Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 51

Morgunblaðið - 28.09.2019, Page 51
MENNING Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Frændur okkar í Færeyjum standa okkur nálægt, en samt finnst manni eins og maður fái alltof sjaldan frétt- ir þaðan. Önnur nágrannaþjóð er enn nær okkur, landfræðilega, en það er eins og fréttir frá Grænlandi séu enn sjaldgæfari, og þá sérstak- lega af menningarmálum. Almenn vitneskja um slíka hluti og tíðari samgangur landa á milli mætti vera mun meiri. Það er mikið stuð í Grænlandi nú um stundir og viss vakning í menningarlífinu sem og sjálfstæð- ismálum. Hátíðin sem pistilritari er svo heppinn að fá að sækja er ein af afleiðingum þessa, vikulöng menn- ingarhátíð sem snertir á alls kyns geirum menningar og lista og hefur það að markmiði að samþætta það sem í gangi er að því leytinu til á norðurslóðum. Hátíðin gengur út á að má út mæri á milli listamanna og áhorfenda, afþreyingar og listar, listrýma og almenningsstaða. Áhersla er lögð á að opna huga, koma á samböndum og víkka út sjóndeildarhringa. Hátíðin fer fram í höfuðstað Grænlands, Nuuk; í bóka- söfnum, heimilum, listrýmum, bíó- sölum, íþróttahúsum, leikhúsum og verksmiðjum. Dans, leikhús, gjörn- ingar, tónlist, vinnusmiðjur og bók- menntir; allt er undir og meira til. Hátíðin er nútímaleg, hún hamrar Norðlæg menningarveisla í Nuuk Ljósmynd/Sara Ho Fjölhæf Nive Nielsen með stúlknakór. Nielsen er frá Nuuk og margt til lista lag, bæði söngvaskáld og leikkona. ekki eingöngu á ísjökum og húðkeip- um og gengur út frá grunngildum er snúa að a) norrænni samvinnu, b) þátttökumenningu og c) samvinnu og samsköpun. Hraður vöxtur Madelaine Goordon Graadahl, verkefnastjóri hátíðarinnar, segir að upprunalegur tilgangur hennar hafi verið að færa norræn lönd nær hvert öðru með því að flytja inn listamenn þaðan til Nuuk. Þannig mætti koma á sambandi þeirra á milli og sá fræj- um fyrir sterkari, menningarlegri tengslum en verið hafa. „Stefnan er líka sú, að koma á umgengni lista- manna og fólksins sem sækir hátíð- ina, og reyna að rífa niður skil þar á milli. Við trúum því að fólk á nor- rænum slóðum deili fleiru en það kannski gerir sér grein fyrir, og há- tíðin reynir að opna á frekara sam- band og hugmyndaflæði á milli.“ Graadahl segir hátíðina vissu- lega unga, þetta sé í þriðja sinn sem hún sé haldin. „Vöxturinn hefur ver- ið ansi hraður,“ segir hún og maður finnur fyrir stolti og jafnvel æsingi, enda stutt í hátíðarhöldin. „Við erum þegar komin með heilmikið af sam- böndum um heim allan, við lista- menn og aðrar hátíðir. Og erum enn að finna taktinn mætti segja, hversu stór og viðamikil hátíðin getur orðið miðað við hvar hún er haldin.“ Allir með Hátíðin, NNK2019 eins og hún er skammstöfuð, leggur mikið upp úr þátttöku „mannsins á götunni“, að fá alla, hvort sem þeir eru form- lega skilgreindir sem listamenn eða ekki, til að vera með og leggja eitt- hvað til. Samstarf, samvinna og samhygð eru orð sem maður hefur heyrt fleygt, þegar hátíðin kemur til tals. „Okkur langar til að hátíðin sé galopin öllum,“ útskýrir Graadahl. „Allir eru velkomnir, sama hvaða menningu þeir tilheyra eða trú, hversu gamlir þeir eru eða hvað þeir hafa mikið á milli handanna. Og í samræmi við þá áherslu erum við að reyna að hafa eins fjölskrúðuga dag- skrá og mögulegt er. Við leggjum ríka áherslu á samstarfið og sam- skipti. Að fólk tali saman, skapi sam- an og hjálpist að. Okkur langar ekki til að vera hátíð þar sem listamenn- irnir fljúga hingað, framkvæma sitt, og fara svo aftur til baka. Við viljum koma á vettvangi þar sem lista- mennirnir – og fólkið – geta verið í meira sambandi. Ný sambönd og ný list.“ Graadahl segir að grænlensk menning sé ekki endilega sérstakur áherslupunktur þó að hátíðin sé haldin þar. „Tja, landslagið hérna getur reyndar ekki annað en spilað vissa rullu. Við viljum líta svo á að þessa viku muni hjarta norrænnar sam- vinnu slá af krafti í Nuuk og það er vonandi að hjartslátturinn nái út fyrir svæðið í framhaldinu.“ Hátíðin stendur frá 7.