Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 24

Morgunblaðið - 16.09.2019, Page 24
24 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is ULTRA KATTASANDUR – fyrir dýrin þín ■■■ Sporast lítið ■■■ Lyktarlaus ■■■ Frábær lyktareyðing ■■■ Náttúrulegt hráefni ■■■ 99.9% rykfrír ■■■ Klumpast vel Í LAUGARDAL Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Víkingur úr Reykjavík tryggði sér annan bikarmeistaratitil sinn í sög- unni og þann fyrsta síðan 1971 er liðið vann FH, 1:0, í úrslitaleik Mjólkurbikars karla í fótbolta á Laugardalsvelli á laugardag. Sigur Víkings var algjörlega verðskuldaður, þar sem liðið hafði undirtökin í leiknum nánast allan tímann. Víkingsliðið var búið að brenna af þónokkrum færum, þegar Óttar Magnús Karlsson skoraði loks úr víti á 58. mínútu. Víkingar gerðu virkilega vel í að hægja á bestu mönnum FH-inga, sem urðu fyrir vikið fljótt pirraðir og Vík- ingur gekk á lagið. Besti kafli FH kom eftir að Pétri Viðarssyni var vikið af velli með rautt spjald á 60. mínútu, en vörn Víkings stóð vel og sigldi verðskulduðum bikarmeist- aratitli í höfn. Það var hvergi veikan blett að finna hjá Víkingi í leiknum. Allt frá Þórði Ingasyni í markinu til Óttars Magnúsar Karlssonar í framlínunni, voru Víkingar sterkari og unnu öll sín einvígi. Spennustigið var hárrétt hjá lærisveinum Arnars Gunnlaugs- sonar úr Fossvoginum. Stórskemmtileg blanda FH-ingar voru allt annað en sátt- ir við dómarateymi leiksins og þá sérstaklega eftir að Pétur fékk rautt spjald, en FH getur engum kennt um nema sjálfu sér. FH tap- aði fyrir betra liði og verður að líta í eigin barm. Blandan í Víkingsliðinu er stór- skemmtileg. Í bland við reynda heimamenn eru ungir leikmenn sem flestir eiga það sameiginlegt að hafa farið út í atvinnumennsku, lítið fengið að spila, og þakkað fyrir traustið í Fossvoginum. Það er gredda í ungu leikmönnunum, sem ætla sér að sanna sig hér heima og fara aftur út. Arnar Gunnlaugsson fékk mikla gagnrýni framan af á tímabilinu þegar illa gekk að ná í úrslit og var liðið um tíma í fallsæti í úrvalsdeildinni. Víkingur hefur spilað skemmtilegan sóknarbolta í allt sumar, en stigin stóðu á sér til að byrja með. Voru þá margir á því að Arnar ætti að leggja meiri áherslu á varnarleikinn, en það fannst honum aldeilis ekki. Arnar treysti sinni hugmyndafræði og hef- ur Víkingum vaxið ásmegin eftir því sem liðið hefur á sumarið. Fótbolt- inn er nú bæði skemmtilegur og ár- angursríkur. Stundum þegar plan A virkar ekki, þá er lausnin að gera plan A betur. FH hefur nú ekki unnið titil þrjú tímabilið í röð, sem þykir ekki boð- legt í Hafnarfirði. FH hefur verið í fremstu röð síðan 2004 og eru væntingarnar meiri hjá FH en flestum öðrum félögum á Íslandi. FH verður að klára tímabilið með sæmd og allavega ná í Evrópusæti, annað væri stórslys. Morgunblaðið/Árni Sæberg Loksins Eftir 48 ára bið eru Víkingar bikarmeistarar á ný og Sölvi Geir Ottesen fyrirliði lyfti bikarnum eftir sigurinn gegn FH á Laugardalsvellinum. Víkingur gat loks fagnað  Fyrsti bikartitill Víkinga í 48 ár  Óttar skoraði sigurmarkið  Víkingur betri en FH á öllum sviðum  Skemmtilegur og árangursríkur sóknarbolti England Bournemouth – Everton......................... 3:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék fyrstu 70 mín- úturnar með Everton. Brighton – Burnley ................................. 1:1  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Liverpool – Newcastle ............................. 3:1 Manchester United – Leicester .............. 1:0 Sheffield United – Southampton ............ 0:1 Tottenham – Crystal Palace.................... 4:0 Wolves – Chelsea...................................... 2:5 Norwich – Manchester City .................... 3:2 Watford – Arsenal .................................... 2:2 Staðan: Liverpool 5 5 0 0 15:4 15 Manch. City 5 3 1 1 16:6 10 Tottenham 5 2 2 1 11:6 8 Manch. Utd 5 2 2 1 8:4 8 Leicester 5 2 2 1 6:4 8 Chelsea 5 2 2 1 11:11 8 Arsenal 5 2 2 1 8:8 8 Bournemouth 5 2 1 2 8:9 7 West Ham 4 2 1 1 6:7 7 Southampton 5 2 1 2 5:6 7 Everton 5 2 1 2 5:7 7 Crystal Palace 5 2 1 2 3:6 7 Norwich 5 2 0 3 9:12 6 Burnley 5 1 2 2 6:7 5 Sheffield Utd 5 1 2 2 5:6 5 Brighton 5 1 2 2 5:8 5 Newcastle 5 1 1 3 4:8 4 Aston Villa 4 1 0 3 4:6 3 Wolves 5 0 3 2 6:10 3 Watford 5 0 2 3 4:10 2 B-deild: Blackburn – Millwall............................... 2:0  Jón Daði Böðvarsson lék allan leikinn með Millwall. A-deild kvenna: Reading – Manchester City.................... 0:2  Rakel Hönnudóttir kom inn á hjá Read- ing á 79. mínútu. Þýskaland Augsburg – Eintracht Frankfurt .......... 2:1  Alfreð Finnbogason lagði upp fyrra mark Augsburg og lék allan leikinn. Wolfsburg – Hoffenheim ........................ 3:0  Sara Björk Gunnarsdóttir kom inn á á 78. mínútu hjá Wolfsburg. Bayern München – Leverkusen............. 1:2  Sandra María Jessen kom inn á hjá Lev- erkusen á 70. mínútu. Búlgaría Levski Sofia – Cherno More................... 3:0  Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn með Levski Sofia. Grikkland Panionios – Larissa ................................. 1:0  Ögmundur Kristinsson varði mark Lar- issa. Noregur Rosenborg – Lilleström .......................... 3:1  Arnór Smárason lék allan leikinn með Lilleström. Kongsvinger – Aalesund ........................ 1:1  Aron Elís Þrándarson skoraði mark Aalesund og lék allan tímann. KNATTSPYRNA Arsenal fór illa að ráði sínu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið missti niður 2:0 forystu gegn botnliði Watford á útivelli og leikurinn endaði 2:2. Eftir tvö mörk snemma leiks frá Pierre-Emerick Aubameyang virt- ist Arsenal vera komið á þægilega braut. Tom Cleverley og Robert Pe- reyra jöfnuðu fyrir Watford í seinni hálfleik og liðið fékk dauðafæri til að tryggja sér sigur í blálokin. Liverpool er með fimm stiga for- skot í deildinni, vann Newcastle 3:1 á laugardaginn, þar sem Sadio Mané skoraði tvívegis, á meðan Manchester City tapaði óvænt fyrir nýliðum Norwich, 3:2. Þar skoraði Finninn Teemu Pukki sitt sjötta mark fyrir Norwich á tímabilinu. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton máttu sætta sig við ósigur gegn Bournemouth á útivelli, 3:1, og er með sjö stig. Gylfi fór af velli eftir 70 mínútna leik þegar staðan var 2:1. Callum Wilson innsiglaði síðan sigur Bournemouth með sínu öðru marki. vs@mbl.is AFP Mark Roberto Pereyra fagnar jöfnunarmarki Watford gegn Arsenal. Arsenal missti niður forskotið í Watford

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.