Morgunblaðið - 13.09.2019, Qupperneq 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
þeir komu sína fyrstu ferð einir
til Reykjavíkur á jeppanum hans
pabba síns. Þá rötuðu þeir í Foss-
voginn, en þurftu svo fylgd til að
rata í stórborginni.
Þeir bræður voru miklir
skautamenn og kunnu ýmislegt
fleira fyrir sér. En sennilega er
Ingólfur kunnastur fyrir sitt
mikla skátastarf sem hann sinnti
ásamt fjölskyldunni.
Nú kveðjum við góðan vin og
vottum allri fjölskyldunni okkar
innilegustu samúð.
Dóra G. Jónsdóttir.
Við minnumst Inga frænda
sem hlýrrar persónu sem var allt-
af til staðar fyrir okkur. Hann var
traustur, yfirvegaður, skipulagð-
ur og framtakssamur, en alltaf
var stutt í glettinn húmorinn.
Hann leyfði okkur oft að vera
með í því sem hann tók sér fyrir
hendur, kynnti okkur m.a. fyrir
norrænu samstarfi og leyfði okk-
ur að taka þátt í vinnu í tengslum
við vinabæjarsamstarfið. Að
fylgjast með honum í slíkum
verkefnum og í stjórnarstörfum
var einstaklega áhugavert og
fræðandi. Oft og iðulega var það
hann sem leiddi málin til lykta á
sinn rólega og yfirvegaða hátt.
Hann vann skipulega og gerði
mestar kröfur til sjálfs sín. Hann
var ekki maður margra orða, en
þögnin sagði margt. Fjölskyldur
okkar hafa alla tíð verið mjög
nánar og margt skemmtilegt höf-
um við gert saman í gegnum tíð-
ina, hvort sem er í tengslum við
skautaíþróttina, kartöfluupp-
töku, ferðalög, matarboð með
leikjum eða utanlandsferðir með
þeim „Jarðarberjabræðrum“.
Ingi var alltaf sá sem hægt var
að treysta á, hvort sem það var til
þess að aðstoða óreyndar ung-
lingsstúlkur í félagsstörfum eða
þegar erfiðleikar og áföll komu
upp í fjölskyldunni. Hann var
okkur systrum mikil stoð í veik-
indum og við andlát foreldra okk-
ar. Sérstaklega er minnisstætt,
þegar mamma þurfti að dvelja
lengi á sjúkrahúsi í Danmörku.
Þá var Ingi fljótlega mættur á
staðinn til þess að passa lítinn
dreng og aðstoða á allan hátt.
Börnin hennar Drífu fengu því
miður ekki að kynnast afa sínum
nema í takmarkaðan tíma. Þá var
gott að hafa „Inga afa“ til staðar í
árlegum Íslandsferðum. Ingi og
Hrefna voru og eru „þessi mið-
punktur okkar á Íslandi“, eins og
Sara, dóttir hennar, orðar það.
Til þeirra var alltaf gott að koma
og tekið var á móti börnunum af
einstöku ástríki, hlýju og einlæg-
um áhuga á þeirra viðfangsefn-
um.
Elsku Hrefna, Auður, Ásgeir,
Ármann, Erla, Vala og Ari. Við
sendum ykkur okkar innilegustu
samúðarkveðjur, ásamt kærri
kveðju frá Zoran, Aleksandar,
Söru, Davíð og Viktori.
Blessuð sé minning Inga
frænda.
Sigríður (Sigga) og Drífa.
Fallinn er frá vinur okkar úr
innbænum á Akureyri. Gegnheill
skáti, útivistarmaður og mann-
vinur.
Ingólfur, eða Ingi eins og við
kölluðum hann alla tíð, bjó í for-
eldrahúsum í Aðalstræti 62 en við
bræðurnir í Háteigi, skammt
sunnan Gróðrarstöðvarinnar.
Innbærinn var leiksviðið, við
þurftum ekki að leita lengra.
Frjálsræðið var ómælt og flest
það sem okkur datt í hug var
framkvæmt. Stundum áttum við
það til að fara aðeins út fyrir hinn
viðurkennda ramma. Þannig var
það einu sinni þegar við stjökuð-
um okkur út í hólmana, þar sem
Akureyrarflugvöllur er núna, að
vorlagi og stálum eggjum. Ing-
ólfur var með okkur bræðrum í
einum slíkum leiðangri og þegar
við komum að landi tók Jón
Benediktsson lögreglumaður á
móti okkur í fullum skrúða. Hann
kannaðist við okkur bræður en
spurði Ingólf til nafns. Þegar Jón
kveikti á perunni að hann væri
sonur Ármanns Dalmannssonar
undraðist hann mjög að Ingi væri
í slíkum félagsskap!
