Morgunblaðið - 09.09.2019, Síða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
Árið 1896 flutti Björn Þorláksson bóndi áVarmá inn vélar til að
vinna ull og notaði til þess vatnsorku úrÁlafossi. Verksmiðjan
átti stóran þátt í stofnun og vexti byggðar íMosfellsbæ
Álafoss , Álafossvegi 23 Mosfellsbæ, Laugavegi 4-6, alafoss.is
9. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.0 126.6 126.3
Sterlingspund 154.92 155.68 155.3
Kanadadalur 95.2 95.76 95.48
Dönsk króna 18.616 18.724 18.67
Norsk króna 13.969 14.051 14.01
Sænsk króna 13.029 13.105 13.067
Svissn. franki 127.13 127.85 127.49
Japanskt jen 1.1768 1.1836 1.1802
SDR 172.39 173.41 172.9
Evra 138.91 139.69 139.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.6459
Hrávöruverð
Gull 1504.95 ($/únsa)
Ál 1753.5 ($/tonn) LME
Hráolía 60.81 ($/fatið) Brent
● Salman, kon-
ungur Sádi-Arabíu,
hefur skipað son
sinn, prinsinn Ab-
dulaziz bin Salm-
an, ráðherra olíu-
mála. FT greinir frá
þessu og bendir á
að með ákvörðun
sinni hafi konung-
urinn brotið óskrif-
aða reglu um að
ráðuneytinu væri ekki stýrt af meðlimi
konungsfjölskyldunnar.
Forveri prinsins, Khalid al-Falih,
hafði gegnt embættinu frá árinu 2016
en olíumálaráðherra Sádi-Arabíu er um
leið óformlegur leiðtogi OPEC. Undir
hans stjórn tókst aðildarríkjum Sam-
taka olíuframleiðsluríkja, og samstarfs-
þjóðum þeirra, að snúa bökum saman
og draga verulega úr olíuframleiðslu til
að reyna að hækka heimsmarkaðsverð.
Margt er á huldu um hvers vegna al-
Falih var vikið úr starfi en í síðustu viku
var hann settur af sem stjórnar-
formaður Saudi Aramco, á sama tíma
og verið er að setja aukinn kraft í skrán-
ingu olíurisans á hlutabréfamarkað.
Virðist líklegt að breytingarnar stafi af
óánægju æðstu ráðamanna og atvinnu-
lífs með hve illa virðist ganga að ná
heimskarkaðsverði olíu upp að 70-80
dala markinu. ai@mbl.is
Nýr olíuráðherra skip-
aður í Sádi-Arabíu
Abdulaziz
bin Salman
STUTT
VIÐTAL
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Markaðsráðstefnan Krossmiðlun
verður haldin í sjötta sinn föstudaginn
13. september. Von er á fjölda góðra
gesta á Grand Hótel Reykjavík en
aðalfyrirlesari er viðburðarins lét
fyrst að sér kveða í Suður-Afríku og er
í dag einn af stjórnendum alþjóðlegu
auglýsingastofunnar TBWA. Á
löngum ferli hefur John Hunt komið
að fjölda merkilegra herferða og var
m.a. einn af mönnunum á bak við
kosningabaráttu stjórnmálaflokks
Nelsons Mandela í sögulegum kosn-
ingum í apríl 1994.
Það má heyra á Hunt að hann er
hokinn af reynslu, og ætlar hann að
nota heimsóknina til Íslands til að
miðla nokkrum fræðandi sögum sem
ættu vonandi að hughreysta ráð-
stefnugesti: „Þetta eru átta sögur
samtals, sem eiga það sameiginlegt að
það skiptir ekki máli hvar við byrjum,
heldur hvar við endum. Þessar sögur
fjalla um verkefni sem spanna allt frá
því einfalda yfir í það flókna og risa-
vaxna, spanna ólíka miðla, og sýna að
á bak við tjöldin gengur oft mikið á.
