Morgunblaðið - 13.09.2019, Síða 19
✝ Marteinn Elías-son fæddist 22.
apríl 1933. Hann
lést á Landspítal-
anum 8. september
2019.
Foreldrar hans
voru Elías Eyjólfs-
son frá Efri-
Fljótum í Meðal-
landssveit og móðir
hans var Halldóra
Vigfúsdóttir frá
Þingmúlasókn, Suður-
Múlasýslu.
Systkini: Valdór, Stefán,
Margrét, Matthías, Kristrún og
Elín.
Hálfsystkini: Guðrún Björg
og Þorbjörn Eyjólfur. Marteinn
var næstyngstur systkina sinna.
Maki Marteins er Helga
Soffía Aðalsteinsdóttir en þau
gengu í hjónaband 13. septem-
ber 1959. Börn þeirra eru fjög-
ur: Aðalsteinn, maki Suras Mar-
teinsson. Aðalsteinn á þrjú börn
frá fyrra hjónabandi, tvö fóst-
urbörn og tvö barnabörn.
Valur, maki hans er Laufey
Karlsdóttir. Þau eiga þrjú börn
og eitt barnabarn.
Helga, maki henn-
ar er Davíð Haf-
steinsson. Þau eiga
fjögur börn.
Grétar, maki
hans er Jóhanna
Valdimarsdóttir.
Þau eiga tvö börn
og tvö barnabörn.
Marteinn fædd-
ist á Reyðarfirði og
ólst þar upp.
Marteinn og Helga hófu bú-
skap á Reyðarfirði í Sandgerði
– þau bjuggu þar í nokkur ár
uns hann var búinn að reisa hús
á Mánagötu 10 þar sem þau
bjuggu til ársins 1995 en þá
fluttu þau til Stykkishólms þar
sem þau bjuggu síðan. Hann
flutti bátinn Glitský SU 125 með
sér og stundaði sjóinn á honum í
nokkur ár, seldi hann og keypti
sér Sómabát sem einnig fékk
nafnið Glitský sem hann átti þar
til hann ákvað sjálfur að hætta
vegna veikinda.
Útför hans fer fram frá
Stykkishólmskirkju í dag, 13.
september 2019, klukkan 14.
Faðir minn var lærður klæð-
skeri – byggði hús – kenndi
smíðar og grunnteikningu og
smíðaði lítinn spíttbát með fær-
arúllum og mótor – en einnig
smíðaði hann bát sem var bæði
notaður sem fiskibátur og einn-
ig skemmtibátur – það var ekk-
ert mál að sigla honum frá
Reyðarfirði og yfir í Neskaup-
stað – þessi bátur var smíðaður
í bílskúrnum á Mánagötu 10,
Reyðarfirði – það var alltaf
gaman að fá að koma með á sjó.
Hann var góður kennari og
kenndi manni margt sem mun
nýtast í lífinu.
Á sumrin var farið oft í úti-
legur, það var farið inn í sveit
eða upp á Hérað og einnig var
oft farið norður í Mývatnssveit,
þegar hausta tók var farið í
berjamó – það eru til ótal marg-
ar góðar minningar um hann
sem gleymast aldrei.
Þegar Einar Marteinn fædd-
ist og kom í ljós að hann væri
með ADHD sá afi hans um að
kenna honum ýmislegt sem öðr-
um hafði ekki tekist – það voru
sterk tengsl á milli þeirra – og
ég veit að það gleymist aldrei.
Hvíl í friði, faðir minn.
Helga.
Hann var alltaf fyrstur að
bjóða fram aðstoð og þurfti allt-
af að hafa eitthvað fyrir stafni.
Man eftir nokkrum ferðum
þegar við fórum þónokkuð mörg
sumur í sumarfrí til Mývatns.
T.d. einu sinni er við áttum
SAAB ’96 og áður en við fórum
var vélin tekin úr bílnum og öll
yfirfarin enda held ég að það
hafi aldrei bilað neitt í bílnum
en man eftir að það sprakk
nokkum sinnum.
