Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 18

Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Sálm. 14.2 biblian.is Drottinn horfir á mennina af himnum ofan til þess að sjá hvort nokkur sé hygginn, nokkur sem leiti Guðs. ✝ Höskuldur Að-alsteinn Sigur- geirsson fæddist á Húsavík 19. maí 1932. Hann lést á Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík 2. september 2019. Foreldrar hans voru Sigurgeir Að- alsteinsson, versl- unarmaður á Húsavík, f. 5. mars 1898 í Haga í Að- aldal, d. 25 mars 1938, og Kristín Aðalsteinsdóttir hús- freyja, f. 4. maí 1902 á Húsa- vík, d. 22. desember 1964, dótt- ir Aðalsteins Kristjánssonar, kaupmanns á Húsavík. Systkini Höskuldar eru: Helga, f. 1. október 1926, d. 8. desember 2006; Kristín, f. 9. ágúst 1928, d. 11. september 1941; Guð- mundur Aðalsteinn, f. 13. febr- úar 1937, d. 10. nóvember 1945. Hinn 19. maí 1956 giftist Höskuldur Hólmfríði Jónu Hannesdóttur, f. 17. nóvember 1930, húsfreyju frá Staðarhóli í Aðaldal. Foreldrar hennar voru Hannes Jónsson, f. 24. febrúar 1900, d. 6. júlí 1966, og Hall- steinn, f. 3. júní 1962, kvæntur Jóhönnu Björgu Hansen, f. 12. nóvember 1966. Börn þeirra eru þrjú: Bjarni Páll, f. 12. mars 1991; Anna Þuríður, f. 25. maí 1994, unnusti Gísli Þór Þórðarson; Elsa Björg, f. 31. mars 2003. 4) Anna Helga, f. 3. nóvember 1963, gift Halldóri Páli Gíslasyni, f. 28. apríl 1964. Þau eiga eina dóttur, Jónu Svandísi, f. 27. september 1991, unnusti Ómar Hvanndal Ólafs- son. Barn þeirra er Anna Krist- ín, f. 25. júlí 2017. 5) Sigurgeir, f. 26. september 1968, kvæntur Kristjönu Ríkeyju Magnús- dóttur, f. 10. ágúst 1968, d. 21. febrúar 2019. Börn þeirra eru Hildur, f. 3. mars 2000, Ríkey, f. 24. desember 2002, og Magn- ús Máni, f. 14. október 2005. Höskuldur útskrifaðist úr Samvinnuskólanum í Reykjavík 1950. Hann var útibússtjóri hjá Kaupfélagi Þingeyinga á Húsa- vík 1951-1954. Eftir það starf- aði hann hjá Fataverksmiðjunni Heklu á Akureyri, var verk- smiðjustjóri fataverksmiðj- unnar Fífu á Húsavík í 12 ár og svo verslunarmaður hjá Kaup- félagi Þingeyinga til 1971. Það ár hóf hann störf sem forstjóri hjá Johns-Manville hf. á Húsa- vík og starfaði þar til 1996. Höskuldur var umboðsmaður Morgunblaðsins 1969-1976. Hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir samfélagið. Útför Höskuldar fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 16. september 2019, og hefst at- höfnin klukkan 14. dóra Magnúsdóttir, f. 9. október 1898, d. 20. júlí 1976. Höskuldur og Hólmfríður eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Hann- es, f. 8. september 1956, kvæntur Elfu Signýju Jóns- dóttur, f. 12. mars 1957. Börn þeirra eru Reynir Aðal- steinn, f. 27. jan- úar 1988, unnusta Ásgerður Guðjónsdóttir; Sigþór, f. 16. desember 1992, unnusta Helga Björk Heiðarsdóttir; Erna Sig- ríður, f. 10. desember 1993, unnusti Hafþór Mar Aðal- geirsson. Þau eiga eina dóttur, Hafdísi Elfu, f. 21. mars 2019. Dóttir Elfu er Jóna Björk Gunnarsdóttir. Börn hennar eru Elfa Guðrún, f. 19. júní 2006, d. 20. júní 2006; Hilmar Bjarki, f. 9. júní 2007, og Þórey Birna, f. 23. mars 2009. 2) Kristín, f. 7. nóvember 1960, d. 7. apríl 2016. Börn hennar eru Höskuldur Pétur, f. 25. febrúar 1985, unnusta Pegah June Rezaee, og Hólmfríður Rósa, f. 4. mars 1991. 3) Páll Aðal- Elskulegur tengdafaðir, Hösk- uldur Aðalsteinn Sigurgeirsson, er nú látinn 87 ára að aldri. Mig langar sérstaklega að minnast hans fyrir gæsku og elsku við barnabörn sín. Börnin nutu frels- isins í heimsóknum sínum til ömmu og afa norður á Húsavík og afi Höskuldur bauð börnunum oft í bíltúra. Í þeim ferðum urðu til ófá ævintýri og ógleymanlegar minningar. Höskuldur var fullur af fróðleik, víðlesinn og hann miðlaði gjarnan þeim fróðleik til yngri kynslóða. