Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 4

Morgunblaðið - 16.09.2019, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 2019 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a. 595 1000 Gran Canaria 22. október í 3 vikur Verð frá kr. 179.995 Jón Birgir Eiríksson Teitur Gissurarson Borið hefur á því meðal íbúa á Sel- tjarnarnesi að þeim berist reikningar frá Hitaveitu Seltjarnarness, sumir hverjir fyrir yfir 100 þúsund krónur, þar sem borið er við vanreiknaðri orku aftur í tímann. Íbúi vakti athygli á þessu í íbúahópi Seltirninga á Facebook, en hann fékk reikning sem hljóðaði upp á 135 þús- und krónur vegna vanreiknaðrar orku frá 2015-2019. Kvaðst íbúinn ekki hafa fengið neina beiðni um af- lestur af mæli á þessu tímabili, hvað þá að starfsmenn hitaveitu hefðu komið og beðið um að fá að lesa af mæli fyrr en 30. júlí sl., þegar tveir menn hefðu komið til að lesa af mæli. Í bréfi hitaveitunnar segir að útgef- inn uppgjörsreikningur sé miklu hærri en áætlunarreikningar á und- an. „Hann er byggður á álestri og er um leið uppgjör á þeim áætlunar- reikningum sem sendir hafa verið. Mismunurinn er reiknaður út og ef þú hefur notað meiri orku en áætlunin segir til um hækkar reikningurinn sem því nemur,“ segir í bréfinu. Íbúinn ýjar að því að hitaveitan hafi ekki sinnt starfi sínu við álestur í hús- um bæjarins. Undir færsluna ritar fjöldi fólks sem hefur svipaða sögu að segja og furðar sig á málinu. Reikn- ingar námu allt frá 50-180 þúsund krónum. Í bréfi hitaveitunnar eru íbúarnir beðnir að lesa af mæli til að byrja með, til að staðfesta skráðan álestur. Einnig segir að skýringin gæti verið eðlileg og eru móttakendur bréfsins beðnir að athuga hvort bilun gæti ver- ið í kerfum þeirra og mælst til þess að fagaðilar athugi hitaveitukerfið og meti hvort um bilun sé að ræða. Gunnar Lúðvíksson, fjármálastjóri hjá Seltjarnarnesbæ, hafði nýheyrt af málinu þegar Morgunblaðið talaði við hann og þekkti því ekki einstök mál. Hann fullyrti að allir væru heimsóttir af álestrarmönnum, farið væri í hvert einasta hús og oft væri farið oftar en tvisvar til að reyna að lesa á mæla. Þá væri öllum sent bréf, og sagði hann að ef einstaklingar fengju reikninga vegna tímabila langt aftur í tímann væru þeir líklega búnir að fá margar heimsóknir og bréf, en hefðu ekki sinnt því að senda inn álestur. Seltirningum barst óvænt rukkun  Tugþúsundir fyrir vanreiknaða orku Leitarmenn á Holtavörðuheiði fengu leiðinlegt veður. Vatnavextir og úrkoma tafði þá mjög við reksturinn í Þverárrétt. Þurftu þeir frá að hverfa við Hvassá í ná- grenni Fornahvamms en ær sem stökk út í drapst í ánni. Féð var síðan rekið yfir ána á brú. Miklir vatna- vextir voru einnig í Hellisá niður undir Sveinatungu og voru leitarmenn að velta fyrir sér að fara gamla veginn yfir Grjótháls. Þegar stytti upp sjatnaði fljótt í ánni og var hægt að reka féð yfir hana í gærmorgun. Það seinkaði þó því að hægt yrði að hefja réttarstörf. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir Úrfelli og vatnavextir tafði rekstur Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Erfitt er að tryggja fullkomlega ör- yggi allra sjúklinga á bráðamóttöku þegar margir sjúklingar eru tepptir þar og komast ekki á legudeildir, að mati yfirlæknis bráðamóttöku Landspítalans. Svonefndum at- vikum hefur farið fjölgandi á deild- inni, að hluta til vegna álagsins, það er að segja að eitthvað hefur farið úrskeiðis við meðhöndlun sjúklinga. Lengi hefur verið mikið álag á bráðamóttökunni en það hefur verið sérstaklega mikið að undanförnu. Páll Matthíasson forstjóri gat um það í pistli sem hann skrifaði á vef spítalans sl. föstudag að vafasamt „aðsóknar- met“ hefði verið slegið í vikunni. Sömuleiðis hefðu aldrei jafn margir beðið innlagnar á spítalann og ein- mitt þann dag. Föstudagurinn sem bar upp á 13. dag mánaðarins var sérstaklega erfiður. Þá voru lagðir inn 40 