Ingi var vandaður drengur og
vinur vina sinna. Minningarnar
um samfylgd með honum í Inn-
bænum eru okkur dýrmætar
núna þegar leiðir skilja. Upp í
hugann koma samverustundir í
Skógræktinni, stofnun skáta-
deildar í gömlu Gróðrarstöðinni
og allt það sem við brölluðum í
skátunum, m.a. bygging fjalla-
kofa í landi Hamra, sem aldrei
reis af grunni, og útilegur í
Fálkafelli og fram á Garðsárdal.
Seint gleymist reiðhjólaferð sum-
arið 1952 austur í Mývatnssveit
og Ásbyrgi. Áratug síðar vorum
við saman í hópi vaskra göngu-
manna yfir Dyngjujökul og í
Kverkfjöll. Að ógleymdum
óbyggðaferðunum á A-621, Wil-
lysjeppa Ármanns Dalmannsson-
ar, föður Inga. Og ekki má
gleyma öllum okkar góðu stund-
um saman á skautum. Innbærinn
var Mekka skautaíþróttarinnar á
Akureyri og við Innbæingarnir
stunduðum skautahlaup og spil-
uðum íshokkí við frumstæðar að-
stæður þar sem gúmmískórnir
okkar voru markstengurnar.
Allra þessara góðu minninga
er ljúft að minnast við leiðarlok.
Heilsu Inga hafði hrakað hin síð-
ari ár en blik komu í augu hans
þegar gamlar minningar úr Inn-
bænum voru rifjaðar upp.
Gömlum og kærum vini þökk-
um við samfylgdina. Eiginkonu
hans, Hrefnu Hjálmarsdóttur, og
börnum þeirra, Ásgeiri, Auði og
Ármanni, og öðrum ástvinum,
sendum við einlægar samúðar-
kveðjur.
Vilhelm, Birgir og
Skúli Ágústssynir.
Ingólfur var skáti, íþróttamað-
ur, skólamaður og hafði mikinn
áhuga á menningarmálum. Hann
var gegnheill og góður vinur vina
sinna. Hann var Innbæingur og
alinn upp við mikla íþróttaiðkun.
Pollurinn var framan við
bernskuheimilið og háar brekkur
að húsabaki, hvort tveggja kjörið
til vetraríþrótta. Einu sinni þeg-
ar við ræddum þessa gömlu daga
sagði hann kímileitur að hann
hafi farið út um bakdyrnar ef
hann ætlaði á skíði og aðaldyrnar
ef átti að fara á skauta.
Ég átti því láni að fagna að
eiga Ingólf að samstarfsmanni í
nokkur ár og kynntist kostum
hans vel. Hann var hæglátur í
fasi og því kom mér á óvart í upp-
hafi hversu ótrúlega hraður hug-
ur hans var. Hann var úrræða-
góður, hugsaði lausnamiðað og
skýrt og var fljótur að finna leiðir
gegnum alls konar flækjur. Hann
var einnig besti og traustasti
vinnufélagi sem hægt er að hugsa
sér.
Það hefur verið dýrmætt fyrir
okkur Teit að eiga vináttu þeirra
hjóna, Ingólfs og Hrefnu. Við eig-
um ljúfar minningar frá því þeg-
ar við ferðuðumst saman um
Toskana að sumarlagi, fórum úr
einum bæ í annan og enduðum í
Flórens. Við gengum um götur
og torg, þræddum söfn og kirkjur
og borðuðum og drukkum að
hætti heimamanna. Ingólfur var
sérstaklega áhugasamur um
Galileo Galilei og heimsóttum við
safn um snillinginn, sáum tæki
hans og tól og fórum að gröf hans
á eftir.
Ingólfur hvarf smám saman
frá fólkinu sínu og vinum og
þurfti æ meir að reiða sig á
Hrefnu undanfarin ár. Þótt hann
væri skugginn af sjálfum sér síð-
ast þegar við hittumst var hlýjan
í svip hans enn á sínum stað.
