Morgunblaðið - 09.09.2019, Síða 24

Morgunblaðið - 09.09.2019, Síða 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019 Norðlingabraut 8 110 Reykjavík S: 530-2005 Bíldshöfði 16 110 Reykjavík S: 530-2002 Tryggvabraut 24 600 Akureyri S: 461-4800 &530 2000 www.wurth.is Verkfæri – Festingar – Fatnaður – Persónuhlífar – Efnavara – Bílaperur – Rafmagnsvörur Bætiefni • Bensín og dísel bætiefni í tankinn • Hreinsar bensíndælu, leiðslur og fl. • Minnkar eldsneytisnotkun • Lengir líftíma hvarfakúts og súrefnis- skynjara, kemur í veg fyrir stíflaða ventla • Minnkar losun út í umhverfið Vnr: 0893 73 Verð: 1.990 kr. Álfelguhreinsir • Hentar aðeins álfelgum • Fjarlægir erfiðustu bremsuryks- bletti sem og tjörubletti • Inniheldur sýru Vnr: 0890 102 Verð: 3.152 kr. Undankeppni EM karla 2020 H-RIÐILL: Ísland – Moldóva...................................... 3:0 Kolbeinn Sigþórsson 31., Birkir Bjarnason 55., Jón Daði Böðvarsson 77. Frakkland – Albanía ............................... 4:1 Kingsley Coman 8., 68., Olivier Giroud 27., Antoine Griezmann 37. (víti). – Sokol Cikal- leshi 90. (víti). Tyrkland – Andorra................................ 1:0 Ozan Tufa 89. Staðan: Frakkland 5 4 0 1 16:4 12 Tyrkland 5 4 0 1 10:2 12 Ísland 5 4 0 1 8:5 12 Albanía 5 2 0 3 6:7 6 Moldóva 5 1 0 4 2:13 3 Andorra 5 0 0 5 0:11 0 Næstu leikir á morgun: Albanía – ÍslandFrakkland – Andorra Moldóva – Tyrkland A-RIÐILL: Kósóvó – Tékkland................................... 2:1 England – Búlgaría .................................. 4:0 Staðan: England 3 3 0 0 14:1 9 Kósóvó 4 2 2 0 7:5 8 Tékkland 4 2 0 2 6:8 6 Búlgaría 5 0 2 3 5:11 2 Svartfjallaland 4 0 2 2 3:10 2 B-RIÐILL: Litháen – Úkraína.................................... 0:3 Serbía – Portúgal ..................................... 2:4 Staðan: Úkraína 5 4 1 0 11:1 13 Portúgal 3 1 2 0 5:3 5 Lúxemborg 4 1 1 2 4:5 4 Serbía 4 1 1 2 7:11 4 Litháen 4 0 1 3 3:10 1 D-RIÐILL: Georgía – Danmörk.................................. 0:0 Sviss – Gíbraltar ....................................... 4:0 Staðan: Írland 5 3 2 0 6:2 11 Danmörk 5 2 3 0 15:5 9 Sviss 4 2 2 0 10:4 8 Georgía 5 1 1 3 4:8 4 Gíbraltar 5 0 0 5 0:16 0 F-RIÐILL: Rúmenía – Malta ...................................... 1:0 Spánn – Færeyjar .................................... 4:0 Svíþjóð – Noregur .................................... 1:1 Staðan: Spánn 6 6 0 0 17:3 18 Svíþjóð 6 3 2 1 13:8 11 Rúmenía 6 3 1 2 13:7 10 Noregur 6 2 3 1 11:8 9 Malta 6 1 0 5 2:13 3 Færeyjar 6 0 0 6 3:20 0 J-RIÐILL: Armenía – Bosnía ..................................... 4:2 Finnland – Ítalía....................................... 1:2 Grikkland – Liechtenstein....................... 1:1  Helgi Kolviðsson þjálfar Liechtenstein. Staðan: Ítalía 6 6 0 0 18:3 18 Finnland 6 4 0 2 8:4 12 Armenía 6 3 0 3 12:11 9 Bosnía 6 2 1 3 12:11 7 Grikkland 6 1 2 3 7:10 5 Liechtenstein 6 0 1 5 1:19 1 KNATTSPYRNA Í TIRANA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Karlalandsliðið í fótbolta lenti í Tir- ana, höfuðborg Albaníu, um átta- leytið að íslenskum tíma í gærkvöld og býr sig í dag undir slaginn við Albana sem fram fer í Elbasan ann- að kvöld. Þangað er liðið mætt með tólf stig af fimmtán mögulegum í farteskinu úr fyrri umferð riðlakeppninnar í undankeppni EM og þrjú síðustu stigin innbyrtu strákarnir með sann- færandi sigri á Moldóvu í rigning- unni á Laugardalsvellinum á laugar- daginn, 3:0. Sá leikur spilaðist eins og eftir pöntun. Aldrei hætta eftir fyrsta markið, þrjú mörk voru skoruð og gátu verið fleiri, mótherjarnir fengu aldrei umtalsvert marktækifæri, enginn íslenskur leikmaður fékk spjald og enginn meiddist. Erik Hamrén gat gefið Kolbeini, Birki og Jóni Daða mikilvægar mínútur í hvíld með því að skipta þeim af velli. Kolbeinn bað um skiptingu eftir rúman klukkutíma þegar hann fann að hann var farinn að þreytast á þungum og blautum Laugardals- vellinum. Ísland er með eitt allra reyndasta landslið Evrópu í dag; tíu í byrjunar- liðinu léku á EM 2016 og sá ellefti var í hópnum. Þetta var akkúrat frammistaða í takt við allt það sem þetta lið á að baki. Helst má gagn- rýna slæma byrjun; liðið þurfti fimmtán mínútur til að hrista af sér