Morgunblaðið - 13.09.2019, Side 27
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 2019
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
SANGSIN gæðavara frá Kóreu
BREMSU
VÖRUR
í flestar gerðir bíla
FRJÁLSAR
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Ásdís Hjálmsdóttir er orðin hand-
hafi tveggja Íslandsmeta í frjáls-
íþróttum. Hún hefur verið þekkt-
ust sem besti spjótkastari Íslands í
kvennaflokki um langt árabil, og
fastagestur á stórmótum. Fjórtán
ár eru liðin síðan hún hún náði Ís-
landsmetinu í þeirri grein af Vig-
dísi Guðjónsdóttur og það hefur
hún bætt nokkrum sinnum síðan.
Þar er Íslandsmet hennar 63,43
metrar en það setti hún á móti í
Finnlandi sumarið 2017.
Í gær sló Ásdís hinsvegar 27 ára
gamal Íslandsmet í kúluvarpi
kvenna þegar hún kastaði 16,53
metra á móti í Svíþjóð. Það gerði
hún í fyrstu grein sinni á kast-
þrautarmóti.
Guðbjörg Hanna Gylfadóttir úr
USAH kastaði 16,33 metra á móti í
Starkeville í Bandaríkjunum vorið
1992 og hefur haldið Íslandsmetinu
allar götur síðan.
Ásdís hefur lengi verið með
kúluvarpið sem aukagrein og fyrir
mótið í gær var hún þriðji besti Ís-
lendingurinn í þeirri grein frá upp-
hafi eftir að hafa kastað 16,08
metra fyrir þremur árum. Þá var
hún næstbest á eftir Guðbjörgu en
í vor fór Erna Sóley Gunnars-
dóttir, 19 ára ÍR-ingur, framúr Ás-
dísi og í annað sætið á afreka-
skránni þegar hún kastaði 16,13
metra á móti í Houston í Texas og
setti þar Íslandsmet í stúlkna-
flokki.
Guðbjörg náði metinu
af Guðrúnu
Þegar Guðbjörg setti metið árið
1992 sló hún tíu ára gamalt met
Guðrúnar Ingólfsdóttur úr KR sem
kastaði 15,40 metra árið 1982.
Ásdís gaf út fyrir skömmu að
hún myndi ekki reyna frekar við að
ná lágmarki fyrir heimsmeistara-
mótið sem hefst í Katar í lok þessa
mánaðar. Hún hefur sett stefnuna
á að komast á Ólympíuleikana í
Tókýó næsta sumar en það yrði þá
væntanlega hennar síðasta stórmót
því Ásdís skýrði frá því fyrir
skömmu að 2020 verði hennar síð-
asta keppnistímabil.
Handhafi tveggja
Íslandsmeta
Ásdís sló 27 ára met Guðbjargar
Morgunblaðið/Golli
Fjölhæf Ásdís Hjálmsdóttir keppir af og til í kúluvarpi þótt spjótkastið sé að-
algrein hennar. Hér er hún með kúlu í hendi á Reykjavíkurleikunum 2012.
Mikael Anderson, leikmaður 21-árs
landsliðs Íslands í knattspyrnu, hef-
ur skrifað undir nýjan fimm ára
samning við danska toppliðið Midt-
jylland. Mikael, sem er 21 árs kant-
maður, hefur verið í röðum Midt-
jylland frá 2016 en verið lánaður
síðustu tvö ár og lék síðasta vetur
með Excelsior í hollensku úrvals-
deildinni. Hann hefur hins vegar
leikið með Midtjylland frá byrjun
þessa tímabils, er búinn að spila sjö
af átta fyrstu leikjunum og skora
eitt mark. Mikael á að baki einn A-
landsleik fyrir Ísland. vs@mbl.is
Framlengdi til
fimm ára
Morgunblaðið/Eggert
U21 Mikael Anderson í leik gegn
Armeníu fyrr í þessari viku.
Alls hafa 120.242 áhorfendur mætt
á leikina 114 sem spilaðir hafa ver-
ið í úrvalsdeild karla í knattspyrnu,
Pepsi Max-deildinni, í sumar, en
þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.