Þessar sögur sýna að það getur verið
snúið fyrir skapandi fólk að hafa
tröllatrú á eigin hugmyndum; og að
það sem virðist eftir á svo augljóst að
myndi virka var oftast í byrjun eitt-
hvað sem kallaði á djörfung og þor.“
Unga fólkið sér í
gegnum auglýsendur
Að mati Hunts lifum við nú á ein-
staklega skemmtilegum tímum fyrir
frjótt og skapandi fólk og hafa þeim
sem starfa við auglýsinga- og
markaðsmál aldrei staðið til boða fleiri
og fjölbreyttari leiðir til að koma skila-
boðum sínum á framfæri. En á móti
kemur að verkkaupar slá ekkert af
kröfunum, á sama tíma og þeir sem
auglýsingum er beint að verða æ
næmari á það þegar markaðsefni er
óeinlægt og óáhugavert. „Það á alveg
sérstaklega við um yngstu markhóp-
ana að það má helst ekki sjást hvað
auglýsandanum gengur til, því ef þau
greina að verið er að reyna að ná
gagngert til þeirra, þá missa þau
áhugann.“
Auðvelt er að nefna nokkur nýleg
dæmi um dýrar alþjóðlegar herferðir
sem fóru einmitt flatt á þessu. Þannig
muna eflaust muna margir lesendur
eftir auglýsingu sem drykkjarisinn
Pepsi gerði með Kendall Jenner í
aðalhlutverki í undarlegri blöndu af
friðarboðskap, mótmælum og gos-
drykkju. Hunt segir þá auglýsingu
sýna vel bæði hvað áhorfendur eru
næmir fyrir óeinlægni í auglýsingum,
en líka hversu snúið það getur verið að
finna rétta tóninn. Á blaði hafi auglýs-
ingin eflaust virkað mjög vel, en komið
mjög illa út í reynd. „Annað glænýtt
dæmi af svipðum toga var herferð
súkkulaðiframleiðanda í Singapúr.
Þar var farin sú leið að fagna sjálf-
stæðisafmæli borgríkisins með því að
framleiða súkkulaðistykki úr þremur
misdökkum tegundum súkkulaðis til
að sýna fjölbreytni íbúanna. Fyrir-
tækinu gekk gott eitt til en skilaboðin
misstu heldur betur marks og slógu
ekki réttan tón hjá almenningi.“
Listin að taka afstöðu
Svipað var uppi á teningnum í sum-
ar þegar greina mátti gremju á sam-
félagsmiðlum með það að mörg fyrir-
tæki skyldu ákveða að fagna
fjölbreytileikanum með því að setja
regnbogafánann í vörumerki sín á
meðan hinsegin-hátíðir náðu hámarki
víða um heim. „Viðbrögðin voru þau
að þessi sömu fyrirtæki hefðu setið á
hliðarlínunni allt þar til réttindabar-
áttan var að mestu unnin og stuðn-
ingur við málaflokkinn orðinn sjálf-
sagður hlutur, og þau væru að eigna
sér baráttu sem þau höfðu ekki tekið
þátt í,“ segir Hunt en bendir um leið á
að tímasetningin geti verið vandmeð-
farin eins og sást í kjölfar herferðar
Gillette þar sem eitruð karlmennska
var gerð að umræðuefni í annars
kraftmikilli auglýsingu. Þótti mörgum
körlum að sér vegið og hafa sagt skilið
við rakvélar framleiðandans: „Ef
fyrirtæki fylkja sér of seint á bak við
tiltekinn málstað eru þau gagnrýnd
fyrir að reyna að skreyta sig með
stolnum fjöðrum en ef þau styðja við
málstaðinn of snemma hætta þau á að
fá almenningsálitið upp á móti sér –
ekki það að ég reikni með öðru en að
neikvæð áhrif Gillette-herferðarinnar
muni hafa fjarað út eftir 3-6 mánuði.“