Ég votta Hrefnu og fjölskyld-
unni mínar innilegu samúðar-
kveðjur. Hafðu þökk fyrir sam-
fylgdina, kæri félagi.
Valgerður Magnúsdóttir.
Nú er hann farinn heim, sadd-
ur lífdaga, öðlingurinn hann Ing-
ólfur Ármannsson. Við kynnt-
umst honum ungar þegar
skátaforinginn okkar, Hrefna
Hjálmarsdóttir, fór að fara með
honum á stefnumót. Okkur
fannst þetta mjög spennandi
enda fengum við að taka þátt í
ævintýrinu, eða þannig. Þegar
þau giftu sig fengum við að vera í
veislunni (í uppvaskinu í eldhús-
inu) og fylgjast með öllu veislu-
haldinu. Þau voru gæfusöm hjón
og samstíga, höfðu sömu lífsskoð-
anir, hugsjónir og viðhorf. Bæði
voru þau mjög virkir skátafor-
ingjar og jusu til okkar af sínum
viskubrunni. Það eru margir
skátar sem verða Ingólfi ævin-
lega þakklátir fyrir hans innlegg í
skátahreyfinguna á Íslandi.
Hann stofnaði skátafélög, kom
með nýjar hugmyndir og fræddi
og glæddi á sinn einstaka yfir-
vegaða og rólega hátt.
Við vottum fjölskyldunni inni-
lega samúð. Blessuð sé minning
Ingólfs Ármannssonar.
Fjóla Hermannsdóttir og
Valgerður Jónsdóttir.
Þó að Akureyrarbær hafi feng-
ið kaupstaðaréttindi 1862 var
innsti hluti bæjarins, Innbærinn
og fjaran, sveit í bæ langt fram
yfir miðja síðustu öld. Þar voru
húsin kennd við fólkið sem í þeim
bjó og börnin kennd við foreldr-
ana, mæðurnar gjarnan nefndar
fyrst. Í húsi Sigrúnar og Ár-
manns, Aðalstræti 62, voru um
miðja síðustu öld að vaxa úr grasi
fjögur systkini, þrír bræður og
ein systir. Þar átti Ingólfur sín
æskuár.
Unga fólkið sem var að alast
upp í Innbænum naut frelsis til
athafna. Skautaferðir voru
stundaðar þar sem náttúruleg
skilyrði leyfðu, íþróttavöllur var
útbúinn á Krókeyri, skátastarf
hafið í kjallara Gömlu gróðrar-
stöðvarinnar og grunnur lagður
að skátaskála í Hamradal norðan
Kjarna. Þannig sköpuðust að-
stæður fyrir þrautseigju og
skipulagsgáfu Ingólfs. Hann
missti aldrei sjónar á endanleg-
um markmiðum. Skátastarfið var
honum í senn köllun og tækifæri
til þess að koma heilbrigðum
uppeldismarkmiðum og lífsleikni
á framfæri hjá ungu fólki.
Kennsla varð þannig eðlilega
ævistarf hans.
Ferðamennska og útivist,
sumar og vetur, var einnig
áhugamál Ingólfs. Þannig hófu
þeir mágarnir Baldur Sigurðsson
og Ingólfur, almennar jöklaferðir
á Vatnajökul löngu áður en það
var tæknilega mögulegt vegna
ófærðar og aðstöðuleysis á fjöll-
um.
Endalausar minningar um
samstarf og trausta vináttu koma
í hugann þegar litið er til baka.
Mesta gæfa Ingólfs í lífinu var þó
skátastúlkan Hrefna Hjálmars-
dóttir sem hann kynntist í
Reykjavík. Þau fluttu til Akur-
eyrar, skiluðu sínu ævistarfi og
ólu þar upp börnin þrjú.
Ingólfur gekk ekki heill til
skógar síðustu árin. Heima í
Furulundi bjó Hrefna honum það
öryggi sem best var. Fyrir stuttu
bauðst honum vistun á Dvalar-
heimilinu Hlíð og þar andaðist
hann fyrsta dag þessa mánaðar.
Á merkjamáli skáta er Ingólfur
farinn heim.
Með þessum orðum viljum við
Kristín minnast Ingólfs, vinar
sem varð örlagavaldur í lífi okk-
ar. Hrefnu og börnunum vottum
við samhug við fráfall sóma-
manns. Ljóð í lokin er ætlað að
minna okkur á að lífið sjálft er
sterkara en dauðinn.
