Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 30

Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 30
30 UMRÆÐAN Messur á morgun MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 AKUREYRARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur er Hildur Eir Bolladóttir. Sönghópurinn Synkópa syngur. Organisti er Eyþór Ingi Jóns- son. Tekið verður við samskotum fyrir vinasöfn- uð okkar í Kapkoris í Keníu. Sunnudagaskóli í safnaðarheimilinu kl. 11. Umsjón Sonja Kro og Sigríður Hulda Arn- ardóttir. ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Fé- lagar úr kór Árbæjarkirkju leiða sönginn. Ingi G. Ingimundarson leikur á trommur, Kristina Kalló Szklenár er organisti. Barnastarf á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar. Umsjón hafa Anna Sigríður Helgadóttir og Aðalheiður Þorsteins- dóttir. Kaffi og spjall eftir stundina. ÁSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Séra Sigurður Jónsson þjónar fyrir altari og prédikar. Séra Dagur Fannar Magnússon, nývígður prest- ur til Heydala, annast samverustund sunnu- dagaskólans. Félagar úr Hljómfélaginu leiða sönginn undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulás- dóttur. Orgelleikari er Bjartur Logi Guðnason. Kaffisopi í Ási eftir messu. BESSASTAÐASÓKN | Sunnudagaskóli kl. 11 í Brekkuskógum 1. Umsjón með stundinni hafa Þórarinn og Guðmundur Jens. Síðdegismessa kl. 17 í Bessastaðakirkju. Í messunni syngur Guðrún Gunnarsdóttir sálma og lög en Lærisveinar hans sjá um undirleikinn undir stjórn Ástvaldar organista. Sr. Hans Guð- berg flytur hugleiðingu og þjónar ásamt Mar- gréti djákna. BORGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Þorbjörn Hlynur Árnason þjónar. Organisti er Steinunn Árnadóttir. Kirkjukór Borgarneskirkju leiðir sálmasöng. Sunnudagaskóli kl. 13. Um- sjón: Heiðrún Helga Bjarnadóttir. Guðsþjón- usta í Brákarhlíð kl 13.45. BREIÐHOLTSKIRKJA | Hausthátíð barna- starfsins kl. 11. Fullt af skemmtilegum atrið- um og í lokin er boðið upp á pylsuveislu. Tóm- asarmessa kl. 20. Lífleg tónlist sem Matthías Baldursson og Páll Magnússon sjá um. Prest- ar, djáknar og leikmenn þjóna saman í mess- unni. Það eru Breiðholtskirkja, Félag guð- fræðinema, Kristilega skólahreyfingin, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Samband íslenskra kristniboðsfélaga sem standa að Tómasarmessunum. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnastarf kl. 11. Daníel Ágúst, Sóley Adda, Jónas Þórir og Pálmi. Stund fyrir alla fjölskylduna með hressingu á eftir. Guðþjónusta kl. 14. Jónas Þórir og kórinn flytja tónlist. Messuþjónar og sr. Pálmi þjóna. Hress- ing og heitt á könnunni eftir messu. DIGRANESKIRKJA | Útvarpsmessa. Um- hverfismessa kl. 11. Prestur er Helga Kol- beinsdóttir. Organisti er Sólveig Sigríður Ein- arsdóttir. Kammerkór Digraneskirkju syngur. Ræðumaður er Sindri Geir Óskarsson guð- fræðingur. Léttar veitingar eftir messu. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti | Messa á sunnud. kl. 8.30 á pólsku, kl. 10.30 á íslensku, kl. 13 á pólsku og kl. 18 á ensku. Virka daga kl. 18, og má. mi. og fö. kl. 8, lau. kl. 16 er vigilmessa á spænsku og kl. 18 er vi- gilmessa. DÓMKIRKJAN | Messa og sunnudagaskóli á kirkjuloftinu kl. 11. Prestur er Sveinn Val- geirsson, organisti er Kári Þormar og Dómkór- inn. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar og prédikar. Kór kirkjunnar syngur. Arnhildur Valgarðsdóttir organisti stjórnar. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kaffi og djús í boði eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjónusta kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghóp- urinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunn- ari Gunnarssyni, organista. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GLERÁRKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í messu. Sr. Gunn- laugur Garðarsson þjónar. Kór Glerárkirkju leið- ir söng undir stjórn Valmars Väljaots organista. Umsjón með sunnudagaskóla: Sunna Kristrún djákni. GRAFARVOGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Grétar Halldór Gunnarsson prédikar og þjónar. Organisti er Hákon Leifsson og Kór Grafarvogs- kirkju leiðir söng. Sunnudagaskóli á neðri hæð kirkjunnar kl. 11. Umsjón hefur Þóra Björg Sigurðardóttir og und- irleikari er Stefán Birkisson. GRAFARVOGUR – kirkjuselið í Spöng | Selmessa kl. 13. Séra Sigurður Grétar Helga- son prédikar og þjónar. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson og Söngfjelagið leiðir söng. GRENSÁSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Pálmi Matthíasson messar og Ásta Haraldsdóttir er við hljóðfærið. Félagar úr Kirkjukór Grens- áskirkju leiða söng og messuþjónar aðstoða. Heitt á könnunni á undan og eftir messu. Barnamessa er á sama tíma í Bústaðakirkju. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðs- þjónusta og barnastarf 11. Prestur er Leifur Ragnar Jónsson, organisti er Hrönn Helgadótt- ir og kór Guðríðarkirkju syngur. Sunnudaga- skólinn á sínum stað og Pétur Ragnhildarson mun kenna Húba húba-dansinn. Kirkjuvörður er Lovísa Guðmundsdóttir, kaffisopi í boði eftir messuna. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Prestur er Jón Helgi Þórarinsson. Organisti er Guðmundur Sigurðs- son. Félagar í Barbörukórnum syngja. Bylgja Dís, Sigríður og Jasper sjá um fjölbreytta dag- skrá í sunnudagaskólanum. Hressing á eftir. HALLGRÍMSKIRKJA | Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Ásu Björk Ólafs- dóttur. Hópur messuþjóna aðstoðar. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Organisti er Hörður Áskelsson. Umsjón barnastarfs Bogi Benediktsson og Rósa Árnadóttir. Ensk messa kl. 14 í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Bænastund mánud. kl. 12.15. Fyrirbænaguðs- þjónusta þriðjud. kl. 10.30. Árdegismessa miðvikud. kl. 8. Kyrrðarstund fimmtud. kl. 12. HÁTEIGSKIRKJA | Messa kl. 11. Séra Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Léttsveit Reykjavíkur syngur undir stjórn Gísla Magna Sigríðarsonar. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Heitt á könnunni í Setrinu eftir messu. HJÚKRUNARHEIMILIÐ Skjól | Guðsþjón- usta á sal á 2. hæð á hjúkrunarheimilinu Skjóli kl. 13. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjón- ar fyrir altari. Bjartur Logi Guðnason leikur á orgelið. Vinir og vandamenn heimilisfólks vel- komnir með sínu fólki og aðstoð þeirra vel þeg- in við flutning fólks milli hæða. HÓLANESKIRKJA Skagaströnd | Fjöl- skyldumessa kl. 11. Hugrún Sif Hallgrímsdóttir leikur á flygilinn og félagar úr kór Hólaneskirkju leiða söng. Eftir messu er boðið upp á veitingar á kirkju- loftinu. Yngsta kynslóðin fær bók með bibl- íusögum og límmiða. HRAFNISTA Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11 í Menningarsalnum. Hrafnistukórinn leiðir safnaðarsöng. Organisti er Böðvar Magn- ússon. Ritningarlestur les Edda María Magn- úsdóttir. Sr. Svanhildur Blöndal prédikar og þjónar fyrir altari. HVALSNESKIRKJA | Kvöldmessa kl. 20. Al- mennur söngur við gítarslátt. