Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 32

Morgunblaðið - 13.09.2019, Page 32
Baritónsöngvarinn Jóhann Krist- insson hlaut tvenn verðlaun í söng- keppninni Stella Maris sem fram fór um borð í skemmtiferðaskipi í 12 daga siglingu. Jóhann hlaut bæði verðlaun dómnefndar og áheyr- enda og af þeim sem sátu í dóm- nefnd má nefna Dominique Meyer, stjórnanda Vínaróperunnar. Jóhann hlaut Stella Maris verðlaunin FÖSTUDAGUR 13. SEPTEMBER 256. DAGUR ÁRSINS 2019 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 670 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Morgunblaðið lýkur í dag kynningu á liðunum tólf sem skipa Olísdeild karla í handknattleik á komandi vetri með umfjöllun um tvö síðustu liðin. Rætt er við Hergeir Grímsson, fyrirliða Íslandsmeistaranna frá Selfossi, og Garðar Svansson, fyrir- liða nýliðanna í HK, en þessum lið- um er spáð baráttu hvoru á sínum enda deildarinnar. »24-25 Hvað gera meist- ararnir og nýliðarnir? ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM Rauður spaði nefnist sýning á verk- um Kristins Más Pálmasonar sem opnuð verður í dag kl. 17 í listhús- inu Tveimur hröfnum á Baldursgötu 12. Kristinn nam við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk meistaragráðu í myndlist frá The Slade School of Fine Art í London árið 1998. Á ferli sínum hefur Krist- inn haldið yfir tuttugu einkasýn- ingar hér á landi sem er- lendis og tekið þátt í öðrum myndlistar- tengdum verkefnum. Þá er hann einn stofn- enda sýningarrýmanna Anima (2006-2008) og Kling & Bang ásamt því að eiga í samstarfi við Tvo hrafna listhús. Rauður spaði í listhús- inu Tveimur hröfnum Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Andlegur styrkur var lykilatriði í undirbúningi Marglyttanna sem fóru boðsund yfir Ermarsund, 34 kílómetra sjóleið frá Dover á Englandi í Cap Gris Nez í Frakklandi, síðastliðinn þriðju- dag. Þetta segir Þórey Vilhjálmsdóttir, ein hinna fræknu sundkvenna, en hin- ar voru Sigurlaug María Jónsdóttir, Sigrún Þ. Geirsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir, Birna Bragadóttir og Brynhildur Ólafsdóttir. Sundið var far- ið meðal annars til að vekja athygli á plastmengun í hafinu og vekja athygli á og safna fé til hreinsunarstarfs Bláa hersins. Vanar krefjandi aðstæðum „Við Marglytturnar erum allar sex vanar því að þurfa í lífi okkar og starfi að mæta krefjandi aðstæðum. Vissum því að hugurinn þyrfti að vera rétt stilltur svo við gætum lokið þessu verkefni. Að ná alla leið var miklu meiri áraun fyrir hugann en líkam- ann,“ segir Þórey. „Fyrir sundið höfð- um við reynt okkur við ýmsar ólíkar aðstæður í sjósundi hér heima, svo sem að synda yfir Skerjafjörðinn suð- ur á Bessastaði, synda yfir Grundar- fjörð með aragrúa af öðrum marglytt- um og æfðum kuldaþolið í tvo klukku- tíma í 14,5 gráðum í Nauthólsvík. Þá áttum við einnig góða fundi með Haf- rúnu Kristjánsdóttur sálfræðingi, sem fræddi okkur um hvernig best væri að mæta óvæntum aðstæðum sem upp gætu komið. Leiðsögn hennar var mjög þýðingarmikil.“ Báturinn valt á öldunum Sjósundskonurnar lögðu af stað frá Dover kl. 6.53 á þriðjudagsmorgun og komu í land Frakklandsmegin réttum og sléttum fimmtán klukkustundum seinna. „Við þurftum að doka við í nokkra daga eftir því að fært yrði og sæmilegt í sjóinn og vissulega tók biðin á,“ segir Þórey. „Þegar svo var loksins hægt að leggja af stað varð nokkuð hvasst þeg- ar líða fór á daginn og öldur á Ermar- sundi. Fyrirkomulag boðsundsins var þannig að ein synti í einu í sjógangi á meðan við hinar biðum í bátnum, sem valt á öldunum, og þurftum að halda okkur fast. Sjóveikin kom upp og allar vorum við orðnar slappar þegar komið var nærri Frakklandsströndum, á svo- nefndan Grafreit draumanna. Það er svæðið á sundinu þar sem margir sundkappar hafa gefist upp. En þegar þangað var komið stakk Halldóra Gyða sér til sunds og tók góðan enda- sprett. Þann flottasta sem ég hef nokkru sinni séð, sem hún gat af því að hugarfarið var rétt og við allar ákveðnar í að ljúka verkefninu saman. Við misstum til dæmis aldrei húmorinn þrátt fyrir sjóveikina og það kom aldrei til greina að gefast upp.“ Þórey segir þær Marglytturnar þakklátar fyrir samvinnuna með Bláa hernum og að hafa átt þess kost að vekja athygli á góðu starfi hans að hreinsa strandlengjuna af plasti og öðru rusli úr hafinu. „Lífríkið í Ermar- sundinu hefur hlotið skaða af mengun frá þeirri miklu skipaumferð sem þar er og við urðum sannarlega varar við. Sagt er að árið 2050 verði meira af plasti en fiskum í sjónum ef ekki verð- ur gripið til aðgerða. Við vonumst til þess að hafa náð að vekja athygli á þessari hræðilegu þróun.“ Hvatning til nýrra verkefna Marglytturnar fóru í flug heim til Ís- lands strax eftir sundið. Komu heim til Íslands í gærmorgun og hafa nú snúið til starfa sinna. Ermarsundsævintýrið er orðið að sögu og minningu en líka hvatningu til nýrra verkefna. „Við erum ekkert hættar en höfum ekki rætt neitt formlega um framhald. Það kæmi þó ekki á óvart að við fynd- um okkur nýjar áskoranir,“ segir Þór- ey, sem sjálf stundar ásamt sjósundi fjallgöngur, fjallahjól, gönguskíði og utanvegahlaup og stefnir á fjallaskíði. Sundkonur Frá vinstri talið: Sigurlaug María Jónsdóttir, Birna Bragadóttir, Þórey Vilhjálmsdóttir, Halldóra Gyða Matthíasdóttir Proppé, Sigrún Þ. Geirsdóttir og Brynhildur Ólafsdóttir hér við höfnina í Dover fyrir sundið mikla. Húmor vann á sjóveiki  Afrek í Ermarsundsævintýri  Marglyttur komnar heim ÁENDANUM VELURÞÚ COROLLU VERÐUR ÞÚHEPPINN ÁSKRIFANDI sem verður dreginn út 16. október? Allir áskrifendurMorgunblaðsins eru með í leiknum. Hérmá sjá valkostina sem einn af áskrifendum okkar fær að velja um þegar hann fær að gjöf nýja og glæsilega Toyota Corolla.* Fylgstumeð. *Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback, Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra Hybrid-bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.