Í lífinu sjálfu er feigðin falin
hvert frækorn sem spírar,
það fellur í valinn.
Svo endurtekur sig aftur og aftur
þessi eilífa hringrás,
þessi upprisukraftur.
Hallgrímur og Kristín.
Ingólfur Ármannsson, bara
það að heyra eða sjá nafnið vekur
hjá mér einstakar tilfinningar
sem og ljúfar og góðar minning-
ar. IÁ var framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra skáta þegar
ég sem unglingur var að stíga
mín fyrstu skref sem foringi inn-
an skátahreyfingarinnar. Hann
var allt í öllu, rak skrifstofu BÍS á
Laugavegi 39 á daginn og sinnti
uppbyggilegu leiðbeinandastarfi
á kvöldin og um helgar. Ég var
svo heppinn að vera í hópi þeirra
ungu skátaforingja í Reykjavík
sem nutu þess að sækja námskeið
í skátafræðum sem hann stjórn-
aði á sinn örugga, yfirvegaða og
ljúfa hátt. Hann innleiddi margar
nýjungar og kom okkur oft á
óvart með snilldarlegum uppá-
tækjum sínum. Gilti það jafnt um
þátttakendur sem og leiðbein-
endur á foringjanámskeiðum.
Hann hafði einstakan skilning á
því að skátastarfið er og á að vera
ævintýri fyrir þá sem taka þátt.
Við sem nutum starfskrafta hans
á þessum árum minnumst þess-
ara daga með einskærri gleði,
ánægju og þökk.
Leiðir okkar lágu saman síðar.
IÁ var mótsstjóri Landsmóts
skáta árið 1966 og fékk ég það
verkefni að vera framkvæmda-
stjóri þess móts. IÁ leitaði þá, í
fullu samráði við gjaldkera móts-
ins, Guðlaug Hjörleifsson, til Eg-
ils Skúla Ingibergssonar eftir að-
stoð við að setja skipulag mótsins
upp í CPM-kerfi (Critical Path
Method). Ég minnist þess að einn
skrifstofuveggur minn var þak-
inn CPM-korti, korti sem sýndi
öll verk, brotin niður í verkþætti
sem og í hvaða tímaröð þeir ættu
að leysast, hve langur tími var
ætlaður í hvern verkþátt til þess
að ljúka mætti undirbúningi
mótsins í tæka tíð. IÁ sýndi
þarna einstaka eiginleika við að
nýta sér það nýjasta og besta
sem fáanlegt var til að leysa flók-
ið, tímafrekt og tímabundið verk-
efni.
Síðar, þegar IÁ var fulltrúi Ís-
lands í mótsstjórn alheimsmóts
skáta, Nordjamb 1975 sem Norð-
urlöndin fimm stóðu að sameig-
inlega, fékk hann mig til að
stjórna „íslensku undirbúðunum“
á þessu móti.
Íslenskir skátar önnuðust ein-
ar undirbúðir af tíu, sænskir
skáta þrjár en hinar þjóðirnar
tvær hver. Ég hafði unun af því
að sjá og fylgjast með hvernig IÁ
nýtti sér reynslu sína og þekk-
ingu á skátamálefnum, mannleg-
um samskiptum og tungumálum
til að leysa hin flóknustu mál sem
upp komu á þessu alheimsmóti.
Alltaf rólegur, yfirvegaður og
lausnamiðaður – þannig áorkaði
hann ótrúlega miklu á sinn ljúfa
hátt.
Síðasta stóra verkefnið sem
við unnum að saman var Vulcan
Project 1978, norrænt skátamót
fyrir eldri skáta sem fram fór á
Mývatnsöræfum, þ.e. norðan
Kverkjökuls og sunnan Mývatns.
IÁ var „heilinn“ bak við mótið.
Hann fékk m.a. Guðmund Sig-
valdason, forstöðumann Nor-
rænu eldfjallamiðstöðvarinnar,
til að halda ógleymanlegt erindi
við Grjótagjá um eldfjöll heims-
ins og benti Guðmundur okkur á
dæmi um þau öll.
Með Ingólfi Ármannssyni er
genginn hinn einstaklingurinn
sem hafði einna mest áhrif á mig
sem manneskju í lífinu. Ég kveð
hann með einlægri þökk og virð-
ingu og sendi Hrefnu, Auði, Ás-
geiri, Ármanni og fjölskyldu mín-
ar saknaðarkveðjur.
