Morgunblaðið - 13.09.2019, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Íslendingar eru
gestrisnir með af-
brigðum. Sumir geta
aldrei látið vera að
sýna af sér gestalæti.
Það er vegna tján-
ingarþarfar. Í liðinni
viku kom varaforseti
Bandaríkjanna í heim-
sókn til landsins. Það
er ekki auðvelt við að
eiga þegar hingað
kemur varaforseti, því hér er enginn
varaforseti. Ef til vill ættu hand-
hafar forsetavalds að taka á móti
varaforsetanum. Niðurstaðan var sú
að utanríkisráðherra varð gestgjaf-
inn, en varaforsetinn hitti forseta og
forætisráðherra.
Auðvitað sætir það tíðindum þeg-
ar næstvaldamesti maður stórveldis
kemur í heimsókn. Vissulega er
skemmtilegra en ekki að vita erindi
valmannsins til landsins. Þeim er
þetta ritar er enn alls ekki ljóst
hvert var erindi varaforsetans. Var
erindið málefni viðskipta milli Ís-
lands og Bandaríkjanna? Vissulega
er ekki í gildi fríverslunarsamningur
milli landana en viðskipti ganga
ágreiningslaust. Var erindið að ræða
stækkun á hurðaropi flugskýlis og
lagfæringu á flugvélastæði? Varla!
Kann að vera að formennska Íslands
í norðurskautsráði hafi ráðið ein-
hverju um heimsókn varaforsetans?
Eða áhrif Kínverja?
AIIB og Belti og braut
Eina sem haft var eftir varafor-
setanum var að Íslendingar hefðu
fallist á að taka ekki
þátt í verkefni sem kín-
versk stjórnvöld hafa
áform um. Enginn
kannaðist við þau um-
mæli hér.
Hluti af Belti og
braut er Asian Infra-
structure Investment
Bank (AIIB) með að-
setur í Peking. Ísland á
aðild að þeirri stofnun
og fjármálaráðherra er
einn af varaformönnum
stjórnar bankans.
AIIB er með hæsta lánshæfismat
hjá öllum matsfyrirtækjum og er
fyllilega samkeppnishæfur við Al-
þjóðagjaldeyrissjóðinn og Alþjóða-
bankann. Enda þótt Alþjóðabankinn
sé ein af stofnunum Sameinuðu þjóð-
anna hefur bankann nánast alltaf
verið undir forystu Bandaríkja-
manna.
Kínverskir varasjóðir
Heimsviðskiptin eru ekki alltaf í
jafnvægi. Þaðan af síður eru fjárlög
landa alltaf í jafnvægi. Halli á fjár-
lögum í Bandaríkjunum kemur fram
í halla á viðskiptajöfnuði landsins. Í
Kína er sparnaðarhneigð um 45%,
en það er 20-30 prósentustigum
meira en í öðrum löndum. Viðskipta-
afgangur í Alþýðulýðveldinu Kína
hefur byggt upp varasjóði í landinu
sem eru meiri en mannshugurinn
skilur. Kínverski þjóðbrókarsjóður-
inn heitir China Investment Corpor-
ation (CIC), en sá sjóður fer með
eignir sem hafa byggst upp í landinu
vegna viðskiptahalla Bandaríkjanna.
Eignir sjóðsins eru meiri en svo að
mannlegar verur skilji stærðina. Á
öðrum endanum er mikill viðskipta-
halli en á hinum er þjóð sem sparar.
Þjóðbrókarsjóðurinn (CIC) á fast-
eignir í Rockefeller Center í New
York. Þá er höggvið nærri hjarta
bandarískrar auðhyggju.
Að auki eru ótal kínverskir bank-
ar, sem hafa haslað sér völl á alþjóð-
legum fjármálamörkuðum.
Til viðbótar við kínverska þjóð-
brókarsjóðinn eru kínverskir bankar
stærstu bankar í heimi. Sennilega er
Industrial and Commercial Bank of
China Limited (ICBC) stærsti banki
í heimi, en Bank of China fjár-
magnar einhverjar af Boeing MAX-
flugvélum Icelandair. Flugvéla-
framleiðendur á Vesturlöndum eiga
mikið undir því að kínversk fjár-
málafyrirtæki fjármagni flugvélar
fyrir flugfélög á Vesturlöndum.
