Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Viðskiptablaðið fjallar í pistliundir heitinu Óðinn um fjár-
lögin og er ekki hrifið af því sem
þar er að finna. Gagnrýnin snýr
einkum að því hve mjög fjárlögin
hafa blásið
út á síðustu
árum og
hve mjög
hefur skort
á fyrir-
stöðu gegn
þeirri þró-
un. Bent er á að það sé „stór-
fenglegt áhyggjuefni hversu um-
fang ríkisins mun vaxa milli áranna
2019 og 2020 eða um 7,8%“. Síðar
segir: „Á verðlagi dagsins í dag
áttu ríkisútgjöldin árið 2008 að
verða 724,2 milljarðar króna. Óðinn
man ekki betur en þessi ár hafi ver-
ið ágæt. Jú, Landspítalinn og Rík-
isútvarpið kvörtuðu yfir alvar-
legum fjárskorti, rétt eins og
áratugina á undan. Og eftir.
Fjárlagafrumvarp 2020 gerir ráð
fyrir 1.005 milljarða útgjöldum.
Það er 282 milljörðum hærri út-
gjöld en árið 2008 eða 39% meiri út-
gjöld.“
Þá er rifjað upp að eftir fallbankanna hafi verið gripið til
stóraukinnar og vafasamrar skatt-
heimtu og bent á að þau hæpnu rök
sem þá voru færð fyrir skattahækk-
ununum eigi alls ekki lengur við.
Loks er vikið að því að velferð og
velsæld landsmanna „hvílir á fram-
taki og verðmætasköpun þjóð-
arinnar, fólksins og fyrirtækjanna.
Auðlegð þessarar þjóðar verður
ekki til í fjárhirslum fjármálaráðu-
neytisins, þvert á móti skiptir sköp-
um að hið opinbera haldi að sér
höndum, bæði í skattheimtu og um-
svifum. Það fer enginn betur með
annarra fé en eigið, þannig nýtist
vinna og verðmæti best, öllum til
góða.“
Vinstri grænir taka örugglegaekki undir þetta, en ættu aðrir
í ríkisstjórninni ekki að gera það?
Hömlulaus
útþensla ríkisins
STAKSTEINAR
Á árinu 2018 unnu á skrifstofu Dags
B. Eggertssonar borgarstjóra og
Stefáns Eiríkssonar borgarritara að
meðaltali 55 starfsmenn í 51 stöðu-
gildi, að stjórnendum og embættis-
mönnum meðtöldum.
Þetta kemur fram í svari sviðs-
stjóra mannauðs- og starfsumhverf-
issviðs Reykjavíkurborgar við fyrir-
spurn borgarráðsfulltrúa
Sjálfstæðisflokksins sem lagt var
fram í borgarráði á fimmtudaginn.
Skiptist skrifstofan í eftirfarandi
einingar, sam-
kvæmt svarinu:
Skrifstofu, mann-
auðsdeild, upp-
lýsingadeild,
Borgarskjalasafn
og tölfræði og
greiningu. Heild-
arlaunakostnaður
á árinu 2018 var
597,5 milljónir
sem skiptist í
laun 485,8 milljónir og launatengd
gjöld 111,7 milljónir. Meðalheildar-
laun fyrir 100% starf voru 772 þús-
und krónur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins lögðu fram svohljóðandi
bókun: „Hér staðfestist það sem
Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið
fram að 55 starfsmenn hafi verið á
skrifstofu borgarstjóra og borgarrit-
ara. Kostnaður við það hefur verið
yfir hálfur milljarður á ári eða 2
milljónir á dag.“
Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisn-
ar, Pírata og Vinstri grænna lögðu
fram svohljóðandi bókun:
„Á síðasta ári heyrði undir skrif-
stofu borgarstjóra og borgarritara
skv. skipuriti mannauðsdeild, mið-
læg upplýsingadeild fyrir alla borg-
ina, Borgarskjalasafn fyrir alla borg-
arbúa og tölfræði og greining auk
annars starfsfólks sem sinnir dag-
legum störfum. Nú hefur skipulagi í
miðlægri stjórnsýslu verið breytt
með það að markmiði að einfalda
skýra og skerpa.“ sisi@mbl.is
55 unnu á skrifstofu borgarstjóra
Dagur B.
Eggertsson
Jöfn og góð síldveiði hefur verið
fyrir austan land undanfarið. Skipin
voru framan af vertíð í Héraðsflóa,
en síldin hefur fært sig utar síðustu
daga. Síldin hefur verið stór og
hráefnið hið besta til manneld-
isvinnslu. Gott veður hefur yfirleitt
verið á miðunum frá því að síldin
tók við af makrílnum og stutt á
miðin frá austfirskum höfnum.
Víkingur AK, skip Brims hf., var
í byrjun vikunnar dreginn frá
Vopnafirði til Akureyrar þar sem
skipið fer í slipp. Við skoðun vél-
stjóra um borð í Víkingi, er skipið
var inni á Vopnafirði um helgina, sá
hann stóra sprungu í tengi á milli
skrúfuöxuls og gírs. Ekki var talið
hættandi á að sigla skipinu til við-
gerða á Akureyri og var Grettir
sterki, skip Togskipa, fenginn til að
draga Víking. Það gekk mjög vel þó
svo að verulegur stærðarmunur sé
á skipunum.
Skipið verður öxuldregið á Akur-
eyri og nýjum tengslum komið fyr-
ir. Búist er við að viðgerð ljúki eftir
um tvær vikur. aij@mbl.is
Jöfn og góð síldveiði
Grettir sterki dró Víking til Akureyrar
Ljósmynd/Brim hf.
Víkingur AK Skipið var smíðað í Tyrklandi og kom til landsins 2015.
GLÆSILEG EIGN VIÐ ÆGISÍÐU
Um er að ræða glæsilega nýuppgerða eign með einstöku útsýni.
TIL LEIGU
7 herbergja eign með tveimur baðherbergjum og einni snyrtingu,
vinnuherbergi, svíta með baðherbergi innaf, tvær stofur, fjögur svefnherbergi,
eldhús, fallegur garður með verönd, geymslu, þvottahús og fleira.
Nánari upplýsingar veitir Sigurður lgfs,
netfang: sigurdur@fstorg.is
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/