Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 4

Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 annars aðilans eru 20 milljónir. Fyrri upphæðin, 17 milljónir, er val- in til að endurspegla um tvöfaldar meðaltekjur. Hún samsvarar um 1.417 þúsund krónum á mánuði. Hærri upphæðin, 20 milljónir, jafn- gildir 1.667 þúsund kr. á mánuði. Í öðru dæminu er sýnt hvaða áhrif breytingar á skattkerfinu munu hafa á tekjuskatt einstaklings sem hefur 17 milljónir í árstekjur. Útkoman er að skattarnir lækka um rúmar 146 þúsund krónur og fæst sama niður- staða ef árstekjurnar eru 20 millj- ónir. Áhrifin minni en útlit var fyrir Guðrún Björg rifjar upp hug- myndir um að fella alfarið niður ákvæðið um samnýtingu skattþrepa. Þar sem niðurstaðan sé að breyta ákvæðinu verði heildaráhrifin ekki eins mikil. „Samsköttun hjóna helst að mestu óbreytt. Þó lækkar sú fjárhæð sem tekjuhærri aðilinn getur nýtt sér til lækkunar á skatthlutfalli. Fyrir breytingu gat tekjuhærri aðilinn nýtt 5.562.523 kr. af lægra skatt- þrepi tekjulægri aðilans en getur nú að hámarki nýtt 3.581.173 kr. af mið- skattþrepi tekjulægri aðilans. Fyrir breytingu greiddi aðili með 20 milljónir króna í árstekjur 36,94% tekjuskatt og útsvar af launum að 16.687.568 kr. og 46,24% af launum umfram 16.687.568 kr. ef samskatt- aður maki viðkomandi var með 0 kr. í árstekjur. Eftir breytingar mun sami aðili greiða 31,44% tekjuskatt og útsvar af launum að 3.962.699 kr., 37,94% af launum á milli 3.962.699 – 14.706.218 kr. og 46,24% af launum umfram 14.706.218 kr. Breyting hjá samsköttuðum aðilum þar sem ann- ar aðilinn er með 20 milljónir kr. í tekjur og hinn með 0 kr. í tekjur nemur tæpum 74.000 kr. og er þá ekki skoðað hvaða áhrif breyting á persónuafslætti hefur,“ segir Guð- rún Björg. Nú eru tvö tekjuskattsþrep, 36,94% og 46,24%, að meðtöldu út- svari, en eftir breytingarnar verða þrjú, 31,44%, 37,94% og 46,24%. Fram kemur í breytingatillögum með fjárlagafrumvarpinu að „skatt- leysismörkum verður haldið óbreytt- um að raunvirði með því að lækka persónuafslátt samhliða innleiðingu nýs þreps, en þau munu eftir innleið- ingu breytinganna taka mið af verð- bólgu og framleiðniaukningu vinnu- afls“. Gæti leitt til skattahækkana fyrir hjón  Sérfræðingur hjá KPMG metur breytingar á samnýtingu skattþrepa Breyting á skattlagningu með nýju skattþrepi 17.000.000 kr. tekjuskattsstofn 20.000.000 kr. tekjuskattsstofn Hjón Einstaklingur Hjón Einstaklingur Tekjuskattsstofn tekjuhærri aðila/einstaklings 17.000.000 17.000.000 20.000.000 20.000.000 Tekjuskattsstofn tekjulægri aðila 0 - 0 - Skattlagning fyrir breytingar Af tekjum undir 16.687.568 kr. (hjón) 36,94% 6.164.388 6.164.388 Af tekjum undir 11.125.045 kr. (einstaklingur) 4.109.592 4.109.592 Af tekjum yfir 16.687.568 kr. (hjón) 46,24% 144.469 1.531.669 Af tekjum yfir 11.125.045 kr. (einstaklingur) 2.716.579 4.103.779 Persónuafsláttur -677.358 -677.358 -677.358 -677.358 Persónuafsláttur maka -677.358 - -677.358 - Álagður tekjuskattur 4.954.140 6.148.813 6.341.340 7.536.013 Skattlagning eftir breytingar Af tekjum undir 3.962.699 kr. 31,44% 1.245.873 1.245.873 1.245.873 1.245.873 Af tekjum á milli 3.962.699 og 14.706.218 kr. (hjón) 37,94% 4.076.091 4.076.091 Af tekjum á milli 3.962.699 og 11.125.045 kr. (einstakl.) 2.717.394 2.717.394 Af tekjum yfir 14.706.218 kr. (hjón) 46,24% 1.060.645 2.447.845 Af tekjum yfir 11.125.045 kr. (einstaklingur) 2.716.579 4.103.779 Persónuafsláttur -677.358 -677.358 -677.358 -677.358 Persónuafsláttur maka -677.358 - -677.358 - Álagður tekjuskattur 5.027.892 6.002.488 6.415.092 7.389.688 Mismunur +73.752 - 146.325 +73.752 - 146.325 BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Verði fyrirhugaðar breytingar á lög- um um tekjuskatt að veruleika getur það hækkað skattgreiðslur hjóna. Þetta er niður- staða Guðrúnar Bjargar Braga- dóttur, sérfræð- ings hjá þekk- ingarfyrirtækinu KPMG. Nánar tiltekið varðar málið rétt hjóna til að sam- nýta skattþrep. Samnýting per- sónuafsláttar verður óbreytt en hún er þessu ótengd. Með samnýtingu skattþrepa geta hjón lækkað skattgreiðslur ef annar aðilinn greiðir hátekjuskatt. Til einföldunar stillti Guðrún Björg upp dæmum um áhrifin að beiðni Morgunblaðsins. Í