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía | Sam- koma kl. 11. Translation into English. Sam- koma á spænsku kl. 13. Reuniónes en esp- añol. Samkoma á ensku kl. 14. English speaking service. Samkoma Fíló+ kl. 20. ÍSLENSKA KIRKJAN í Svíþjóð | Gautaborg. Kirkjuskóli og fjölskyldusamvera í safn- aðarheimili V-Frölundakirkju 28. september kl. 11. Íslensk guðsþjónusta verður í Västra Fröl- undakirkju sunnudag 29. september kl. 14. Ís- lenski kórinn í Gautaborg syngur. Orgel og kór- stjórn Lisa Fröberg. Altarisganga. Prestur er Ágúst Einarsson. Barnastund, smábarnahorn. Kirkjukaffi eftir guðsþjónustu. ÍSLENSKA Kristskirkjan | Almenn sam- koma kl. 13 með lofgjörð og fyrirbænum. Ald- ursskipt barnastarf. Sigríður Schram prédikar. Kaffi að samverustund lokinni. KEFLAVÍKURKIRKJA | Söngvaskáldamessa kl. 11. Síðustu þrjú ár hafa Arnór organisti og kórfélagarnir Dagný Maggýjar og Elmar Þór staðið fyrir tónleikaröðinni Söngvaskáld á Suð- urnesjum. Hluta af þeim lögum sem flutt voru í tónleikaröðinni mun Elmar syngja og Arnór spila undir í sunnudagsmessu. Á milli laga seg- ir Dagný frá tengslum trúar og tónlistar, sögu og samfélagi söngvaskáldanna við kirkjuna. Sunnudagaskóli á sama tíma. Súpa og brauð í boði. Sr. Erla þjónar og messuþjónar sinna um- gjörðinni. KIRKJUSELIÐ í Fellabæ | Kvöldmessa sunnudag kl. 20. Drífa Sigurðardóttir og Kór Áskirkju leiða lofgjörðina. Þröstur Jónsson vitn- ar um trúna og lífið. Prestur er Þorgeir Arason. Kaffisopi eftir messu. KOLAPORTIÐ | Messa kl. 14 í Kaffi-Port. Tón- list, bænir, hugvekja. KÓPAVOGSKIRKJA | Umhverfismessa kl. 11. Sr. Sigurður Arnarson þjónar fyrir altari. Helena Óladóttir, umhverfisfræðingur og kenn- ari, flytur hugleiðingu. Óskar H. Níelsson, sóknarnefndarmaður, les ritningarlestra. Kór Kópavogskirkju syngur undir stjórn Lenku Má- téová. Sálmar, ritningartextar og bænir fjalla um umhverfið. Kaffisopi á eftir í kirkjunni. Sunnudagaskólinn verður í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11. KVENNAKIRKJAN | Guðþjónusta í Neskirkju við Hagatorg kl. 20 og þess minnst að 29. september eru 45 ár síðan fyrsta konan var vígð prestur á Íslandi. Séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir prédikar og séra Arndís G. Bernhar- dsdóttir Linn flytur ávarp. Anna Sigríður Helga- dóttir syngur einsöng og Aðalheiður Þorsteinsdóttir stjórnar sálmasöng. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni messu. LANGHOLTSKIRKJA | Fjölskyldumessa kl. 11. Sr. Aldís Rut Gísladóttir þjónar, Magnús Ragnarsson er organisti og Graduale Liberi kór Langholtskirkju syngur undir stjórn Sunnu Kar- enar Einarsdóttur. Léttur hádegisverður í safn- aðarheimili að lokinni samveru. LAUGARNESKIRKJA | Messa kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Elísabet Þórðardóttir er organisti. Sr. Davíð Þór Jónsson þjónar fyrir alt- ari og prédikar. Sunnudagaskóli á meðan. Kaffi og samvera í safnaðarheimlinu á eftir. Betri stofan, Hátúni 12, kl. 13. Helgistund með sr. Davíð Þór og Elísabetu organista. 1.10.: Kyrrðarbæn kl. 20. Kristin íhugun. Hús- ið opnað kl. 19.40. Sr. Hjalti Jón Sverrisson leiðir stundina. 3.10.: Kyrrðarstund í Áskirkju kl. 12. Hádeg- isverður og opið hús Ás- og Laugarnessókna strax á eftir. LÁGAFELLSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Arndís G. Bernhardsdóttir Linn þjónar fyrir altari. Kirkjukór Lágafellssóknar leiðir safn- aðarsöng undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðs- sonar. Sunnudagaskólinn er svo í Lágafellskirkju kl. 13. Um hann sjá Berglind æskulýðsfulltrúi, Petrína og Þorvaldur Örn organisti. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Guðni Már Harðarson leiðir stundina ásamt sunnudagaskólakennurunum. 