Morgunblaðið - 09.09.2019, Síða 13
FRÉTTIR 13Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
Margverðlaunuð baðvifta
Einstaklega hljóðlát 17-25dB (A)
Innbyggður raka-, hita-
og hreyfiskynjari.
Vinnur sjálfvirkt
3W
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Dominic Raab, utanríkisráðherra
Breta, sagði í gær að ríkisstjórnin
myndi láta reyna á lögmæti Brexit-
frumvarpsins, sem líklega verður að
lögum í dag, fyrir dómstólum. Þá
yrði einnig athugað mjög gaumgæfi-
lega hvaða skilyrði löggjöfin setti
ríkisstjórninni, en frumvarpinu er
ætlað að binda hendur Boris John-
sons, forsætisráðherra Breta, og
neyða hann til þess að sækja um
framlengingu á þeim tímafresti sem
Bretar hafa til að ganga frá útgöng-
unni við Evrópusambandið á leið-
togafundi sambandsins hinn 19.
október næstkomandi.
Þá lofuðu Raab, sem og Sajid Ja-
vid fjármálaráðherra því að Johnson
myndi ekki segja af sér þó að neðri
deild þingsins hafnaði aftur að boða
til kosninga um miðjan október, líkt
og forsætisráðherrann hefur kallað
eftir, heldur myndi hann halda
ótrauður áfram til að tryggja að út-
gangan ætti sér stað 31. október
næstkomandi. Javid sagði jafnframt
við þáttastjórnandann Andrew
Marr á breska ríkisútvarpinu BBC
að Johnson myndi ekki biðja um
aukinn frest, en andstæðingar hans
hótuðu því að forsætisráðherrann
gæti átt fangelsisdóm yfir höfði sér
fylgdi hann ekki réttum landslögum.
Viðræður sagðar í skötulíki
Staða Johnsons þótti ekki styrkj-
ast um helgina þegar Amber Rudd
atvinnu- og lífeyrismálaráðherra
sagði af sér á laugardaginn. Sagðist
Rudd telja að ríkisstjórnin stefndi
að útgöngu úr Evrópusambandinu
án þess að samningur um útgöng-
una lægi fyrir.
Sagði hún að samningaviðræður
við sambandið væru í skötulíki mið-
að við þann gríðarmikla undirbún-
ing fyrir samningslausa útgöngu
sem ríkisstjórnin stæði fyrir. Raab
gagnrýndi hins vegar Rudd og sagði
hana hafa vitað hver markmið John-
sons væru þegar hann myndaði
ríkisstjórn sína.
Þrátt fyrir áföll síðustu viku
bentu kannanir til þess að almenn-
ingur væri ánægður með Johnson,
en þrjár kannanir birtust í gær, sem
sýndu annaðhvort óbreytt eða aukið
fylgi breska Íhaldsflokksins.
Frakkar mótfallnir frestun
Þó að andstæðingar útgöngunnar
hafi nú náð yfirhöndinni í neðri deild
breska þingsins er ekki víst að frek-
ari frestur verði auðfenginn í Bruss-
el, en leiðtogar allra ríkjanna 28
verða að samþykkja að verða við
slíkri bón.
Þannig sagði Jean-Yves Le
Drian, utanríkisráðherra Frakk-
lands, í gærmorgun að miðað við nú-
verandi aðstæður væri svar Frakka
nei. „Við viljum ekki ganga í gegn-
um þetta á þriggja mánaða fresti,“
sagði hann og bætti við að ekkert
benti til þess að Bretar hefðu
nokkra sýn á það hvernig þeir ættu
að nýta tímann, jafnvel þó að út-
göngunni yrði frestað fram yfir ára-
mót.
Boris mun berjast til þrautar
Líklega reynt á löggjöfina fyrir dómstólum Amber Rudd segir af sér
Frakkar ekki hlynntir annarri framlengingu Fylgi Íhaldsflokksins eykst
AFP
Mótmæli Stuðningsmenn og andstæðingar útgöngunnar úr ESB mótmæltu
í gær við þinghúsið og lenti sumum mótmælenda saman við lögregluna.
Þessir íbúar Bahamaeyja stigu á skipsfjöl á föstudaginn og biðu þess að
vera fluttir frá þeim svæðum sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Dorian
skall á eyjunum í síðustu viku. 43 hið minnsta létust á eyjunum.
Fellibylurinn skall í gær á Halifax í Kanada eftir að hafa fært sig upp
með austurströnd Norður-Ameríku. Þó að vindhraðinn hefði dvínað mikið
olli hann engu að síður miklum usla og skildi eftir sig slóð eyðileggingar.
