Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 23
FRÉTTIR 23Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Fjölmiðlar í Bandaríkjunum hafa skýrt frá því að uppljóstrarinn, sem lagði fram kvörtun í tengslum við símasamtal Donalds Trumps við for- seta Úkraínu, sé starfsmaður leyni- þjónustunnar CIA og hafi starfað um tíma í Hvíta húsinu í Washington. Í kvörtuninni kemur fram að Trump notaði forsetaembættið til að reyna að knýja fram rannsókn á pólitískum andstæðingi sínum, Joe Biden, fyrr- verandi varaforseta Bandaríkjanna, sem sækist eftir því að verða forseta- efni demókrata í kosningunum í nóv- ember á næsta ári. Uppljóstrarinn segir ennfremur að embættismenn í Hvíta húsinu hafi áttað sig á því hversu alvarlegt þetta mál sé og þess vegna gengið mjög langt í því að reyna að leyna upplýsingum um það. Kvörtunin snýst um símasamtal Bandaríkjaforseta við Volodimír Ze- lenskí Úkraínuforseta 25. júlí og við- brögð embættismanna í Hvíta húsinu við beiðni Trumps. Hún varð til þess fyrr í vikunni að forystumenn demó- krata í fulltrúadeild þingsins ákváðu að hafin yrði formleg rannsókn með það fyrir augum að ákæra forsetann til embættismissis. „Í opinberum skyldustörfum mín- um hef ég fengið upplýsingar frá mörgum embættismönnum stjórnar- innar um að forseti Bandaríkjanna hafi notað embættið til að biðja um af- skipti annars ríkis af kosningunum í Bandaríkjunum 2020,“ skrifaði upp- ljóstrarinn. Hann bætti við að Trump hefði m.a. reynt að „knýja annað ríki til að rannsaka einn af helstu and- stæðingum forsetans í Bandaríkjun- um“. Uppljóstrarinn sagði að forsetinn hefði reynt fá Zelenskí til að vinna með Rudy Giuliani, lögmanni Trumps, og Bill Barr dómsmálaráð- herra að rannsókninni. Þetta kom einnig fram í minnisblaði um síma- samtalið sem forsetaembættið gerði opinbert á miðvikudaginn var. Síma- samtöl forsetans við leiðtoga annarra ríkja eru ekki hljóðrituð en aðstoðar- menn hans hlýða á þau og skrá orða- skiptin. Höfðu áhyggjur af beiðninni Uppljóstrarinn hefur eftir nokkr- um embættismönnum í Hvíta húsinu að þeir hafi haft miklar áhyggjur af beiðni forsetans. Lögfræðingar hans hafi rætt hvernig taka ætti á síma- samtalinu vegna þess að þeir hafi orð- ið vitni að því að forsetinn hafi „mis- notað embættið í eigin þágu“. Embættismenn í Hvíta húsinu hafi þess vegna gripið til þess ráðs að „læsa inni“ allar upplýsingar um sam- talið, einkum minnisblaðið þar sem orðaskiptin voru skráð. Uppljóstrarinn hefur eftir em- bættismönnum í Hvíta húsinu að þeir hafi sagt lögfræðingum forsetaemb- ættisins að færa upplýsingarnar um samtalið úr tölvukerfi þar sem slík minnisblöð hafa venjulega verið geymd til að hátt settir embættis- menn geti haft aðgang að þeim. Gögnin hafi verið sett í annað tölvu- kerfi sem er ætlað fyrir leynilegar upplýsingar um mjög viðvæm mál. Uppljóstrarinn hefur einnig eftir em- bættismönnunum að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem slík minnisblöð um símasamtöl Trumps við leiðtoga ann- arra ríkja séu sett í þetta tölvukerfi. The Wall Street Journal hefur eftir fyrrverandi embættismanni, sem þekkir vel til tölvukerfa Þjóðar- öryggisráðs Bandaríkjanna, að það væri „afar óvenjulegt“ ef upplýsingar um samtöl Trumps við forseta Úkra- ínu