6-9 ára starf á sama tíma. Barn borið til skírnar í sunnudagaskólanum. Guðsþjónusta kl. 20. El- ísabet Ólafsdóttir söngkona syngur sálmaperl- ur í bland við frumsamið efnið. Meðleikari hennar er Hlynur Þór Agnarsson á flygil. NESKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starfsfólki sunnudagaskólans og Ari Agnarsson leikur undir. Hressing og samfélag á torginu að lokinni guðsþjónustu. NJARÐVÍKURKIRKJA Innri-Njarðvík | Guðsþjónusta og altarisganga kl. 14. Sr. Bald- ur Rafn Sigurðsson þjónar og kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Stefáns H. Kristinssonar org- anista. Meðhjálpari er Pétur Rúðrik Guðmunds- son. Sunnudagaskóli kl. 11 í Njarðvíkurkirkju/ safnaðarheimili (Innri). SALT kristið samfélag | Sameiginlegar sam- komur Salts og SÍK kl. 17 alla sunnudaga í Kristniboðssalnum Háaleitisbraut 58-60. Ræðumaður: Kristján Þór Sverrisson. Barna- starf. Túlkað á ensku. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Óli og Jóhanna leiða stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédik- ar. Félagar úr Kór Seljakirkju leiða safn- aðarsöng. Organisti: Tómas Guðni Eggertsson. Guðsþjónusta í Skógarbæ kl. 15.30. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar og Tómas Guðni spilar á píanóið. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta og sunnudagaskóli kl. 11. Bjarni Þór Bjarna- son, sóknarprestur, þjónar. Friðrik Vignir Stef- ánsson er organisti. Sveinn Bjarki og leiðtogar sjá um sunnudagaskólann. Félagar úr Kamm- erkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safn- aðarsöng. Kaffiveitingar í safnaðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Sunnudagaskól- inn á sínum stað kl. 11. Æðruleysismessa kl. 20. Guðrún Ásta Tryggvadóttir deilir reynslu. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Kór Seyð- isfjarðarkirkju leiðir söng, organisti er Rusa Petriashvili. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Ein- arsson. Mánudagana 30. september og 7. október eru kynningafundir á 12 spora starfi Vinir í bata í Öldutúni kl. 19. ÚTSKÁLAKIRKJA | Messa kl. 11. Kirkjukór- inn syngur undir stjórn Keiths Reed. VÍDALÍNSKIRKJA | Messa kl. 11. Sr. Henn- ing Emil Magnússon prédikar og þjónar fyrir alt- ari ásamt messuþjónum. Félagar í kór Vídal- ínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Sunnudagaskóli á sama tíma undir forystu Matthildar Bjarnadóttur. Kaffi og djús í safnaðarheimili að lokinni messu. Íhug- unarguðsþjónusta kl. 20. Hljómsveitin ADHD leikur og sr. Henning Emil Magnússon leiðir guðsþjónustuna. Sjá gardasokn.is VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Tónlistar- guðsþjónusta kl. 11. Ásbjörg Jónsdóttir tón- skáld flytur eigin lög í bland við djassskotin lög. Kaffihressing í safnaðarsal á eftir. ORÐ DAGSINS: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. (Matt. 6) Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Rangárvallasýsla Stóradalskirkja. Flestum finnst okkur mikil prýði að gróðri, ekki síst trjám og myndum vilja hafa mun meiri skóga á Íslandi. Auk fegurðar veita tré og skógar gott skjól fyrir köldum vindum Norður-Atlantshafsins. Ísland þyrfti að vera mun gróðursælla bæði láglendið og hálendið sem er að mestu gróðursnauð eyði- mörk. Gróðurleysið orsakast í megin- atriðum af hnattstöðu, tíðum eld- gosum, ofbeit og slæmri umgengni um landið í fortíð og nútíð. Við breytum litlu um hnattstöðuna og eldgosin en við getum stjórnað bú- fjárbeit og umgengni. Það er í raun fráleitt að lausaganga búfjár skuli enn heimil, jafn skaðleg og hún er. Svo er um 30% meira fé í landinu en þörf er á fyrir innanlandsneyslu, sem fer minnkandi. Hér stangast á hagsmunir almenn- ings og sérhagsmunir bænda. Þegar svo háttar mætti ætla að hagsmunir almennings væru í fyrirrúmi en svo er aldeilis ekki. Svo furðulegt sem það nú er þá verja margir, ekki síst stjórnmálamennum landsbyggð- arinnar sérhagsmuni hinna fáu á kostnað hagsmuna hinna mörgu og dreifðu. Hlutverk stjórnmálanna