Morgunblaðið - 09.09.2019, Page 17

Morgunblaðið - 09.09.2019, Page 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Vonum seinna heyr- ist þingmaður úr liði sjálfstæðismanna and- varpa og kvarta yfir því að umhverfisráðherra sniðgangi lög um rammaáætlun, mark- visst og ákveðið. Landeigendum Reykjahlíðar í Mý- vatnssveit var síðla árs 2018 kynnt bréflega áformuð friðlýs- ing stórs svæðis á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum. Friðunarsvæðið er talið rétt tæplega 3.500 ferkílómetrar (!). Landamerki Reykjahlíðar eru ekki sýnd á korti sem fylgdi kynningu Um- hverfisstofnunar og engar upplýs- ingar er enn að hafa frá gerendum friðlýsingar um hvort og þá hvaða af- leiðingar hún kunni að hafa. Það skyldi bara friðað og basta! Reykjahlíð á sem næst þriðjung fallréttinda Jökulsár á Fjöllum. Eig- endur jarðarinnar eru á einu máli um að vatnsfallið mikla sé náttúru- gersemi sem beri að vernda svo sem kostur er. Þeir áskilja sér engu að síð- ur rétt til að nýta eftir atvikum hluta sinn í fallréttindum til orkufram- leiðslu án þess að rýra gildi árinnar sem náttúruperlu. Slíkir möguleikar eru hins vegar útilokaðir við friðlýs- ingu og þar með verður ríkið skaða- bótaskylt gagnvart landeigendum samkvæmt náttúruverndarlögum. Lögmaður Reykjahlíðar óskaði eftir því að gengið yrði til samninga um bætur en því erindi hefur ekki einu sinni verið svarað. Stjórnvöld um- hverfismála hafa heldur ekki séð ástæðu til að efna til fundar með land- eigendum eða hirða yfirleitt um sam- skipti við þá. Tekið skal skýrt fram að eigendur Reykjahlíðar eru á báti með mörgum öðrum sem hagsmuna eiga að gæta gagnvart friðlýsingunni á Norðaust- urlandi. Aðrir landeigendur, sveit- arfélög, orkufyrirtæki, Orkustofnun og fleiri hafa látið athugasemdum rigna yfir Umhverfisstofnun en það breytir litlu sem engu. Þar á bæ dansa limirnir eftir höfði ráðherrans. Í auglýsingu umhverfis- og auð- lindaráðuneytis um friðlýsingu á vatnasviði Jökulsár á Fjöllum segir að óheimil sé „orkuvinnsla fallvatna með uppsett afl 10 MW eða meira innan marka svæðisins“. Eigendum Reykja- hlíðar er sem sagt meinað að setja upp slíka orkuvinnslu á eigin landi á hinu friðlýsa svæði. Á sama tíma leyfir Umhverfisstofnun 2x10 MW virkj- unum að halda áfram rekstri annars staðar innan marka Vatnajökuls- þjóðgarðs og það í grennd við Herðu- breið! Með öðrum orðum: ríkið má en landeigendur ekki. Orkustofnun telur það andstætt lögum að friðlýsa til- tekin landsvæði fyrir orkuvinnslu án takmarkana eða viðmiða. Hún bendir líka á að takmarkalaus friðlýsing sé í andstöðu við stefnu stjórnvalda um að vinna gegn loftslagsbreytingum af völdum gróðurhúsalofttegunda ann- ars vegar og hins vegar að stuðla að byggingu og rekstri smávirkjana, einkum á þeim svæðum sem afskipt eru í dreifingu raforku. Enn má nefna að umhverfis- ráðherra áformar að friðlýsa 52 fer- kílómetra í Gjástykki og fetar þar í spor fyrirrennara síns og flokkssystur sem reyndi slíkt hið sama árið 2012. Öll sveitarfélög sem við sögu koma höfnuðu þeim hugmyndum og vildu frekar hverfisvernd, enda væri for- ræði svæðisins þá hjá heimamönnum. Stjórnarráðsliðið sér hins vegar ekk- ert annað en friðlýsingu til að ná öllu valdi í sínar hendur í Reykjavík. Framganga umhverfisráðherrans við friðlýsingar vekur hjá okkur hroll- vekjandi minningar um þjóðlendu- málið þegar krumlur ríkisvaldsins teygðu sig út og suður eftir gríðar- legum landsvæðum sem í mörgum til- vikum höfðu verið eignfærð öðrum um aldir. Málið var rekið af dæma- fárri óbilgirni en blessunarlega tókst að hrinda að hluta atlögunni að Reykjahlíðarlandi. Þannig staðfestu óbyggðanefnd og Hæstiréttur beinan eignarrétt Reykjahlíðar að svæðum sem ríkið heimtaði að yrði þjóðlenda en umhverfisráðherra friðlýsir nú! Hefnir ríkið þess með friðlýsing- unni sem því tókst ekki að hrifsa til sín forðum með þjóðlendukrumlum sín- um? Á hverju áttu menn annars von þegar helsti atvinnulobbíisti Land- verndar var gerður að umhverfis- og auðlindaráðherra? Sem Landvernd- arforingi kærði ráðherrann núverandi umhverfisráðuneyti fyrir að ganga ekki nógu hart fram í friðlýsingum. Þarf þá að koma á óvart að sami mað- ur hagi sér svona á ráðherrakontórn- um nú? Þvílík stjórnsýsla, maður minn! Þjóðlendukrumlur þá, friðlýsing