Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 50
50 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Stór yfirlitssýning á verkum Magn-
úsar Pálssonar verður opnuð í
Listasafni Reykjavíkur, Hafnar-
húsi, í dag, laugardag, klukkan 16.
Sýningin ber heitið Eitthvað úr
engu en þar er sjónum beint að
efnislegri list Magnúsar.
„Það mætti segja að þetta væri
eins konar framhaldsverkefni hjá
listasafninu. Árið 2013 var safnið
með mikla sýningu á gjörningum
Magnúsar sem eru stór hluti hans
listsköpunar síðustu áratugi. Við
varðveitum mikið heimildasafn um
Magnús þar sem fólk getur grúsk-
að í hans ævistarfi og við vildum
halda áfram með þessa vinnu, að
koma honum og verkum hans til
skila á einhvern hátt. Á þessari
sýningu erum við að einbeita okkur
að myndheimi Magnúsar. Sem eru
efnislegir hlutir, myndir, skúlptúr-
ar, vídeóverk – svona safnaverk,“
segir Markús Þór Andrésson, ann-
ar af tveimur sýningarstjórum sýn-
ingarinnar Eitthvað úr engu.
Ásamt honum fer Sigurður Trausti
Traustason með sýningarstjórn.
„Þannig gerum við grein fyrir 60
ára ferli sem hefst skömmu upp úr
1960 með fyrstu verkum Magnús-
ar. Sýningin spannar allan tímann
til dagsins í dag og öll þau ólíku
tímabil sem hann hefur gengið í
gegnum. Þar má greina íslenska
listasögu í grunninn því Magnús
kemur svo víða við og er svo mikill
áhrifavaldur,“ segir Markús.
Frá tungumáli í myndmál
„Á sýningunni leggjum við
áherslu á hlutina og myndirnar.
Við drögum fram þekkta skúlptúra
þar sem Magnús er að vinna með
hið óefniskennda eins og tilfinn-
ingar, hljóð eða einhvers konar
óefnislega hluti. Þá eru skúlptúrar
og myndir þar sem Magnús styðst
við tungumálið, eins og orð í ljóð-
um. Magnús er að leika sér að
þessari tilfærslu frá tungumáli yfir
í myndmál. Hann notar bæði form-
ið á tungumálinu í myndverkum
sínum en líka inntakið í sögnum og
frásögnum.“
Einnig verða bókverkum Magn-
úsar gerð sérstök skil á sýning-
unni, að sögn Markúsar.
Sýningunni er á vissan hátt deilt
í tvennt eftir tveimur þrjátíu ára
tímabilum ferils Magnúsar. Hún
gefur þannig góða yfirsýn yfir verk
Magnúsar.
„Ég held að þarna birtist ótví-
rætt einhver heildarsýn á verkin
og þetta ævistarf og þá einkum á
þann fjölbreytileika og þá hug-
myndaauðgi sem Magnús býr yfir.
Líka það hversu fær hann er í því
að fara á milli listgreina og list-
forma með hugmyndir sínar. Mað-
ur sér sömu hugmyndirnar birtast
þegar hann er að hanna leikmyndir
fyrir leikhús og þegar hann er að
gera innsetningar eða myndverk.
Sýningin rennir styrkum stoðum
undir þann hugmyndaheim sem
hann byggir verk sín á,“ segir
Markús.
Magnús er tvíræður þegar hann
ræðir um list sína, að sögn Mark-
úsar.
„Það skiptist á einhver innileg
ást á þessum verkum hans en líka
kæruleysi gagnvart þeim. Hann vill
ekki gera of mikið úr þessu vegna
þess að þarna eru oft á tíðum ein-
hverjar hversdagslegar litlar hug-
myndir sem hann hefur ýtt af stað
og svo verður þetta að lykilverkum
í listasögunni ef svo má segja.“
Markús segir heimildasafn um
Magnús sem Listasafn Reykjavík-
ur varðveiti sé einstakt fyrirbæri.
„Það á vel við í tilviki Magnúsar
vegna þess að hann skapar að
miklu leyti óefniskennd verk, stað-
eða tímabundin. Þá eru arkívin svo
mikilvæg sem heimildir um verk
sem eru kannski horfin eða þyrfti
að endurgera.“
Titill sýningarinnar, Eitthvað úr
engu, er tilvísun í Magnús sjálfan.
„Hann er þarna að fjalla um verk,
gifsstyttu af hundi sem smám sam-
an brotnar upp í hey og verður
hálfgerð hrúga en byggist síðan
aftur upp og breytist í hund.
Magnús talar um það að ef maður
tekur einn hluta verksins út fyrir
sviga og horfir til dæmis á haug af
einhverju gifsdrasli og heyi þá er
það ekki neitt en í samhenginu þá
verður það að einhverju sem hefur
gildi og merkingu.“
Það er einmitt þessi hugmynd
sem Magnús byggir mörg verka
sinna á, að sögn Markúsar.