Svo þegar Aðalsteinn Jóns-
son (pabbi mömmu) og pabbi og
að ég held Kristján bróðir
mömmu fundu leið niður í gjá
sem var við hliðina á Grjótagjá
og nefndu gjána Helgugjá.
Þurfti að tína svolítið mikið
grjót til þess að hægt væri að
komast niður í gjána. Reyndar
var hægt að kafa á milli og höfð-
um við gert það áður frá Grjóta-
gjá.
Hann smíðaði tvo báta sjálfur
og fyrri báturinn var 15 feta
hraðbátur smíðaður úr kross-
viðarplötum. Seinni báturinn
var 25 feta snekkja og seinna
lengdi hann hana í 29 fet. Allt
þetta var gert í skúrnum heima
með dyggri aðstoð mömmu.
Eitt dæmi er t.d. er ég fór
með honum að veiða lengst út í
Reyðarfjörð og var þokuslæð-
ingur yfir og vatnsdælan í mót-
ornum bilaði og þurftum við að
róa í land og tók það góðan tíma
en það var mjög erfitt að róa
bátnum. Það var víst búið að
kalla björgunarsveitir út.
Mikla aðstoð fékk ég frá hon-
um er ég var að byggja.
Var ég oft með honum á
handfærum og á ég margar
minningar frá því. T.d. fórum
við í land og náðum okkur í egg
og suðum okkur í matinn.
Hvíl í friði faðir minn.
Valur.
Hann faðir minn var einstak-
ur og ástríkur maður og ég á
endalausar minningar um hann.
Hann var mesti hagleiksmað-
ur sem ég þekki og það var ekk-
ert sem hann virtist ekki kunna
eða geta og á ég honum flesta
mína verkkunnáttu að þakka,
hann kenndi manni að þolin-
mæði og rétt handtök skipta
öllu máli í öllu sem maður tekur
sér fyrir hendur í lífinu.
Man eftir öllum ferðunum í
skólann eftir kennslu til að gera
klárt fyrir næsta skóladag eða í
viðhald. Hann var klæðskeri að
mennt en kennari, húsvörður,
húsamiður, vélvirki, rafvirki,
málari, arkitekt og svo mætti
lengi telja, þó svo hann væri
sjálfmenntaður í flestu. Hann
var ávallt tilbúinn að aðstoða
alla þá sem leituðu til hans og
meðal annars smíðaði að
minnsta kosti þrjú hús sem ég
man eftir, kirkjubekki fyrir
kirkjuna á Reyðarfirði, innrétt-
ingar fyrir einhverja og hitt og
þetta.
En mesta meistaraverkið
sem hann gerði var sennilega
snekkjan sem hann smíðaði inni
í bílskúr: Glitský SU 125, sem
mig minnir að hafi átt að vera
sumarbústaður á floti en endaði
sem einn flottasti tréfiskibátur
sem hefur verið smíðaður á Ís-
landi og var tekið eftir hvar sem
hann sást. Flestum sumrum í
minni æsku eyddi ég með hon-
um á sjó, við veiðar á bátnum og
annað sem tilheyrði útgerðinni
og bý ég enn að þeirri reynslu.
Mörgum stundum eyddi mað-
ur með honum úti í skúr að
skrúfa, pússa spýtur, laga bíla,
smíða og eitthvað sem þurfti að
gera og af nógu var að taka því
hann gat endalaust fundið upp á
einhverju sem þurfti að dytta að
og gerði alveg fram að lokum.
Hann gat aldrei setið aðgerða-
laus og þegar hann kom í heim-
sókn var nóg fyrir hann að sjá
pensil og málningu, þá var hann
þotinn út að bera á og fékkst
varla inn í mat, sem var lýsandi
fyrir hvernig persóna hann var.
Hann kenndi manni að keyra
löngu áður en lög leyfðu og
rétta meðhöndlun vopna við
veiðar og voru ófáir veiðitúrarn-
ir sem við fórum saman til
fuglaveiða.
Svo á efri árum eftir að hann
hætti á sjó fóru foreldrar mínir
að ferðast meira og keyptu sér
húsbíl og hafði hann mikla
ánægu af þeim ferðum og voru
ófáar ferðirnar sem við fórum
saman í útilegu vítt og breitt.
