Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 ✝ Helga Jóns-dóttir fæddist 9. janúar 1932. Hún lést á Dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík 22. september 2019. Foreldrar henn- ar voru Jón Gunn- laugsson frá Geitafelli og Guð- rún Gísladóttir frá Presthvammi, þau bjuggu í Ysta-Hvammi í Að- aldal. Systkini Helgu voru Ásta, f. 1926, látin,Oddný, f. 1928, lát- in, Valgerður Ólöf, f. 1928, Aðalbjörg, f. 1930, látin, Bald- ur, f. 1934, Þórólfur, f. 1941, látinn. Hinn 21. nóvember 1954 giftist Helga Gísla Krist- og tvö barnabörn. 4) Þuríður, f. 1962, maki Þorgrímur Ár- mann, f. 1962, þau eiga fjögur börn: Gísla, Júlíönu, Þórgrím og Jönu, þrjú tengdabörn og fjögur barnabörn. 5) Aðalgeir, f. 1964, maki Bryndís, f. 1966, þau eiga fjögur börn: Sigurð, Andra, Arnar og Aðalgeir, þrjú tengdabörn og fimm barnabörn. 6) Guðrún, f. 1968, maki Sigurbjörn Kristján, f. 1966, þau eiga þrjú börn, Kristjönu, Helgu og Kristján Einar, tvö tengdabörn og tvö barnabörn. Árið 1958 byggðu Helga og Gísli nýbýli út fráYsta- Hvammi og nefndu bæinn Lækjarhvamm þar sem þau stunduðu búskap samhliða annarri vinnu. Útför Helgu fer fram frá Grenjaðarstaðarkirkju í dag, 28. september 2019, klukkan 13. jánssyni frá Klambraseli, f. 5. desember 1931, d. 30. september 2018, og eignuðust þau sex börn. 1) Rán, f. 1955, maki Halldór Rafn, f. 1953, d. 2005, eiga þau þrjú börn: Helgu, Ottó Rafn og Val Rafn, þrjú tengdabörn og sjö barnabörn. 2) Jón, f. 1957, maki Aðalbjörg, f. 1961, eiga þau þrjú börn: Kristbjörn Þór , Önnu Karínu og Gísla Þór, tvö tengdabörn og sjö barna- börn. 3) Kristján, f. 1960, maki Svandís Ingibjörg, f. 1958, þau eiga tvö börn: Róbert Má og Berglindi Ósk, tvö tengdabörn Það var dásamlegt veður á Húsavík, suðvestan andvari og 14°C, þegar amma mín kvaddi þennan heim eftir stutt veikindi og er vel við hæfi að byrja á veðrinu þar sem amma var mikil áhugamanneskja um veður og byrjuðu allar dagbókafærslur hennar í tugi ára á veðurfari. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til hennar ömmu minnar en ég eyddi ófáum stundum með henni og afa og á ótal margar og dásamlegar minningar um hana. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að vera fyrsta barnabarn ömmu og afa og var eiginlega bara í systkinarununni hjá þeim og það að kúra í afaholu klesst upp við ömmu var algjörlega best í heimi þegar ég var krakki. Alla tíð fannst mér amma eiga heima alltof langt í burtu frá mér og voru öll frí vel notuð, hvort sem um var að ræða réttarfrí, jólafrí, páskafrí eða sumarfrí. Ég hreinlega elskaði að komast „heim“ í sveitina. Þegar ég eign- aðist fjölskyldu sjálf var ég fljót að koma strákunum mínum upp á það hvað stutt væri að keyra frá Þorlákshöfn í Aðaldalinn til ömmu og afa, ekki nema tæpir sjö tímar, og þeir elskuðu þetta allir jafn heitt og ég. Við amma höfum alla tíð verið nánar og áttum við einstakt sam- band þar sem við gátum setið tímunum saman og spjallað um allt milli himins og jarðar. Okkur fannst ekki leiðinlegt að hlusta á tónlist saman, vera í brekkunum saman að tína ber, fara út að borða saman og hlæja saman, en amma hafði alveg ótrúlega svart- an og skemmtilegan húmor. En skemmtilegast var