Morgunblaðið - 09.09.2019, Qupperneq 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
✝ Jo Ann Hearnfæddist 25.
september 1953 í
Houston í Texas.
Hún lést á líknar-
deild Landspítalans
27. ágúst 2019.
Foreldrar hennar
voru Jóhanna Bóel
Sigurðardóttir, f.
15.8. 1921, og
Samuel Emmett
Hearn Jr., f. 27.9.
1921. Þau eru bæði látin.
Jo Ann giftist Magnúsi Kjart-
anssyni þann 2.6. 1973. Þau
skildu.
Börn þeirra eru Jóhanna Bóel
Bergmann, f. 31.1. 1973. Maður
Jóhönnu er Guðjón Bergmann.
Dóttir Jóhönnu er Bára Steinunn
Jónasdóttir, f. 25.8. 1989. Sonur
Báru er Elís Heikir, f. 12.1. 2019.
Börn Jóhönnu og Guðjóns eru
Daníel Logi Bergmann, f. 3.2.
2002, og Hanna Laufey Berg-
mann, f. 27.6. 2008.
Kjartan Hearn, f. 10.6. 1977.
Eiginkona hans er Rannveig
Jónsdóttir, f. 24.2. 1973. Dóttir
Rannveigar er Kolfinna Katla
Jóhannesdóttir, f. 24.3. 1997.
Börn Kjartans og
Rannveigar eru Ið-
unn Ösp Kjartans-
dóttir Hearn. f.
14.9. 2006, og Þór-
gunnur Agla Kjart-
ansdóttir Hearn, f.
26.1. 2009. Þuríður
Hearn, f. 14.11.
1983.
Seinni eigin-
maður Jo Ann er
Jón Kristján Brynj-
arsson, f. 21.8. 1952. Þau giftu
sig þann 15.5. 1999.
Börn Jóns eru Margrét, Hulda
Guðný, maki hennar Hörður,
Brynja Herborg, eiginmaður
hennar Jason, og Andri Freyr,
eiginkona hans Lena. Barnabörn
eru Aron Þór og Arnþór Óskar,
Stefanía Daney, Mikael Guðjón
og Axel James, Magnús Ingi og
Ingvar Rafn. Langafabarn er
Amanda Ósk Aronsdóttir.
Jo Ann útskrifaðist frá
Þroskaþjálfaskóla Íslands árið
1976 og starfaði nær alla sína tíð
sem þroskaþjálfi.
Útför fer fram frá Kópavogs-
kirkju í dag, 9. september 2019,
klukkan 13.
Við sitjum hér og minnumst
þín, elsku frænka. Margs er að
minnast þegar litið er yfir farinn
veg. Glaðar stundir æskuáranna,
gleði og sorgir fullorðinsáranna.
Sumarbústaðaferðirnar okkar,
sem ekki voru nægilega margar,
en ljúft að minnast þeirra. Börnin
þín þrjú, barnabörnin og lang-
ömmudrengurinn, sem þér auðn-
aðist að sjá og kynnast, voru gleði
þín og stolt.
Lítillæti, hógværð og virðing
fyrir öllum mönnum einkenndu
þig. Enda valdir þú þér að lífs-
starfi þroskaþjálfann og varst alla
tíð með þarfir skjólstæðinga þinna
í fyrirrúmi.
Síðasta árið var þér mjög erfitt
en þú tókst á við veikindi þín af
miklum styrk og æðruleysi.
Nú er jarðvist þinni lokið, elsku
frænka, takk fyrir samfylgdina.
Umhyggju og ástúð þína
okkur veittir hverja stund.
Ætíð gastu öðrum gefið
yl frá þinni hlýju lund.
Gáfur prýddu fagurt hjarta,
gleðin bjó í hreinni sál.
Í orði og verki að vera sannur
var þitt dýpsta hjartans mál.
(Ingibj. Sig.)
Jóhanna (Hanna) og Linda.
Frænka okkar, Jo Ann, lést
þriðjudaginn 27. ágúst eftir stutt
en erfið veikindi. Jo Ann var ein-
stök kona, hún var hjartahlý, alltaf
með opinn faðm og húmorinn var
aldrei langt undan. Söknuðurinn
er mikill.