væru geymd í öruggasta tölvu- kerfinu því að það væri ætlað þeim gögnum sem mest leynd væri yfir, t.a.m. um háleynilegar aðgerðir leyni- þjónustumanna. The Wall Street Journal hefur eftir embættismönnum í Hvíta húsinu að þeir séu enn að reyna að átta sig á þýðingu kvörtunarinnar og öryggis- ráðgjafar forsetans forðist að ræða málið. Blaðið segir að nokkrir af bandamönnum Trumps viðurkenni í trúnaðarsamtölum að þeir hafi áhyggjur af því að kvörtunin og væntanleg ákæra fulltrúadeildarinn- ar til embættismissis minnki líkurnar á því að hann nái endurkjöri í kosn- ingunum á næsta ári, þótt þeir segi opinberlega að ákæran sé liður í „nornaveiðum“ og hún komi demó- krötum í koll í kosningunum á næsta ári. Warren í forsetastólinn? Leyniþjónustunefnd fulltrúa- deildarinnar gerði kvörtunina opin- bera í fyrradag, skömmu eftir að yfir- maður leyniþjónustustofnana Bandaríkjanna, Joseph Maguire, kom fyrir nefndina til að svara spurn- ingum hennar. Michael Atkinson, aðaleftirlitsmaður leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna, fékk kvört- unina frá uppljóstraranum og sendi hana til Maguire sem ákvað að aðhaf- ast ekkert í málinu eftir að hafa ráð- fært sig við lögfræðinga dómsmála- ráðuneytisins. Atkinson tók fram að uppljóstrarinn væri „pólitískt hlut- drægur“ en taldi samt kvörtunina vera trúverðuga og ákvað því að senda hana til leyniþjónustunefnda þingsins. Ambrose Evans-Pritchard, frétta- skýrandi breska blaðsins The Tele- graph, spáir því að kvörtun uppljóstr- arans og ákæran til embættismissis hafi mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Trump. „Þegar ég starfaði í Wash- ington fjallaði ég um yfirheyrslurnar í Íran-kontramálinu gegn Ronald Reagan og hneykslismálin sem leiddu til ákærunnar til embættismissis á hendur Bill Clinton. Þetta mál virðist vera ólíkt þeim,“ segir Evans-Pritch- ard. Hann líkir Úkraínumálinu við Watergate-hneykslið sem varð til þess að Richard Nixon neyddist til að segja af sér 1974 vegna yfirvofandi ákæru til embættismissis. Evans- Pritchard bendir á að bandaríska þjóðin vildi ekki að Clinton yrði vikið frá vegna framhjáhalds, þótt hann hafi verið sakaður um meinsæri. „Úkraínumálið snýst meira um lýð- ræðið í Bandaríkjunum. Og forystu- menn repúblikana líta ekki á Trump sem einn af þeim. Þeir umbera hann. Það kæmi mér ekki á óvart að sjá þá snúast gegn honum ef – og þegar – yfirheyrslurnar í máli hans minnka fylgi hans í könnunum. Ég held ekki að honum takist að bjarga sér með því að leika píslarvott til að þjappa stuðningsmönnum sínum saman. Staðreyndirnar eru of hræðilegar.“ Evans-Pritchard telur að Úkraínu- málið skaði einnig Biden og auki lík- urnar á því að vinstrisinnaða þing- konan Elizabeth Warren verði forsetaefni demókrata og síðan næsti forseti Bandaríkjanna. Reyndu að leyna gögnunum  Menn Trumps óttast að kvörtun uppljóstrara og ákæra til embættismissis minnki líkurnar á því að forsetinn nái endurkjöri  Evans-Pritchard telur auknar líkur á því að Elizabeth Warren verði forseti Birti fyrstu fréttina um kvörtun uppljóstrarans, sagði aðeins að hún snerist um „loforð“ sem Trump væri sakaður um að hafa gefið leiðtoga annars ríkis Atburðarásin frá því að Donald Trump ræddi í síma við forseta Úkraínu og þar til forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings lýsti því yfir að hafin yrði formleg rannsókn með það fyrir augum að ákæra forsetann til embættismissis Volodimír Zelenskí forseti Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti Trump hvatti Zelenskí til að hefja rannsókn á gerðum Joe Bidens og sonar hans í Úkraínu Var í stjórn Burisma, úkraínsks jarðgas- fyrirtækis sem er sakað um spillingu Þegar hann var varaforseti Bandaríkjanna beitti hann og embættismenn annarra vestrænna ríkja sér fyrir því að ríkissaksóknara Úkraínu yrði vikið frá vegna þess að hann var talinn hindra rannsóknir á spilllingu í landinu Sækist nú eftir því að verða forsetaefni demókrata Forseti fulltrúadeildar þingsins (demókrati) Sakaði Trump um embættisbrot með því að óska eftir rannsókn á pólitískum andstæðingi hans til að hafa áhrif á kosningar Hunter Biden (sonur Joe) Joe Biden Joseph Maguire Bill Barr dómsmálaráðherra Michael Atkinson Nancy Pelosi Símasamtal 25. júlí 12. ágúst 24. september 8 1 2 3 5 4 7 6 Óþekktur uppljóstari, lagði fram kvörtun í tengslum við símasamtalið Aðaleftirlitsmaður leyniþjónustu- stofnana Bandaríkjanna Taldi kvörtunina trúverðuga og sendi hana til... Ráðfærði sig við lög- fræðinga ... Ákvað að senda ekki kvörtunina til þingsins Yfirmaður leyni- þjónustustofnana Dómsmálaráðuneytið Hvíta húsið Leyniþjónustu- nefndir þingsins 18. september 9. september Washington Post Frá símasamtali Trumps til yfirlýsingar Pelosi um ákæru til embættismissis Tilkynnti að hafin yrði formleg rannsókn með það fyrir augum að ákæra forsetann Eftir að Maguire ákvað að aðhafast ekkert í málinu skýrði Atkinson þinginu frá kvörtuninni starfsmaður CIA, Stefnir í ákæru » Nancy Pelosi, forseti full- trúadeildar Bandaríkjaþings, sagði í gær að rannsóknin á meintum embættisbrotum Do- nalds Trumps ætti ekki að taka langan tíma vegna þess að gögnin sem lægju nú þegar fyrir væru mjög skýr og sýndu að forsetinn hefði stefnt þjóðaröryggi í hættu. » Talið er að meirihluti þing- manna fulltrúadeildarinnar styðji nú ákæru á hendur Trump til embættismissis. » Samþykki deildin ákæruna réttar öldungadeild þingsins í málinu. Ólíklegt þykir að hún samþykki embættissviptingu með tilskildum meirihluta at- kvæða, eða tveimur þriðju. Hundruð þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í borgum víða í Evr- ópu í gær til að krefjast aðgerða til að stemma stigu við loftslagsbreyt- ingum í heiminum. Mótmæli fóru m.a. fram í 180 borgum og bæjum á Ítalíu, þau fjölmennustu í Mílanó og Róm. Slík mótmæli fóru einnig fram í borgum í Kanada, meðal annars í Montreal þar sem sænska baráttustúlkan Greta Thunberg flutti ræðu. Hún hvatti forsætisráð- herra landsins, Justin Trudeau, og leiðtoga annarra ríkja til að taka mark á vísindamönnum og leggja meira af mörkum til að minnka los- un gróðurhúsalofttegunda. Taki mark á vísinda- mönnum AFP Fjölmennar baráttugöngur gegn loftslagsvá í borgum í Evrópu og Kanada Á Hlekkjabrú Baráttuganga gegn loftslagsbreytingum í miðborg Búdapest. GIMLI fasteignasala / Grensásvegi 13, 108 Rvk. / s 570 4800 / gimli@gimli.is www.gimli.is Mikil sala! Góður sölutími framundan. Óskum eftir öllum tegundum eigna á skrá.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.