AFP
Að minnsta kosti 43 látnir eftir Dorian
Ali Akbar Salehi,
yfirmaður
írönsku kjarn-
orkumálastofn-
unarinnar, sagði
í gær að stórveldi
Evrópu hefðu
brotið loforð sín
og neytt Írana til
þess að hefja á ný
stóraukna auðg-
un úrans.
Íranir tilkynntu um helgina að
þeir myndu gangsetja á ný skil-
vindur sem notaðar eru við auðgun
úrans, sem slökkt var á í kjölfar
kjarnorkusamkomulagsins árið
2015. Jean-Yves Le Drian, utan-
ríkisráðherra Frakklands, hvatti í
gær Írana til þess að framfylgja
samkomulaginu á ný, en fulltrúi al-
þjóðakjarnorkumálastofnunar-
innar fundaði í Teheran í gær með
Javad Zarif, utanríkisráðherra Ír-
ans, vegna samningsbrotanna.
Segja Evrópuríkin
hafa brotið loforð
Ali Akbar
Salehi
ÍRAN
Kyriakos Mitso-
takis, forsætis-
ráðherra Grikk-
lands, fordæmdi í
gær „hótanir“
Tyrkja um að
þeir myndu
hleypa fjölda sýr-
lenskra flótta-
manna til Evrópu
nema landið
fengi alþjóðlega
aðstoð.
Sagði Mitsotakis að Recep Tay-
yip Erdogan, forseti Tyrklands,
gæti ekki hótað Evrópu og Grikk-
landi með flóttamönnum til þess að
reyna að fá meira fé frá Evrópu-
sambandinu og benti á að nú þegar
hefði Tyrkland fengið um sex millj-
arða evra frá sambandinu. Hvatti
hann í staðinn til viðræðna milli
ríkjanna og að þar yrði notað orð-
færi „góðra granna“ í stað hótana.
Hvetur til viðræðna
um flóttamenn
Kyriakos
Mitsotakis
GRIKKLAND
Bandarísk stjórnvöld og fulltrúar
talíbana í Afganistan sögðu að enn
væri möguleiki á að friðarviðræður
gætu hafist á ný þrátt fyrir að Don-
ald Trump Bandaríkjaforseti hefði
óvænt hætt við fund með leiðtogum
talíbana og Ashraf Ghani, forseta
Afganistans, sem átti að fara fram í
Camp David í gær. Trump hætti við
fundinn eftir að talíbanar frömdu
hryðjuverkaárás í Kabúl á fimmtu-
daginn þar sem bandarískur her-
maður lét lífið. Sögðu talsmenn talí-
bana að uppkast að friðarsamkomu-
lagi lægi fyrir.
Mike Pompeo, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, sagði í gær að
Bandaríkin þyrftu að fá tryggingar
frá talíbönum ef viðræður ættu að
halda áfram. Hann væri hins vegar
ekki svartsýnn á framhaldið, en
sagði að talíbanar þyrftu að sam-
þykkja beinar viðræður við ríkis-
stjórn Ghanis.
Samkvæmt uppkasti að samkomu-
lagi milli Bandaríkjamanna og talíb-
ana myndi Bandaríkjaher fækka í
herliði sínu í Afganistan um 5.000
manns þegar á næsta ári, en óvíst er
hvort af því verður nú.
Gagnrýni á heimboðið
Tíðindin af því að Trump hefði
boðið fulltrúum talíbana til Camp
David vöktu nokkra óánægju hjá
þingmönnum beggja flokka, en á
miðvikudaginn verða 18 ár liðin frá
hryðjuverkaárásunum í New York
og Washington. Sagði Liz Cheney,
þingkona repúblíkana og dóttir þá-
verandi varaforseta, að aldrei ætti að
leyfa talíbönum að stíga fæti á
bandaríska grund.
Dyrunum haldið opnum
Trump hættir við fund með fulltrúum talíbana í Camp
David Gagnrýndur fyrir að bjóða þeim til Bandaríkjanna
AFP
Viðræður Reykur stígur upp yfir
Kabúl eftir nýlega árás talíbana.
Um 4.000 manns tóku þátt í mót-
mælum í Santiago, höfuðborg Síle,
til þess að heiðra fórnarlömb her-
foringjastjórnarinnar sem Augusto
Pinochet leiddi á sínum tíma. 46 ár
verða liðin á miðvikudaginn frá
byltingunni sem færði Pinochet til
valda, en minning hans er enn um-
deild í landinu. Mótmælin fóru frið-
samlega fram í fyrstu, en 23 voru
handteknir eftir að átök milli lög-
reglu og mótmælenda brutust út.
Minningu Pinochets
mótmælt í Santiago
SÍLE