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Minningin um góðan föður, tengdaföður og afa mun lifa áfram. Jóhanna Björg Hansen. Elskulegur afi okkar er fallinn frá. Þær eru margar dýrmætar minningarnar sem við eigum um hann afa. Á sumrin fórum við barnabörnin oft norður til Húsa- víkur þar sem við dvöldum í Höfðabrekkunni hjá ömmu og afa. Þar fengum við frelsi til að uppgötva ný ævintýri og læra á lífið. Síðsumars fórum við upp í hlíðar Húsavíkurfjalls og tíndum aðalbláber sem við svo borðuðum með skyri eða rjóma. Ef kalt var í veðri útbjó afi svo sitt fræga heita súkkulaði fyrir okkur sem við drukkum með bestu lyst. Afi var sannarlega góðhjartaður maður og við undum okkur alltaf vel heima hjá honum og ömmu á Húsavík. Afi var einnig alltaf vilj- ugur að kenna okkur eitthvað nýtt, eins og hvernig ætti að keyra bíl. Hann hafði óbilandi trú á okkur og hefur alltaf verið stolt- ur af okkur og hvatt til dáða. Takk fyrir allt, afi okkar. Hvíl í friði. Bjarni Páll, Anna Þuríður og Elsa Björg. Elsku afi minn. Nú ertu farinn og mun ég sakna þín á hverjum degi. Það var virkilega gott að eiga þig sem afa. Það er erfitt að hugsa um framtíðina án þín því þú varst mér svo mikið. Það var gaman að koma til ykkar ömmu, fá eitthvað í gogginn og spila við þig. Við fórum oft saman í sjúkra- þjálfun og það var alltaf stuð og gaman hjá okkur. Við brölluðum svo margt en sá tími sem við fengum saman gefur mér góðar minningar um þig sem er gott að eiga. Nú hittir þú mömmu og er ég viss um að þið eruð komin saman í berjamó í einhverri góðri laut í sumarlandinu. Þín afastelpa, Hildur. Það er ljúfsárt að kveðja afa sinn. Sorgin hellist yfir en á sama tíma svífa til okkar yndislegar minningar um afa og æskusumr- in á Húsavík. Við barnabörnin nutum þess að flýja borgina til ömmu og afa á Húsavík, þar sem við fengum að leika lausum hala í Höfðabrekkunni. Amma laumaði að okkur kandís úr búrinu og afi var hvatamaður að okkar helstu prakkarastrikum. Með honum tíndum við kríuegg með potta á höfðinu, reistum stíflur í fjörunni og stríddum mávunum á bryggj- unni. Frá 12 ára aldri fengum við meira að segja að setjast undir stýri á jepplingnum hans afa og taka okkar fyrstu beygjur. Öku- kennslan gekk oft brösuglega en alltaf leiðbeindi afi okkur af hlýju og kátínu. Þegar loks afi kallaði „komdu og finndu mig aðeins“ var ekki ólíklegt að hann drægi lítinn seðil úr rassvasanum og laumaði til manns. Við vorum líka svo heppin að vinur afa, sænski álfurinn Alf Johansson, átti það til að fela smápeninga í grjótinu úti í garði. Afi hugsaði vel um sína og á leiðinni norður hringdi hann allt- af alla vega þrisvar sinnum til að fylgjast með hvernig gengi og færa okkur nýjustu fregnir af færð á vegum. Þessar upplýsing- ar fékk hann að sjálfsögðu frá textavarpinu. Afi var fullur fróð- leiks og þegar við urðum eldri kunnum við sífellt betur að meta hvað hann var góður sögumaður. Hann var alltaf réttsýnn og hall- mælti engum. Eins sárt og það er að missa afa okkar, þá vitum við að vel verður tekið á móti honum hinum megin. Elsku afi, við biðjum að heilsa! Þín barnabörn, Höskuldur Pétur, Hólmfríður Rósa og Jóna Svandís. Elsku afi minn. Það er erfitt að kveðja og þegar ég hugsa til þín rifjast upp margar góðar stundir. Það var svo notalegt að koma til ykkar ömmu í Höfðabrekkuna sem barn, sitja með þér í svarta