Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 22

Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 22
22 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 60 ára Sigurveig er fædd og uppalin á Akranesi en býr í Mosfellsbæ. Hún er menntaður sjúkraliði en er heimavinnandi. Maki: Kristján Guð- mundsson, f. 1962, rafmagnsiðnfræðingur og vinnur hjá Rafmiðlun. Börn: Runólfur Óttar, f. 1982, Guð- mundur Ólafs, f. 1987, og Jón Björg- vin, f. 1992. Barnabörnin eru orðin 6. Foreldrar: Runólfur Óttar Hall- freðsson, f. 1931, d. 2003, skipstjóri og útgerðarmaður, og Ragnheiður Gísladóttir, f. 1935, d. 2016, húsmóðir og útgerðarmaður. Þau voru búsett á Akranesi. Sigurveig Runólfsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Gættu þess að særa ekki aðra því það getur reynst örlagaríkt. Hertu upp hug- ann, þótt þú titrir á beinunum. Að hika er sama og tapa. 20. apríl - 20. maí  Naut Taktu hina miklu þörf þína fyrir at- hygli til íhugunar. Þarftu alltaf að slá í gegn og vera númer eitt? 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það er fín lína milli þess að vilja allt fyrir alla gera og klára jafnvel orkuna í það og aðstoða af skynsemi. Þú reynir ávallt að sjá það jákvæða í öllum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú verður að létta einhverjum verk- efnum af þér, ef ekki á illa að fara. Gerðu þitt besta – það er nóg. Aðrir þurfa að sjá um sig og sína. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Reyndu ekki að sýnast annar/önnur en þú ert til þess eins að ganga í augun á einhverjum, sem þú veist ekki hvaða hug bera til þín. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Notaðu daginn til þess að blanda geði við náungann eða jafnvel nágrannann. Þú vekur athygli fyrir frumlegan klæðaburð. 23. sept. - 22. okt.  Vog Að vinna bara og sofa gengur ekki til lengdar. Lengi getur vont versnað tautar þú, en er staðan eins slæm og þér finnst? Reyndu að hvíla þig meira. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú þarft að fást við þýðing- armikið mál í dag. Kannski líta vinir og fjöl- skylda ekki á það með algerri velþóknun, en það verður bara svo að vera. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Gleymdu þeim hlutum sem ekki gengu upp hjá þér á síðasta ári. Láttu aðra um að ráða sínum málum. Þér fer fram í ræktinni. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þótt þú standir klár á þínu er ekki víst að það sama gildi um aðra. Ef þú heyrir af einhverjum í vandræðum ertu rokin/n í að hjálpa viðkomandi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú ert full/ur af krafti og iðar í skinninu eftir að koma öllu því í verk sem hefur verið á biðlistanum. Hafðu hugfast að ein lítil mistök geta dregið dilk á eftir sér. 19. feb. - 20. mars Fiskar Gleymdu ekki að vera til staðar og aðstoða vini þína sem í því sem þeir þurfa. Þér verður boðið til lands sem þú hélt að þú myndir aldrei heimsækja. í sumar, á Graspop í Belgíu. Í bú- fjárræktinni stunda ég sauðfjár- rækt af miklum áhuga. Einnig stunda ég óvenjulegri búfjárrækt en við fjölskyldan ræktum border collie-fjárhunda og seljum. Vefsíða lendis og þá nær eingöngu þunga- rokkstónleika. „Hápunktur ferils- ins í þeim efnum var að sjá Black Sabbath kveðja aðdáendur sína í Genting Arena í Birmingham í febrúar 2017 og King Diamond nú A ðalsteinn Jóhannes Halldórsson er fædd- ur 9. september 1979 á Húsavík en ólst upp á Syðri-Sandhólum á Tjörnesi. Grunnskólagöngu hóf Aðalsteinn í Hafralækjarskóla í Aðaldal 1985 og útskrifaðist 1995. „Á þessum tíma var keyrt með börn af Tjörnesi í gegnum Húsa- vík og fram í Aðaldal til þess að sækja skóla, sem er undarleg ráð- stöfun. Aukinheldur þurfti ég að fara á heimavist strax sex ára líkt og aðrir sveitungar mínir.