Arnlaugur Guðmundsson.
Í september 1959 hittist hópur
glaðra skáta austur við Úlfljóts-
vatn. Halda skyldi fyrsta fullgilda
Gilwell-námskeið hér á landi. 40
ár voru liðin frá fyrsta námskeiði
Baden Powell í Gilwell Park og
nú var í aðsigi fyrsta Gilwell-
námskeið skátaforingja sem
kvenskátar tækju þátt í. Til for-
ystu kom Odd Hopp, hinn alþjóð-
lega virti framkvæmdastjóri
Norsk Speidergutt Forbund.
Frumkvæði að námskeiðinu átti
Franch Michelsen með stuðningi
nýkjörins skátahöfðingja, Jónas-
ar B. Jónssonar.
Austur voru mættir hópar frá
stórum félögum en líka einstak-
lingar frá þeim smærri. Við tók-
um eftir einum Akureyringanna
sem var reyndar kennari á
Skagaströnd og hafði þá nýverið
stofnað skátafélagið Sigurfara.
Hann var aðlaðandi og dugnað-
arlegur, hét Ingólfur Ármanns-
son. Nú er hann „farinn heim“
eins og skátar segja. Við kveðjum
hann hinstu kveðju og minnumst
með einlægu þakklæti.
Er leið á námskeiðið kom
skátahöfðingi í heimsókn og
ræddi þar við Odd Hopp og
Franch Michelsen. Hann var að
leita að framkvæmdastjóra fyrir
Bandalag íslenskra skáta og
spurði hvort einhver þátttakend-
anna kæmi til greina. Báðir voru
skjótir til svars og sammála. Ing-
ólfur Ármannsson væri einstak-
lega hæfur og hefði alla kosti til
að bera í þetta starf.
Ingólfur varð framkvæmda-
stjóri vorið 1960 og mótaði starfið
í samstarfi við skátahöfðingja og
skátafélögin. Hann laðaði félaga
sína frá Gilwell að margvíslegum
verkum og að stofnun Gilwell-
hringsins haustið 1962. Hann bjó
til undirbúningsnámskeið fyrir
Gilwell-námskeið sem hvöttu
marga skátaforingja til að
mennta sig frekar. Og árin, sem í
hönd fóru, lék hann burðarhlut-
verk mjög víða í skátastarfi.
En Ingólfur kom víðar við því
að samstarf norrænna skáta var
að eflast. Árið 1975 var á Jör-
stadmoen í Noregi haldið alþjóð-
legt jamboree drengjaskáta,
Nordjamb75. Odd Hopp gegndi
þar forystu. Ingólfur var fulltrúi
Íslands í mótsstjórn og nánasti
samstarfsmaður hans. Þetta mót
muna margir og trúlega ekki síst
„íslenski hundrað skáta hópur-
inn“ í starfsmannabúðunum okk-
ar, bæði stúlkur og drengir.
Um áratuga skeið átti ég sam-
starf við Ingólf í skátastarfi og
tók við framkvæmdastjórastarfi
af honum 1964. Er leið á áttunda
áratuginn kom hann svo til sam-
starfs við mig og fleiri í skrifum
námsefnis í stærðfræði og að
námskeiðum fyrir kennara.
Við unnum alla tíð afar vel
saman, enda lagði Ingólfur Ár-
mannsson alls staðar gott til mála
og var óvenju hæfur og vel gerð-
ur maður. Minning hans varð-
veitist lengi. Hrefnu og fjölskyld-
unni allri sendi ég hlýjar
samúðarkveðjur.
Anna Kristjánsdóttir.
Ingólfur Ármannsson lést 1.
september sl. eftir erfið veikindi.
Hann var afar sérstakur maður,
fjölhæfur, hugmyndaríkur og
fylginn sér, hafði skipulagsgáfu,
þolinmæði og einbeitni til að bera
sem oftar en ekki skilaði honum
og þeim verkefnum sem hann
beitti sér fyrir heilum í höfn.
Hann hafði gott lag á að byggja
upp félagsheild og virkja einstak-
linga og hópa til góðra verka.