Við talmissinn eftir heilablóð-
fallið virtist hann draga sig inn í
skel en með endalausum dugn-
aði móður minnar við að reyna
að kenna honum og draga hann
með í húsbílaútilegur og aðra
mannfagnaði virtist hann smám
saman sætta sig við orðinn hlut
og taka gleði sína á ný og varð
allt annar og félagslyndari.
Með tár í augum kveð ég föð-
ur minn þar sem ég hugsa til
allra þeirra tíma sem við eydd-
um saman í gegnum lífið og
minninganna sem koma upp
þegar ég skrifa þetta.
Hvíl í friði, pabbi minn.
Grétar.
Mig langar að þakka þér fyrir
allar stundirnar sem við áttum
saman – Ég hlakkaði alltaf til
þegar ég fékk að vera bílstjóri
fyrir ykkur ömmu – þegar farið
var í húsbílaferðalögin – Þú
varst alltaf góður maður og mér
þykir vænt um þig – en núna
verð ég að passa ömmu fyrir þig
– takk fyrir allt – hvíl í friði,
elsku afi minn.
Einar Marteinn.
Við Hanna færum Marteini
okkar Elíassyni hugumheila
hinztu þökk við leiðarlok. Ein-
lægari og hugprúðari drengur
var vandfundinn og yljuð vin-
áttu góðri er þökkin fyrir ára-
tuga samfylgd sem verður ætíð
ómetanleg í mínum huga. Hug-
ljúfar myndir birtast ein af ann-
arri þegar litið er langt til baka,
allt til bjartra bernskustunda,
svo langt er um liðið frá fyrstu
samverustundum okkar Mar-
teins, míns kæra vinar og félaga
og það birtir í hugans heimum,
alltaf eins ljúft og gefandi að
leita þangað. Hann Marteinn
var bróðir hennar Gunnu minn-
ar hjartkæru og það rifjast upp
minningarmyndir ein af ann-
arri, vinhlýjar og vermandi um
leið. Þessi vaski jafnaldri minn
vakti þegar athygli allra, hversu
mikill völundur hann var sam-
hliða ágætri greind. Það var al-
veg ljóst að hann gat úr mörgu
valið, hann tók ungur að nema
klæðskeraiðn og þótti einstak-
lega smekkvís og um leið var
hann hinn ágæti smiður sem allt
lék í höndunum á, harðduglegur
og einstaklega velvirkur. En
fram skyldi haldið og þar var
Marteinn svo sannarlega fram-
sýnn og valdi hvert tækifæri
sem gafst til að þroska huga og
hönd. Hans gjöfula gæfuspor í
lífinu var þegar þau sæmdar-
hjón Helga og hann hófu að
stíga lífsdansinn saman, þar var
ekkert feilspor stigið, ætíð sam-
huga svo sem bezt varð á kosið.
Hvarvetna þótti Marteinn
hinn gjöfulasti til samfylgdar í
hverju því sem hann kom að,
vinsæll og vel metinn af öllum
er fengu honum kynnst. Smíð-
arnar lágu einstaklega vel fyrir
honum sem bezt kom í ljós þeg-
ar hann var ráðinn hand-
menntakennari og hann varð
hinn farsælasti leiðbeinandi og
um leið félagi nemenda, náði til
þeirra með ljúfri lund, góðum
og réttlátum aga og vissri sköp-
unargleði. Hann var drátthagur
hið bezta, þar réði hin leikandi
list. Þóroddur sonur okkar, sem
var bæði nemandi hans og
skólastjóri, telur hann hafa haft
þessa eiginleika sem prýða
máttu leiðsögn alla, laðaði þann-
ig fram hið bezta. Marteinn var
líka afar félagslega hugsandi
enda var hann einn þeirra
fyrstu er ég fékk til liðs við mig
í framboð í fyrstu kosningum
heima og hann þar liðsmaður
góður og þau hjón svo bæði. Það
var undurgott að vinna með
þeim, því hin félagslegu sjón-
armið voru þar alltaf efst á
baugi og unnið eftir þeim. Mar-
teinn var býsna glettinn og orð-
heppni hans oft einstök, þar var
aldrei að tómum kofum komið.