Að meðaltali hafa því 1.055 mætt
á hvern leik fyrir sig. KR-ingar eru
með bestu aðsóknina í sumar, en
1.623 áhorfendur hafa mætt að
meðaltali á leiki toppliðsins á
Meistaravöllum og 1.394 á leiki hjá
Breiðabliki. Sjö af liðunum tólf í
deildinni eru með yfir eitt þúsund
áhorfendur að meðaltali á heima-
leiki sína. sport@mbl.is
Flestir mætt í
Vesturbæinn
Morgunblaðið/Valli
Efstir Rúnar Kristinsson og læri-
sveinar hans í KR eru á toppnum.
Markvörðurinn Íris Björk Símonar-
dóttir er komin í íslenska landsliðið
í handknattleik á ný eftir þriggja
ára fjarveru. Hún er í fyrsta hópi
Arnars Péturssonar, nýs landsliðs-
þjálfara, sem í gær tilkynnti hvaða
17 leikmenn yrðu með í undirbún-
ingi fyrir leikina gegn Króatíu og
Frakklandi í undankeppni heims-
meistaramótsins en þeir fara fram
25. og 29. september. Leikið er við
Króata í Osijek en við Frakka á Ás-
völlum í Hafnarfirði. Tyrkland er
fjórða liðið í þessum riðli.
Íris Björk fór í fæðingarorlof
sumarið 2016 en tók fram skóna á
ný sumarið 2018 með góðum
árangri. Hún varð Íslandsmeistari
með Val í vor og var kjörin besti
leikmaður mótsins.
Hópurinn er þannig skipaður:
Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsd., Vendsyssel
Íris Björk Símonardóttir, Val
Vinstra horn:
Perla Ruth Albertsdóttir, Fram
Sigríður Hauksdóttir, HK
Vinstri skyttur:
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir,
Bourg-De-Péage
Andrea Jacobsen, Kristianstad
Helena Rut Örvarsd., SönderjyskE
Leikstjórnendur:
Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Eva Björk Davíðsdóttir, Skuru
Karen Knútsdóttir, Fram
Hægri skyttur:
Birna B. Haraldsd., Neckarsulmer
Rut Jónsdóttir, Esbjerg
Thea Imani Sturludóttir, Oppsal
Hægra horn:
Díana Dögg Magnúsdóttir, Val
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumenn:
Hildigunnur Einarsd., Leverkusen
Steinunn Björnsdóttir, Fram
Aftur í markið eftir
þriggja ára fjarveru
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Reynd Íris Björk Símonardóttir
hefur leikið samtals 69 landsleiki.
Janus Daði Smárason kom að sjö
mörkum Aalborgar þegar liðið vann
31:28-sigur gegn Århus á útivelli í
dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í
gær. Janus Daði skoraði þrjú mörk og
gaf fjórar stoðsendingar, en Aalborg
tyllti sér í efsta sæti deildarinnar með
sigrinum. Ómar Ingi Smárason lék ekki
með Aalborg vegna meiðsla, en liðið er
með fullt hús stiga, eða sex stig, eftir
fyrstu þrjá leiki sína.
Íslandsmeistari karla í golfi, Guð-
mundur Ágúst Kristjánsson, náði sér
ekki á strik á opna portúgalska
meistaramótinu sem fram fer í Por-
timao í Portúgal sem hófst í gær og er
hluti af Áskorendamótaröð Evrópu.
Guðmundur Ágúst lék fyrsta hringinn á
76 höggum, eða á fjórum höggum yfir
pari, og var hann í 113.-124. sæti eftir
fyrsta keppnisdag.
Gísli Þorgeir Kristjánsson lék síð-
ustu fimm mínúturnar með þýska
handknattleiksliðinu Kiel þegar það
gerði sér lítið fyrir og vann 28:24-sigur
gegn Þýskalandsmeisturum Flensburg í
þýsku 1. deildinni í
Sparkassen-
Arena í Kiel í gær.
Kiel leiddi með
fimm mörkum í
hálfleik, 18:13,
en Gísli Þor-
geir er að
koma til
baka eftir
meiðsli. Kiel
hefur farið
vel af stað og er
í fimmta sæti
deildarinnar
með 6 stig eftir
fjóra leiki.
Eitt
ogannað