sem og
Robert Malley og Söruh Chayes, fyrr
verandi ráðgjafa Baracks Obama.
Politico hefur eftir heimildum
sínum að þótt Sanders sjálfur vilji
engu svara um framboð árið 2020 séu
áhrifamenn innan samtakanna Our
Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar
ósigurs Sanders til að berjast fyrir hug
sjónum hans, farnir að leggja línurnar
að framboði. Benda þeir á að Sanders
sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Banda
ríkjanna og sjá hann sem þungamiðju
vinstri vængsins í bandarískum
stjórnmálum.
Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri
Sanders í forkosningunum, aftur birst
á launaskrá öldungadeildarþing
mannsins eftir að hafa starfað fyrir
Our Revolution. Sanders hefur jafn
framt ráðið skoðanakannanagúrúinn
Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það
þykir merkilegt vegna þess að Sanders
forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan
ráðgjafa fyrir síðustu kosningar.
Einnig hefur Sanders ráðið ráð
gjafann Ari RabinHavt, sem áður
var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrr
verandi leiðtoga Demókrata í öld
ungadeildinni. Stýrir RabinHavt nú
samskiptum Sanders. Matt Duss er
nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sand
ers en hann stýrði áður stofnuninni
Foundation for Middle East Peace.
Ef Sanders býður sig fram virðast
sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann
með 31 prósents stuðning í for
kosningum Demókrata í nýlegri
könnun New Hampshireháskóla,
vinsælastur allra. Í könnun Morning
Consult frá því í síðustu viku kemur
fram að ef Sanders yrði frambjóðandi
Demókrata myndi hann fá 42 prósent
atkvæða en Trump 36 prósent.
thorgnyr@frettabladid.is
Bernie Sanders kominn í framboðsgír
Sanders hefur meðal annars verið áberandi í gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana. NoRdicphotoS/AFp
Maðurinn sem lenti
í öðru sæti í forvali
Demókrata fyrir síð-
ustu forsetakosningar
þykir stíga skref í átt að
öðru forsetaframboði.
Tapaði fyrir Clinton
eftir óvænta velgengni.
Yrði 79 ára þegar kosið
verður næst um forseta.
42 %
myndu kjósa Sanders.
36%
myndu kjósa Trump.
HEKLA · Laugavegi 170-174 / Audi.is
Straumhvörf
Audi A3 e-tron sameinar tvo heima
Tengiltvinnbíllinn Audi A3 e-tron hefur átt mikilli velgengni að fagna.
Hann var valinn besti rafbíll ársins 2015 af What Car? og er með
fimm stjörnur í árekstrar- og öryggisprófunum hjá Euro NCAP.
50 kílómetra drægni á raforkunni einni saman dugar í flestar ferðir
en með skilvirkri samþættingu rafdrifs og sparneytinnar bensínvélar
er samanlögð heildardrægni allt að 940 km.
Verð frá 4.270.000 kr.
2 8 . n ó v e m B e r 2 0 1 7 Þ r i Ð J U d a G U r10 f r é t t i r ∙ f r é t t a B L a Ð i Ð