Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
www.apotekarinn.is
- lægra verð
Nýtt
Strefen 16,2 mg/ml munnholsúði, lausn inniheldur flurbiprofen. Strefen er notað sem skammtímameðferð til að draga úr
einkennum bráðra hálssærinda hjá fullorðnum. Einn skammtur (3 úðaskammtar) aftast í hálsinn á 3-6 klst. fresti eftir þörfum, upp
að hámarki 5 skammtar á 24 klst. tímabili. Ráðlagt er að nota lyfið að hámarki í þrjá daga.
Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari
upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
ERT ÞÚ MEÐ
HÁLSBÓLGU?
Bólgueyðandi og
verkjastillandi munnúði
við særindum í hálsi
breiða skírskotun og þar er hægt að
finna nánast hvað sem er,“ segir
Ævar og bætir við að á RIF sé ein-
ungis gæðahráefni.
Í viðtali við ViðskiptaMoggann á
dögunum sagði Skúli Gunnar Sigfús-
son, stofnandi og eigandi Subway á
Íslandi, að veitingastaðir hér á landi
myndu í auknum mæli leita í úthverfi
höfuðborgarsvæðisins. Þar hefðu há-
ar álögur og gjöld mikið að segja.
Spurður hvort það hafi komið til
greina að opna í miðborg Reykja-
víkur fremur en í Hafnarfirði kveður
Ævar nei við. „Af hverju ættum við
ekki að opna í Hafnarfirði? Ég sé ekki
hvers vegna Hafnfirðingar þurfa að
fara til Reykjavíkur til að snæða mat.
Hér erum við á annarri hæð með al-
veg frábært útsýni auk þess að bjóða
upp á góðan mat á lágu verði,“ segir
Ævar og bætir við að gestir staðarins
hafi margir hverjir sótt staðinn marg-
sinnis. „Fólk er að koma aftur og aft-
ur sem er góðs viti. Það segir manni
að fólk er ánægt með upplifunina,“
segir Ævar.
Ef lesendur ákveða að koma við á
RIF má fastlega gera ráð fyrir að
Ævar sé þar á harðahlaupum. Að
hans sögn nýtur hann sín einna best í
samræðum við gesti. „Ég er alltaf
hérna á svæðinu. Oftast er ég í eld-
húsinu en þess á milli er ég frammi að
spjalla við gesti. Mér finnst mikilvægt
að hitta fólkið sem kemur og borðar
hjá okkur til að heyra hvað því
finnst,“ segir Ævar, sem kveðst vera
orðinn vanur áreitinu. „Ég er kannski
inni í eldhúsi að henda einhverju á
pönnuna, en skýst svo og spjalla við
gesti. Svo bruna ég aftur inn í eldhús
til að snúa við á pönnunni. Mér finnst
mikilvægt að þeir sem hingað koma
séu gestir en ekki kúnnar eða við-
skiptavinir,“ segir Ævar.
Ný tegund af frönskum
Eins og áður segir er Ævar með
gríðarlega reynslu úr veitingahúsa-
geiranum. Vel hefur gengið á stöðum
þar sem Ævars hefur notið við, en
hann var einmitt fyrstur til að koma
með „krullufranskar“ hingað til
lands. „Ég var fyrstur til að koma
með þær hingað til lands og síðan þá
hafa allir verið með þær á boðstólum.
Núna erum við með franskar sem
enginn annar er með. Ætli það verði
ekki allir komnir með þessar franskar
eftir nokkur ár,“ segir Ævar.
12.000 gestir á 2 mánuðum
Hafnarfjörður RIF er á annarri hæð í verslunarmiðstöðinni Firði.
Ævar Olsen á RIF Restaurant í Hafnarfirði segir viðtökurnar hafa farið fram úr
björtustu vonum Fyrstur veitingamanna til að bjóða „krullufranskar“ hér á landi
Veitingar
» Ævar var áður hjá TGI Fri-
day’s.
» Er frumkvöðull í frönskum
kartöflum.
» Vill vera í Hafnarfirði.
» Staðurinn tekur 81 í sæti.
BAKSVIÐ
Aron Þórður Albertsson
aronthordur@mbl.is
„Það hefur verið stanslaus straumur
fólks frá því að við opnuðum fyrir um
tveimur mánuðum,“ segir Ævar Ol-
sen, matreiðslumeistari og eigandi
RIF Restaurant í Hafnarfirði.
Staðurinn er á annarri hæð í Firði
verslunarmiðstöð í miðbæ Hafnar-
fjarðar. Að sögn Ævars hafa viðtök-
urnar farið fram úr björtustu vonum.
„Þetta hefur gengið alveg gríðarlega
vel og það er í raun alltaf fullur staður
hjá okkur. Frá því að við opnum á
daginn og allt þar til við lokum er full-
ur salur af fólki,“ segir Ævar, sem
hefur mikla reynslu af rekstri veit-
ingahúsa hér á landi, en hann starfaði
áður sem rekstrarstjóri TGI Friday’s
í Smáralindinni í mörg ár ásamt því
að setja veitingastaðinn Olsen Olsen á
laggirnar. Aðspurður segist hann
ekki vilja ræða fyrri störf heldur
fremur einbeita sér að því sem fram
undan er. Staðurinn tekur 81 í sæti,
en það sem af er hafa ríflega 12.000
manns snætt á RIF, sem verður að
teljast býsna gott.
