Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 24
SELFOSS
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Selfyssingar eru í nýrri stöðu í hand-
boltanum að því leyti að þeir mæta
nú til leiks á Íslandsmótinu sem Ís-
landsmeistarar. Hornamaðurinn
Hergeir Grímsson var í stóru hlut-
verki hjá Selfyssingum í fyrra og
segist ekki finna fyrir meiri vænt-
ingum en áður nema síður sé.
„Mér finnst eins og væntingarnar
til okkar séu svipaðar og síðustu ár-
in. Mér heyrist að staða okkar í
spám sé alveg eins og í fyrra og árið
áður. Ekki eru gerðar miklar vænt-
ingar til okkar enda er Elli (Elvar
Örn Jónsson) farinn. Það er auðvitað
mikil breyting og allir aðrir þurfa að
taka eitt skref fram á við. Ekki er
því mikil pressa sett á okkur sem er
bara fínt.“
Faðir Hergeirs, Grímur Hergeirs-
son, er nú tekinn við stjórnartaum-
unum. „Hann var áður aðstoðar-
þjálfari Patta (Patreks Jóhannes-
sonar) þessi tvö ár sem Patti var
hérna. Segja má að sama formúla sé
varðandi leikstílinn. Við vorum með
mörg varnarafbrigði og breyttum
oft í leikjum. Við erum með mörg
leikkerfi og eigum margar útfærslur
sem hægt er að grípa í. Við erum að
gera svipaða hluti og í fyrra en auð-
vitað er það erfiðara í ljósi þess að
Elli var einn besti leikmaður deild-
arinnar bæði í sókn og vörn,“ út-
skýrði Hergeir.
Öflugir menn meiddir
Tveir mikilvægir leikmenn í liðinu
eru á sjúkralistanum um þessar
mundir. Skyttan Einar Sverrisson
verður tæplega með fyrir áramót og
varnarjaxlinn Sverrir Pálsson gæti
misst af öllu tímabilinu vegna kross-
bandsslits.
„Við fengum skell fyrir ekki svo
löngu varðandi Sverri. Þetta er
náttúrlega hundleiðinlegt fyrir
hann. Þetta býður upp á meiri leik-
tíma í vörninni fyrir Tryggva Þóris
sem er 17 ára gamall og tveir metr-
ar. Varðandi Einar þá kemur hann
bara vonandi inn í þetta sem fyrst.“
Hergeir á ekki von á því að and-
stæðingarnir mæti Selfyssingum
með öðru hugarfari en áður nú þeg-
ar Selfoss er meistaralið. „Ég held
ekki. Við náðum 2. sæti á fyrra
tímabilinu hjá Patta og þá fóru
menn að mæta okkur af meiri al-
vöru. Í fyrra voru flestir leikir
hörkuleikir. Væntanlega vilja allir
vinna Íslandsmeistarana en ég á
von á hörkuleikjum eins og í fyrra,“
sagði Hergeir og hann er spenntur
fyrir vetrinum.
Þvílíkt skemmtilegur leikur
„Við spiluðum á móti FH í gær (á
miðvikudag) og það var þvílíkt
skemmtilegur leikur og góð stemn-
ing. Ég er bara mjög spenntur fyrir
tímabilinu. Mér finnst lið okkar
vera mjög skemmtilegt. Mörg lið
eru svipuð að getu sýnist mér en
það á eftir að koma betur í ljós því
það fóru nokkuð margir leikmenn til
útlanda. Sumir hverjir lykilmenn í
sínum liðum. Þrátt fyrir það þá
finnst mér útlitið vera gott fyrir
deildina,“ sagði Hergeir Grímsson í
samtali við Morgunblaðið í gær en
hann skoraði 4 mörk í fyrsta leikn-
um gegn FH í Kaplakrikanum.
Skörð sem
þarf að fylla
á Selfossi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fyrirliðinn Hergeir Grímsson í fyrstu umferðinni á móti FH í Kaplakrika
þar sem Selfyssingar hófu Íslandsmótið með góðum útisigri.