lazyboy-stólnum, horfa á Spaug- stofuna meðan þú skarst niður epli eða appelsínur. Þú gafst þér ávallt tíma fyrir okkur barnabörnin. Minningar um fjöruferðir að gera stíflu, kríuegg á vorin og berjamó síðla sumars eru mér efst í huga. Það var alltaf gaman að koma til þín á skrifstofuna þar sem maður gat gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn á ljósritunarvél- inni meðan þú talaðir við útlönd. Þú varst ævinlega svo rólegur, mikill vinur og skammaðir okkur aldrei. Ef þú vildir ná af manni tali sagðirðu ætíð „finndu mig að- eins“. Þetta fannst mér undarlegt orðalag sem barn því aldrei varstu búinn að fela þig. Þú hafðir einstakt lag á að lauma að okkur vasapeningum og oftar en ekki var það sænski álf- urinn Alf Johannson sem kom þar við sögu, faldi seðla undir grjóti á bílaplaninu fyrir okkur að finna. Afi, þú varst alltaf svo flottur, alltaf svo virðulega klæddur en aldrei of alvarlegur. Það var stutt í húmorinn og ég gat ávallt leitað til þín. Þú varst uppfullur af fróð- leik og alltaf svo glaður að sjá mann. Afi, við söknum þín, ég finn þig seinna. Reynir Aðalsteinn Hannesson. Höskuldur Aðalsteinn Sigurgeirsson ✝ Bjarni EyjólfurGuðleifsson fæddist 21. júní 1942 í Reykjavík. Hann lést á Sjúkra- húsinu á Akureyri 7. september 2019. Foreldrar Bjarna voru hjónin Sig- urborg Eyjólfs- dóttir húsmóðir, f. 1906, d. 1997, og Guðleifur Kristinn Bjarnason símvirki, f. 1906, d. 1984. Systur Bjarna eru Kristín, f. 1932, d. 1997, Anna, f. 1933, Fjóla, f. 1944, og Hanna Lilja, f. 1951. Bjarni kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni Pálínu Sigríði Jóhannesdóttur hinn 27. desem- ber 1972. Pálína fæddist 9. mars 1949 á Egg í Hegranesi. For- eldrar hennar voru hjónin Jón- ína Sigurðardóttir húsmóðir, f. 1914, d. 2010, og Jóhannes Hannesson bóndi á Egg, f. 1913, d. 2007. Börn Bjarna og Pálínu eru: 1) Brynhildur, f. 1974, maki Sig- urður Ingi Friðleifsson, f. 1974, og eiga þau fjögur börn, Valdísi, Katrínu, Sindra og Sölva. 2) Brynjólfur, f. 1975, og á hann sinn starfsferil var hann búsett- ur á Möðruvöllum í Hörgárdal og vann að rannsóknum á sviði landbúnaðar. Rannsóknarsvið hans sneri að sjúkdómum og þoli plantna en einnig fékkst hann við rannsóknir á smádýrum. Eft- ir Bjarna liggur fjöldinn allur af vísindagreinum, bókaköflum og fræðilegum greinum auk al- mennra greina og pistla sem birst hafa í ýmsum tímaritum. Hann ritstýrði bæði bókum og tímaritum og má þar t.d. nefna Heimaslóð, árbók hreppanna í Möðruvallaklaustursprestakalli. Bjarni var mikill fjallgöngu- og útivistarmaður og skilur eftir sig ófá spor á hálendi Íslands, einkum á Tröllaskaga. Hann rit- aði bækur um náttúruskoðun og gaf auk þess út, bæði í formi bóka og korta, göngulýsingar um fjalllendi á Íslandi. Hann var virkur félagi í starfi KFUM&K og Gideonmanna alla sína tíð. Hann stofnaði og stýrði Ferða- félaginu Hörgi til margra ára og kom að uppbyggingu Fólkvangs- ins á Hrauni í Öxnadal. Auk þessa gegndi hann marg- víslegum trúnaðarstörfum í ýmsum félagasamtökum og stjórnum, og var hvatamaður fjölda viðburða í heimasveit sinni, Hörgársveit. Útför Bjarna Eyjólfs fer fram í dag, 16. september 2019, á Degi íslenskrar náttúru, frá Möðru- vallaklausturskirkju í Hörgárdal og hefst athöfnin klukkan 13.30. þrjú börn, Bjarna Frey, Hrafnhildi Tinnu og Hjörvar Loga. 3) Sigurborg, f. 1980, maki Jón- atan Þór Magn- ússon, f. 1980, og eiga þau þrjú börn, Magnús Dag, Júlíu Karen og Rakel Söru. 4) Sigríður, f. 1983, maki Brynjar Þór Hreinsson, f. 1982, og eiga þau þrjú börn, Re- bekku Sunnu, Andreu