Morgunblaðið - 09.09.2019, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
HURÐIR
Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is
• Stuttur afhendingartími
• Hágæða íslensk
framleiðsla
• Val um fjölda lita í
RAL-litakerfinu
• Vindstyrktar hurðir
Bílskúrs- og iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir
Iðnaðarhurðir með gönguhurð
Bílskúrshurðir
Hurðir í trékarma
Tvískiptar hurðir
Smíðað eftir máli
Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Uppskera á korni verður mjög góð á
Suðurlandi, ekki síst undir Eyjafjöllum
og í Landeyjum, ef fram fer sem horf-
ir. Einnig á Vesturlandi og í Skaga-
firði. Hins vegar er óvíst um uppskeru
á öðrum svæðum Norðurlands og
Austurlands því næturfrost hafa eyði-
lagt einhverja akra. Gæfan hefur snú-
ist við frá síðasta ári, Norðlendingum í
óhag.
„Það verður alger metuppskera. Við
erum ekki alveg búnir að þreskja en
það sem komið er lítur vel út. Þroskað
korn og mikill hálmur, sem gefur til
kynna að uppskeran verði mikil,“ segir
Ólafur Eggertsson, bóndi á Þorvalds-
eyri undir Eyjafjöllum.
Sáð var á Þorvaldseyri síðustu vik-
una í apríl, eins og vant er. Jörðin var
klakalaus og tilbúin að taka við sáð-
korninu. Það tók strax við sér í rakri
mold, að sögn Ólafs, og síðan tók við
hlýtt og sólríkt sumar sem kornið nýtti
sér vel.
Ólafur hóf snemma kornskurð og
hefur getað skotist á milli lægða og
skorið korn til að þurrka á meðan rign-
ingarnar ganga yfir.
Meðaluppskera í uppsveitum
Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi
í Laxárdal, ræktar korn á sendnum
túnum í Gunnarsholti. Hann segir að
þurrkarnir í sumar hafi bitnað á
sprettunni og það hafi orðið misþroska.
Nú líti akrarnir betur út og aðeins
vanti þurrka til að hefja kornskurð.
Björgvin vonast til að ná meðalupp-
skeru, 3-4 tonnum á hektara, en segir
ekki útséð með það. Uppskeran verði
alltaf betri en á síðasta ári, þegar akr-
arnir í Gunnarsholti gáfu aðeins rúm-
lega tonn á hektara.
Byggið er notað í fóður á svínabúi
fjölskyldunnar í Laxárholti og aðra
matvælaframleiðslu hennar.
Fækkar í hópi ræktenda
„Það er orðin mjög góð fylling og
ef við fáum ekki slæm veður á akr-
ana lítur bara vel út með uppskeru,“
segir Þórarinn Leifsson, bóndi í
Keldudal í Skagafirði. „Ég myndi
skjóta á 4-5 tonn á hektara. Það yrði
mjög gott því það þarf að fá yfir þrjú
tonn til þess að eiga fyrir kostnaði.
Allt umfram það er kostur.“
Hann tekur fram að frostnætur í
ágúst hafi væntanlega skemmt eitt-
hvað en þó ekki mikið í það heila
tekið.
Korn hefur verið ræktað í Keldu-
dal í rúm tuttugu ár og aldrei brugð-
ist alveg, þótt uppskeran hafi verið
misjöfn. Fækkað hefur mjög í hópi
ræktenda, sérstaklega eftir léleg ár,
og aðeins er verið að þreskja af rúm-
lega 200 hekturum lands í stað 500
þegar mest var. Þórarinn nefnir
einnig að kúabændur hafi verið að
stækka búin og þurfi þá að stækka
túnin um leið.
Næturfrost á Norðausturlandi
Verra hljóð er í Marteini Sigurðs-
syni, bónda á Kvíabóli í Köldukinn í
Suður-Þingeyjarsýslu. „Þetta verður
lélegt ár. Það gerði næturfrost aðfara-
nótt 8. ágúst, fór niður í 4 gráður, þeg-
ar kornið var á mjög viðkvæmu stigi.
