Morgunblaðið - 09.09.2019, Side 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 9. SEPTEMBER 2019
V
E
R
T
Heilsutvenna uppfyllir daglega vítamín- og
steinefnaþörf Íslendinga í tveimur perlum.
- því að sumt virkar betur saman
Stundum
þarf tvo til
HANDBOLTI
Olísdeild karla
ÍBV – Stjarnan ..................................... 30:24
Afturelding – KA.................................. 28:27
EHF-bikar karla
1. umferð, seinni leikur:
FH – Vise .............................................. 29:21
FH áfram, 56:48 samanlagt.
Talent Plzen – Haukar......................... 26:25
Talent Plzen áfram, 51:45samanlagt.
West Wien – Bocholt ........................... 25:22
Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 7
mörk fyrir West Wien.
Bocholt áfram, 48:47samanlagt.
EHF-bikar kvenna
Valur – Skuru ...................................... 24:31
Eva Björk Davíðsdóttir skoraði ekki fyr-
ir Skuru.
Skuru áfram, 53:47 samanlagt.
Leverkusen – Latsia.............................. 40:5
Latsia – Leverkusen.............................. 5:36
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði 8
mörk fyrir Leverkusen í fyrri leik og 6
mörk í seinni leik.
Leverkusen áfram, 76:10 samanlagt.
Þýskaland
Lemgo – Hannover-Burgdorf............ 26:36
Bjarki Már Elísson skoraði 7 mörk fyrir
Lemgo.
Bergischer – Wetzlar.......................... 33:30
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 5 mörk
fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson
ekkert.
Balingen – Melsungen ........................ 36:23
Oddur Gretarsson skoraði 5 mörk fyrir
Balingen.
Stuttgart – Minden.............................. 24:24
Elvar Ásgeirsson skoraði 5 mörk fyrir
Stuttgart.
Danmörk
GOG – Aalborg ......................................30:34
Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði 2 mörk
fyrir GOG og Arnar Freyr Arnarsson 1.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3 skot í
marki liðsins.
Janus Daði Smárason skoraði 4 mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék
ekki vegna meiðsla.fyrir Aalborg,
Frakkland
Bourg-de-Péage – Meerignac............ 28:21
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir skor-
aði 9 mörk fyrir Bourg-de-Péage.
Noregur
Elverum – Runar ................................. 33:25
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði 7
mörk fyrir Elverum.
Oppsal – Molde .................................... 25:26
Thea Imani Sturludóttir skoraði 3 mörk
fyrir Oppsal.
Svíþjóð
Alingsås – Sävehof ...............................28:23
Aron Dagur Pálsson lék ekki með Al-
ingsås.
Ágúst Elí Björgvinsson varði 12 skot í
marki Sävehof.
Í EYJUM
Guðmundur Tómas Sigfússon
sport@mbl.is
ÍBV og Stjarnan áttust við í opnunar-
leik Olísdeildar karla þetta árið en
ÍBV vann auðveldan sigur, 30:24, á
heimavelli. Staðan í hálfleik var 17:10
og má því segja að grunnurinn að
sigrinum hafi verið lagður á fyrstu 30
mínútum leiksins.
Liðunum var spáð ólíku gengi á
leiktíðinni. Eyjamenn voru á flestum
stöðum settir í 3. sætið en sérfræð-
ingarnir í Seinni bylgjunni spáðu lið-
inu deildarmeistaratitlinum. Stjörn-
unni var spáð um miðja deild og að
liðið myndi berjast um 6.-9. sætið við
Aftureldingu, ÍR og KA.
Bæði lið voru án lykilleikmanna í
leiknum og verða eitthvað áfram en
Sigurbergur Sveinsson og Grétar
Þór Eyþórsson munu líklega ekkert
spila með ÍBV á árinu vegna meiðsla.
Hjá Stjörnunni vantaði Ólaf Bjarka
Ragnarsson og Bjarka Má Gunn-
arsson.
Lið ÍBV breyttist lítið frá síðustu
leiktíð en markverði var bætt inn í
leikmannahópinn, Petar Jokanovic,
og stóð hann sig mjög vel í þessari
frumraun sinni. Þá er varnartröllið
Magnús Stefánsson hættur og virtust
Eyjamenn hafa fyllt vel upp í hans
skarð, allavega í þessum fyrsta leik.
Lið Stjörnunnar er mikið breytt,
liðið missti báða markverði sína auk
tveggja sterkustu leikmanna sinna
frá síðustu leiktíð. Rúnar Sigtryggs-
son, þjálfari þeirra, hefur þó gert vel í
því að sækja leikmenn og hafa ófáir
leikmennirnir skrifað undir á síðustu
misserum. Má þar helst nefna tvo
markverði, Stephen Nielsen og
Brynjar Darra Baldursson, auk fjög-
urra annarra öflugra leikmanna,
Hannesar Grimms, Ólafs Bjarka
Ragnarssonar, Tandra Más Konráðs-
sonar og Andra Þórs Helgasonar.