Þau Helga eignuðust fjögur
ljómandi börn sem sóttu ein-
kenni góð til foreldranna, hið
farsælasta fólk í alla staði.
Birturík verður minningin kær-
ust um hann Martein í þakk-
látum huga, allt frá leikjum á
hlaðinu í Seljateigi til samfylgd-
ar alla tíð. Þar bar aldrei
skugga á og þrátt fyrir erfitt
áfall á lífsgöngunni þá var hann
Marteinn alltaf sami hugljúfi
drengurinn, þar sem hún Helga
hans á yndislega gefandi sögu.
Henni, börnunum og aðstand-
endum öðrum sendum við
Hanna einlægar samúðarkveðj-
ur.
Við Hanna geymum hinar
mörgu ljúfu stundir með þeim
hjónum í hjarta okkar. Blessuð
sé heiðbjört minning Marteins
Elíassonar.
Helgi Seljan.
Marteinn Elíasson
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
✝ Ásgeir Karlssonfæddist í
Reykjavík 2. mars
1934. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu 6. sept-
ember 2019.
Foreldrar hans
voru Guðrún Sigríð-
ur Þorsteinsdóttir, f.
á Ormsstöðum í
Grímsneshreppi
12.9. 1898, d. 10.7.
1970, og Karl Haraldur Óskar
Þórhallason, f. í Reykjavík 25.2.
1896, d. 11.3. 1974.
Ásgeir var einn af níu systk-
inum. Systkini Ásgeirs eru Har-
aldur, Þórhalla, Guðrún, Sigríð-
ur, Kristín, Hjördís, Fjóla og
Þórdís.
Ásgeir kvæntist eiginkonu
sinni ungur að árum og saman
áttu þau átta börn. Leiðir þeirra
skildi árið 1972.
uðust saman soninn Ásgeir Magn-
ús, f. 1974, maki Jóhanna Harðar-
dóttir, þau eiga fjögur börn.
Ásgeir var húsasmíðameistari
og vann við húsbyggingar til
margra ára. Hann var mikill
framkvæmdamaður. Hann vann
mikið alla sína tíð eða þar til ellin
sótti að. Hann hafði gaman af vís-
um og að kveðast á. Ásgeir hafði
yndi af söng og hafði kraftmikla
tenórrödd. Hann stundaði dag-
lega sund í Sundhöll Reykjavíkur.
Þegar þreytan fór að segja til
sín þá skipti Ásgeir um starf og
fór að keyra leigubíl hjá Hreyfli
og vann við það í u.þ.b. 20 ár. Ás-
geir hélt þó áfram í fasteigna-
viðskiptum fram til ársins 2003.
Árið 2004 flutti Ásgeir að Dvalar-
heimilinu Felli og bjó þar lengst
af eða fram til ársins 2017, þá
flutti hann á Hjúkrunarheimilið
Hrafnistu í Reykjavík.
Útför Ásgeirs fer fram frá Bú-
staðakirkju í dag, 13. september
2019, klukkan 11. Ásgeir verður
jarðsettur í gamla Fossvogs-
kirkjugarði.
Börn þeirra eru:
Randý, f. 1953,
maki Jón Sigurðs-
son. þau eiga tvö
börn. Guðbrandur
Ívar, f. 1956, frá-
skilinn, á þrjú börn
börn. Rut Bech, f.
1957, maki Arnar
Geirdal, þau eiga
þrjú börn. Hjördís
Bech, f. 1960, maki
Guðni Birgir
Sigurðsson, þau eiga fimm börn.
Þórdís, f. 1961, maki Steinar
Helgason, þau eiga fimm börn.
Karl Þórhalli, f. 1962, fráskilinn,
hann á fjögur börn. Sigríður
Bech, f. 1963, fráskilin, á þrjú
börn. Jóhanna Bech, f. 1964, hún
á tvö börn.