“ Að lok- inni grunnskólagöngu lá leiðin í Framhaldsskólann á Húsavík þar sem Aðalsteinn lauk stúdentsprófi 1999. „Eftir nokkrar tilraunir tókst mér svo að finna há- skólanám sem ég kláraði en ég út- skrifaðist með BA-gráðu í stjórn- málafræði frá Háskóla Íslands árið 2006. Fjórum árum seinna út- skrifaðist ég svo með MPA-gráðu í opinberri stjórnsýslu frá sama skóla.“ Aðalsteinn starfaði fyrir Þekk- ingarnet Þingeyinga á Húsavík sem sérfræðingur í tæp fimm ár þangað til vorið 2013. Hann hóf störf á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík í mars 2016 og starfar þar enn þann dag í dag sem skrif- stofumaður. Vorið 2018 tók Aðal- steinn sæti í hreppsnefnd Tjörnes- hrepps þar sem hann gegnir jafnframt stöðu oddvita, en hann býr á Ketilsstöðum á Tjörnesi. Þetta var í annað skiptið sem hann kemur nálægt sveitar- stjórnarmálum en hann sat í sveitarstjórn Norðurþings á ár- unum 2006-2010, þeirri fyrstu í Norðurþingi. Aðalsteinn er í stjórn Fram- sóknarfélags Þingeyinga og hefur verið það í fjögur ár, um tíma sem formaður. Auk þess hefur hann setið í knattspyrnuráði Völsungs, er formaður Hollvina Framhalds- skólans á Húsavík og er stofn- meðlimur í fótboltaáhugahópnum „Nigel Worthington?“. Áhugamál Aðalsteins auk fót- boltans eru þungarokk og ræktun búfjár. Hann sækir tónleika er- okkar er smalahundar.is.“ Undan- farin ár hefur Aðalsteinn haft sér- stakan áhuga á einu samfélags- verkefni, sem er ábúð í dreifðum byggðum landsins. Þar telur hann Íslendinga vera á villigötum. „Helst er það eignarhald á jarð- næði sem er að leggja byggðirnar í rúst smátt og smátt. Þá er ég ekki að tala eingöngu um auð- menn sem sækjast eftir jarðnæði eins og hefur verið mikið í um- ræðunni síðustu mánuði heldur enn frekar afkomendur fyrri ábú- enda sem erfa jarðir og gera svo ekkert með þær nema leggja í eyði. Slíkt eignarhald er engum til gagns. Það er mín skoðun að fyrirkomulag eignarhalds á jarð- næði eigi að styðja við byggðirnar en sem stendur er það til þess fallið að vinna gegn því að byggð- ir blómstri.“ Fjölskylda Sambýliskona Aðalsteins er Elísabet Gunnarsdóttir, f. 16.5. Aðalsteinn J. Halldórsson, skrifstofumaður og oddviti í Tjörneshreppi – 40 ára Sauðburður Aðalsteinn ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Lillý, og móður sinni, Marý Önnu, á Syðri-Sandhólum. Eignarhald jarða á villigötum Gangnamenn í Núpasveit Aðalsteinn, Birkir Gunnarsson, Björn Hall- dórsson og Eiríkur Björnsson staddir við Svartás á Hólaheiði. Kristjana Lárusdóttir, Þorgerður Tinna Kristinsdóttir og Hulda Elísabet Daníelsdóttir seldu dótið sitt fyrir utan verslunina Kost í Reykja- nesbæ. Þær gáfu Rauða krossinum af- raksturinn sem var heilar 18.870 krónur. Hlutavelta 50 ára Helgi er Reykvíkingur en fæddist í Karlsruhe í Þýskalandi. Hann er tannsmiður að mennt frá Tann- smíðaskóla Íslands og rekur eigin tann- smíðastofu. Maki: Ingibjörg Jóna Hallgrímsdóttir, f. 1972, tanntæknir. Synir: Garðar Snær, f. 1998, og Heim- ir Blær, f. 2002. Foreldrar: Ingvar Árnason, f. 1943, prófessor emeritus í efnafræði við HÍ, og Christa Gudrun Árnason, f. 1947, frá Karlsruhe, fyrrverandi glugga- skreytingadama. Þau eru búsett í Reykjavík. Helgi Ingvarsson Til hamingju með daginn ALLTAF KLÁRT Í ÞRIFINAJAX NÚ FÆRÐU AJAX með matarsóda og sítrónu og AJAX með ediki og eplum Hjálpar þérað gera heimiliðskínandi hreint

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.