Aftur gerði frost 20. ágúst. „Hætt er
við að eitthvað af ökrum í Þingeyjar-
sýslu séu ónýtir og ég reikna ekki með
að korn verði skorið af öllum ökrum
sem sáð var fyrir í vor,“ segir Mar-
teinn.
Hann segir þróunina í sumar grát-
lega. Sáð hafi verið í lok apríl enda
klaki farinn úr jörðu. Kornið hafi farið
vel af stað en síðan hafi tekið við fimm
kaldar vikur. Svo hafi vantað sólskin í
ágúst og september.
Marteinn segir að ekki sé byrjað að
þreskja enda hafi menn ekki einu sinni
getað lokið heyskap. Hann á þó von á
því að byrjað verði upp úr miðjum
mánuði og hafin þurrkun.
Gott uppskeruár
Stefnir í mjög góða kornuppskeru á Suður- og Vestur-
landi en næturfrost hafa skemmt akra á Norðurlandi
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Þresking Páll Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, losar bygg úr þreskivélinni. Mörg vagnhlöss fara í þurrkun.
Góðar horfur Ólafur Eggertsson bóndi er ánægður með vöxtinn í sumar.
Eftirspurn
hefur minnk-
að um 52%
Sterk staða LÍN veldur því að útgjöld
til háskólastigsins verða minni árið 2020
Teitur Gissurarson
Þór Steinarsson
„Lánaumsóknum hefur fækkað um
52% á milli áranna 2009-10 og
2017-18. Fóru úr 14.614 niður í
7.007.“ Þetta segir Lilja Dögg Al-
freðsdóttir, ráðherra mennta- og
menningarmála, í samtali við
Morgunblaðið. Í fjárlagafrumvarpi
fyrir árið 2020, sem kynnt var fyrir
helgi, er gert ráð
fyrir lækkun á
heildarútgjöld-
um til háskóla-
stigsins. Í frum-
varpinu skiptist
málefnasviðið
háskólastig í tvo
málaflokka: Há-
skólar og rann-
sóknarstarfsemi
og Stuðningur
við námsmenn.
Það eru semsagt gjöld vegna
stuðnings við námsmenn sem
lækka umtalsvert en þau voru fyrir
árið 2019 um 8,248 milljarðar en
verða árið 2020 um 4,158 milljarð-
ar. Er ástæðan lækkun á framlagi
til Lánasjóðs íslenskra námsmanna
(LÍN), en LÍN hefur á undan-
förnum árum fengið framlög um-
fram raunþörf sjóðsins, segir í
fylgiskjali frumvarpsins.
„Sjóðurinn er rosalega vel fjár-
magnaður,“ segir Lilja en sam-
kvæmt ársreikningi var handbært
fé LÍN 13,4 milljarðar í árslok 2018
og eigið fé um 104 milljarðar. Út-
skýrir Lilja að nú sé því gert ráð
fyrir að gengið verði á uppsafnaða
sjóði og eigið fé sjóðsins. Ríkissjóð-
ur hafi sett talsvert mikið í LÍN á
síðustu árum meðan eftirspurn eft-
ir lánunum hefur hríðfallið, eins og
að ofan greinir.
„Svo vel fjármagnaður“
Segir hún enn fremur að á næsta
ári muni útgjöld ríkissjóðs minnka
mest en muni svo aukast aftur, með-
an sé verið rétta stöðuna. „Sjóður-
inn er bara svo vel fjármagnaður að
það er eðlilegt að ríkið fari í svona
ráðstafanir.“
Meðan gert er ráð fyrir lækkun á
gjöldum vegna stuðnings við náms-
menn er í fjárlagafrumvarpinu gert
ráð fyrir aukningu gjalda vegna hins
málaflokksins, Háskóla og rann-
sóknarstarfsemi. Eru þau áætluð
um 41,014 milljarðar árið 2020 og
hækka um 1,774 milljarða króna á
föstu verðlagi fjárlaga 2019.
Sagði Lilja í samtali við mbl.is um
helgina að hún væri stolt af því að
sjá „að það er aukning og metnaður
á hverju ári síðan ég varð ráðherra“.