Ingólfur stundaði kennslu um
árabil, skólastjórn, fræðslustjórn
í stóru héraði og síðustu formlegu
starfsárin var hann skóla- og
menningarfulltrúi Akureyrar-
bæjar. Hann var Akureyringur í
húð og hár og starfaði þar lengst
af, en verkin hans sunnan heiða,
m.a. sem framkvæmdastjóri
Bandalags íslenskra skáta, um
árabil eftir 1960, mörkuðu djúp
spor í sögu skátastarfs í landinu.
Hann var alinn upp í Innbænum
á Akureyri og í heimahúsum og
skátastarfi, m.a. undir hand-
leiðslu Tryggva Þorsteinssonar,
tileinkaði hann sér einlægan og
djúpan áhuga og skilning á rækt-
unarstarfi bæði í náttúrunni og í
mannlegu samfélagi.
Ég kynntist mörgum hliðum á
Ingólfi af löngum kynnum bæði í
leik og starfi. Lífsstarf okkar
beggja tengdist skóla- og uppeld-
ismálum. Mér er þó á þessum
tímamótum efst í huga samstarf
okkar og fleiri góðra félaga á
vettvangi skátastarfs – ekki síst á
tímabilinu 1960 til 1975 eða þar
um bil. Leiðir okkar lágu saman í
skátastarfi innan stærstu uppeld-
ishreyfingar í heiminum sem hef-
ur að kjörorði heitstrengingu um
að „bæta heiminn“ með því að
hjálpa ungu fólki til að verða
sjálfstæðir, virkir og ábyrgir ein-
staklingar í mannlegu samfélagi
nær og fjær – þvert á trúarbrögð,
kynþætti, kyn eða kynhneigð,
stjórnmálskoðanir o.s.frv.
Bein kynni okkar Ingólfs hóf-
ust á fyrsta Gilwell-leiðtoganám-
skeiðinu sem haldið var hér á
landi haustið 1959 – fyrir sléttum
sextíu árum. Það var öflugur hóp-
ur sem lauk þessari alþjóðlegu
leiðtogaþjálfun fyrir fullorðna
skáta á sjötta og sjöunda áratug
síðustu aldar. Mikið uppbygging-
arstarf og gróska einkenndi
skátastarfið á þessum árum. Ég
tel að á engan sé hallað þó að full-
yrt sé að Ingólfur hafi verið í far-
arbroddi umræddrar þróunar,
fyrst sem einstaklega virkur
framkvæmdastjóri Bandalags ís-
lenskra skáta og síðan sem óum-
deildur leiðtogi okkar sem mynd-
uðum öflugan og samstilltan hóp
sem vann að umbótum í skáta-
starfi um land allt á þessum ár-
um.
Margt var endurskoðað og
endurbætt, en þó með fullri virð-
ingu fyrir sögunni og starfi eldri
kynslóða og í takti við alþjóðlega
þróun innan hreyfingarinnar.
Ingólfur kvæntist Hrefnu
Hjálmarsdóttur, ungri skátast-
úlku úr Reykjavík, árið 1963 –
sama árið og við Pétrún giftum
okkur. Þar urðum við samferða.
Með Hrefnu eignaðist Ingólfur
einstakan lífsförunaut og varð
lífsferð þeirra afar farsæl. Bæði
deildu einlægum áhuga og virkni
í skátastarfi alla tíð. Þau eignuð-
ust þrjú börn, Ármann, Ásgeir og
Auði. Ármann býr ásamt fjöl-
skyldu sinni í Kanada, Ásgeir í
Prag og Auður á Akureyri. Við
Pétrún sendum þeim öllum inni-
legar samúðarkveðjur.
Ólafur Proppé.
Sálm. 16.11
biblian.is
Kunnan gerðir þú
mér veg lífsins,
gleðignótt er fyrir
augliti þínu, yndi í
hægri hendi þinni
að eilífu.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GUNNAR ANDRÉS JÓHANNSSON,
bóndi og fv. forstjóri,
Árbæ, Holtum,
lést á heimili sínu þriðjudaginn
10. september. Útförin fer fram
laugardaginn 21. september frá Árbæjarkirkju, Holtum.
Vigdís Þórarinsdóttir
Grétar Þórarinn Gunnarsson Guðríður Sigurðardóttir
Maríanna Gunnarsdóttir Ólafur Örn Ólafsson
Gunnar Jóhann Gunnarsson Hafdís Svava Níelsdóttir
og barnabörn