Ásgeir kynntist Maggý Stellu
Sigurðardóttur árið 1973 og hófu
þau sambúð sama ár, sambandi
þeirra lauk árið 1977. Þau eign-
Þegar ég heyri sagarhljóð og
finn ilminn af timbri vaknar barn-
ið í mér og ég hugsa um pabba
minn, Ásgeir Karlsson, en hann
var með smíðaverkstæði bak við
húsið sem við bjuggum í á Njáls-
götunni.
Hann var hörkuduglegur mað-
ur, vandvirkur og stórhuga og
þegar ég var lítil reisti hann
fyrstu blokkina í Kópavogi.
Ég sé hann stundum fyrir mér
með hamar í annarri hendinni og
nagla í hinni en það að eiga húsa-
smið sem föður vakti snemma vit-
und mína um það hvað þyrfti til að
koma þaki yfir höfuðið og sex ára
gömul ákvað ég að fara að heim-
an, tók Ívar bróður minn með og
Guðrúnu frænku mína með það í
huga að byggja hús fyrir okkur.
Til verksins þurfti verkfærin
hans pabba og tróðum við nöglum
í vasana, tókum sög, hamar, lóð-
bretti og annað smálegt til hand-
argagns og héldum af stað sem
leið lá frá Njálsgötunni og í
Árbæinn til ömmu og afa en þau
áttu stórt hesthús sem stafaði
töfrum af og í kringum húsið
þeirra voru víðáttumiklar ekrur,
svona í barnshuganum, tilvaldar
til húsbygginga.
Ferðalagið gekk vel í fyrstu en
því lengra sem leið á það, þeim
mun þyngri urðu verkfærin og til-
vonandi húsasmíð minna og
minna lokkandi.
Í því ljósi verður skiljanlegra
að þegar við komum að Land-
símahúsinu við Suðurlandsbraut
hentum við verkfærunum út í
skurð sem lá meðfram veginum
og héldum áfram ferðinni, öllu
léttstígari.
Á þessum árum fór lítið fyrir
malbiki eða gangbrautum en fyrir
litla ofurhuga eru holóttir vegir
og troðningar með viðeigandi
drullupollum gleðigjafar.
Þannig ösluðum við forina á
leiðarenda, þar sem amma og afi
tóku á móti okkur með svipbrigð-
um sem í minningunni segja að
við höfum varanlega eyðilagt
ímynd barnabarna í huga þeirra.
Trúlega var hafin leit að okkur
þar sem pabbi virtist kominn
andartaki eftir að við komum í
hús. Þá hófst bílferð til að leita að
góssinu sem við höfðum kastað í
skurðinn en við bárum auðvitað
ekki skynbragð á verðmæti þess.
Gott er að geta haft fá orð um
verkfærin sem fundust ekki.
Pabbi hallaðist snemma að hin-
um gullnu veigum en hvernig svo
sem það var eða varð hafði það lít-
il áhrif á athafnasemi hans eða
störf.
Hann reisti hús eða gerði þau
upp af miklum krafti en að verk-
lokum mátti búast við að hann
héldi upp á þau með viðeigandi
brjóstbirtu.
Eins og hjá svo mörgum sem
lúta söngvatninu brustu
fjölskylduböndin og varð hann til-
tölulega ungur einbúi. Reyndar
var hann einfari í hversdeginum
en átti þó í áratugi góðan vin í
Þorvaldi Sigurbjarnar heitnum,
en fráfall hans snart pabba djúpt.
Snemma kom Þórdís Karls,
systir hans, sterk inn líf hans en
ég tel að engin manneskja hafi
verið stærri þar en hún.
Til hennar fór hann þegar hann
varð einn og bjó hjá henni og
Begga hennar um tíma. Hjá henni
átti hann alla hátíðisdaga og
sunnudaga meðan þrek og heilsa
entust. Ef hún gat lagt honum lið
eða hlýjað á einhvern hátt gerði
hún það. Sú blíða gleymist aldrei.
Og síðan erum það við, ég og
pabbi minn en það sem hann gaf
mér var ómetanlegt. Ég var stelp-
an hans og hann elskaði mig.
