Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 6. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 217. tölublað 107. árgangur
MEÐ SALT-
BAKTERÍUNA
Í ÞRJÁTÍU ÁR 48 ÁRA BIÐ Á ENDA
SKAFFA ATVINNU-
LÍFINU DÝRMÆT
VERKFÆRI
VÍKINGAR BIKARMEISTARAR 24 FORRIT SKILJI ÍSLENSKU 12EGILL EINARSSON 11
Þótt hryssingslegt veður væri við Reykjavíkurtjörn í gær
voru börn og fullorðnir á ferðinni og sumir gáfu fuglunum
brauð. Á sumrin er mælst til þess að brauði sé ekki dreift því
það getur dregið að máva sem í leiðinni hirða gjarnan upp
unga. En nú er sá tími liðinn og gott að gefa fuglunum eitt-
hvað í gogginn í veðri eins og var í gær. Veðurstofan spáir
smáskúrum nú í morgunsárið á höfuðborgarsvæðinu og að
vindinn lægi í kvöld. Hitinn er alveg þokkalegur miðað við
árstíma að deginum en áfram kalt á nóttunni. Á morgun er
spáð hægri norðlægri eða breytilegri átt og víða bjartviðri.
Síðan snýr hann sér í suðaustan- og sunnanáttir með rigningu
í flestum landshlutum.
Óhætt að gefa Tjarnarfuglunum brauð í haust og vetur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Staða Íslands
er góð, en fylgj-
ast þarf með þró-
un í tilteknum
geirum á borð
við ferðaþjón-
ustu og sjávar-
útveg. Þetta seg-
ir Angel Gurria,
framkvæmda-
stjóri OECD, sem
kynnir í dag
Economic Survey fyrir Ísland. „Hér
gengur vel, en þið megið ekki verða
sjálfumglöð og sofna á verðinum,“
segir Gurria. Hann vill að horft sé
til fleira en hefðbundinna mæli-
kvarða við mælingar á velsæld í
OECD-ríkjum. »10
Staðan góð en vel
þarf að fylgjast með
Angel
Gurria
„Við erum með allskonar upp-
skriftir í pípunum, allt frá endur-
gerð á gömlum gosdrykkjarstílum
sem ekki hafa sést í áratugi hér-
lendis, yfir í nýjar og framsæknari
hugmyndir. Við höfum verið að
gera tilraunir með íslenskt hráefni
og erum virkilega spennt yfir því
að klára þær,“ segir Sturlaugur Jón
Björnsson bruggmeistari sem er
einn aðstandenda Öglu gosgerðar
sem nú hyggst ryðja sér til rúms.
Fyrsta tilraunalögun Öglu gos-
gerðar er íslenskur engiferbjór
sem kallast Djöflarót. »8
Nota íslenskt hrá-
efni í nýrri gosgerð
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Atvikum hefur farið fjölgandi á bráðamóttöku Landspít-
alans þar sem eitthvað hefur farið úrskeiðis við meðhöndl-
un sjúklinga. Mikið álag hefur verið á bráðamóttökunni að
undanförnu, sérstaklega vegna þess að ekki hefur verið
hægt að vísa sjúklingum sem fengið hafa þjónustu á aðrar
deildir spítalans.
Um þverbak keyrði síðastliðinn föstudag þegar leggja
þurfti inn 40 sjúklinga þótt aðeins séu 34 skilgreind legu-
pláss á deildinni. „Meginálagið liggur ekki í þeim fjölda
sem kemur á bráðamóttökuna heldur í því að búið er að
loka það mörgum rúmum á spítalanum vegna skorts á
hjúkrunarfræðingum að sjúklingar komast ekki í viðeig-
andi úrræði eftir að hafa fengið þjónustu á bráðamót-
tökunni. Þetta er að versna vegna þess að ekki hafa öll rúm
verið opnuð eftir sumarlokanir,“ segir Jón Magnús Krist-
jánsson, yfirlæknir bráðamóttöku.
Embætti landlæknis er að taka út stöðuna á deildinni.
Jón Magnús segir það mat stjórnenda á bráðamóttöku að
erfitt sé að tryggja fullkomlega öryggi allra sjúklinga þeg-
ar margir sjúklingar eru inniliggjandi. „Okkar áhyggjur
snúa að því að ástandið fer stöðugt versnandi og það þýðir
að á einhverjum tímapunkti verði bráðamóttakan óstarf-
hæf, nema til komi einhverjar breytingar.“ »4
Álagsatvikum
fer nú fjölgandi
Mikið álag á bráðamóttöku Landspítalans Ástand versnar
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Aðstaða Lítið má út af bera til að sjúkrarými bráða-
móttökunnar fyllist. Mörg rúm á spítalanum eru lokuð.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra segir í samtali við Morgun-
blaðið að nýlegar fréttir um lungna-
sjúkdómafaraldur í Bandaríkjunum,
sem virðist tengjast rafrettunotkun,
séu mikið áhyggjuefni en rúmlega
450 manns þar í landi hafa greinst
með sjúkdóminn og fimm látið lífið.
Svandís staðfestir að þessar nýju
upplýsingar um skaðsemi rafrettna
verði ræddar á næsta samráðsfundi
hennar með landlækni og segir þær
tilefni til að skoða hvort nýleg lög
um rafrettur, sem tóku gildi í byrjun
mars á árinu, séu fullnægjandi. »6
Morgunblaðið/Hari
Veip Rafrettur eru vinsælar í dag.
Rafrettur
valda
áhyggjum
Óvíst hvort ný
lög eru fullnægjandi