-13. októ- ber eins og áður segir og nánari upplýsinga er auðveldlega hægt að afla fyrir tilstilli veraldarvefsins. » Allir eru velkomn-ir, sama hvaða menningu þeir tilheyra eða trú, hversu gamlir þeir eru eða hvað þeir hafa mikið á milli handanna. Listahátíðin Nuuk Nordic Culture Festival er tvíæringur sem ýtt var úr vör í fyrsta skipti árið 2015. Nú, í þriðja sinn, verður heil vika undirlögð af alls kyns menningaruppákomum. Hátíðin hefst 7. október og mun greinarhöfundur sækja hátíðina og greina frá því helsta. Stýrir Madelaine Goordon Graa- dahl, verkefnastjóri hátíðarinnar. MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Renndu við hjá okkur í Tangarhöfða 13 FAI varahlutir Ódýrari kostur í varahlutum! stýrishlutir hafa verið leiðandi í yfir 10 ár. Framleiddir undir ströngu eftirliti til samræmis við OE gæði. TANGARHÖFÐA 13 577 1313 - kistufell.com BIFREIÐAVERKSTÆÐIÐ Jeremy Denk, einn fremsti píanó- leikari Bandaríkjanna, heldur tón- leika í Norðurljósasal Hörpu ann- að kvöld, sunnudag, kl. 20. Verða það fyrstu tónleikar hans hér á landi. Denk kemur til landsins á vegum Evrópusambands píanó- kennara á Íslandi (EPTA) sem fagnar 40 ára afmæli í ár. Denk mun leika verk eftir J.S. Bach, Gy- örgy Ligeti, Franz Liszt, Alban Berg og Robert Schumann. Sam- hliða tónleikunum verður hann með masterclass-námskeið á mánudaginn, 30. september, kl. 11-13 í sal Tón- listarskóla Garðabæjar í Kirkjulundi fyrir lengra komna nemendur og er aðgangur að því ókeypis. Denk hefur hlotið MacArth- ur Genius við- urkenninguna og Avery Fisher verðlaunin fyrir píanóleik sinn og kemur hann reglulega fram í hinu virta tónlistarhúsi Carnegie Hall í New York. Hann leikur reglulega með fiðluleikaranum Joshua Bell sem heldur brátt tónleika hér á landi, svo fátt eitt sé nefnt af glæstri ferilskrá Denk. Jeremy Denk í Norðurljósum Jeremy Denk Tveir píanókvintettar, eftir þá Johannes Brahms og Sergei Ta- neyev, verða fluttir á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins í Norður- ljósasal Hörpu á morgun kl. 16. Eru það fyrstu tónleikarnir í sex tónleika röð sem klúbburinn stendur fyrir á starfsárinu 2019- 20. Trio Nordica leikur ásamt tveimur gestum á tónleikunum en tríóið er skipað Auði Hafsteins- dóttur fiðluleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur sellóleikara og Monu Kontra sem er þekktur píanóleik- ari frá Svíþjóð. Gestirnir tveir eru Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlu- leikari og Þórunn Ósk Marinós- dóttir víóluleikari. Tónleikarnir á morgun hefjast á píanókvintetti Johannesar Brahms í f-moll op. 34 og segir um verkið að það hafi velkst lengi í smiðju tónskáldsins sem hafi skrifað það upphaflega sem strengjakvintett en svo umbreytt því í sónötu fyrir tvö píanó áður en hann fann því endanlegt form. „Þrátt fyrir flókna tilurðarsögu telja margir píanókvintettinn vera krúnudjásn- ið meðal kammerverka Brahms,“ segir um verkið. Seinna verkið er ekki síðra, pí- anókvintett Sergeis Taneyev sem fluttur var í fyrsta sinn á Íslandi á tónleikum Kammermúsíkklúbbsins fyrir 12 árum. Taneyev, ann naut á sínum tíma virðingar sem tón- smíðakennari og tónskáld í heima- landi sínu og meðal nemenda hans voru Rachmaninoff, Scriabin og Prokofiev. Píanókvintettinn op. 30, saminn á árunum 1910-11, tekur um 45 mínútur í flutningi og er því engin smásmíði. Tónlistarveisla á sunnudögum Tónleikar Kammermúsíkklúbbs- ins í vetur verða sex talsins og alltaf í Norðurljósum í Hörpu á sunnudögum kl. 16. „Flutt verða þekkt verk eftir tónskáld á borð við Beethoven, Brahms og Mozart, en einnig sjaldheyrð og forvitnileg verk eftir tónskáld sem gaman er að kynnast betur,“ segir um tón- leikaröðina í tilkynningu. Á öðrum tónleikum vetrarins, 20. október, verða flutt verk eftir Mozart og Schumann og á þeim þriðju klar- inettutríó eftir Louise Farrenc og Brahms og einnig söngverk Schu- berts, „Der Hirt auf dem Felsen“. 19. janúar verða flutt verk eftir Kodály og Rachmaninoff og vetr- arstarfinu lýkur svo með tvennum tónleikum 8. og 15. mars. Á þeim fyrri flytur Strokkvartettinn Siggi tvo strengjakvartetta eftir Beethoven og frumflytur tvö verk. Á síðustu tónleikum vetrarins verða svo fluttir píanókvintettar eftir Mieczyslav Weinberg og Shostakovich. Fimm Trio Nordica er skipað Auði Hafsteinsdóttur, Bryndísi Höllu Gylfa- dóttur og Monu Kontra. Gestir tríósins á tónleikunum á morgun í Norður- ljósum verða Helga Þóra Björgvinsdóttir og Þórunn Ósk Marinósdóttir. Tónleikaröð KMK hefst með tveimur kvintettum  Trio Nordica leikur í Norðurljósasal Hörpu á morgun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.