nú Eftir Guðrúnu Maríu Valgeirs- dóttur og Ólaf H. Jónsson Guðrún María Valgeirsdóttir » Á hverju áttu menn annars von þegar helsti atvinnulobbíisti Landverndar var gerð- ur að umhverfis- og auð- lindaráðherra? Guðrún María er formaður Landeig- enda Reykjahlíðar ehf. Ólafur er verkefnisstjóri Landeigenda Reykja- hlíðar ehf. Ólafur H. Jónsson Fyrir 20 árum hóf- ust framkvæmdir við hin 57 km löngu Gott- hard-göng í Sviss, sem voru opnuð form- lega 1. júní og eru lengstu göng heims. Þau mynda mjúkt „S“ inni í fjallinu, þar sem gropin berglög neyddu verkfræðinga til að víkja frá beinni línu. Á leiðinni lentu þeir á 90 stöðum þar sem bergið var of laust í sér, þar streymdi vatn niður og lenti á sprungum sem kröfðust sérstakra aðgerða. Til að forðast frekari vandamál töldu verkfræðingarnir heppilegra að láta lestarteinana fara í mjúkum sveigjum. Fyrir átta árum braust borhausinn í gegnum síðasta haft- ið, þann 23. mars 2011. Um 700 manns unnu við að leggja lokahönd á þetta stóra samgöngumannvirki sem átti að opna í desember 2016, þá áttu fyrstu lestirnar að þjóta í gegn. Með tilkomu ganganna fær- ast vöruflutningarnir frá vegunum í lestirnar. Hvað þessa flutninga varðar eru lestargöngin mikil sam- göngubylting. Gotthard-göngin samanstanda af tveimur göngum, sem hvort um sig er 8,8-9,6 m í þvermál. Norðurmunninn er nærri borginni Erstfeld og suðurmunninn við borgina Bodio, þar sem gömlu og nýju brautarteinarnir samein- ast. Lengd ganganna tveggja er nánast sú sama. Þau eystri eru 87 metrum lengri. Samanlagt höfðu tæki og tól borað og sprengt 151,8 km göng, þar sem þver- og neyð- argöng voru einnig lögð á leiðinni. Fjarlægðin milli ganganna tveggja er 40 metrar og þvergöng eru lögð með 325 metra millibili. Tvenns konar markmiði þjóna 176 þvergöng: í fyrsta lagi hafa þau að geyma mikinn tæknibúnað til þess að göngin sjálf þurfi ein- ungis að hýsa þá tækni sem nauð- synleg er til að knýja lestirnar áfram, með rafmagnslögnum sem sjá þeim fyrir nægjanlegri orku. Í öðru lagi eru þetta neyðarútgang- ar. Ef óhjákvæmilegt er að stöðva lest geta farþegar komist yfir í hin göngin og síðan í gegnum næstu þvergöng ef þörf krefur. Í þessum nýju göngum er öryggið í fyrir- rúmi þannig að stöðvun í miðjum göngunum verður afar fátíð. Fari svo að eldur brjótist út í járnbraut- arlestinni skulu lestarstjórarnir koma henni út úr göngunum eða aka að öðrum tveggja neyðarstöðva sem eru inni í fjallinu. Neyð- arstöðvarnar nefnast Faido og Sedrum og finnast annars vegar 17 km og hins vegar 20 km frá ganga- munnanum. Frá báð- um stöðvum er mögu- legt að komast út, í Fadio í gegnum hlið- argöng en í Sedrum með lyftum í 800 m löngum lyftugöngum sem liggja niður í lestarstöðina. Frá toppi ganganna eru önnur göng sem liggja um kílómetra út úr fjallinu. Síðan sér öflugt loft- ræstikerfi um að dæla reyk út og fersku lofti niður í göngin við elds- voða. Inni í fjallinu eru skiptispor við stöðvarnar tvær, þar sem hægt verður að senda lest yfir á „rangt“ spor, þannig að hún komist framhjá bilaðri lest. Skiptisporin verða einnig notuð þegar viðhaldi er sinnt inni í göngunum, enda er það föst regla að engin umferð má vera á því spori þar sem slík vinna fer fram. Í sögu Evrópu eru Gotthard- göngin eitt stærsta byggingarverk- efni síðari tíma og stærsta umferð- armannvirki í Sviss. Það er Alp Transit Gotthard dótturfélag sviss- nesku ríkislestanna, SBB, sem stendur að þessu risavaxna verki. Talið er að það kosti alls 1.100 milljarða króna. Lítið brot af þess- ari heildarupphæð væri nóg til að koma samgöngumálum höfuðborg- arsvæðisins og landsbyggðarinnar í viðunandi ástand. Allan tímann hefur Alp Transit Gotthard lagt sig fram um að veita ríkulegar upplýs- ingar um framgang verksins og hefur komið upp stöðvum þar sem gestir geta fylgst með framvind- unni. Mikill áhugi er fyrir þessu sam- göngumannvirki og frá árinu 1998 hefur meira en milljón manns sótt heim upplýsingamiðstöðvarnar sem bjóða upp á leiðsögn inn í göngin. Alpagöng voru opnuð 2016 Eftir Guðmund Karl Jónsson Guðmundur Karl Jónsson » Í sögu Evrópu eru Gotthard-göngin eitt stærsta byggingarverk- efni síðari tíma og stærsta umferðarmann- virki í Sviss. Höfundur er farandverkamaður. Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.