Elvar Örn fór til Danmerkur
Einar og Sverrir á sjúkralistanum
24 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Einar Sverrisson (meiddur)
Haukur Þrastarson
Ísak Gústafsson
Magnús Öder Einarsson
Nökkvi Dan Elliðason
Reynir Freyr Sveinsson
Sverrir Pálsson (meiddur)
Vilhelm Steindórsson
Þjálfari: Grímur Hergeirsson.
Aðstoðarþjálfari: Örn Þrast-
arson.
Árangur 2018-19: 2. sæti og Ís-
landsmeistaratitill.
Íslandsmeistari: 2019.
Bikarmeistari: Aldrei.
Selfoss sigraði FH á útivelli,
32:30, í fyrstu umferð Olís-
deildarinnar í fyrrakvöld.
MARKVERÐIR:
Alexander Hrafnkelsson
Einar Baldvin Baldvinsson
Sölvi Ólafsson
HORNAMENN:
Alexander Már Egan
Guðjón Baldur Ómarsson
Hannes Höskuldsson
Hergeir Grímsson
Richard Sæþór Sigurðsson
LÍNUMENN:
Atli Ævar Ingólfsson
Guðni Ingvarsson
Tryggvi Þórisson
ÚTISPILARAR:
Ari Sverrir Magnússon
Árni Steinn Steinþórsson
Lið Selfoss 2019-20
KOMNIR
Einar Baldvin Baldvinsson frá Val (lán)
Magnús Öder Einarsson frá Gróttu
FARNIR
Elvar Örn Jónsson í Skjern
(Danmörku)
Pawel Kiepulski í Wybrzeze Gdansk
(Póllandi)
Breytingar á liði Selfoss
Selfyssingar verða í baráttunni um þriðja til
sjötta sæti í deildinni.
Minni breidd en í fyrra vegna meiðsla en ungir
leikmenn á Selfossi eru vanir að fylla skörð.
Ef stemningin er góð þá koma þeir á óvart í
úrslitakeppninni.
Áhugavert: Hvert fer Haukur Þrastarson
eftir tímabilið?
Sebastian Alexandersson
um Selfyssinga
HANDBOLTI
Þýskaland
RN Löwen – Balingen......................... 37:26
Alexander Petersson skoraði ekki fyrir
Löwen. Kristján Andrésson þjálfar liðið.
Oddur Gretarsson skoraði 4 mörk fyrir
Balingen.
Kiel – Flensburg .................................. 28:24
Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði ekki
fyrir Kiel.
Danmörk
Aarhus – Aalborg ................................ 28:31
Janus Daði Smárason skoraði þrjú mörk
fyrir Aalborg en Ómar Ingi Magnússon lék
ekki með vegna meiðsla. Arnór Atlason er
aðstoðarþjálfari liðsins.
Rúnar Arnórsson úr Keili er efstur
af Íslendingunum sex sem taka þátt á
1. stigs úrtökumóti fyrir Evrópumóta-
röð karla í golfi sem haldið er í
Fleesensee í Þýskalandi. Þriðji
hringurinn af fjórum var spilaður í gær
og eftir hann er Rúnar í 9. sæti, sjö
höggum undir pari. Axel Bóasson og
Bjarki Pétursson eru jafnir í 19. sæti á
fimm höggum undir pari og Andri Þór
Björnsson er í 21. sæti á fjórum högg-
um undir pari. Ragnar Már Garðars-
son er í 36. sæti á einu höggi undir
pari en Aron Snær Júlíusson er úr
leik.
Íslandsmeistarinn Guðrún Brá
Björgvinsdóttir lék fyrsta hringinn á
WPGA-meistaramótinu á LET Access-
mótaröðinni í golfi á einu höggi yfir
pari í gær. Guðrún Brá fékk þrjá fugla,
tvo skolla og einn skramba og er í 24.-
38. sæti en leiknir verða þrír hringir á
Stoke by Nayland-vellinum á Englandi.
Mótið er 14. mótið á LLET Access-
mótaröðinni hjá Guðrúnu Brá, sem er í
45. sæti á stigalista mótaraðarinnar.
Eitt
ogannað