Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 1
L A U G A R D A G U R 2 8. S E P T E M B E R 2 0 1 9
Stofnað 1913 228. tölublað 107. árgangur
SIGRÍÐUR HEFUR
RANNSAKAÐ
ÓMAGA HEIÐURSGESTUR Á RIFF
END OF SENTENCE 53DAGLEGT LÍF 12
Hjörtur Guðmundsson
Sigurður Bogi Sævarsson
„Hvað lífskjarasamninginn varðar
þá vinnur þetta algerlega gegn
markmiðum hans. Það liggur í hlut-
arins eðli þar sem samningurinn fól í
sér að lækka kostnaðinn við það að
lifa, þar með talið með tilliti til skatt-
byrði,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson,
formaður VR, um hugmyndir um
veggjöld í samkomulagi ríkisins og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
um uppbyggingu samgangna.
ur en það. Fólk hefur til dæmis verið
að flytja á Suðurnesin, Suðurlandið,
Akranes. Fólk hefur verið að flýja
alltaf lengra og lengra út fyrir stór-
höfuðborgarsvæðið til þess að kom-
ast í hagkvæmara húsnæði og þar af
leiðandi taka á sig þann aukakostnað
sem felst í því að keyra á milli. Aukin
veggjöld munu klárlega stríða gegn
öllum þeim markmiðum sem við höf-
um verið að setja okkur varðandi
lífskjarabætur, ekki aðeins fyrir
lægri tekjuhópana heldur alla tekju-
hópa,“ segir hann.
„Almennt erum við í Samtökum
atvinnulífsins hlynnt veggjöldum, en
almennt snýst málið um að áhersl-
urnar séu réttar og þá skiptir rétt út-
færsla mála öllu,“ segir Halldór
Benjamín Þorbergsson, fram-
kvæmdastjóri SA. „Ísland er þegar
háskattaríki í alþjóðlegum saman-
burði og því þarf við innleiðingu
veggjalda að gæta þess að þau auki
ekki álögur á fólk og fyrirtæki um-
fram það sem nú er,“ segir Halldór.
Ítarlegra viðtal við Ragnar Þór er
að finna á mbl.is. »10 og 24
„Ég trúi því að stjórnvöld átti sig á
því í hvaða vegferð þau eru að fara
ætli þau sér að ógna þeirri miklu og
góðu vinnu sem við náðum síðasta
vor með gerð þriggja og hálfs árs
samnings,“ segir hann.
Ragnar bendir á að viðbúið sé að
veggjöldin lendi ekki hvað síst á lág-
tekjufólki sem sest hafi að í úthverf-
um til þess að komast í ódýrara hús-
næði. „Þetta liggur í hlutarins eðli.
Sérstaklega í ljósi þess að lágtekju-
fólk hefur verið að koma sér fyrir í
úthverfum borgarinnar og gott bet-
Lífskjarasamningnum ógnað
Ragnar Þór varar við veggjöldum Álögur aukist ekki, segir Halldór Benjamín
Fjölmenni var á Austurvelli í Reykjavík í gær á síðasta degi allsherjarverk-
falls þar sem vakin var athygli á loftslagsvánni og krafist var varnaraðgerða
stjórnvalda. Í tilefni af Alþjóðlegu loftslagsvikunni hafa verið haldnar sam-
komur og baráttufundir vegna þessara mála víða um veröld, svo sem vestur í
Kanada þar sem myndin hér til hliðar var tekin. Á fundinum í Reykjavík í
gær tók Rauði krossinn þátt. Sjónarmið hans er að aðgerðir í loftslagsmálum
kosti minna en að sitja hjá.
Fulltrúar háskólanema og ungir umhverfissinnar funduðu í gær með fjór-
um ráðherrum og kynntu þeim kröfur sínar, það er að Ísland lýsi yfir
neyðarástandi vegna loftslagsvár og að því fylgi aðgerðir sem tryggi að los-
un Íslands minnki árlega um minnst 5% svo kolefnishlutleysi náist fyrir árið
2040. „ Vonbrigði,“ sagði Jóna Þórey Pétursdóttir, formaður Stúdentaráðs,
eftir að ríkisstjórnin afþakkaði að skrifa undir tillögur hópsins. »23
Krefjast aðgerða í
loftslagsmálunum
Lokadagur heimsverkfalls vegna umhverfismála og fundir voru haldnir víða um veröldina
Morgunblaðið/Eggert
Reykjavík Ungt fólk var áberandi á fundinum í gær og sjónarmið þess í loftslags- og umhverfismálum komu skýrt fram þegar skiltum var haldið á lofti.
AFP
Kanada Plánetan brennur, segja ungmenni vestanhafs. Talið er að mót-
mælendur í loftslagsmálum hafi komið saman í um 150 löndum í gær.
Sveitarstjórn Vopnafjarðar-
hrepps hefur boðað til opins íbúa-
fundar nk. mánudag til að kynna
ákvörðun um uppgjör á vangoldn-
um lífeyrissjóðsiðgjöldum hluta
starfsmanna sinna. Vegna mistaka
voru mótframlög vinnuveitenda
ekki hækkuð á árinu 2005, í sam-
ræmi við ákvæði kjarasamninga.
Gekk þetta í tíu ár og safnaðist upp
rúmlega 40 milljóna króna skuld.
Sveitarstjórn ákvað að greiða
höfuðstólinn og vexti af greiðslum
sem ekki teljast fyrndar. Telur
nefndin að lífeyrissjóðurinn Stapi
eigi einnig að taka ábyrgð en hann
lætur það sem upp á vantar skerða
lífeyrisréttindi starfsfólksins. »11
Opinn íbúafundur
um uppgjör skuldar
Örn Kaldalóns Magnússon var 19
ára að aldri þegar hann greindist
með DM-sjúkdóminn, sem er vöðva-
rýrnunarsjúkdómur og hefur áhrif
á mörg kerfi líkamans.
Örn verður fertugur á morgun,
sunnudag, en hann hefur verið
veikur meira og minna alla ævi.
Viðtal er við hann og móður hans,
Margréti Kaldalóns, í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins.
Lengi vel var ekki vitað hvað am-
aði að drengnum og engin skýring
fannst fyrr en hann var tæplega tví-
tugur. DM-sjúkdómurinn er sjald-
gæfur. Á heimsvísu er hlutfallið 1
af hverjum 8.000 en hér á landi er
sjúkdómurinn algengari, eða 1 af
hverjum 3.500.
Morgunblaðið/Ásdís
Mæðgin Margrét Kaldalóns og Örn Kalda-
lóns Magnússon hafa staðið í ströngu.
Hefur glímt við
veikindi alla ævi
Icelandair hefur ákveðið að færa
MAX-vélarnar sem staðið hafa á
Keflavíkurflugvelli frá mars sl. í
betra loftslag. Verður vélunum
væntanlega flogið strax eftir helgi
til Toulouse í Suður-Frakklandi þar
sem þær verða geymdar. Afla
þurfti leyfa til flugsins hjá Boeing-
verksmiðjunum og flugmála-
yfirvöldum á Íslandi og í Evrópu.
Flugmenn Icelandair fljúga vél-
unum og verða væntanlega ein-
göngu tveir um borð. »4
MAX-vélarnar ferj-
aðar til Toulouse
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Kyrrsettar MAX-vélarnar hafa verið á
Keflavíkurvelli frá því í mars á þessu ári.