þegar amma settist við orgelið og við afi sung- um með. Amma mín var snillingur í höndunum, hvort sem það var við bakstur, eldamennsku, rósarækt eða útsaum, þá var allt 100%. Eins dugleg og amma var við eldavélina þá þótti henni það al- veg „hrútleiðinlegt“ eins og hún sagði sjálf og þegar þau afi fluttu fyrir rúmum fimm árum á Dval- arheimilið Hvamm sagði amma að hún ætlaði aldrei að stússast meira í eldhúsinu. Hún gerði þó nokkrar undantekningar með það þegar litla prinsessan hennar kom norður og skellti hún þá í drulluköku eða brauðsúpu handa mér og síðast núna í ágúst síðast- liðnum. Amma mín var mikil fjöl- skyldukona og fannst henni ekk- ert jafn gott og þegar Lækjar- hvammur var smekkfullur af okkur fjölskyldunni. Oft á sumrin voru 15-20 manns sem gistu í nokkrar vikur hjá þeim. Það voru dásamlegir tímar og síðustu 14 árin höfum við stórfjölskyldan hist eina helgi í júlí í sveitinni og verið allt upp í 50 manns. Þá var amma sko í essinu sínu. Amma var dugleg að koma suður og taka þátt í stórviðburð- um í fjölskyldunni. Hvort sem um var að ræða fermingar, brúð- kaup, útskriftir eða afmæli, alltaf mætti elsku amma og vildi alltaf fara síðust heim. Amma mín bakaði bestu kök- ur og kleinur í heimi, enginn hef- ur náð hennar bragði og áferð þó svo að sömu uppskriftir séu not- aðar. Reyndar voru allar upp- skriftir ömmu bara smá og slatti af þessu og hinu. Amma var dug- leg kona, hljóðið í kleinujárninu, lagið Liljan, fatapælingarnar og kitlandi hlátur hennar eiga eftir að ylja mér, ásamt öðrum góðum minningum, um ókomna tíð. Ég veit að ég verð að láta af eigingirni minni og játa það að hún þarfnaðist hvíldar. Hún fékk loks að sofna og síga burt úr draumasvefni, en ég fékk að sitja hjá henni og halda í hönd hennar þegar hún dró síðasta andar- dráttinn hægt og hljótt. Hvíl í friði elsku amma mín. Þín Helga. Helga Jónsdóttir ✝ Jóhann PéturSigurbjörnsson fæddist á Akureyri 4. september 1929. Hann lést á dvalar- heimilinu Dalbæ á Dalvík 16. sept- ember 2019. Foreldrar hans voru Sigurbjörn Þorvaldsson og Steinunn Ingibjörg Jónsdóttir. Jóhann giftist Erlu Kristínu Sigurðardóttur og bjuggu þau allan sinn búskap í Hrísey. Börn þeirra eru. Sigurður, f. 8. júní 1953, Steinunn, f. 12. júlí 1954, Sól- veig, f. 1. júní 1957, Lovísa, f. 13. júní 1959, Jóhann Pét- ur, f. 7. febrúar 1963, og Þröstur, f. 7. ágúst 1969. Barnabörnin eru 20 og barnabarna- börnin 17. Jarðsungið verður frá Hrís- eyjarkirkju í dag, 28. september 2019, klukkan 14. Jæja minn kæri, þá er víst komið að kveðjustundinni. Það er eitt af því sem enginn slepp- ur við í þessu lífi. Nóg er til af minningum enda höfum við fylgst að frá því að ég fæddist. Flestar eru þær tengdar sjó- mennsku, útgerð og fiskverkun. Þegar ég fór fyrst að muna eft- ir mér varst þú enn á sjónum. Varst skipstjóri á eigin bát, Haferni EA 155. Þú varst einn af þessum út- gerðarmönnum af gömlu gerð- inni, gerðir mikið sjálfur, allt frá því að róa til fiskjar til þess að færa bókhald á skrifstofunni í kjallaranum heima. Upp úr áramótum var alltaf haldið vestur á Rif á Snæfellsnesi og gert út þar á vertíðinni. Þá vor- um við mamma tvö í kotinu enda eldri systkinin farin að heiman eða burtu