Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
að leikmannahópurinn okkar lítur
mjög vel út.“
Garðar man vel eftir árinu 2012
þegar HK varð Íslandsmeistari en
hann segir tíma til kominn að félagið
fari að horfa fram á veginn á nýjan
leik.
„Minningin um Íslandsmeistara-
titilinn 2012 er hrikalega góð og þá
var maður kannski meira í kringum
liðið frekar en að vera að spila. Þetta
er tilfinning sem maður mun aldrei
gleyma enda ekki á hverjum degi
sem liðið manns verður Íslands-
meistari. Undanfarin ár hefur þetta
verið upp og niður hjá félaginu. Við
vorum auðvitað með fáránlega
sterkt lið þegar við urðum meistarar
en eftir það tímabil fóru margir
sterkir póstar. Við misstum svo fleiri
sterka pósta í framhaldinu af því og
það voru í raun engir ungir leikmenn
til þess að fylla í þessi skörð á þeim
tíma. Þetta var ákveðið kynslóðabil
þarna en við erum komnir aftur á
rétta braut núna og getum farið að
horfa upp á við á nýjan leik. Ég tel
að það séu bjartir tímar fram undan
í Kópavogi.“
Fyrirliðinn ítrekar að markmiðið í
vetur sé fyrst og fremst að tryggja
úrvalsdeildarsætið.
„Við erum vissulega með unga
leikmenn og það má alveg segja sem
svo að sviðið sé þeirra núna. Það eru
miklir hæfileikar í hópnum og þeir
eru fullfærir um að sýna það í vetur
að þeir eru hörkugóðir handbolta-
menn. Við erum búnir að fara vel yf-
ir veturinn og hvað við viljum afreka
en markmið númer eitt, tvö og þrjú
hjá okkur er auðvitað að sanna okk-
ur í þessari deild. Markmiðið fyrir
komandi tímabil er þess vegna fyrst
og fremst að halda okkur í deildinni
og þegar það er tryggt getum við
mögulega farið að horfa eitthvað upp
fyrir okkur,“ sagði Garðar í samtali
við Morgunblaðið.
Bjartir tímar
fram undan
í Kópavogi
Morgunblaðið/Hari
Efnilegur Blær Hinriksson er aðeins 17 ára gamall en var í stóru hlutverki
hjá HK síðasta vetur og hann gerði átta mörk gegn Haukum í fyrrakvöld.
Garðar segir að markmið nýliðanna
sé fyrst og fremst að tryggja sætið
HK
Bjarni Helgason
bjarnih@mbl.is
Garðar Svansson, leikmaður HK í
handknattleik, er spenntur fyrir
komandi tímabili með nýliðunum í
efstu deild en HK lék síðast í úrvals-
deildinni tímabilið 2014-15. Garðar
var 21 árs gamall þegar HK varð Ís-
landsmeistari í fyrsta og eina sinn en
liðið hefur verið í hálfgerðri lægð
síðan. HK er spáð 11. sæti og falli úr
deildinni af fyrirliðum og þjálfurum
deildarinnar.
„Það eru komin fjögur ár síðan
HK lék síðast í efstu deild og stemn-
ingin fyrir tímabilinu í Kópavoginum
er því mjög góð. Við erum virkilega
spenntir að fá tækifæri gegn bestu
liðum landsins á nýjan leik og það er
mikil eftirvænting í leikmannahópn-
um. Spá er bara spá þótt það sé allt-
af gaman að þeim en við höfum trú á
okkur og það er okkar að sanna það
núna að við erum komnir til þess að
vera í efstu deild, ekki til þess að
falla úr henni næsta vor.“
Góð blanda í hópnum
Þó nokkrar breytingar hafa orðið
á leikmannahópi liðsins í sumar þótt
kjarni liðsins sé sá sami og á síðustu
leiktíð.
