Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 10

Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.hekla.is/volkswagensalur Volkswagen T-Roc Ef þú vilt áberandi hönnun, möguleika á sérsniðnu útliti og gæði niður í minnstu smáatriði þá er T-Roc málið. Með T-Roc gefst þér tækifæri til að prófa nýstárlegan sportjeppa sem vekur eftirtekt með öflugu útliti. Fæddur til að skara framúr Verð frá 4.290.000,- Félagið Höfðaíbúðir ehf. hefur gengið frá sölu á tveimur útsýnisíbúðum á 11. hæð í Bríetartúni 9. Salan sætir tíðindum á fasteigna- markaði enda fátítt að svo dýrar íbúð- ir séu seldar í Reykjavík. Ásett verð á aðra íbúðina var 195 milljónir króna en að auki var seldur með bílskúr á 16 milljónir. Íbúðin er 240 fermetrar og bílskúrinn 37 fer- metrar, samanlagt 277 fermetrar. Ásett verð á hina íbúðina var 187 milljónir og var einnig seldur með bíl- skúr á 16 milljónir. Íbúðin er 230 fer- metrar og bílskúrinn 40 fermetrar, alls 270 fermetrar. Samanlagt verð íbúðanna var því 382 milljónir og 414 milljónir með bílskúrunum. Það hæsta frá Skuggahverfinu Bríetartún 9 er 12 hæða fjölbýlis- hús á Höfðatorgi í Reykjavík. Það er hæsta fjölbýlishúsið sem er byggt í miðborg Reykjavíkur síðan lokið var við Skuggahverfið. Algengt er að íbúðir á efri hæðum í Skuggahverfinu séu seldar á annað hundrað milljónir króna. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Höfðatorgi Tvær útsýnisíbúðir á 11. hæð hafa verið seldar. Kaupa tvær íbúðir á um 400 milljónir  Búið að selja 11. hæð í Bríetartúni 9 Þriðja fjölbýlishúsið með nýjum íbúðum á Kársnesi fer í sölu um helgina. Um er að ræða 54 íbúðir á Hafnarbraut 13-15. Fyrsta húsið sem fór í sölu var Hafnarbraut 9. Þar er búið að selja 21 af 24 íbúðum, þar með talið 172 fermetra þakíbúð á fjórðu hæð. Hafnarbraut 11 fór næst í sölu en þar er búið að selja 15 íbúðir af 21. Tíu íbúðir til viðbótar í húsinu fara í sölu síðar á árinu en unnið er að lokafrágangi þeirra. Samanlagt hafa því selst 36 íbúðir af 45 á Hafnarbraut 9 og 11. Með þeim tíu íbúðum sem bæt- ast við á Hafnarbraut 11 og íbúð- unum 54 á Hafnarbraut 13-15 verða alls 109 íbúðir í fjölbýlishús- unum við Hafnarbraut 9-15. Fanney Magnúsdóttir, verkefnastjóri hjá Kársnesbyggð ehf., sem byggir hús- in, segir ljóst að áhuginn á nýja hverfinu sé mikill. baldura@mbl.is 3. áfanginn í sölu á Kársnesi 54 ÍBÚÐIR Á HAFNARBRAUT 13-15 Nýtt Hluti af Hafnarbraut 13-15. Mikilvægi samvinnu ríkjanna á norðurslóðum vegna aukinna umsvifa ríkja í austri var meðal þess sem ráð- herrar Norðurlandanna og Eystra- saltsríkjanna sammæltust um á fund- um sínum á Hótel Hamri í Borgarnesi í gær. Að fundum loknum héldu Guðlaug- ur Þór Þórðarson, Jeppe Kofod og Ann Linde, utanríkisráðherrar Ís- lands, Danmerkur og Svíþjóðar, blaðamannafund. „Umræður okkar hafa leitt í ljós að við erum öll sam- mála um þörfina til þess að styðja og verja alþjóðalög og -reglu og fjöl- þjóðasamvinnu,“ sagði Linde í fyrsta alþjóðlega ávarpi sínu, en hún tók við embætti sínu á þriðjudaginn. Í samtali við Morgunblaðið að blaðamannafundi loknum lagði Kofod áherslu á mikilvægi samvinnu ríkjanna við Atlantshafið og þá sér- staklega samstarfið við Bandaríkin. „Í heimi þar sem baráttan um völd fer harðnandi og réttarríkið á undir högg að sækja er mikilvægt að við pössum upp á þann strúktúr sem við höfum byggt upp í norðurskautsráðinu og að alþjóðalög séu í hávegum höfð. Við vorum öll sammála á fundinum um að þessi friðsamlega alþjóðlega sam- vinna sé sú leið sem við viljum fara.“ En stingur aukin viðvera Banda- ríkjahers ekki í stúf við þessi áform um spennulausar og friðsamlegar norðurslóðir? „Nei, ég held að öryggi þurfi að tryggja samhliða aukinni starfsemi annarra ríkja, svo sem Rússlands og Kína, á norðurslóðum. Við þurfum að tryggja að okkar öryggi sé óskert og að Atlantshafssamstarfið sé sterkt. Það þarf þó að gera þannig að það auki ekki á spennu, heldur dragi frek- ar úr henni, og tryggi okkar eigið full- veldi og það réttarríki sem við tileink- um okkur,“ sagði Kofod. thorgerdur@mbl.is Standa vörð um alþjóðalög  Áhersla á aukna samvinnu ríkja á norðurslóðum  Spennu sé þó haldið í lágmarki  Fyrsta alþjóðlega verkefni Linde Morgunblaðið/Theodór Kr. Þórðarson Samstarf Utanríkisráðherrar þriggja Norðurlandaþjóða á blaðamannafundi. Starfshópur Norðurskautsráðsins vinnur að aðgerða- áætlun fyrir plast og annað rusl á hafsvæðum norður- slóða. Útbúin hafa verið flothylki með GPS-sendi til að fylgjast með því hvernig ruslið fer til og frá norður- slóðum. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- ráðherra sjósetti fyrsta hylkið frá varðskipinu Þór. Morgunblaðið/Eggert Fylgst með hvernig ruslið berst um höfin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.