Frumlegar lausnir virka best
Hvaða vinnubrögðum er svo hægt
að beita til þess einmitt að gefa rétta
tóninn, á einlægan hátt, á réttum
tíma? Hunt vill endilega að auglýsend-
ur þori að vera djarfir, og að þeir þori
að taka áhættu og afstöðu, en hjá
TBWA hafi það hjálpað að hugmyndir
eru sameign hópsins og fólk með ólík-
an bakgrunn og skoðanir komi að
hverju verkefni: „Það þýðir að við get-
um nokkuð hratt og vel fengið tilfinn-
ingu fyrir því hvað virkar og hvað
virkar ekki. Ef stórt og fjölbreytt
teymi hefur fengið að skoða hug-
myndina og líst vel á hana eykur það
strax líkurnar á að lokaútkoman verði
í lagi. Vitaskuld þarf að kynna verk-
kaupanum hugmyndina á heiðarlegan
en um leið sannfærandi hátt, og svo
þarf hann líka að vera reiðubúinn að
leggja traust sitt á stofuna og leyfa
henni að fara ótroðnar slóðir. Það er jú
einu sinni þannig að það eru frumlegu
lausnirnar sem virka best, og eðli
málsins samkvæmt er það sem er
frumlegt ekki eitthvað sem hefur ver-
ið margreynt áður.“
Frumleiki kallar á hugrekki
Ljósmynd/TBWA
Taka stökkið John Hunt segir frumlegu lausnirnar oft þær bestu, en
eðli málsins samkvæmt hafi þær líka aldrei verið reyndar áður.
Stjórnandi hjá TBWA segir fólk sjá í gegnum það ef auglýsendur eru óeinlægir
Það er hægara sagt en gert fyrir fyrirtæki að taka djarfa afstöðu í hitamálum
Það hefur lengi valdið dýravinum
gremju að kínversk stjórnvöld gera
þá kröfu til erlendra framleiðenda
snyrtivara að þeir láti prófa vörur
sínar á dýrum áður en þeir fá að
flytja þær inn til Kína. Fyrirtæki á
borð við L’Oréal og Estee Lauder
hafa látið undan þessum kröfum til
að fá aðgang að kínverska markaðin-
um en aðrir hafa fórnað dýrmætum
viðskiptatækifærum í Kína í nafni
dýravelferðar.
En nú hefur opnast glufa, þökk sé
vaxandi vægi netverslunar, því frá
árinu 2016 hafa þeir sem selja snyrti-
vörur í gegnum netgáttir eins og Ali-
baba og JD.com mátt selja erlendar
snyrtivörur beint frá vöruhúsum á
fríverslunarsvæðum til kínverskra
kaupenda, án þess að þurfa að full-
nægja kröfum um prófanir á dýrum.
Hafa dýravænir snyrtivörufram-
leiðendur á borð við Jane Iredale og
Fenty Beauty – fyrirtæki söngkon-
unnar Rihönnu – gripið tækifærið og
komið sér upp netverslunum hjá Ali-
baba sem selja beint frá fríversl-
unarsvæðum innan Kína. „Okkur
langaði að bjóða kínverskum konum
upp á snyrtivörurnar okkar, en þar
sem við látum okkur velferð dýra
miklu varða, þá var okkur ekki sið-
ferðislega stætt á því,“ hefur Fin-
ancial Times eftir yfirmanni mark-
aðsþróunar hjá Jane Iredale. „Með
beinni sölu frá fríverslunarsvæðum
er það loksins orðið mögulegt fyrir
okkur [að selja í Kína]“. ai@mbl.is
AFP
Blundur Myndin sýnir rólegan kött
með „gæludýrafarða“ á dýrasýn-
ingu í Bangkok í Taílandi í lok
ágúst. Prófanir snyrtivöruframleið-
enda á dýrum eru töluvert ljótari.
Geta komist hjá
prófunum á dýrum
Snyrtivörufram-
leiðendur nýta
undanþágu í kín-
verskum lögum