í skóla. Það var alltaf jafn spennandi að hringja á hafnarvogina þar á kvöldin og forvitnast um afla- brögð hjá Haferni. Og ekki var spenningurinn minni þegar fór að vora og Haf- örn var á norðurleið, oftast í maí. Fá að taka þátt í að ganga frá netaúthaldinu og þrífa bát- inn. Svo kom að því að ég fékk að fara á sjóinn. Sumarið fyrir fermingu var það fyrsta á hand- færum við Langanes. Og þótt stundum væri þokusúld við Fontinn og drengurinn væri stundum sjóveikur eru þetta samt ljúfar minningar. Svo vor- um við ekki bara feðgar, heldur einnig samstarfsmenn í áratugi. Enda störfuðum við saman nær óslitið frá því ég byrjaði að vinna og þar til fyrir fimm ár- um. Mér er nær að halda að við höfum talað saman daglega í öll þessi ár. Þú gerðir einnig út og rakst fiskverkun í félagi við aðra. Svo þurftum við stundum líka að ræða þjóðmálin, þá sér- staklega efnahagsmálin, þar sem þú hafðir sterkar skoðanir. Einnig gömlu dagana, sem þú hafðir svo gaman af að segja frá. Þá sérstaklega nótaveið- arnar sem stundaðar voru á sumrin á sjöunda áratugnum, en það var þinn tími á sjónum og þú mundir þetta allt í smáat- riðum. Einnig töluðum við mikið um ýmislegt annað og það kom mér oft á óvart hversu vel þú varst að þér um hin ýmsu mál. En allt hefur sinn tíma og nú er samfylgd okkar lokið í bili. Takk fyrir allt, pabbi. Þinn Þröstur. Kæri bróðir, það er komið að kveðjustund í þessu jarðlífi. Þú náðir að verða níræður eins og þú ætlaðir þér. Þú varst elstur í systkinahópnum en for- eldrar okkar voru Steinunn Jónsdóttir og Sigurbjörn Þor- valdsson. Næst í röðinni var ég, síðan Jón Haukur og yngst var María Sigríður. Nú er ég ein eftir. Við áttum góða foreldra sem bæði náðu háum aldri. Móðir okkar var heimavinnandi hús- móðir eins og flestar mæður á þeim árum og faðir okkar var bifreiðastjóri. Í þá daga fóru börn gjarnan í sveit á sumrin. Jói var í sveit í mörg sumur vestur í Skagafirði í Mýrarkoti hjá góðu fólki og kynntist þar sveitastörfum. Upp úr því var hann í vega- vinnu í tvö sumur með föður okkar vestur í Fljótum. Eftir fullnaðarpróf fór Jói í Gagn- fræðaskóla Akureyrar þar sem Þorsteinn M. Jónsson var skólastjóri. Hann var í stráka- bekk og lauk þar gagnfræða- prófi. Þeir félagar voru duglegir þegar skíðaskálinn Ásgarður var byggður en þá þurfti að draga eða bera allt bygging- arefni frá Glerá og hátt upp í Hlíðarfjall. Jói fór fljótlega að stunda sjómennsku og virtist honum líka það vel. Hann fór í Stýrimannaskól- ann og lauk prófi eftir tveggja ára nám. Á þessum árum kynntist hann Erlu Sigurðar- dóttur frá Hrísey. Hún var gagnfræðingur frá Gagnfræða- skóla Akureyrar og útskrifuð frá Húsamæðraskóla Ísafjarð- ar. Jói og Erla stofnuðu heimili sitt í Hrísey og bjuggu hjá for- eldrum hennar í Hvammi fyrstu árin. Foreldrar hennar hétu Steinunn og Sigurður, þau voru bæði létt og skemmtileg í lund og ég minnist þess hve gaman það var að heimsækja þau. Börnin fæddust og Jói og Erla keyptu hús og fluttu það upp á brekkuna í Hrísey og kölluðu það Sólvang. Vegna starfa sinna var Jói mikið að heiman en Erla, sem var mikil húsmóðir, sá um heimilið sem var nokkuð stórt því börnin voru sex. Jói var um þrítugt þegar hann réðst í það