Nú þegar eru flugvélaskrokkar
fyrir Airbus smíðaðir í Kína og
Boeing er með stóra viðhaldsstöð
fyrir Boeing-flugvélar í Kína fyrir,
utan fjármögnunar á nýjum flug-
vélum fyrir flugfélög á Vestur-
löndum.
Fjórir stærstu bankar heims eru
kínverskir. Þannig er Alþýðu-
lýðveldið Kína þátttakandi í heims-
auðhyggjunni eftir að hafa verið í
dvala á fyrstu árum alþýðulýð-
veldisins, þá án aðildar að Samein-
uðu þjóðunum, en nú með neitunar-
vald í öryggisráðinu.
Risinn er vaknaður
Stjórnvöld í Kína gera sér grein
fyrir að þau hafa örlög Bandaríkj-
anna í höndum sér. Verulegur hluti
bandarískra ríkisskulda er í vörslu
kínverska þjóðbrókarsjóðsins (CIC),
auk þess sem þær eru uppistaða
gjaldeyrisvarasjóða annarra landa.
Viðskiptastríð Banaríkjanna og
Kína getur aðeins farið á einn veg.
Bandaríkin tapa. Bandaríkin eru
ekki sá áhrifavaldur sem þau voru á
tíma Marshall-aðstoðarinnar við
Evrópu og aðstoðar við lönd í Asíu
eftir seinna stríð, sem var sérstakt
verkefni.
Kínversk stjórnvöld gera sér
grein fyrir að Bandaríkin munu
aldrei greiða þessar ríkisskuldir,
sem að miklu leyti hafa orðið til
vegna styrjalda en ekki vegna upp-
byggingar innviða. Því er best að
nota þessar eignir til áhrifa um allan
heim. Um það snýst verkefnið um
Belti og braut.
Það eina sem varaforseti Banda-
ríkjanna hafði að segja opinberlega í
heimsókn sinni til Íslands fjallaði um
Belti og braut. Það er líklegt að
Bandaríkin óttist frumkvæði Kín-
verja á alþjóðavettvangi. Það eru
mörg ríki sem búa við slaka innviði
og það er lítill vandi að gera illa stæð
lönd með vont stjórnarfar sér háð
með innviðafjárfestingum.
Verkefni í Finnafirði við Bakka-
flóa er óskiljanlegt, nema ef vera
skyldi vegna áhrifa. Það er mun lík-
legra að kínverski þjóðbrókar-
sjóðurinn ásælist Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar en að höfn verði byggð í
Finnafirði. Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar er mannvirki sem ríkissjóður
Íslands hefur aldrei lagt fram krónu
til í öðru formi en lánum, sem FLE
og síðar Ísavia hafa endurgreitt.
Áhugi Alþýðulýðveldisins Kína á
norðurskautsmálefnum, en Kína á
ekki land að norðurskautinu, snýst
um áhrif. Kína á ísbrjóta til ferða um
norðurskautið, þrátt fyrir legu sína.
Fyrir utan áhuga sinn á fjár-
mögnun flugvéla eru kínversk fjár-
málafyrirtæki stórtæk í fjármögnun
skemmtiferðaskipa. Þannig hóf
CSSC Carnival Cruise Shipping
starfemi á þessu ári. Félagið er að
meiri hluta í eigu kínverska þjóð-
brókarsjóðsins (CIC).
Íslenskur kommúnisti
Svo bar við þegar bandaríski sjó-
herinn lauk vist sinn á Íslandi árið
2006 að íslenskur kommúnisti var
spurður hvort hann væri sáttur og
ánægður. Kommúnistinn svaraði:
nei. Spyrjanda þótti svarið einkenni-
legt og hváði. Þá kom svarið: það eru
Kínverjarnir. Íslenski kommúnist-
inn óttaðist áhrif Kínverja hér á
landi.
