Morgunblaðið - 16.09.2019, Blaðsíða 32
Hjólafærni, Listasafn Reykjavíkur
og Landssamtök hjólreiðamanna
bjóða upp á hjólatúr með leiðsögn í
dag, mánudag. Lagt er af stað frá
Ásmundarsafni við Sigtún kl. 18 og
hjólað um Laugardalinn og Foss-
vog. Ferðin endar síðan við Mathöll
Höfða. Aðgangur er ókeypis. Þátt-
takendur eru hvattir til að klæða
sig eftir veðri.
Listin og náttúran í
umhverfinu á hjóli
MÁNUDAGUR 16. SEPTEMBER 259. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
Valskonur voru aðeins nokkrum
sekúndum frá því að tryggja sér Ís-
landsmeistaratitil kvenna í knatt-
spyrnu í gærkvöld. Heiðdís Lillýj-
ardóttir jafnaði fyrir Breiðablik
með síðustu snertingunni í
uppbótartíma leiksins í uppgjöri
toppliðanna á Kópavogsvelli. Valur
stendur þó mun betur að vígi með
tveggja stiga forskot fyrir loka-
umferðina næsta laugardag. »27
Valskonur sekúndum
frá meistaratitlinum
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Haukar, Afturelding og ÍBV hafa öll
unnið tvo fyrstu leiki sína í Olísdeild
karla í handknattleik en fimm leikir
af sex í annarri umferð fóru fram í
gær. FH fékk sín fyrstu stig með sigri
á Valsmönnum þar sem frábær byrj-
un lagði grunninn
að sigri
Hafnarfjarð-
arliðsins.
Haukar
knúðu fram
sigur á KA
norður á Ak-
ureyri. »25
Hafnarfjarðarliðin
fögnuðu sigrum
Á ENDANUM
VELUR ÞÚ
COROLLU
VERÐUR
ÞÚ HEPPINN
ÁSKRIFANDI
sem verður dreginn út 16. október?
Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru
með í leiknum. Hér má sjá valkostina
sem einn af áskrifendum okkar fær
að velja um þegar hann fær að gjöf
nýja og glæsilega Toyota Corolla.*
Fylgstu með.
*Heppinn áskrifandi fær að velja á milli Corolla Hatchback,
Corolla Touring Sports og Corolla Sedan; þriggja glæsilegra
Hybrid-bíla með 1,8 lítra vél í Active-útfærslu.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Ég er appelsínugulur og grænn í
gegn,“ segir Bjartur Aðalbjörns-
son, fyrirliði karlaliðs Einherja á
Vopnafirði í knattspyrnu.
Bjartur hefur undanfarin miss-
eri unnið að því að skrásetja sögu
félagsins. Við þá vinnu komst
hann að því að Einherji var í raun
stofnaður árið 1929 en ekki 1925
eins og jafnan hefur verið talið.
Félagið fagnar því 90 ára afmæli
síðar á árinu en söguritunin er
ekki komin það langt hjá Bjarti að
nokkuð verði gefið út af því tilefni.
„Ég hef alltaf verið mikill
áhugamaður um gamla Einherja-
tíma og langaði að vita við hvað
var fengist áður en knattspyrnan
fór á fullt árið 1974,“ segir Bjart-
ur sem hefur sótt sér fróðleik á
Héraðsskjalasafn Austurlands, í
tímarit og dagblöð auk þess sem
félagatöl og fundargerðabækur
hafa varðveist. Annars hefur illa
verið haldið utan um sögu félags-
ins að mati fyrirliðans sem
rennur blóðið til skyld-
unnar.
Verkefnið lagðist
á sálina
„Ég tók ákvörðun um
það á síðasta ári að
hægja á og safna heim-
ildum bara í rólegheit-
um. Þetta var orðið svo
stór hluti af lífi mínu og
farið að leggjast svo á sál-
ina að ég ætlaði ekki að
gera sjálfum mér það að
stressa mig um of. Þetta
var bara orðið of stórt
verkefni,“ segir Bjartur
sem sér fyrir sér að búa
til ramma sem hann
eða einhver annar geti
unnið eftir og mögu-
lega skilað af sér
sögu félagsins á
hundrað ára af-
mælinu. Sjálfur
væri hann
spenntastur
fyrir að gera heim-
ildarmynd um sögu
Einherja. Bjartur
hvetur þá sem luma
á góðum sögum,
fróðleik eða ljós-
myndum úr sögu
Einherja að hafa
samband við sig, til
að mynda í gegnum
netfangið bjart-
ur@einherji.net.
Bjartur á ekki
langt að sækja
áhugann á Ein-
herja. Pabbi hans, Að-
albjörn Björnsson, er
annar leikjahæsti leik-
maður félagsins og sat í
stjórn þess um áratugaskeið
auk þess að þjálfa liðið.
Mamma hans, Adda Tryggva-
dóttir, lék með kvennaliðinu á
tíunda áratugnum og yngri bróð-
irinn Heiðar er varafyrirliði
Einherja í dag.
Bjartur segir að gullaldarár
Einherja hafi verið á níunda ára-
tugnum. Þá spilaði liðið sex tíma-
bil í næstefstu deild og var hárs-
breidd frá því að komast upp í
efstu deild árið 1986. Liðið var þá
eingöngu skipað heimamönnum
fyrir utan markmann og þjálfara
sem verður að teljast markvert í
ekki stærra bæjarfélagi en
Vopnafjörður er.
Félagið byggði sundlaugina
Fyrirliðinn segir að annað at-
riði í sögu Einherja hafi vakið
sérstaka athygli sína. „Það
stærsta sem þetta félag hefur
gert var þegar það byggði sund-
laugina í Selárdal,“ segir hann en
sú laug þykir ein sú skemmtileg-
asta á landinu og er bæði róm-
aður samkomustaður heimamanna
og vinsæll viðkomustaður ferða-
manna.
Bjartur er 25 ára gamall en er
samt að ljúka ellefta tímabili sínu
í meistaraflokki með Einherja.
Hann segist aðspurður vera að
nálgast 150 leiki með félaginu.
„Markmiðið er auðvitað að ná
pabba sem spilaði 251 leik,“ segir
fyrirliðinn.
Fyrirliðinn skráir
sjálfur sögu félagsins
Bjartur Aðalbjörnsson uppgötvaði að Einherji var stofnaður 1929
Ljósmynd/Jóhann Árnason
Einherji Aðalbjörn Björnsson, faðir Bjarts, í leik gegn Skallagrími 1984.
L
jó
sm
yn
d/
Jó
n
R
ag
na
r H
el
ga
so
n
Fyrirliðinn Bjartur
Aðalbjörnsson
hefur leikið í ellefu
ár með Einherja.