Elsku Þurý, Kjartan, Jóhanna
og Jón, ykkur sendum við okkar
dýpstu samúðarkveðjur.
Vér kveðjum þig með þungri sorg,
og þessi liðnu ár
með ótal stundum ljóss og lífs
oss lýsa gegnum tár.
Guð blessi þig! Þú blóm fékkst grætt,
og bjart um nafn þitt er.
Og vertu um eilífð ætíð sæll!
Vér aldrei gleymum þér.
(Jón Trausti)
Svava Huld og Bára Hlín.
Á áliðnum ágústmánuði kvaddi
Jo Ann Hearn þessa jarðvist eftir
tæplega árslanga baráttu við
krabbamein. Hún bar bandarískt
nafn enda rann örlítið amerískt
blóð í æðum hennar. Hún bjó í
Bandaríkjunum fyrstu ár barn-
æsku sinnar, átti bandarískan föð-
ur en missti tengslin við hann í
bernsku þegar Jóhanna móðir
hennar og hún fluttu til Íslands. Jo
Ann var einbirni og bjuggu þær
mæðgur í starfsmannahúsi á veg-
um Kópavogshælis mestan hluta
æsku hennar. Fyrir tíma fé-
lagslegra kerfa hefur lífsbaráttan
væntanlega stundum verið erfið.
Jo Ann og undirritaður voru
systrabörn. Átti ég margar ferðir
á heimili hennar til mislangrar
veru og þangað sæki ég margar af
mínum fyrstu minningum. Þegar
Jo Ann óx úr grasi fetaði hún í fót-
spor móður sinnar og lærði til
þroskaþjálfa sem varð hennar
ævistarf. Hygg ég að það hafi ver-
ið mikið happ fyrir skjólstæðinga
hennar að njóta umönnunar henn-
ar. Lífið tók kannski ekki alltaf á
Jo Ann með silkihönskum. En
með jákvæðni og seiglu komst hún
í gegnum dagsins önn og skilað
þremur vel gerðum einstaklingum
út í lífið sem hafa nú haslað sér
völl, tvö erlendis og eitt hér heima.
Undirrituð kynntist Jo Ann þegar
báðar voru komnar til fullorðins-
ára og voru þau kynni góð. Á tíma-
bili bjó Jo Ann í Hveragerði og þá
var um stuttan veg að fara til að
líta til hennar. Það lá ekki fyrir Jo
Ann að njóta afraksturs af langri
starfsævi og geta sest í helgan
stein, hún fór allt of snemma. Það
verður án efa vel tekið á móti
henni á lendum eilífðarinnar.
Aðstandendum vottum við
samúð.
Almar og Svanhvít (Svana).
„Elsku stelpur, þið vitið ekki
hvað vinátta ykkar og hópurinn
okkar skiptir mig miklu máli.“
Þessi orð lét Jo Ann falla um hóp-
inn sem útskrifaðist úr Þroska-
þjálfaskóla Íslands fyrir rúmum
43 árum. Með þessum orðum hitti
hún naglann á höfuðið eins og svo
oft áður. Vinátta okkar og sam-
staða í gegnum lífsins ólgusjó hef-
ur skipt okkur allar miklu máli og
þar lagði Jo Ann mikið af mörkum
með sinni einlægu og hlýju nær-
veru og vináttu. Á námsárum okk-
ar í þroskaþjálfaskólanum voru
miklar breytingar í lofti í málefn-
um fatlaðs fólks á Íslandi. Ný hug-
myndafræði var að nema land og
krafan um jafnrétti, sjálfræði og
samfélagsþátttöku fatlaðs fólks
var í fyrsta sinn í brennidepli. Við
vorum einlægar baráttukonur fyr-
ir betri hag fólksins á Kópavogs-
hæli en á þessum tíma var skólinn
staðsettur þar. Hippamenningin
og barátta kvenna fyrir jafnrétti
voru miklir áhrifavaldar á þessum
tíma og við minnumst allar
kvennafrídagsins 1975 og vorum
stoltar af þátttöku okkar. Við vor-
um róttækar og vildum breyta
heiminum. Jo Ann lagði sitt af
mörkum þó að aldrei hefði hún
hátt um skoðanir sínar eða verk.