hlýtur fyrst og fremst að vera að gæta að langtímahagsmunum al- mennings og landsins en því miður er margt sem glepur. Það er ekki nóg með að sauð- fjárbændur fái nánast frítt spil með að láta búpeninginn naga gróður í landi nágranna, í úthaga og á hálendi, heldur styrkjum við sauðfjárbúskap- inn til þess og það mest af öllum þjóðum heims. Stuðningur og ávinningur Skattgreiðendum er gert að styðja landbúnaðinn beint um nálægt 15 ma. kr. á ári. Tollvernd landbúnaðar- ins kostar neytendur líka um 25 ma. kr. á ári. Þar af fer um helmingur til bænda og restin til sláturhúsa og vinnslustöðva, sem njóta í raun verndar fyrir erlendri samkeppni. Samtals eru þetta um 40 milljarðar króna á ári og er þá ekki allt talið, samanber beint og óbeint tjón sem hlýst af gróðureyðingunni, mengun, kostnað við mótaðgerðir og fleira. Af styrkjum skattgreiðenda til landbúnaðar fara um 5 ma. kr. til sauðfjárbænda. Þeir eru flestir frí- stundabændur í annarri vinnu, með fáar rollur og minna en 50 bændur munu hafa aðalatvinnu af sauð- fjárbúskap. Meðalsöluverð lambakjöts frá bændum er um 500 kr./kg. Stuðn- ingsgreiðslur skatt- greiðenda bæta um 500 kr/kg við og því fá bændur um 1.000 kr. á kg af lambakjöti. Um 30% af lamba- kjötsframleiðslunnar eru flutt úr landi. Því má segja að skattgreið- endur greiði um 1,5 ma.kr. á ári með út- flutningnum (30% af 5 ma.kr.). Þetta auðvitað gengur ekki. Til að koma í veg fyrir þetta þarf að end- urkrefja áður veittar stuðnings- greiðslur af útfluttum afurðum. Öllum þessum stuðningi er að hluta til ætlað að halda byggð í horf- inu. Þar með vinnur hann gegn eðli- legri þróun í landinu og skaðar um- hverfið á kostnað almennings og sá kostnaður er gríðarlega mikill ef grannt er skoðað. Mótum nýja stefnu Við þurfum að taka eðlilegri þróun vel og hætta að streitast við að halda úreltum atvinnuháttum á kostnað al- mennings og umhverfisins. Hvað sauðfjárræktina varðar þarf til dæm- is að huga að eftirfarandi: 1. Hætta að borga með útflutningi lambakjöts. 2. Banna lausagöngu búfjár. 3. Hætta að styðja frístundabænd- ur, þá sem hafa aðaltekjur sínar af annarri vinnu en landbúnaði. Í reynd þarf að móta nýja land- búnaðarstefnu fyrir Ísland. Sækja má fyrirmyndir í nýlega landbún- aðarstefnu Evrópu CAP – Sameig- inlegu landbúnaðarstefnuna. Þeirri stefnu er meðal annars lýst á vef- svæðinu https://betrilandbunad- ur.wordpress.com/ undir valinu Ný landbúnaðarstefna. CAP gengur í aðalatriðum út á að styðja virka bændur sem starfa sam- kvæmt viðurkenndum starfs- aðferðum. Markaðsöflin komast að til að bæta kjör bænda og stýra fram- leiðslunni í það sem eftirspurn er eft- ir. Stefnan nýtist einnig til að auka dýra- og gróðurvelferð, fegra og bæta umhverfið og landið okkar allra. Land og sauðir Eftir Guðjón Sigurbjartsson »Um 30% af lamba- kjötsframleiðslunni eru flutt úr landi. Skatt- greiðendur styðja þá umhverfisskaðandi starfsemi um 1,5 ma.kr. á ári. Þetta er alger tímaskekkja. Guðjón Sigurbjartsson Höfundar eru viðskiptafræðingur. gudjonsigurbjartsson@gmail.com Ég hlustaði á Útvarp Sögu þegar at- kvæðagreiðsla Alþingis fór fram í sambandi við afgreiðslu orkupakk- ans og varð fyrir miklum von- brigðum með alþingismenn, sem ég hafði haft mætur á, sem svöruðu með já-i. Mér datt í hug setning sem var sögð eftir fjármálahrunið í Am- eríku: Smart people can be dumb (greint fólk getur verið heimskt). Mér finnst Sigmundur Davíð Gunn- laugsson vera Jón Sigurðsson okkar tíma. Eldri borgari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hugleiðing um orkupakkann Morgunblaðið/Eggert Alþingi Þingmenn fylgjast með umræðum um þriðja orkupakkann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.