Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 11
BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ákvörðun sveitarstjórnar Vopna- fjarðarhrepps um uppgjör á van- greiddum lífeyrissjóðsiðgjöldum hluta starfsmanna hreppsins veldur enn deilum í sveitarfélaginu. Sveit- arstjórn ákvað að greiða höfuðstól allra vangreiddra iðgjalda til lífeyr- issjóðsins Stapa, líka þau sem talin eru fyrnd, og vexti af ófyrnda tíma- bilinu. Telur sveitarfélagið að lífeyr- issjóðurinn beri einnig sína ábyrgð en hann tekur það sem upp á vantar ekki á sig heldur skerðir réttindi viðkomandi starfsmanna. Málið hefur verið í gangi í tæp þrjú ár. Sveitarstjórn ákvað í júní hvernig hún vildi ljúka málinu og samþykkti tilhögun þess á fundi fyrr í mánuðinum. Minnihluti hreppsnefndar gerir ágreining. Nú hefur sveitarfélagið boðað til opins íbúafundar næstkomandi mánudag til að kynna niðurstöðuna. 40 milljóna króna mistök Þau mistök voru gerð á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps á árinu 2005 að mótframlag sveitarfélagsins í lífeyr- issjóðsgreiðslum hóps starfsmanna var ekki hækkað í samræmi við kjarasamninga. Var greitt of lágt ið- gjald sem Stapi tók við án athuga- semda allt til ársins 2016 að einn starfsmaður fór að spyrjast fyrir um réttindi sín. Í rúman áratug hafði safnast upp ríflega 40 milljóna króna skuld. Meirihluti iðgjaldanna er fyrndur, samkvæmt áliti lögfræð- inga sveitarfélagsins. Lífeyrissjóðurinn Stapi gerði kröfu um að Vopnafjarðarhreppur greiddi alla skuldina auk 3,5% ávöxtunar, samtals yfir 70 milljónir. Þór Steinarsson sveitarstjóri seg- ir að sveitarfélagið ráði ekki vel við slíka fjárhæð og hreppsnefnd líti auk þess svo á að það sé ekki sann- gjarnt gagnvart öðrum íbúum og íbúum framtíðarinnar að standa skil á þessu, á forsendum lífeyrissjóðs- ins. Leggur hann áherslu á að Stapi hafi tekið við iðgjöldum og skila- greinum athugasemdalaust öll þessi ár og hljóti að bera ábyrgð, eins og sveitarfélagið. Niðurstaða sveitarstjórnar var að greiða allan höfuðstólinn, líka þann hluta sem talinn er fyrndur, og vexti af ófyrnda tímabilinu, alls rúmlega 44 milljónir kr. Það sjónarmið var ríkjandi hjá meirihluta sveitar- stjórnar að með því að greiða um- fram lagalega skyldu væri verið að koma til móts við starfsfólk hepps- ins, eins og mögulegt væri. Ætlaðist sveitarfélagið til þess að lífeyrissjóðurinn Stapi tæki ábyrgð á vöxtum af fyrnda hlutanum, með sama hætti og þegar gerð eru mis- tök í fjárfestingum eða iðgjöld tap- ast í innheimtu hjá sjóðnum. Ávöxt- un sjóðsins í heild myndi þá minnka. Lífeyrissjóðurinn hefur í tilkynn- ingu lýst allri ábyrgð á hendur sveitarfélaginu sem eitt hafi haft nauðsynlegar upplýsingar um kjarasamninga sem greitt væri eft- ir. Því var jafnframt lýst að tapið myndi bitna á lífeyrisréttindum við- komandi starfsmanna Vopnafjarð- arhrepps. Hreppurinn greiðir hluta skuld- arinnar með láni hjá lífeyrissjóðn- um, 28 milljónir króna. Lánið er verðtryggt en vaxtalaust og greiðist á næstu þremur árum. Bitnar á 240 starfsmönnum Um 240 starfsmenn Vopnafjarð- arhrepps greiddu í lífeyrissjóðinn á umræddu tímabili, sumir aðeins einu sinni en aðrir megnið af tím- anum. Mistökin og ágreiningur um ábyrgð kemur því misilla við þá. Þetta er allt allmennt starfsfólk, svo sem skólaliðar og verkafólk í áhaldahúsi, sem eru í Afli - starfs- greinafélagi. Fulltrúar Samfylkingarinnar í minnihluta sveitarstjórnar greiddu atkvæði á móti ákvörðun um upp- gjör skuldarinnar á sínum tíma. Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti flokksins, segir að flokkurinn hafi viljað greiða alla skuldina með raun- ávöxtun og taka upphaflegu tilboði Stapa um lán til 25 ára. Telur hann að öll sveitarstjórnin hafi viljað gera það en síðan hafi afstaðan breyst og ákveðið að fara svokallaða millileið sem bitni á réttindum sjóðsfélaga. Það sé grátlegt að horfa upp á sveit- arfélagið skerða laun starfsmanna sinna með þessum hætti. Bjartur er ekki viss um að málinu sé lokið. Verkalýðsfélagið sé að kanna hvað hægt sé að gera. Réttindi starfsfólks skerðast  Vopnafjarðarhreppur greiddi ekki rétt lífeyrisiðgjald fyrir hluta starfsmanna í rúman áratug  Sveitarstjórn telur að lífeyrissjóðurinn beri einnig ábyrgð  Boðað til opins íbúafundar um málið Morgunblaðið/Golli Vopnafjörður Sveitarsjóður hefur orðið fyrir áföllum og treystir hreppsnefnd sér ekki til mikilla útgjalda umfram þau lögboðnu. FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 gisting.dk 499 20 40 (Íslenskur sími) 32 55 20 44 (Danskur sími) Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 900 Kaupmannahöfn Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is Opið 11-15 í dag Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook TÚNIKUR Verð 9.800,- Str. 40/42-56/58 3 Litir GÆÐA-YFIRHAFNIR FYRIR ÍSLENSKA VEÐRÁTTU Fylgdu okkur á facebook Skipholti 29b • S. 551 4422 VERÐ 39.990,- Matarprentari, syngjandi skál, vatnabjöllur, tónsköpun með gervi- greind, jafnvægisstjórn, barm- merkjavél, vínylskeri, rauntíma- rennsli í jökulám og jarðskjálfta- mælar eru tæknilausnir og verkefni sem kynnt verða á Vísindavöku Rannís í Laugardalshöll í dag kl. 15-20. Markmiðið með vökunni er að kynna fólkið á bak við rannsókn- irnar og vekja athygli á fjölbreytni og mikilvægi vísindastarfs í land- inu. Vísindavakan verður opnuð kl. 15 með afhendingu viðurkenningar fyrir vísindamiðlun. Á Vísindavökunni kynnir fræða- fólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum viðfangsefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmti- legan hátt, en þátttakendur eru um 90 talsins. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, kynnast ýmsum afurðum og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og ný- sköpun. Lögð er áhersla á lifandi vísindamiðlun og virka þátttöku gesta og eru börn og ungmenni sér- staklega boðin velkomin. Meðal þátttakenda í Vísindavök- unni er Borgarbókasafn Reykja- víkur. Þátttaka þess helgast af þeirri stefnu safnsins að vera opinn vettvangur fyrir viðburði og þátt- töku fólks í samfélaginu . Bókasöfn víða um heim veita opinn aðgang að nútímatækni og tækjabúnaði. Þessi þjónusta gengur undir nafninu „makerspaces“ og vísar í opin sköp- unarrými þar sem fólk er hvatt til að prófa sig áfram, skapa og upp- götva nýja hluti. Hjá Borgar- bókasafninu eru tæki eins og Rasp- berry Pi-tölvur, MakeyMakey, LittleBits, þrívíddarprentari, barm- merkjavél og vínylskeri – og getur fólk fengið að reyna og kynnast þessari tækni á tilraunaverkstæði safnsins á Vísindavökunni í dag. Syngjandi skál og jarðskjálftamælir á Vísindavökunni  Fjölbreytt tækni og spennandi nýj- ungar kynntar í Laugardalshöll í dag Ljósmynd/Aðsend Tilraun Í tæknismiðju Borgar- bókasafns má margt prófa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.