stórvirki að láta smíða fyrir sig skip í skipa- smíðastöð á Akureyri. Það var Haförninn og hann átti fleiri skip með sama nafni. Jói var lánsamur í störfum sínum, hann fylgdist vel með því sem var að gerast í sjávarútvegi og hafði ákveðnar skoðanir á því. Við systkinin öll ásamt mök- um og börnum áttum góðar samverustundir í gegnum tíð- ina. Nú eru þær liðnar og margar fallegar og skemmtilegar minn- ingar standa eftir. Hugheilar samúðarkveðjur til stórfjölskyldunnar og afkom- enda Jóa og Erlu. Blessuð sé minning þín kæri, Jói minn. Þín systir, Þórunn Sigurbjörnsdóttir. Jóhann Pétur Sigurbjörnsson HINSTA KVEÐJA Lækkar lífdaga sól. Löng er orðin mín ferð. Fauk í faranda skjól, fegin hvíldinni verð. Guð minn, gefðu þinn frið, gleddu og blessaðu þá, sem að lögðu mér lið. Ljósið kveiktu mér hjá. (Herdís Andrésdóttir) Takk fyrir samveruna. Þinn afastrákur Guðmar Gísli. Nú blánar við sjónarrönd fyrir svefneyjunum. Hann leggur árar í kjöl og hafstraumurinn vaggar og vaggar hægt og rótt bátnum þangað í beina stefnu. (Hannes Pétursson) Elsku Siggi, Steina, Solla, Lovísa, Jóhann, Þröstur og fjölskyldur, ég sendi ykkur mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Rósa. Jói minn, mér þótti svo gott að eiga kveðjustund með þér þegar ég heimsótti þig á sjúkrahúsið síðustu dagana þína. Við vorum bú- in að eiga góðar stundir saman í nokkur ár. Það var svo yndislegt að börnin voru ánægð með samband okkar og hvað börnin þín tóku mér vel þegar ég var að koma út í Hrísey, elsku vinur. Guð blessi þig og minn- ingu þína. Katrín Ingvarsdóttir. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Þökkum innilega samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNATANS ÓLAFSSONAR. Sigrún Halldórsdóttir Rögnvaldur Jónatansson Ásdís R. Jónsdóttir Ólafía Jónatansdóttir Haukur Konráðsson Sigurdríf Jónatansdóttir Björn J. Sighvatz Brynjar Bragason Anna Þ. Ingólfsdóttir Kristján Hálfdánarson Jóhanna S. Hansen Rúnar Hálfdánarson Inga Helga Björnsdóttir Daði Hálfdánsson Ráðhildur Stefánsdóttir Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, sonar og bróður, SVEINBJARNAR JÓNSSONAR, Eyjaholti 7, Garði. Sérstakar þakkir færum við þeim sem hafa gefið í styrktarsjóð barna hans, starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðnesja og öllum þeim sem hafa veitt fjölskyldunni aðstoð á þessum erfiðu tímum. Marcosa Medico Carter Don Medico Óskar N. Sveinbjarnarson Erna M. Sveinbjarnardóttir Erna M. Sveinbjarnardóttir Jón Sverrir Garðarsson Sigrún Eugenio Jónsdóttir Ásta Björg Jónsdóttir og fjölskyldur þeirra Þökkum auðsýnda samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, KARITASAR JENSDÓTTUR bókasafnsfræðings. Innilegar þakkir færum við starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk fyrir alúð og góða umönnun. Axel Viðar Egilsson Katherine Anne Brenner Pétur Már Egilsson Guðrún Helga Guðmundsd. og barnabörn Jón Valur Jensson Kolbrún Jensdóttir Elskuleg fóstra mín, SIGURLAUG HELGA PÉTURSDÓTTIR frá Hólkoti, Sandgerði, lést á Hrafnistu, Hlévangi, föstudaginn 13. september. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Arna Magnea Danks og fjölskyldur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.