hrollinn og sterkari mótherji en Moldóva hefði kannski getað nýtt sér það. Ánægjulegt að sjá Kolbein Kolbeinn Sigþórsson skoraði fyrsta mótsmark sitt síðan á EM 2016 og besti maður vallarins, Ari Freyr Skúlason, lagði upp hin tvö fyrir Birki Bjarnason og Jón Daða Böðvarsson. Það er sérstaklega ánægjulegt að sjá Kolbein vera að nálgast sitt gamla form því þegar hann er í sínu besta standi er ís- lenska landsliðið einfaldlega einu þrepi ofar á styrkleikalistanum. Hinir leikirnir í riðlinum fóru eins og búast mátti við. Tyrkir náðu reyndar ekki að skora fyrr en á 89. mínútu gegn Andorra og vinna 1:0 heimasigur en Frakkar voru ekki í neinum vandræðum með að vinna Albani 4:1. Frakkland, Tyrkland og Ísland eru með 12 stig hvert og í þeim harða slag um EM-sætin tvö er einfaldlega bannað að misstíga sig. Verkefnið sem bíður annað kvöld er erfitt, við sáum það vel í hinum nauma 1:0 sigri á Albönum á Laugardalsvellinum í júní og það þarf virkilega góðan leik til að sækja þrjú stig til Elbasan. Spilað samkvæmt pöntun  Allt gert rétt í 3:0 sigrinum á Moldóvu  Íslenska liðið er komið til Albaníu og spilar algjöran lykilleik í baráttunni um sæti á EM 2020 annað kvöld Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fögnuður Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson fagnar sigrinum gegn Moldóvum ásamt félögum sínum. 1:0 Kolbeinn Sigþórsson 31. eftir sendingu Jóns Daða. 2:0 Birkir Bjarnason 55. eftir horn- spyrnu Ara og skalla Ragnars. 3:0 Jón Daði Böðvarsson 77. fékk boltann í sig og inn eftir fyrirgjöf Ara í varnarmann. I Gul spjöldCatalin Carp og Artiom Razg- oniuc (Moldóvu). Ísland: (4-4-2) Mark: Hannes Þór Halldórsson. Vörn: Hjörtur Her- mannsson, Kári Árnason, Ragnar Sigurðsson, Ari Freyr Skúlason. Miðja: Arnór Ingvi Traustason, Aron Einar Gunnarsson, Gylfi Þór Sigurðs- ÍSLAND – MOLDÓVA 3:0 son, Birkir Bjarnason (Rúnar Már Sigurjónsson 78). Sókn: Jón Daði Böðvarsson (Viðar Örn Kjartansson 84), Kolbeinn Sigþórsson (Emil Hall- freðsson 63). Dómari: Joao Pinheiro, Portúgal. Áhorfendur: 8.338. MM Ari Freyr Skúlason M Kolbeinn Sigþórsson Jón Daði Böðvarsson Gylfi Þór Sigurðsson Aron Einar Gunnarsson Ragnar Sigurðsson Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kom til Tirana í gærkvöld í beinu leiguflugi frá Íslandi. Allir 22 leik- mennirnir sem skipuðu hópinn gegn Moldóvu á laugar- daginn eru heilir og klárir í slaginn en liðið mætir Albaníu í Elbasan annað kvöld í sjöttu umferð H-riðils undankeppni EM. Liðið dvelur í Tirana en æfir á vell- inum í Elbasan í kvöld. Ari Freyr Skúlason, besti leik- maður íslenska liðsins gegn Moldóvu, sagði við Morgun- blaðið að hann ætti von á hörkuleik. „Albanar eru flott fótboltalið með flotta einstaklinga og hörkukarakter, og alltaf tilbúnir að berjast, þannig að þetta verður hörku- leikur. Það er ekkert sjálfgefið að fara til Albaníu og vinna en við erum vel gíraðir. Ef við einbeitum okkur að okkur sjálfum 110 prósent og því sem við ætlum að gera er ég viss um að við förum heim með þrjú stig,“ sagði Ari Freyr. vs@mbl.is Albanar eru flott fótboltalið Ari Freyr Skúlason Fátt getur komið í veg fyrir að Fjölnir leiki í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta tímabili en Fjölnismenn gerðu góða fer til Akureyrar í gær þar sem þeir burst- uðu Þór 7:1. Orri Þórhallsson og Kristófer Óskar Ósk- arsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir Fjölni, sem er með fjögurra stiga forskot á Gróttu og fimm á Leikni. Fjölnir tekur á móti Leikni á laugardaginn og stig í þeim leik tryggir Grafarvogsliðinu sæti í Pepsi Max-deildinni.  Grótta, sem hafði ekki tapað í 15 leikjum í röð í deildinni, steinlá á heimavelli fyrir Aftureldingu sem nældi sér í mikilvæg stig í botnbaráttunni. Mosfellingar unnu 5:0 þar sem Andri Freyr Jónasson skoraði þrennu.  Magni Grenivík vann góðan útisigur á Víkingi Ólafsvík 2:1 þar sem Gunnar Örvar Stefánsson skoraði sigurmarkið. Með sigrinum komst Magni upp að hlið Hauka. Bæði eru þau með 19 stig en markatala Hauka er betri og Magni því enn í fallsæti. Þróttur er svo í 9. sætinu með 21 stig. Fjölnir í sterkri stöðu Gunnar Örvar Stefánsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.