Henni var í blóð borin rík réttlæt-
iskennd og hún ólst upp við gildi
góðmennsku og réttlætis.
Jo Ann var einkabarn Jóhönnu
Bóelar Sigurðardóttur og þær
mægður afar nánar. Jóhanna var
ein af fyrstu þroskaþjálfum á Ís-
landi og við minnumst hennar með
hlýhug og virðingu. Á meðan hún
lifði var hún ávallt tilbúin að
spjalla og leiðbeina okkur þegar
kom að þroskaþjálfastarfinu.
Í gegnum árin höfum við átt
ótal margar ánægjustundir með
Jo Ann en við höfum hist nánast í
hverjum mánuði frá því að við út-
skrifuðumst vorið 1976. Þá höfum
við ferðast til útlanda saman, farið
í sumarbústað og svo má lengi
telja. Jo Ann var einstök perla og
öllum sem kynntust henni þótti
vænt um hana og leið vel í návist
hennar. Það var þessi hlýja sem
einkenndi hana og kom fram í öllu
hennar fari. Jo Ann var líka orðvör
og talaði af nærgætni um menn og
málefni. Hún hafði einstakan húm-
or, sagði skemmtilega frá og við
minnumst þess hve innilega hún
gat hlegið. Þá var hún líka alltaf
fyrst til að hvetja okkur og hrósa.
Í lífi Jo Ann, eins og okkar
flestra, skiptust á skin og skúrir
en hún tókst á við mótlæti með
einstöku æðruleysi og bera síð-
ustu mánuðir því vitni. „Þetta fer
allt vel,“ sagði hún og þessi setn-
ing er á einhvern hátt svo einkenn-
andi fyrir Jo Ann okkar.
Með fráfalli Jo Ann er stórt
skarð hoggið í hópinn okkar og
hennar verður sárt saknað. Sökn-
uðurinn og sorgin er þó mest hjá
börnum Jo Ann, barnabörnum og
nánustu fjölskyldu. Við vitum að
hún var einstök móðir og amma,
hún var afar stolt af hópnum sín-
um og við fylgdumst með hvað það
gladdi hana að fá að upplifa fæð-
ingu fyrsta langömmubarnsins.
Innilegar samúðarkveðjur til ykk-
ar allra.
Agnes Elídóttir, Anna F.
Sigurðardóttir, Dadda G.
Ingvadóttir, Guðríður
Gía Ólafsdóttir, Guðrún
V. Stefánsdóttir, Ingi-
björg Gísladóttir, María
Ingólfsdóttir og Oddný S.
Jóhannesdóttir.
Kveðja frá Skátagildinu í
Hveragerði
Hún Jo Ann er farin heim.
Jo Ann gekk í skátagildið í
Hveragerði árið 2010. Hún vígðist
skáti sem ung stúlka í Kópavogi.
Eftir að hún hafði búið um hríð í
Hveragerði lá beinast við að ganga
til liðs við skátagildið í bænum.
Hún tók strax að sér sæti í stjórn
félagsins og var ritari stjórnar í
fjögur ár. Léttleiki var aðalsmerki
hennar. Stutt í hláturinn og ævin-
lega jákvæð. Ekkert var það til
sem ekki var hægt að leysa. Þegar
Jo Ann flutti síðan úr bænum okk-
ar til Bandaríkjanna skildi leiðir
fyrir um fjórum árum.
Við gildisfélagar þökkum Jo
Ann hér samfylgdina og færum
fjölskyldunni allri okkar dýpstu
samúð.
Sofnar drótt, nálgast nótt,
sveipast kvöldroða himinn og sær.
Allt er hljótt, hvíldu rótt.
Guð er nær.
Félagar í Skátagildinu í Hvera-
gerði,
Helga Jóhanna Jósefsdóttir.