Pálu og Benedikt Darra. Bjarni ólst upp í Vesturbæ Reykjavíkur, gekk í Melaskóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík. Hann fluttist um tví- tugt til Noregs þar sem hann var við nám í níu ár. Þaðan lauk hann kandídats- og doktorsprófi frá jarðræktardeild Landbún- aðarháskólans á Ási og fluttist að námi loknu norður í land til starfa við Tilraunastöð RALA á Akureyri en sú starfsemi fluttist síðar að Möðruvöllum í Hörg- árdal. Hann starfaði lengst af sem náttúrufræðingur við Rann- sóknastofnun landbúnaðarins og síðar sem prófessor við Land- búnaðarháskóla Íslands. Allan Hamingjumaður. Á þessu fal- lega orði endar bókin Fyrirmynd- ir – stutt sjálfsævisaga Bjarna E. Guðleifssonar, rituð af honum sjálfum í tilefni sjötugsafmælis. Betra orð til að lýsa elsku pabba mínum er vandfundið. Hann var sannarlega hamingjumaður í öll- um skilningi. Farsæll bæði í starfi og einkalífi. Afkastamikill fræði- maður, rithöfundur, fjallgöngu- maður og ótal margt fleira. Fyrir mér var hann fyrst og fremst kær- leiksríkur faðir sem leiðbeindi, studdi og miðlaði mér og mínum í gegnum lífið. Undanfarnar vikur hef ég setið við sjúkrarúm föður míns og hald- ið í hlýju mjúku höndina hans, höndina sem hefur afrekað margt á langri ævi. Höndina, sem leiddi mig sem litla stelpu út á tún ým- issa sveitabæja á Norðurlandi, rétti mér skrifblokk og penna og lét mig skrifa niðurstöður ýmissa tilraunamælinga. Höndina, sem leiddi mig upp á fjöll, inn í dali, gegnum skörð og opnaði fyrir mér dýrðir Tröllaskagans. Höndina, sem benti mér á öll fallegu blómin, smávinina, sem á vegi okkar urðu, sýndi mér kóngulærnar og smá- dýrin og opinberaði fyrir mér dá- semdir sköpunarverksins. Hönd- ina, sem að kvöldi dags kenndi mér að spenna mínar eigin greip- ar, loka augum og tala við Guð í bæn, beiðni og þakkargjörð. Pabbi kenndi mér að bera tak- markalausa virðingu fyrir nátt- úrunni, auðlindum hennar og verðmæti. Það er einkar vel við hæfi að útfarardagur föður míns sé 16. september, Dagur íslenskr- ar náttúru. Elsku pabbi minn. Í mér togast á bæði sorg og þakklæti. Sorg yfir því að fá ekki að njóta samvista við þig lengur. Sorg yfir að heyra þig ekki oftar hvísla í eyra mitt hversu vænt þér þykir um mig. Sorg yfir því að þú, þessi mikli varðliði nátt- úrunnar, sért ekki lengur til stað- ar til að standa vörð um náttúr- una, rannsaka, fræða og miðla. En hjarta mitt er jafnframt fullt af þakklæti yfir öllum þeim dýr- mætu minningum sem ég á um samveru okkar. Minningum um yndislegan pabba, frábæran afa og mikilsmetinn tengdaföður. Takk fyrir allar samræðurnar, alla þína takmarkalausu um- hyggju og allar fyrirbænirnar – þú varst, ert og verður mín fyr- irmynd. Ég enda þessi fátæklegu orð á lokaerindi ljóðs sem pabbi þýddi úr norsku og fjallar um uppá- haldsblóm okkar beggja, dýra- grasið. Litla, fallega blómið með djúpbláa litinn sinn, blómið sem gladdi okkur feðginin á ótal gönguferðum um fallega landið okkar: Ég lærði af blóminu bláa að biðja og þakka í senn, og láta mér lynda hið smáa í lífinu – sáttur við menn. Guð geymi þig og varðveiti elsku pabbi minn. Brynhildur Bjarnadóttir. Í dag kveð ég pabba minn í hinsta sinn. Söknuðurinn er mikill og verkefni mitt nú er að takast á við sorgina. Fyrst og fremst er ég þó fullur þakklætis. Ég er þakk- látur fyrir góða og innihaldsríka ævi sem þú deildir með mér. Ég er þakklátur fyrir hvað þú kenndir mér um lífið og þær ótal mörgu minningar okkar sem ég nú geymi. Þú varst svo sannarlega brautryðjandi á ýmsum sviðum og ég fékk að vera þátttakandi með þér í