Edith Randý Ásgeirsdóttir.
Þá er komið að kveðjustund,
eina ferðina enn. Það týnist úr
hópnum.
Við vorum níu systkinin en
erum nú aðeins þrjár systurnar,
eftir að bróðir okkar kær féll frá.
Þegar maður lítur til baka er
ótrúlegt hvað tíminn hefur liðið
hratt. Það var oft mikið fjör á
heimili okkar og margs að minn-
ast.
Ásgeir var rúmum fjórum ár-
um eldri en ég og við vorum mjög
náin. Honum fannst hann eiga
mig, litlu systur sína.
Einhverju sinni var Geiri
ásamt leikfélögum í fimmaurah-
arki og vantaði fimmeyring, þá
voru góð ráð dýr og leitaði hann
til elstu systur okkar og bað hana
um pening.
Það vildi hún en setti þó skil-
yrði – „þú verður að eftirláta mér
hana Þórdísi“, sem hann sam-
þykkti. Þar með var ég seld. Það
er gaman að rifja upp svona
minningar.
Það kom fljótt fram hvað Geiri
var flinkur með hamar og sög og
var hann aðeins þrettán ára gam-
all þegar hann smíðaði dúkkuhús
handa mér sem var mikið í lagt,
með gluggum, hurð og lyftanlegu
þaki sem hann síðan fyllti af hús-
gögnum og gaf mér í jólagjöf.
Átján ára kynntist hann Klöru
sem varð síðar kona hans en 19
ára eignuðust þau sitt fyrsta
barn, síðan kom annað og fljót-
lega það þriðja. Þá liðu um þrjú ár
og var allt sett á fullt og fimm
börn fæddust á fimm árum. Af-
rekuðu þau þetta allt fyrir þrí-
tugt.
Í mörg ár komu þau hjónin
með allan hópinn til okkar á gaml-
árskvöld. Þá var nú mikið fjör.
Því er nú verr og miður en á
þessum árum kynntist hann
Bakkusi sem breytti lífi hans og
fjölskyldunnar. Hjónabandið fór
að gliðna og endaði með skilnaði.
Það var nú ansi ruglingslegt í
kringum hann þá. Hann kynntist
Stellu og bjó með henni um tíma.
Þar bættist við eitt barn. Þar voru
börnin orðin níu.
Geiri var hjá okkur hjónunum
meðan hann var að ná áttum á
þessum tíma. Hann hefur alla tíð
verið duglegur að vinna, þar var
hann hamhleypa.
Við höfum alla tíð verið í góðu
sambandi og var hann hátíðar- og
tyllidaga á heimili okkar hjóna.
Eftir að hann fór á hjúkrunar-
heimili sótti Beggi hann sam-
viskusamlega á sunnudögum og
áttum við góðar stundir gegnum
árin. Alltaf fannst honum jafn
gaman að koma með okkur í
Grímsnesið til Gunnu systur
okkar.
Ekki bjóst ég við því að ég væri
að sjá hann í síðasta skipti þegar
við nöfnur komum til hans á
fimmtudeginum, að hann myndi
kveðja daginn eftir.
Ég kveð þig kæri bróðir.
Megi allar góðar vættir vaka
yfir þér. Þín systir
Þórdís.
Elsku Ásgeir.
Nú kveðjum við þig, kæri
frændi. Takk fyrir að vera hluti af
okkar stóru fjölskyldu. Þú varst
alltaf glaður og kátur þegar þú
kíktir við hjá elsku mömmu þegar
þið systkinin bjugguð bæði á
Hrafnistu. Það er sárt að þurfa að
kveðja, en við gleðjumst á sama
tíma yfir góðum stundum sem við
áttum öll saman.
Nú er Ásgeir ekki lengur með-
al okkar hér á jörð en minningin
lifir um góðan dreng og glaðar
stundir, minningin sem við mun-
um ætíð geyma.
Hvíl þú í friði, kæri frændi.
Elfa Dís Austmann
og Berglind Ólafsdóttir.
Ásgeir Karlsson