Jo Ann Hearn
Á lífsleiðinni
kemur það fyrir að
einstakar mann-
eskjur verða á vegi
manns. Manneskjur sem kenna
manni, áreynslulaust og af yf-
irvegun, að líta lífið öðrum aug-
um. Óli Freyr var einn af þess-
um manneskjum. Hann hóf
störf með okkur fyrir rúmum
þremur árum og það var strax
augljóst að þarna fór maður
sem var ekki bara traustur,
skarpgreindur og skemmtilegur
heldur einstaklega réttsýnn,
hjartahlýr og harðduglegur.
Hann hafði auk þess yndislega
nærveru og var ávallt boðinn og
búinn til að aðstoða við að leysa
viðfangsefni okkar og annarra
samstarfsfélaga. Hann nálgað-
ist verkefnin sín af mikilli elju,
áhuga og ákefð en á sama tíma
af einstakri yfirvegun og skiln-
ingi. Við áttuðum okkur líka
fljótt á því að Óli Freyr var ekki
bara frábær samstarfsmaður og
vinur heldur sérlega vandaður
faðir og eiginmaður. Þau voru
ófá samtölin sem við áttum við
hann um börnin, uppeldi og fjöl-
skyldulíf og þar skein í gegn
hversu stoltur hann var af fjöl-
skyldu sinni og börnum.
Óli Freyr brann fyrir mál-
efnum sjálfbærni og ábyrgra
fjárfestinga og lagði veigamikil
lóð á vogarskálar þeirra breyt-
inga sem hafa verið í þróun hér
á landi í þeim efnum. Eftir hann
liggur fjöldi greina og kynninga
um málefnið ásamt fræðiriti um
Óli Freyr
Kristjánsson
✝ Óli FreyrKristjánsson
fæddist 6. júlí 1978.
Hann lést 25. ágúst
2019.
Útför Óla Freys
fór fram 5. septem-
ber 2019.
umboðsskyldu og
ábyrgar fjárfest-
ingar fagfjárfesta.
Ritið er mikilvægt
framlag hér á landi
um málefni sam-
félagsábyrgðar og
hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Á
þeim vettvangi
kynntumst við hon-
um einna best er
hann tók að sér að
stýra stefnumótun og innleið-
ingu á ábyrgum fjárfestingum
fyrir þá lífeyrissjóði sem við er-
um í forsvari fyrir. Skemmst er
frá því að segja að sú verk-
efnastýring var einkar farsæl af
hans hálfu og kunnum við hon-
um miklar þakkir fyrir. Óli
Freyr sat jafnframt í stjórn Ice-
landSIF en tilgangur þess fé-
lags er að efla þekkingu fagfjár-
festa á aðferðafræði sjálfbærra
og ábyrgra fjárfestinga og efla
um leið umræðuna um slíkar
fjárfestingar. Hann vann ötul-
lega á þeim vettvangi svo eftir
var tekið og sat sem varafor-
maður í stjórn samtakanna.
Þegar maður er svo heppinn
að fá að kynnast manni eins og
Óla Frey þá hafa þau kynni
áhrif. Við vildum óska þess að
þau kynni hefðu fengið að vara
lengur en áhrifin eru komin til
að vera. Óli Freyr vann allt
fram á síðasta dag og aldrei var
bilbug á honum að finna. Hann
var okkur stöðug hvatning til að
gera betur í dag en í gær og
gefast ekki upp þótt á móti
blási.
Kæra Ágústa og börn. Við
sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur, missir
ykkar er ólýsanlegur. Minning-
in um einstakan mann lifir.
Snædís Ögn Flosadóttir
og Arnaldur Loftsson.
Elsku mamma.
Það er erfitt að
hugsa sér lífið án
þín. Þú varst ekki
bara mamma mín heldur varstu
líka mín besta vinkona. Ég og
börnin mín eigum þér mikið að
þakka, þú stóðst alltaf við bakið á
okkur, þú varst stoð okkar og
stytta og alltaf tókst þú hagsmuni
annarra fram yfir þína. Þú kennd-
ir okkur að gefast aldrei upp, oft
varst þú mikið veik og kvalin en
samt varst þú alltaf svo bjartsýn
og uppgjöf var aldrei í boði. Ég
man svo vel þegar þú sagðir við
mig að það að ganga í gegnum erf-
ið veikindi væri ekkert miðað við
það að þurfa að horfa upp á
ömmubörnin þín ganga í gegnum
erfiðleikana sem á þau voru lagðir.