Breið skírskotun
Að sögn Ævars eiga allir að geta
fundið sér eitthvað við sitt hæfi á mat-
seðli staðarins. „Verðið hjá okkur er
mjög lágt enda leggjum við mikið upp
úr því. Þess utan er maðseðillinn með
um félagið þar sem það hefur verið
gagnrýnt að félag af þessum toga sé í
ríkiseigu.
Þá sé salan ekki endilega stór
partur af fjárhagslegri endurskipu-
lagningu þar sem rekstur Samskipta
sé lítill miðað við Íslandspóst í heild,
að sögn Birgis. Velta Samskipta í
fyrra nam 206,9 milljónum króna, en
velta Íslandspósts var yfir átta millj-
arðar.
Trúnaður um kaupverð
Hagnaður Samskipta ehf. á árinu
2018 nam tíu milljónum króna og
10,5 milljónum árið 2017.
Íslandspóstur keypti prent-
þjónustufyrirtækið Samskipti ehf.
árið 2006 og var kaupverðið trún-
aðarmál. Þá voru kaupin sögð liður í
að efla þjónustu póstsins og bjóða
upp á fjölbreyttari lausnir. Jafnframt
væri með kaupunum verið að svara
kröfum markaðarins um aukna þjón-
ustu á sviði samskiptalausna.
Samskipti ehf. var stofnað árið
1978 sem ljósritunarstofa sem lagði
sérstaka áherslu á teikningaprentun.
Þá var fyrirtækið með þrjá starfs-
menn en þegar Íslandspóstur keypti
fyrirtækið var þar 31 starfsmaður.
Nú eru þeir 16.
„Mér skilst að það séu mjög margir
aðilar sem búnir eru að hafa sam-
band í [gær]morgun og óska eftir
gögnum,“ segir Birgir Jónsson, for-
stjóri Íslandspósts, um tilkynningu
félagsins um að hefja söluferli á öllu
hlutafé póstsins í Samskiptum ehf.
Hann segist ekki geta upplýst um
það verðmat sem hefur verið látið
gera og mun salan fara fram að
loknu tilboðsferli.
„Við erum bara að einbeita okkur
að kjarnastarfseminni og losa okkur
út úr öllum rekstri sem tengist henni
ekki beint,“ segir Birgir. Hann segir
söluna einnig lið í að skapa meiri frið
Margir sýna Samskiptum áhuga
Velta dótturfélags Íslandspósts 200 milljónir króna
Morgunblaðið/Hari
Sala Breytingar hjá Íslandspósti.
● Það voru rauðar tölur og grænar í
bland í Kauphöll Íslands í gær.
Mesta hækkun á hlutabréfaverði
varð í viðskiptum með Festi, eða 1,2%,
í 81 milljónar króna viðskiptum. Næst-
mest hækkaði Skeljungur, eða um
0,77% í 24 milljóna króna viðskiptum.
Þá hækkaði gengi bréfa í Eimskip um
0,57% í 24 milljóna króna viðskiptum.
Mest lækkun í gær var á verði bréfa
Kviku banka, eða um 1,26% í 69 millj-
óna króna viðskiptum, og stendur
gengi bréfa bankans nú í 10,22 krón-
um á hvern hlut. Næstmest lækkaði
gengi bréfa í Högum, eða um 1,14% í
59 milljóna króna viðskiptum. Þá
lækkaði sjávarútvegsfyrirtækið Brim
um 0,78% í 19 milljóna króna viðskipt-
um.
Festi hækkaði mest í
Kauphöll Íslands í gær
13. september 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.6 126.2 125.9
Sterlingspund 155.25 156.01 155.63
Kanadadalur 95.48 96.04 95.76
Dönsk króna 18.537 18.645 18.591
Norsk króna 13.991 14.073 14.032
Sænsk króna 12.976 13.052 13.014
Svissn. franki 126.4 127.1 126.75
Japanskt jen 1.1654 1.1722 1.1688
SDR 171.75 172.77 172.26
Evra 138.31 139.09 138.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 169.5649
Hrávöruverð
Gull 1493.65 ($/únsa)
Ál 1792.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.88 ($/fatið) Brent
● Mókollur ehf.,
félag í eigu Péturs
Guðmundssonar,
sem er móðurfélag
26 félaga tengdra
byggingariðnaði og
fasteignarekstri,
þeirra á meðal
byggingarfélagsins
Eyktar, hagnaðist
um 1,4 milljarða
króna á síðasta ári
að því er fram kemur í nýbirtum árs-
reikningi. Dróst hagnaðurinn saman um
36,5% á milli ára en hagnaðurinn nam
rúmum 2,2 milljörðum króna árið 2017.
Rekstrartekjur Mókolls námu 17,4 millj-
örðum króna árið 2018 samanborið við
5,7 milljarða króna árið 2017 og jukust
um 11,6 milljarða króna. Eignir félagsins
námu 43,7 milljörðum króna í árslok
2018. Skuldir námu 30,7 milljörðum
króna. Eigið fé nam 13 milljörðum króna
og eiginfjárhlutfallið því 29,8%. Enginn
arður var greiddur til hluthafa.
1,4 milljarða hagnaður
Mókolls ehf. í fyrra
Byggingar Tekjur
námu 17,4 ma. kr.
STUTT