Íslenskir kommúnistar misstu
glæp sinn þegar herinn fór. Þá varð
að finna annan glæp til að geta stað-
ið að mótmælum í gestalátum. Sam-
kynhneigð og mannleg fjölbreytni
varð tilefni til að láta varaforseta
Bandaríkjanna sjá að enn væri líf
með Íslendingum og íslenskum
kommúnistum.
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Verulegur hluti
bandarískra ríkis-
skulda er í vörslu kín-
verska þjóðbrókarsjóðs-
ins, auk þess sem þær
eru uppistaða gjald-
eyrisvarasjóða annarra
landa.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur var alþingismaður.
Belti og braut
Í upphafi þessa mánaðar
bárust Þjóðleikhúsinu þau
ánægjulegu tíðindi að
skipulags- og samgönguráð
Reykjavíkurborgar hefði
fallist á tillögu undirritaðs
um að gatan sem liggur
vestan megin á lóð Þjóð-
leikhússins, milli Hverfis-
götu og Lindargötu, yrði
nefnd Egnerssund í höfuðið
á norska leikritaskáldinu
Thorbjörn Egner. Egner má með sanni
kallast einn helsti velgjörðarmaður Þjóð-
leikhússins og barnaleikhúss á Íslandi, en
leikrit hans hafa verið leikin reglulega í
Þjóðleikhúsinu við miklar vinsældir allt
frá frumflutningi á Kardemommubænum
hér árið 1960. Egner var sjálfur mjög
ánægður með uppsetningar Þjóðleik-
hússins á verkum sínum. Svo vænt þótti
honum um viðtökur verka sinna á Íslandi
að hann gaf Þjóðleikhúsinu höfundarrétt-
artekjur af þeim í hundrað ár, með þess-
um orðum í gjafabréfi til Þjóðleikhússins
árið 1965: „Og derfor vil jeg gjerne – i
håb om at Kardemomme og Hakke-
bakkeskogen kommer til å bli spilt enda
mange ganger i årene framover når nye
barn vokser til – at Þjodleikhusid for de
kommende hundre år skal ha opførelses-
rettighetene for Island til begge mine
komedier og at alle forfatterhonorarer
for Kardemommubærinn og Halsaskogi i
fremtiden går til stipendier elle andre
formål som kan være til glede for teat-
ret.“
Tíðindum af nafngiftinni Egnerssund
hefur verið tekið með almennri ánægju af
aðdáendum Egners hér á landi. Eftirlif-
andi elsti sonur Egners, Björn Egner,
gladdist mjög við að heyra af þessu, og
mun verða viðstaddur frumsýningu Þjóð-
leikhússins á Kardemommubænum á 70
ára afmæli leikhússins í apríl.
Ekki virðast þó allir hafa glaðst jafn
mikið við þessi tíðindi, en fréttaflutningur
af nafngiftinni varð Páli Baldvinssyni til-
efni til að skrifa grein í Morgunblaðið 12.
september sl. Páll sat áður í
þjóðleikhúsráði og segir:
„Þjóðleikhúsráði var fyrir
nokkrum misserum kynnt
að til stæði að nefna götuna
en þá fór Ari Matthíasson
dult með tillögu sína.“ Hið
rétta er að hugmyndin að
því að nefna götuna Egners-
sund var rædd í ráðinu þann
18.12. 2015. Þá var einnig
rætt um þann möguleika að
efna til samkeppni um nafn-
ið, en allir viðstaddir voru
sammála um að málið væri á
forræði þjóðleikhússtjóra.
Páll skrifar í grein sinni margt um hina
veglegu gjöf Egners til Þjóðleikhússins,
og í því sambandi er rétt að eftirfarandi
komi fram: Eins og segir í gjafabréfi Eg-
ners, sem vitnað er í hér að framan, sá
Egner fyrir sér að höfundarlaunin yrðu
nýtt í styrki eða í þágu annarra málefna
sem gætu orðið til ánægju í leikhúsinu.