Sagði hún einnig að í raun væri
háskólastigið þrír þættir: „Fyrst eru
það háskólarnir og þeir eru að fá
aukið fjármagn. Síðan eru það rann-
sóknir og háskólar þar sem er líka
aukning.
Menntun í forgangi
Við viljum samkeppnishæfa há-
skóla og liður í því er að bæta fjár-
mögnun þeirra, sem við höfum verið
að gera alveg síðan þessi ríkisstjórn
tók við. Við erum klárlega að for-
gangsraða í þágu menntunar,“ bætti
Lilja við.
Samkvæmt fylgiskjali fjárlaga-
frumvarpsins er á meðal helstu
verkefna tengdra háskólastiginu að
birta Menntastefnu 2030 – heildarrit
með markmiðum og aðgerðum, auka
nýliðun kennara og þróa starf þeirra
og birta og hefja innleiðingu á
stefnu um opinn aðgang að rann-
sóknarniðurstöðum og rannsóknar-
gögnum.
Lilja Dögg
Alfreðsdóttir
Enginn Íslendingur hafði haft sam-
band við borgaraþjónustu utan-
ríkisráðuneytisins í gær vegna felli-
bylsins Faxai sem gekk þá yfir
Tókýó. Þarlend yfirvöld sendu frá
sér viðvörun vegna hættu á miklum
öldugangi, aurskriðum og flóðum.
Unnið var að rýmingu svæða. Mikið
hvassviðri og úrkoma fylgja felli-
bylnum. Talsmaður veðurstofunnar
sagði að hann gæti slegið eldri
vinda- og úrkomumet. „Enginn hef-
ur beðið um aðstoð borgaraþjónust-
unnar vegna þessa máls. Við biðjum
fólk að fara að fyrirmælum stjórn-
valda á staðnum,“ sagði María Mjöll
Jónsdóttir, deildarstjóri upplýs-
ingadeildar utanríkisráðuneytisins.
46 Íslendingar eru skráðir til heim-
ilis í Tókýó.
Enginn haft samband vegna fellibyls
Fatasöfnun skákfélagsins Hróksins í
þágu grænlenskra barna og ung-
menna átti nýverið fimm ára afmæli
og var fagnað með því að nýrri send-
ingu var komið til þropsins Ittoq-
qortoormiit í Scoresby-sundi. Segir í
tilkynningu frá félaginu að um sé að
ræða afskekktustu byggð Græn-
lands, en það var skútan Hildur frá
Norðursiglingu á Húsavík sem sá
um flutninginn til Ittoqqortoormiit.
Hrókurinn hefur síðan árið 2003
unnið að útbreiðslu skákíþróttarinn-
ar meðal Grænlendinga en ofan-
nefnd fatasöfnun hófst svo að frum-
kvæði heimamanna í Ittoqqort-
oormiit. „Við gjörþekkjum til í þessu
fallega og fjarlæga þorpi, enda
höfum við skipulagt þar árlega
páskahátíð um árabil og eigum þar
mörgum vinum að fagna. Vinkona
okkar þar í bæ, Ellen Napatoq, hafði
samband við okkur um þetta leyti
fyrir fimm árum og spurði hvort við
gætum ef til vill útvegað dálítið af
fötum fyrir börnin, þegar vetur fór í
hönd,“ segir Hrafn Jökulsson, for-
seti Hróksins.
Ekki ölmusa
„Fæstir átta sig á því að lífskjör
hjá okkar góðu grönnum eru langt-
um lakari en flestir Íslendingar
þekkja og vöruverð er þar hærra.
Við leggjum áherslu á að koma fram
af kærleika og virðingu. Við erum
ekki að gefa ölmusu, heldur deila
með okkar góðu grönnum því sem
við erum aflögufær um,“ segir
Hrafn.
Ný fatasending til afskekkt-
ustu byggðar Grænlands
Fimm ár eru liðin síðan fatasöfnunin fór fyrst af stað
Skipstjórinn Hörður Sigurbjarnar-
son ber einn fatapoka í land.