Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 23
DÆGRADVÖL 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
STOFNAÐ 1956
Glæsileg íslensk
hönnun og smíði
á skrifstofuna
Bæjarlind 8–10
201 Kópavogur
Sími 510 7300
www.ag.is
ag@ag.is
Fyrir Á. Guðmundsson starfa íslenskir, vel menntaðir
arkitektar sem hafa þróað húsgögn og hönnunargripi
sem skapa notalegt andrúmsloft. Hver hlutur ber einkenni
klassískrar hönnunar en er einnig fallegur smíðisgripur sem
er þægilegt að nota og sómir sér vel á skrifstofunni.
„ERTU ORÐINN GLEYMINN – EÐA VAR
ÉG KANNSKI BÚINN AÐ SPYRJA ÞIG AÐ
ÞESSU?”
„ERTU TIL Í AÐ VERA EKKI AÐ GALA
„HNETUR TIL SÖLU” Á MEÐAN VERIÐ ER
AÐ RÉTTA?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að elda uppáhalds-
matinn hennar.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
HVAÐAN KOMA
KJÚKLINGAVÆNGIR?
ÚR
OFNINUM
EKKI AF
KJÚKLINGUM?
EIGA KJÚLLAR
OFNA?
VIÐ SKULUM EKKI RÆÐA
EIGINMENNINA Í DAG!
ALLT Í LAGI!
ÞAÐ VORU MOLDARFÖR EFTIR
HRÓLF ÚTI UM ALLT HÚS! LARS
HELLTI VÍNI Á SÓFANN!
ÞETTA
HÆTTIR
EKKI!
ÉG VEIT
EKKI
HVAÐ
ÉG Á AÐ
GERA
VIÐ
HANN!
HANN
GERIR MIG
BRJÁLAÐA!
ÞAÐ ER EITTHVAÐ AÐ HONUM …
þeirra eru: Sólveig Kristjana, f. 26.
apríl 2012 og Inga Lára, f. 23. júní
2015. Þau búa á Seltjarnarnesi, 3)
Páll Ásgeir Torfason, f. 27. júlí
1990, deildarstjóri við Háskóla Ís-
lands, maki hans er Aðalheiður
Einarsdóttir, f. 15. nóvember 1990,
nemi í talmeinafræði. Þau búa í
Reykjavík.
Systkini Sólveigar: 1) Dóra Páls-
dóttir, f. 29. júní 1947, d. 17. sept-
ember 2016, kennari í Reykjavík;
Tryggvi Pálsson, f. 28. febrúar
1949, hagfræðingur og fv. banka-
stjóri í Reykjavík; Herdís Páls-
dóttir, f. 9. ágúst 1950, sérkennslu-
fræðingur í Noregi; Ásgeir
Pálsson, f. 23. október 1951, fram-
kvæmdastjóri hjá Isavia, búsettur
í Mosfellsbæ.
Foreldrar Sólveigar voru hjónin
Páll Ásgeir Tryggvason, f. 19.
febrúar 1922, d. 1. september 2011,
sendiherra, og Björg Ásgeirs-
dóttir, f. 22. febrúar 1925, d. 7.
ágúst 1996, húsmóðir og sendi-
herrafrú. Þau voru síðast búsett í
Reykjavík.
Sólveig
Pálsdóttir
Björg Ásgeirsdóttir
sendiherrafrú
Ásgeir Ásgeirsson
forseti Íslands
Jensína Björg Matthíasdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ásgeir Eyþórsson
kaupmaður í Reykjavík
Herdís Tryggvadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Herdís Þorgeirsdóttir
doktor í lögum
Sigríður Þorgeirsdóttir
prófessor í heimspeki
Valgerður Jónsdóttir
biskupsfrú í Reykjavík
Þórhallur Bjarnarson
biskup í Reykjavík
Dóra Þórhallsdóttir
forsetafrú
Tryggvi Þórhallsson
forsætisráðherra
Þórhallur Tryggvason
bankastjóri
Þóra Ellen Þórhallsdóttir
prófessor
Ragnar Ásgeirsson
garðyrkju-
ráðunautur í
Reykjavík
Eva
Ragnarsdóttir
kennari í
Reykjavík
Páll Torfi
Önundarson
læknir og
prófessor í
Reykjavík
Þórhallur Ásgeirsson
ráðuneytisstjóri í
Reykjavík
Ragna Þórhallsdóttir
deildarstjóri hjá
skrifstofu forseta
Íslands
Vala Ásgeirsdóttir
Thoroddsen húsfreyja
í Reykjavík
Dóra Thoroddsen
bókasafnsfræðingur
María Kristín
Thoroddsen kennari
Rannveig Sigurðardóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ásgeir Þorsteinsson
skipstjóri í Reykjavík
Herdís Ásgeirsdóttir
húsfreyja og félagsmálafrömuður
Tryggvi Ófeigsson
útgerðarmaður í Reykjavík
Jóhanna G. Frímannsdóttir
húsfreyja í Ráðagerði
Ófeigur Ófeigsson
bóndi og sjómaður í Ráðagerði í Leiru
Úr frændgarði Sólveigar Pálsdóttur
Páll Ásgeir Tryggvason
sendiherra
Arnljótur Björnsson
hæstaréttardómari
Edda Arnljótsdóttir leikkona
Þórdís Arnljótsdóttir
fréttamaður og leikkona
Þórdís Ófeigsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Ég átti leið upp á Skólavörðu-holtið og hitti karlinn á
Laugaveginum. Hann var daufur í
dálkinn og sagðist hafa gripið í
tómt en fengið skilaboð frá kerling-
unni. – „Illa er nú komið fyrir mér,“
sagði hún:
Nú finnst mér sem fætur logi
og friðleysið í mig togi,
það lúði hver sér
að leiðist nú mér
lokuð hér inni á Vogi.
Hvar er mitt romm og retta,
regnkápan stutta og létta
og kæri minn hér
karlinn sem er
klár bæði í hitt og þetta?
Að svo mæltu hnykkti hann höfð-
inu afturábak til vinstri og kvað
með jöfnum áherslum:
Á Vogi þeir vist daufa hafa
og vitaskuld nauðugir lafa.
Mín kerling er þar
eins og hvert annað skar
og sýpur á ávaxtasafa.
Og staulaðist inn í Hallgríms-
kirkju til að biðjast fyrir sem ann-
ars er ólíkt honum.
Helgi R. Einarsson skrifaði mér
gott bréf, þaðan sem hann var að
koma úr gönguferð um Suður-Tíról
frá 1. til 8. september og sendi mér
limrur. Og hér er sú fyrsta, – „Í
flugvélinni, örsaga“:
Núna eins og er
er ég staddur hér,
næst rölti um
í Ölpunum
og aftur heim svo fer.
En ekki fór betur en svo að far-
angurinn skilaði sér ekki fyrr en
eftir klukkustundar bið:
Í Bændaferðum er brýnt
að brosa og einnig er fínt
að þakka það
á þessum stað
að týnt er ei lengur týnt.
Ólafur Ragnar Grímsson hefur
mjög látið málefni norðurslóða til
sín taka og er í senn hressandi og
upplýsandi að hlusta á hann fjalla
um þau mál og ber að þakka þá for-
ystu sem hann hefur tekið í þeim.
Ekki hefur þetta farið framhjá hag-
yrðingum á Boðnarmiði. Gunnar J.
Straumland yrkir:
Úr Ólafi getur ennþá ræst,
við eigum hann nú til góða,
kannski við ættum að kjós‘ann næst
keisara norðurslóða.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af kerlingunni, karlinum
og keisara norðurslóða