Sveinn Einarsson, þáverandi þjóðleik-
hússtjóri, lagði til í bréfi sínu til Egners
árið 1972 að höfundarlaunin skyldu nýtt
til þess að styðja eða verðlauna þá sem
sérstaklega hefðu eða vildu fást við leik-
hús fyrir börn. Í óstaðfestri „Skipulags-
skrá fyrir Egner-sjóðinn“ segir: „Til-
gangur sjóðsins er að efla samstarf og
kynningu milli norsks og íslensks leik-
húsfólks með gagnkvæmum styrkveit-
ingum o.fl.“ Frá árinu 1975, þegar fyrst
var úthlutað úr sjóðnum, hefur úthlutun
verið ákveðin af þremur aðilum, einum
tilnefndum af þjóðleikhúsráði, öðrum af
starfsmönnum og svo þjóðleikhússtjóra.
Úthlutað hefur verið styrkjum til að
styrkja og efla leiklistarstarfsemi fyrir
börn og ungt fólk, og til leikhúsfólks sem
hefur unnið að því að auðga barnaleikhús,
bæði Íslendinga og Norðmanna, leikara,
leikstjóra, leikmyndateiknara, lýsingar-
hönnuða, tónlistarfólks og rithöfunda.
Þetta hefði Páli mátt vera kunnugt, enda
sat hann fund þjóðleikhúsráðs þegar mál-
efni Egner-sjóðs voru rædd á fundi ráðs-
ins 28.10. 2016, og farið var ítarlega yfir
hvaða tilhögun væri á Egner-sjóði og
hefði verið frá árinu 1965.
Páll veltir fyrir sér hlutfallstölu höf-
undarlauna og er þar á nokkrum villigöt-
um. Hið rétta er að höfundarlaun af verk-
um Thorbjörns Egners í Þjóðleikhúsinu
hafa verið 6% af seldum miðum frá árinu
1965 og runnið inn á sérreikning sem
tengdur er eigin kennitölu frá árinu 1981.
Páll segir enn fremur í grein sinni að
ég hafi lagt af Menningarsjóð Þjóðleik-
hússins sem stofnaður var árið 1950. Það
er ónákvæm lýsing hjá Páli því Menning-
arsjóðurinn, sem formlega var aflagður
árið 2016, var löngu tómur, allt stofnfé
var uppurið, sjóðnum var ekki markaður
tekjustofn og hann hafði því misst tilgang
sinn. Í þessu sambandi má nefna að ár-
lega eru sjóðir sem ekki hafa verið starf-
andi um lengri eða skemmri tíma lagðir
niður. Í kjölfar laga nr. 19/1988 átti Rík-
isendurskoðun frumkvæði að því að
leggja niður fjölmarga sjóði sem ekki
höfðu möguleika á að starfa samkvæmt
skipulagsskrá sakir fjárskorts. Það var
því í anda laganna frá 1988 og samkvæmt
vilja og leiðbeiningum Ríkisendurskoð-
unar sem hinn fjárvana Menningarsjóður
var aflagður.
Síðast var úthlutað úr Egner-sjóði árið
2013. Fyrirséð er að sjóðurinn muni efl-
ast að nýju í kjölfar sýninga Þjóðleikhúss-
ins á Kardemommubænum frá og með
apríl á næsta ári, og þá mun nýrri sjóð-
stjórn gefast færi á að styrkja leiklistar-
starfsemi fyrir börn. Þannig verður hin
veglega gjöf Egners áfram nýtt til að efla
sköpun leiklistar í þágu yngstu áhorfend-
anna.
Fólk og ræningjar
í Kardemommubæ
Eftir Ara
Matthíasson
Ari Matthíasson
»Höfundarlaun af verk-
um Thorbjörns Egners
í Þjóðleikhúsinu hafa verið
6% af seldum miðum frá
árinu 1965 og runnið inn á
sérreikning sem tengdur
er eigin kennitölu frá árinu
1981.
Höfundur er þjóðleikhússtjóri.
Uppbygging Steypuvinna er í fullum gangi á Hlíðarenda-
svæðinu þessa dagana. Hallgrímskirkja blasir við í bakgrunni.
Eggert