Það tímabil tók mikið á okkur öll
en alltaf stóðst þú upprétt og bug-
aðist aldrei. Þú varst sterk fyrir
okkur og komst okkur í gegnum
þetta. Við eyddum miklum tíma
saman og höfum alla tíð verið
mjög nánar, oft gátum við klárað
setningar hvor annarrar, til dæm-
is þegar ég spurði þig með orð-
unum „mamma ættum við að“, þá
svaraðir þú um hæl, áður en ég
náði að klára spurninguna „já,
gerum það!“. Þú vissir yfirleitt
alltaf nákvæmlega hvað ég var að
fara segja.
Aðalheiður
Hauksdóttir
✝ AðalheiðurHauksdóttir
fæddist 21. október
1952. Hún lést 19.
ágúst 2019.
Útför Aðalheiðar
fór fram 28. ágúst
2019 í kyrrþey.
Þú passaðir upp á
Sólon okkar fyrir
mig þegar ég þurfti
að eyða löngum tíma
í Danmörku og eins
þegar íslensk yfir-
völd ákváðu að fram-
selja mig til Dan-
merkur. Þá passaðir
þú, ásamt systkinum
mínum, vel upp á
börnin mín fjögur.
Þú gerðir allt til þess
að okkur öllum myndi líða sem
best og alltaf tókstu málstað
þeirra sem minna mega sín í lífinu.
Þú varst líka fljót að rétta fram
hjálparhönd ef einhver þurfti á að
halda.
Þú varst mjög glaðlynd og
stundum gátum við hlegið enda-
laust saman, eins og þegar Sólon
var lítill, sat fyrir aftan mig og
klippti stóran lokk úr hárinu á
mér! Þú hlóst svo mikið, til að
byrja með var mér ekki skemmt
en eftir smátíma grenjuðum við
báðar úr hlátri. Elsku mamma,
þín er sárt saknað en minningin
um yndislega mömmu og ömmu
lifir í hjörtum okkar. Þú varst okk-
ur svo mikilvæg. Þú varst heil-
steypt og góðhjörtuð og fyrir-
mynd okkar allra. Ég ætla að
enda þetta á orðum sem við not-
uðum mikið í gegnum alla okkar
erfiðleika og ég minni börnin mín
og sjálfa mig oft á: „Við getum
allt.“ Og við getum þetta líka, fyrir
þig mamma. Þú kenndir okkur að
gefast aldrei upp og við ætlum að
vera sterk saman.
Elska þig, mamma.
Þín dóttir
Hjördís Svan.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
KORT SÆVAR ÁSGEIRSSON
er látinn. Jarðarförin hefur farið fram í
kyrrþey.
Sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 12E Hringbraut fyrir
frábæra þjónustu og umhyggju.
Áslaug Pétursdóttir
Arnar Geir Kortsson Rut Ólafsdóttir
Sigurgeir Örn Kortsson Susana Reguera Gilarranz
Katrín Íris Kortsdóttir
Óskar Örn Ágústsson Ásta Jenny Sigurðardóttir
og barnabörn
Elsku maðurinn minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
BJARNI EYJÓLFUR GUÐLEIFSSON
náttúrufræðingur, Hamratúni 1,
Akureyri, áður Möðruvöllum í
Hörgárdal,
lést laugardaginn 7. september. Útförin
verður auglýst síðar.
Pálína Sigríður Jóhannesdóttir
Brynhildur Bjarnadóttir Sigurður Ingi Friðleifsson
Brynjólfur Bjarnason
Sigurborg Bjarnadóttir Jónatan Þór Magnússon
Sigríður Bjarnadóttir Brynjar Þór Hreinsson
og afabörn
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber-
ist áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki
lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein-
ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við
síðuna.
Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Minningargreinar