mörgu af því sem þú tókst þér fyrir hendur. Alltaf skein það í gegn hve mikla ástríðu þú hafðir fyrir að koma hlutum í verk, hlut- um sem aðeins þér datt í hug að framkvæma. Ég fékk það hlutverk aðeins 10 ára að fylgja þér á fjöll, þar sem ég hafði það hlutverk að hlaupa til byggða eftir hjálp. Þú hafðir lent í lífsháska í einni göngunni þinni og lofaðir eftir það að þú myndir aldrei fara aftur einn á fjöll. Allar götur síðan gengum við mikið á fjöll saman þar sem þú kenndir mér að meta fegurð náttúrunnar. Allar ferðirnar sem þú tókst mig með til Reykjavíkur þegar ég var unglingur og við vorum að fara að hlaupa saman hálfmara- þon eru mér dýrmætar minning- ar. Á þeim tíma þótti það bara skrýtið fólk og sérvitringar sem stunduðu fjallgöngur og almenn- ingshlaup. Fyrir okkur báða sner- ist þetta ekki síst um að njóta samverunnar. Á þessum vettvangi áttum við okkar tíma saman. Mér er minnisstætt þegar ég á fullorðinsárum var á leið til fjalla og hitti þar bónda við heyskap þar sem ég spurði hann um staðhætti varðandi gönguna sem fram und- an var. Hann sagði við mig: „Þú ættir að tala við hann Bjarna á Möðruvöllum, hann þekkir hverja þúfu hér á Tröllaskaganum“. Mér fannst gaman að geta svarað hon- um: „Já, ég tala þá bara við pabba.“ Elsku pabbi minn, á þessum degi þegar ég kveð þig vildi ég geta sagt: „Já, ég tala þá bara við pabba,“ en minni sjálfan mig jafn- framt á, fullur þakklætis fyrir það að ég fékk að vera sonur þinn. Takk fyrir að vera pabbi minn. Þinn sonur, Brynjólfur. Í dag kveðjum við elsku pabba, Bjarna Eyjólf Guðleifsson. Hann var stoð okkar og stytta, góð fyr- irmynd og besti vinur. Pabbi áork- aði miklu um ævina og var mikill frumkvöðull. Hann var mikill náttúruunnandi og útivistarmað- ur. Okkur er minnisstætt þegar við vorum vaktar snemma á sum- armorgni á Möðruvöllum og sagt að nú værum við að fara í fjall- göngu. Ekki fannst okkur þetta alltaf spennandi, að þurfa að rífa sig upp í stað þess að fá að sofa að- eins lengur. En mikið sem við er- um þakklátar fyrir þessar ferðir okkar núna. Pabbi var alltaf að fræða okkur systkinin, þá sérstak- lega um náttúruna svo sem plöntur, skordýr og fugla. Stund- um þurftum við hvatningu til að klára að klífa tindinn, þá sagði pabbi alltaf: „Það er bara smá brekka eftir, svo erum við komin á toppinn“ en svo birtist bara ný brekka, sem þurfti að sigra. Alltaf var gott að lauma hend- inni sinni í hlýju höndina hans pabba, sem veitti öryggi og hvatn- ingu fyrir lúna fætur. Á seinni ár- um, þegar við vorum að mennta okkur, gátum við alltaf leitað til pabba eftir aðstoð. Hvort sem það var í frönsku eða lífeðlisfræði, þá var hann alltaf með svörin. Síðustu ár pabba voru honum erfið sökum heilsuleysis. Hann gafst ekki upp og barðist hetju- lega við hverja hindrun sem varð á vegi hans, enda vanur að klífa erf- ið fjöll. Hann var mikill húmoristi og húmorinn var aldrei langt und- an, þó aðstæður væru erfiðar. Pabbi var maður orðsins og ís- lenskunnar. Hann hafði mikið dá- læti á Jónasi Hallgrímssyni. Hraun í Öxnadal, fæðingarstaður Jónasar, var pabba mjög kær. Sjötugur að aldri kleif hann Hraundranga, elstur manna til að afreka það. Hann var besti afi sem hægt var að hugsa sér. Alltaf var mikið fjör í kringum hann og fylgdist hann grannt með því sem barna- börnin tóku sér fyrir hendur. Oft var farið í „Jósep segir“ og hann tók krakkana í „Gamla Ford“ og hló hæst af öllum. Öll þrettán barnabörnin fengu fallega vísu í eins árs afmælisgjöf sem pabbi Bjarni Eyjólfur Guðleifsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.