Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 13.09.2019, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019 Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is Okkar þekking nýtist þér Varmadælur Hagkvæmur kostur til upphitunar Verð frá aðeins kr. 145.000 m.vsk Midea KMB-E09 Max 3,4 kW 2,65 kW við -7° úti og 20° inni hita (COP 2,85) f. íbúð ca 40m2. • Kyndir húsið á veturna og kælir á sumrin • Fyrir norðlægar slóðir • Fjarstýring fylgir • Hægt að fá WiFi sendi svo hægt sé að stjórna dælunni úr GSM síma Uppsetningaaðilar og umboðsmenn um allt land Mission Extreme Umhverfisvænn kælimiðill Stjórnvöld í Íran og Venesúela hafa fagnað brotthvarfi Johns Boltons sem Donald Trump Bandaríkja- forseti hefur vikið úr embætti þjóðar- öryggisráðgjafa. Ráðamennirnir í löndunum tveimur hafa átt í deilum við Bandaríkjastjórn og telja að brotthvarf Boltons geti verið fyrir- boði þess að stjórn Trumps breyti stefnu sinni í málefnum þeirra. Trump kvaðst hafa vikið Bolton úr embætti á þriðjudaginn eftir að þeir höfðu deilt um friðarviðræður við tal- ibana í Afganistan. Bolton var þriðji þjóðaröryggisráðgjafi forsetans á tæpum þremur árum, á eftir HR McMaster, sem sagði af sér í mars 2018, og Michael Flynn, sem lét af embætti í febrúar 2017 eftir að hafa gegnt því í aðeins 24 daga. Bolton hefur verið álitinn harðlínu- maður í öryggismálum og viðhorf hans eru að mörgu leyti í samræmi við þá stefnu sem framámenn í Repú- blikanaflokknum hafa aðhyllst frá forsetatíð Ronalds Reagans og þar til Trump komst til valda. Bolton hefur stundum beitt sér fyrir hernaðar- aðgerðum í deilum við óvinaríki. Hann var t.a.m. á meðal helstu stuðn- ingsmanna hernaðarins í Írak árið 2003 vegna meintra gereyðingar- vopna einræðisstjórnar Saddams Husseins en Trump hefur hins vegar sagt að innrásin í Írak hafi verið hörmuleg mistök. Bolton hefur verið á öndverðum meiði við Trump og em- bættismenn forsetans í málefnum Norður-Kóreu, Írans, Venesúela og Rússlands síðustu mánuði. Bolton hefur verið mjög tortrygginn gagn- vart Vladimír Pútín Rússlandsfor- seta, mjög efins um að einræðis- stjórnin í Norður-Kóreu vilji eyða kjarnavopnum sínum og verið hlynntur fyrirbyggjandi hernaði til að koma í veg fyrir að klerkastjórnin í Íran eignist kjarnavopn. Trump hefur hins vegar verið tregari til að beita hernaðaríhlutun og viljugri til að leysa deilumálin með samninga- viðræðum, t.a.m. við Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. Brotthvarf Boltons er talið auka líkurnar á því að Trump hefji samn- ingaviðræður við klerkastjórnina í Íran, að sögn The Wall Street Journal. Líklegt er að bandamönnum Bandaríkjastjórnar í Mið-Austur- löndum, m.a. Ísrael og arabalöndum við Persaflóa, stæði stuggur af slík- um viðræðum. bogi@mbl.is Íran fagnar brotthvarfi Boltons Tíðmannaskipti Scott Pruitt Yfirmaður Umhverfis- verndarstofnunar Michael Flynn Þjóðaröryggis- ráðgjafi Sagði af sér 13. febrúar, var 24 daga í embættinu Steve Bannon Aðalstjórnmála- ráðgjafi Sagði af sér 18. ágúst Rex Tillerson Utanríkis- ráðherra Gary Cohn Efnahags- ráðgjafi Sagði af sér 6. mars Vikið frá 13. mars AFP Photos HRMcMaster Þjóðaröryggis- ráðgjafi Sagði af sér 22. mars Sagði af sér 6. júlí Jeff Sessions Dómsmála- ráðherra John Kelly Skrifstofustjóri Hvíta hússins Lét af störfum í lok desember JimMattis Varnarmála- ráðherra Sagði af sér 20. desember Vikið frá 7. nóvember Nikki Haley Sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum 2017 20182019 Sagði af sér 9. október Kirstjen Nielsen Heimavarna- ráðherra Sagði af sér 7. apríl Dan Coats Yfirmaður leyni- þjónustustofnana John Bolton