sjúklingar en aðeins eru skil- greind 34 legupláss, að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar yfirlækn- is. Því voru innlagðir sjúklingar fleiri en deildin getur tekið við í rými sem til þess eru ætluð. Málið var leyst með sjúkrarúmum á göng- um og meðferðarstólum og auka- vöktum starfsfólks. Ástandið versnar stöðugt „Meginálagið liggur ekki í þeim fjölda sem kemur á bráðamóttökuna heldur í því að búið er að loka það mörgum rúmum á spítalanum vegna skorts á hjúkrunarfræðingum að sjúklingar komast ekki í viðeigandi úrræði eftir að hafa fengið þjónustu á bráðamóttökunni. Þetta er að versna vegna þess að ekki hafa öll rúm verið opnuð eftir sumarloka- nir,“ segir Jón Magnús. Hann segir að í stöðu eins og var á föstudag sé hugsanlegt að einhver sjúklingur sé látinn bíða lengur en æskilegt er vegna plássleysis. Þá sé erfitt fyrir starfsfólkið að hafa yf- irsýn yfir alla sjúklinga og öll þau verk sem þurfi að sinna hjá þeim. „Stundum skiptir höfuðmáli að þau sem leita til okkar fái hraða og góða þjónustu. Við getum ekki tryggt það þegar svona er,“ segir yfirlæknirinn. Spurður hvort starfsemi deildar- innar sé komin að öryggismörkum segir Jón Magnús að það sé mat stjórnenda á bráðamóttöku að erfitt sé að tryggja fullkomlega öryggi allra sjúklinga þegar margir sjúk- lingar eru þar og komast ekki á deildir. Hafi atvikum farið fjölgandi þar sem eitthvað hafi farið úrskeiðis við meðhöndlun sjúklinga. Það hafi þó ekki gerst á föstudag. „Okkar áhyggjur snúa að því að ástandið fer stöðugt versnandi og það þýðir að á einhverjum tímapunkti verði bráða- móttakan óstarfhæf, nema til komi einhverjar breytingar,“ segir Jón Magnús. Erfitt að tryggja öryggi allra sjúklinga  Mikið álag hefur verið á bráðamóttöku vegna þess að sjúklingar komast ekki á viðeigandi deildir vegna lokaðra sjúkrarúma  Fleiri sjúklingar á deildinni en rúm er fyrir  Atvikum hefur farið fjölgandi Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Bráðamóttaka 40 sjúklingar voru lagðir inn sl. föstudag, í 34 sjúkrarými. Jón Magnús Kristjánsson „[Lögreglan] rakst bara á vegg, að ég held, og ég hef ekki heyrt að neitt meira hafi komið út úr því.“ Þetta segir Jóhann Ágúst Hansen, fram- kvæmdastjóri hjá Gallerí Fold, spurður um fölsunarmál vegna tveggja mynda eftir Stórval, sem Morgunblaðið flutti fréttir af í vor. Var í byrjun mars hætt við uppboð á tveimur verkum eftir Stórval, Stefán Jónsson frá Möðrudal, vegna gruns um að verkin væru fölsuð. Sagðist Ólafur Ingi Jónsson forvörður hand- viss um að verkin væru fölsuð og að grunur væri uppi um fleiri nýlegar falsanir á verkum Stórvals. Spurður um afdrif verkanna tveggja segist Jóhann telja þau vera hjá aðilanum sem keypti þau. Ólafur Ingi hafi rannsakað verkin og í kjöl- farið skilað þeim, telur Jóhann. Í vor sögðust bæði Jóhann og Ólafur vera hræddir um að verkin tvö væru ein- ungis hluti af stærra fölsunarmáli, en Jóhann segir að fleiri viðlíka verk, sem grunur leikur á að séu fölsuð, hafi ekki skotið upp kollinum svo að hann viti til. „Þetta hefur alla- vega ekki haldið áfram, að mínu viti,“ segir hann. Spurður hvort menn í hans geira þurfi stöðugt að vera á varðbergi gagnvart fölsunum sem þessum kveður Ólafur já við og segir að það sé vegna þess sem Stórvalsfalsmálið í vor hafi komist upp. Segir hann enn fremur að stóra fölsunarmálið svo- kallaða, sem kom upp á tíunda ára- tug síðustu aldar, hafi áhrif enn í dag. „Ef þú horfir á stóra föls- unarmálið sem slíkt, og hvað það skildi eftir sig, þá munu alltaf vera að koma inn verk sem eru vafasöm eða ekki er hægt að sannreyna að séu eftir þann sem þau eru kennd við.“ teitur@mbl.is Hafa ekki fundið fleiri falsaðar Stórvalsmyndir  Lögregla hafi rekist á vegg í málinu  Alltaf á varðbergi Morgunblaðið/Sigurður Bogi List Jóhann Ágúst Hansen, fram- kvæmdastjóri hjá Gallerí Fold.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.