fyrsta dæminu greiða hjón þar sem annar aðilinn hefur 17 milljónir í árstekjur en hinn engar tekjur um 74 þúsund kr. meira í skatt. Upp- hæðin hækkar jafn mikið ef tekjur Guðrún Björg Bragadóttir Bláu húsin Faxafeni ◊ S. 588 4499 ◊ Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16 ◊ www.mostc.is Gerið verðsamanburð Tilboð Kr. 2.000 Sumar- kjólar Stútfull búð af Nýjum vörum Landssamtökin Þroskahjálp skora á Seltjarnarnesbæ að draga til baka það sem sagt er óhóflegar hækkanir á leigu fyrir félagslegar íbúðir og leita annarra leiða til að mæta hallarekstri bæjarins. Ítrek- aðar ábendingar endurskoðenda bæjarins eru ástæða þess að ráðist var í endurskoðun á leigu íbúðar- húsnæðis í eigu Seltjarnarnes- bæjar Breytingar á leigu félagslegra leiguíbúða voru ákveðnar í fjöl- skyldunefnd Seltjarnarnesbæjar í júní og bæjarstjórn staðfesti þær á fundi sínum í fyrradag. Í bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar kemur fram að heildarhækkun leigunnar er 45%. Leiga 24 íbúða bæjarins var á bilinu 54 til 137 þúsund kr. á mán- uði. Eftir samræmingu leigu eftir verðmæti þeirra er leigan á bilinu 76 til 174 þúsund. Hækkanir eru mismunandi, frá 20 til 60 þúsund á íbúð og hlutfallslegar hækkanir eru á bilinu 35 til 67%. Leigan hækkar í áföngum, fyrst 1. október, síðan 1. janúar og loks 1. apríl. Ásgerður Halldórsdóttir bæjar- stjóri segir að endurskoðendur bæjarins hafi lengi bent á að jafn- vægi þurfi að vera á milli tekna og gjalda íbúðarhúsnæðis bæjarins. Þá hafi verið ósamræmi í leigu eft- ir stærð íbúða. Ákveðið hafi verið að endurskoða leiguna til að gæta jafnræðis. Um þetta hafi verið samstaða í fjölskyldunefnd og bæjarráði og því hafi umræða sem fulltrúar minnihlutans efndu til í bæjarstjórn komið á óvart. Ótengt hallarekstri bæjarsjóðs Bryndís Snæbjörnsdóttir, for- maður Þroskahjálpar, segir það umhugsunarefni þegar bæjarstjórn leyfi sér með einu pennastriki að hækka leigu félagslegs húsnæðis þegar taka þurfi til í rekstri bæjar- sjóðs. Bendir hún á há meðallaun á Seltjarnarnesi og að ekki sé inn- heimt hámarksútsvar. Ef einhver ætti að geta stutt við bakið á þeim sem eru í viðkvæmri félagslegri stöðu sé það Seltjarnarnesbær. Á sama fundi og hækkun leigu var ákveðin var kynnt að 160 millj- óna króna halli hefði orðið á rekstri bæjarsjóðs fyrstu sex mánuði árs- ins. Ásgerður segir þessi tvö mál algerlega ótengd. Bjarni Torfi Álf- þórsson, formaður fjölskylduráðs, bendir á að til athugunar sé að hækka húsaleigubætur til að milda hækkun húsaleigu. helgi@mbl.is Mótmæla hækkun félagslegs húsnæðis  Seltjarnarnesbær endurskoðar leigu Fyrri hluta fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinn- ar fyrir árið 2020 lauk síðdegis í gær og var frumvarpinu vísað til fjárlaganefndar. Umræðan heldur þó áfram í dag þegar einstakir ráð- herrar gera grein fyrir málum sín- um í frumvarpinu. Umræðan hófst í gærmorgun eftir að Bjarni Benediktsson fjár- málaráðherra mælti fyrir fjárlaga- frumvarpinu. Stóð umræðan með hléum fram til klukkan 18.20. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu þá stefnu sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylk- ingarinnar og fyrrverandi fjár- málaráðherra, sagði frumvarpið óraunhæft enda virtist það byggt á óskhyggju um að efnahagurinn yrði betri á næsta ári en allar líkur stæðu til. Hún gagnrýndi það að engar breytingar væru boðaðar á tekjuskattskerfinu til að taka á ofurlaunum, engin hugmynd um stóreignaskatt og engin breyting sem yki arð af auðlindum þjóðar- innar. Hins vegar ætti að breyta fjármagnstekjuskatti, ekki til hækkunar heldur lækkunar. Bjarni sagði ríkissjóð í góðri stöðu til að mæta samdráttarskeiði ef það yrði lengra en nú er spáð. Sagði hann Samfylkinguna sakna skattahækkana „eins og venju- lega“. Bjarni fullyrti að með fjár- lögum ársins 2020 sýndi ríkis- stjórnin í verki áform sín um að stuðla að stöðugleika, bættum lífs- kjörum, áframhaldandi uppbygg- ingu, þjónustu og fjárfestingu í innviðum landsins, þjóðinni allri til heilla. Fyrstu umræðu um fjárlög er að ljúka  Fagráðherrar gera grein fyrir málum sínum í þinginu í dag  Umræðan færist inn í fjárlaganefnd Bjarni Benediktsson Oddný G. Harðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.