Þjóðaröryggis- ráðgjafi Lét af störfum 15. ágúst Trump vék honum frá 10. september Þrettán af fjölmörgum embættismönnum sem hafa látið af störfum frá því að Donald Trump varð forseti fyrir tæpum þremur árum Matvæla- og lyfjastofnun Banda- ríkjanna (FDA) hyggst banna bragðbættar rafrettur vegna dauðsfalla, sem rakin eru til raf- rettna, og mikillar notkunar barna og unglinga á þeim. Bannið á að ná til rafrettna með ávaxta-, mentól- og mintubragði. Verði það til þess að börn og ung- lingar byrji að nota rafrettur með tóbaksbragði ætlar stofnunin að banna þær einnig, að sögn frétta- veitunnar AFP. Um átta milljónir fullorðinna Bandaríkjamanna hafa notað raf- rettur og um fimm milljónir barna og unglinga, þeirra á meðal fjórð- ungur framhaldsskólanema. Gert hefur verið ráð fyrir því að salan á rafrettum nemi alls níu milljörðum dala í ár, eða sem svarar rúmum 1.100 milljörðum króna. Grunur leikur á að rúmlega 450 manns hafi fengið lungnasjúkdóm sem talið er að tengist rafrettum. Sex þeirra hafa dáið. Bragðbættar raf- rettur bannaðar AFP Veipað Rafrettur eru vinsælar meðal fólks sem hafði aldrei reykt, m.a. ungmenna. Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ekkert væri hæft í ásökunum um að hann hefði logið að Elísabetu 2. Breta- drottningu þegar hann óskaði eftir því að þingið yrði sent heim í fimm vikur. Skoskur áfrýj- unarréttur hafði komist að þeirri niðurstöðu að for- sætisráðherrann hefði brotið lög með því að ráð- leggja drottningunni að senda þingið heim til 14. október. Markmið hans hefði verið að standa í vegi fyrir vilja þingsins, sem er andvígt brexit án samnings, og hann hefði því villt um fyrir drottningunni. „Alls ekki,“ svaraði Johnson þegar hann var spurður hvort hann hefði logið að drottningunni. Hann bætti við að enskur dómstóll hefði áður úr- skurðað stjórninni í vil og niðurstöðu skoska réttarins hefði verið áfrýjað til hæstaréttar Bretlands, sem tekur málið fyrir á þriðjudaginn kemur. Norðurírskur dómstóll ákvað í gær að vísa frá nokkrum lögsóknum vegna ásakana um að þingslitin hefðu verið ólögleg og að brexit án samnings væri brot á friðarsamn- ingnum á Norður-Írlandi frá 1998. Varað við verðhækkunum Breska stjórnin birti í gær skjal sem breska fjármálaráðuneytið hef- ur nefnt „Gultittlingur“ (e. Yellow- hammer). Þar er fjallað um undir- búning hugsanlegrar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu án samnings og mat lagt á afleiðingar hennar fari allt á versta veg. Áður en breska þingið var sent heim hafði neðri deildin samþykkt ályktun þar sem hún krafðist þess að skjalið yrði gert opinbert. Í skjalinu er m.a. var- að við hugsanlegum skorti á ákveðnum tegundum af ferskum matvælum og „minna framboði“ á mikilvægum hráefnum. Brexit án samnings er þar einnig talið geta leitt til verðhækkana á matvælum og eldsneyti og þær myndu einkum koma niður á fjölskyldum með lágar tekjur. Útganga án samnings gæti enn fremur valdið „truflunum“ á inn- flutningi í allt að sex mánuði, hugsanlega á innflutningi á lyfjum og aðföngum til sjúkrahúsa. Þá er varað við því að flutningabílar gætu þurft að bíða í allt að tvo daga til að komast yfir Ermarsundið og að sum fyrirtæki gætu þurft að leggja niður starfsemi. Skjalið er dagsett 2. ágúst og Johnson sagði að stjórnin hefði stór- aukið undirbúninginn fyrir hugsan- lega útgöngu án samnings síðan þá. „Allar atvinnugreinarnar sem skipta máli verða tilbúnar í brexit án samn- ings,“ sagði hann. Johnson kveðst ekki hafa logið að drottningunni  Varað við mögulegum vöruskorti vegna brexit án samnings Boris Johnson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.