Það sást á liðunum að þau verða
líklega ekki að etja kappi á svipuðum
stað í deildinni þar sem Eyjamenn
virðast sterkari í flestum stöðum. Þá
virðist liðið líka mun betur samstillt,
enda nánast sami leikmannahópur og
í fyrra.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig
Stjörnuliðið mun spila þegar allir
leikmenn eru heilir, með mörg stór
nöfn og skemmtilega samsett lið, það
verður þó að öllum líkindum spurning
hvort vörn og markvarsla muni
tengja vel saman, því eins og allir vita
fara lið oft langt á góðri vörn og
markvörslu.
Kristján Örn Kristjánsson lék á als
oddi í leiknum og skoraði 12 mörk.
Hákon Daði Styrmisson átti líka
flottan leik þar sem hann skoraði
fjögur mörk, öll í fyrri hálfleik. Andri
Már Rúnarsson og Tandri Már Kon-
ráðsson skoruðu fimm mörk hvor,
Andri átti fyrri hálfleikinn en Tandri
þann seinni.
Afturelding hafði betur gegn
KA 28:27 í æsispennandi leik á
Varmá. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson
skoraði sigurmark Mosfellinga undir
lok leiksins. KA-menn fengu kjörið
tækifæri til að jafna metin þegar þeir
fengu vítakast en Arnór Freyr Stef-
ánsson varði vítakast Færeyingsins
Ága Egilsnes.
Stórskyttan Birkir Benediktsson
fór mikinn í liði Aftureldingar og
skoraði 10 mörk en hjá KA var Dagur
Gautason markahæstur með sjö.
Eyjamenn
ekki í neinum
vandræðum
Lögðu Stjörnuna í fyrsta leik Olís-
deildarinnar Afturelding marði KA
Ljósmynd/Sigfús Gunnar Guðmundsson
Barátta Hákon Daði Styrmisson í baráttu við Ara Magnús Þorgeirsson.
Íþróttahúsið í Eyjum, Olís-deild karla,
sunnudaginn 8. september 2019.
Gangur leiksins: 4:2, 6:2, 9:5, 13:7,
15:8, 17:10, 17:11, 19:15, 21:16, 25:18,
27:19, 30:24.
Mörk ÍBV: Kristján Örn Kristjánsson
12, Hákon Daði Styrmisson 4, Dagur
Arnarsson 3, Ívar Logi Styrmisson 2,
Gabriel Martínez 2, Friðrik Hólm
Jónsson 2, Kári Kristján Kristjánsson
2/1, Fannar Friðgeirsson 1, Elliði
Snær Viðarsson 1, Theódór Sigur-
björnsson 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 11, Björn
ÍBV – Stjarnan 30:24
Viðar Björnsson 3.
Utan vallar: 8 mínútur.
Mörk Stjörnunnar: Andri Már Rún-
arsson 5, Tandri Már Konráðsson 5,
Gunnar Johnsen 3, Andri Þór Helga-
son 3, Óliver Magnússon 2, Hannes
Grimm 2, Leó Snær Pétursson 1/1,
Ari Magnús Þorgeirsson 1, Birgir
Steinn Jónsson 1, Hrannar Bragi Eyj-
ólfsson 1.
Varin skot: Brynjar Darri Baldursson
9/1, Stephen Nielsen 4.
Utan vallar: 12 mínútur.
Áhorfendur: 400.
Kylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson náði sín-
um besta árangri á Áskorendamótaröðinni í golfi en
hann og Birgir Leifur Hafþórsson léku í gær lokahring-
inn á Opna Bretagne-mótinu sem er hluti af Áskorenda-
mótaröðinni en leikið var í Frakklandi.
Þeir voru jafnir fyrir lokahringinn og voru saman í
holli á hringnum í gær. Guðmundur lék á tveimur högg-
um undir pari og samtals á fjórum höggum undir parinu.
Hann fékk fimm fugla og tvo skolla og endaði í 13.-20.
sæti.
Besti árangur Guðmundar á mótaröðinni fyrir mótið
var 51. sæti sem hann náði á móti í Slóvakíu í júlí.
Birgir Leifur lék lokahringinn á tveimur höggum yfir pari og endaði
mótið á pari vallarins. Hann fékk einn fugl og þrjá skolla og lenti í 31.-34.
sæti á mótinu.
gummih@mbl.is
Besti árangur Guðmundar
Guðmundur Ágúst
Kristjánsson
Hin 19 ára gamla Bianca Andre-
escu hrósaði sigri gegn Serenu
Willams frá Bandaríkjunum í úr-
slitaleik kvenna á opna banda-
ríska meistaramótinu um helgina.
Andreescu vann leikinn í
tveimur settum, 6:3 og 7:5, og
varð um leið fyrsti kanadíski
tennisleikarinn til að vinna stór-
mót í tennis í einliðaleik. Serena
Willams, sem verður 38 ára göm-
ul síðar í þessum mánuði, stefndi
á að vinna 23. risamót sitt á ferl-
inum en varð að játa sig sigraða
að þessu sinni.
Táningurinn
vann Serenu
AFP
Sigurkoss Bianca Andreescu smell-
ir kossi á bikarinn eftir sigurinn.