„Ég tel að þær breytingar sem
hafa orðið á leikmannahópnum í
sumar séu af hinu góða. Við erum
vissulega búnir að bæta við okkur
ungum leikmönnum en að sama
skapi eru þeir allir mjög sterkir og
hæfileikaríkir. Þá koma þeir Pétur
Árni og Davíð báðir inn með mikla
reynslu sem mun hjálpa okkur í bar-
áttunni sem fram undan er. Kjarn-
inn í leikmannahópnum var góður
fyrir og strákar eins og Blær og Ei-
ríkur eru sem dæmi báðir mjög góð-
ir leikmenn, þótt ungir séu, þannig
MARKVERÐIR:
Davíð Svansson
Stefán Huldar Stefánsson
HORNAMENN:
Kristófer Dagur Sigurðsson
Símon Michael Guðjónsson
Þorgeir Bjarki Davíðsson
Sigurvin Jarl Ármannsson
LÍNUMENN:
Eiríkur Guðni Þórarinsson
Kristján Ottó Hjálmsson
Grétar Áki Andersen
ÚTISPILARAR:
Ágúst Ingi Óskarsson
Ásmundur Atlason
Bjarki Finnbogason
Blær Hinriksson
Garðar Svansson
Kristófer Andri Daðason
Pálmi Fannar Sigurðsson
Pétur Árni Hauksson
Þjálfari: Elías Már Halldórsson.
Aðstoðarþjálfari: Vilhelm Gauti
Bergsveinsson.
Árangur 2018-19: 6. sæti í 1. deild
og sigur í umspili.
Íslandsmeistari: 2012.
Bikarmeistari: 2003.
HK tapaði 28:24 fyrir Haukum í
fyrstu umferð deildarinnar á Ás-
völlum í fyrrakvöld.
Lið HK 2019-20
KOMNIR
Ásmundur Atlason frá Gróttu
Davíð Svansson frá Molde (Noregi)
Eiríkur Guðni Þórarinsson frá Val
Kristján Ottó Hjálmsson frá Haukum
(úr láni)
Kristófer Andri Daðason frá Víkingi
Pétur Árni Hauksson frá ÍR
Þorgeir Bjarki Davíðsson frá Fram
FARNIR
Elías Björgvin Sigurðsson í Mulheim
(Þýskalandi)
Guðmundur Árni Ólafsson
í Aftureldingu
Ingvar Ingvarsson í Þrótt
Þórður Rafn Guðmundsson hættur
Breytingar á liði HK
HK er með mjög efnilegt lið og með flotta
umgjörð.
Það verður stór áskorun að halda liðinu
í deildinni í vetur.
Stemning og barátta verður að vera vopnið
hjá HK-ingum.
Áhugavert: Hvað gerist hjá þeim EF þeir
falla næsta vor?
Sebastian Alexandersson
um HK
Ég skellti mér í Kaplakrika í
fyrrakvöld og fylgdist þar með
viðureign bikarmeistara FH og
Íslandsmeistara Selfoss í 1. um-
ferð Olísdeildar karla í hand-
bolta.
Þar sá ég hinn 18 ára gamla
Hauk Þrastarson fara algjörlega
á kostum og það var hrein unun
að sjá tilþrif piltsins úr meistara-
liði Selfyssinga.
Haukur er eitt mesta efni í
handboltaheiminum í dag og fé-
lög úti um allan heim keppast nú
við að klófesta strákinn.
Það er ekki spurning hvort
heldur hvenær Haukur heldur út
í atvinnumennskuna. Hann hafði
möguleika á að fara út í sumar
en tók þá skynsamlegu ákvörðun
að mínu mati að taka eitt tímabil
í Olísdeildinni til viðbótar og
undirbúa sig enn betur undir það
að halda út í hinn harða heim at-
vinnumennskunnar.
Það verður gaman að fylgj-
ast með Hauki í framtíðinni.
Hann hefur alla burði til að kom-
ast í fremstu röð og mun á
næstu árum spila stórt hlutverk
með íslenska landsliðinu.
Ég spjallaði við Hauk eftir
flugeldasýningu hans í Krik-
anum. Strákurinn er jarðbundinn
og tók hrósi undirritaðs með stó-
ískri ró.
Hann er einbeittur í því að
halda Selfossliðinu á þeim stalli
sem það er komið á og leggja sitt
af mörkum svo liðið geti barist
um titlana í vetur.
Næsta sumar ætlar hann
svo að taka stóra stökkið og taka
fyrstu skref sín í atvinnumennsk-
unni. Hvort það verður hjá pólska
liðinu Kielce, sem hann skoðaði
aðstæður hjá á dögunum, eða
hjá einhverju liði í þýsku Bundes-
ligunni verður að koma í ljós.
BAKVÖRÐUR
Guðmundur
Hilmarsson
gummih@mbl.is
Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • tonastodin.is
Upptöku tækiÞér er í lófa lagið
að taka upp
!