„Hann gerir eitthvað úr engu
með því að vinna með fundna hluti,
sagnir, hugmyndir og myndefni,
skeyta það saman og setja það svo
í samhengi listarinnar og þá verður
það að einhverju, verður að sjálf-
stæðu listaverki. Þetta er í raun
saga myndlistarinnar alla tíð, að
skapa eitthvað úr engu.“
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
60 ár Markús, Magnús og Sigurður í Hafnarhúsi. Á sýningunni verður farið yfir 60 ára listamannsferil Magnúsar.
List sem verður til úr engu
Hið efnislega í list Magnúsar Pálssonar í forgrunni á nýrri sýningu Sýn-
ingin birtir heildarsýn á ævistarf og hugmyndaauðgi 60 ára ferils Magnúsar
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Í dag hefst ný 15.15 tónleikasyrpa
Caput-hópsins í Breiðholtskirkju.
Tónleikarnir nefnast Áskell Másson
– portrett, enda verða þar flutt fjög-
ur tónverk Áskels auk verks Jap-
anska tónskáldsins Toru Takemitsu,
„Quatrain II“.
Áskell valdi verk Takemitsu til
flutnings ásamt verkum sínum á
þessum tónleikum en Takemitsu
hefur haft áhrif á tónsmíðar Áskels í
gegnum tíðina.
Tónverk Áskels sem flutt verða á
tónleikunum eru „5 Pieces“ fyrir
trompet og básúnu, „Mirage“, eða
„Tíbrá“ fyrir einleikshörpu, „Són-
ata“ fyrir fiðlu og píanó og „Oktett“.
Sá síðastnefndi verður frumflutt-
ur á tónleikunum en hann er búinn
að vera í smíðum um langa hríð og
var fluttur sem septett árið 2005.
Þrír ólíkir kaflar
„Hann byrjaði sem septett og svo
var hann eins og smá skissa sem lá
óhreyfð í nokkur ár. Þetta endaði
sem sagt sem oktett í þremur að-
skildum köflum sem eru dálítið ólík-
ir,“ segir Áskell.
„Verkið byrjar á hröðum og kraft-
miklum kafla sem er með mjög ein-
falda aðal laglínu. Í kjölfarið kemur
litríkur þáttur þar sem margar sjálf-
stæðar raddir heyrast. Svo er þriðji
þátturinn þéttur og síbreytilegur
hljóðmassi sem ég eiginlega leysi
upp smátt og smátt og verkinu lýkur
á hljóðlátan hátt.“
Verkin eru frá ólíkum tímum og
spanna alls 27 ára tímabil á ferli Ás-
kels. Hann segir þau spegla bæði
breidd og fjölbreytileika tónlistar
sinnar.
Verkalisti Áskels telur nú yfir 200
tónverk í nær öllum formum og
gerðum.
Caput-hópurinn samanstendur af
fjölda tónlistarmanna en þegar mest
lætur spila átta tónlistarmenn á
þessum tónleikum. Hópurinn mun
halda fleiri 15:15 tónleika í vetur en
þeir verða allir, og þar á meðal tón-
leikarnir með verkum Áskels, klukk-
an 15.15 á laugardögum. Miða má
nálgast við innganginn.
Frumflytja oktett
í Breiðholtskirkju
Tónskáld Áskell Másson.
Heimildarmynd-
in The Seer &
The Unseen
verður frumsýnd
á Alþjóðlegu
kvikmyndahátíð-
inni í Reykjavík,
RIFF, í Bíó Para-
dís í dag kl. 16.45
og verður Sara
Dosa, leikstjóri
hennar, viðstödd sýninguna. Mynd-
in er í tilkynningu sögð töfraraun-
sæismynd sem fjalli um djúp tengsl
við náttúruna með því að segja sögu
Ragnhildar „Röggu“ Jónsdóttur,
ömmu, náttúruverndarsinna og sjá-
anda. Myndin er framleidd af ís-
lenskum og bandarískum fyrirtækj-
um og hlaut styrk frá Kvikmynda-
miðstöð Íslands. Hún var heims-
frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í
San Francisco í apríl síðastliðnum
og hlaut þar Golden Gate Award,
McBaine Bay Area heimildar-
myndaverðlaunin.
The Seer & The
Unseen á RIFF
Sara Dosa
Einar Kárason
rithöfundur
frumsýnir sýn-
ingu sína Storm-
fugla í Þjóðleik-
húskjallaranum í
kvöld kl. 19.30
og er sýningin á
vegum Þjóðleik-
hússins. Sýning-
una byggir Ein-
ar á samnefndri bók sinni sem kom
út í fyrra.
„Stormfuglar er áhrifamikil
saga um örvæntingarfulla baráttu
íslenskra sjómanna við miskunnar-
laus náttúruöfl, á síðutogara sem
lendir í aftakaveðri vestur undir
Nýfundnalandi. Togarinn hleður á
sig ísingu í nístandi frosti og ofsa-
roki, og klakabrynjan er við það að
sliga drekkhlaðið skipið. Frá mið-
unum í kring berast neyðarköll
annarra skipa sem eins er ástatt
um. Baráttan er upp á líf og
dauða,“ segir á vef leikhússins.
Einar hefur komið fram í Land-
námssetrinu og víðar sem sagna-
maður.
Einar frumsýnir
Stormfugla
Einar Kárason