Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Árlega veitir Íslensk málnefnd viðurkenningar fyrir það sem vel er gert á sviði málræktar eða til efl- ingar íslenskri tungu. Á Málræktar- þingi, sem haldið var 26. september og bar yfirskriftina Hjálpartæki ís- lenskunnar, voru veittar viður- kenningar til fólks sem lagt hefur málinu lið með störfum sínum og áherslum. Jón Gunnar Þorsteinsson hjá Vís- indavef Háskóla Íslands fékk viður- kenningu fyrir skilvirka og vandaða þjónustu við almenning og miðlun þekkingar um margvísleg málefni á netinu á íslensku. María Guðmunds- dóttir hjá Samtökum ferðaþjónust- unnar og Sveinn Aðalsteinsson hjá Hæfnisetri ferðaþjónustunnar fengu verðlaun fyrir kennsluvefinn Orðin okkar á íslensku, sem ætlað er að auðvelda erlendu starfsfólki að til- einka sér þann orðaforða sem nauð- synlegur er. Birna Arnbjörnsdóttir hjá verkefninu Icelandic online fékk sömuleiðis viðurkenningu fyrir ís- lenskunámskeiðið Bjargir, sem ætl- að er að auðvelda innflytjendum að ná sem fyrst tökum á málinu til þátt- töku í leik og starfi. Viðurkenningar Á íslenskunni má alltaf finna svar, er gjarnan sagt. Verð- launahafar ásamt Guðrúnu Kvaran, formanni Íslenskrar málnefndar. Efla íslenskt mál með störfum sínum  Viðurkenningar Íslenskrar málnefndar Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ekki hefur orðið samdráttur í far- þegaflutningum Norrænu í sumar. Farþegafjöldinn er ekki gefinn upp, en að sögn Lindu Gunnlaugsdóttur, framkvæmdastjóra hjá Smyril Line, er hann svipaður og árið 2018, sem var mjög gott ár hjá Norrænu. Norræna siglir til Seyðisfjarðar allt árið og flytur vörur, bíla og far- þega. Linda segir að tekist hafi að lengja aðal ferðamannatímann haust og vor með ýmiss konar pakkatilboðum. „Það er líka gaman að vera um borð. Þar eru góðir veit- ingastaðir, verslanir og mikið um að vera. Fólki finnst þetta skemmti- legur ferðamáti og finnst ferðalagið vera byrjað þegar það kemur um borð,“ segir Linda. Margir Íslendingar nýta sér Nor- rænu en Þjóðverjar eru þó fjöl- mennasti hópurinn því 38% farþeg- ann koma frá Þýskalandi. Flutningarnir ganga vel „Við höldum ótrauð áfram og er- um byrjuð að undirbúa næsta ferða- tímabil,“ bætir hún við. Auk Norrænu, sem siglir á milli Danmerkur, Færeyja og Íslands, rekur Smyril Line þrjú vöruflutn- ingaskip. Eitt þeirra er Mykines, sem siglir til Þorlákshafnar. Linda segir að þessari þjónustu hafi verið vel tekið. Þorlákshöfn henti vel fyr- ir rekstur þannig skips. Smyril Line hefur verið að stækka við sig í Þorlákshöfn. Hefur meðal annars fest kaup á gamla fiskmarkaðshúsinu og komið þar upp vöruhúsi fyrir fiskútflutninginn og skrifstofur. Færeyska félagið keypti í lok síð- asta árs sögufrægt hótel í Þórshöfn, Hotel Hafnia, og er nú að byggja 124 herbergja hótel í höfuðstað Færeyja. Nýja hótelið verður tekið í notkun í maí á næsta ári. Það hef- ur fengið nafnið Hotel Brandan. Nafnið er fengið af fyrsta nafn- kennda Færeyingnum, írskum munki sem þar bjó í upphafi sjöttu aldarinnar. „Færeyjar eru að komast á kortið sem áhugaverður viðkomustaður. Farþegum Norrænu er boðið að dvelja þrjá daga þar á leiðinni yfir hafið en okkur hefur vantað gist- ingu fyrir gestina. „Ákveðið var að fara út í hótelrekstur til þess að geta tekið þátt í vexti færeysku ferðaþjónustunnar,“ segir Linda. Svipaður fjöldi farþega Norrænu og á fyrra ári  Smyril Line byggir stórt hótel í Þórshöfn í Færeyjum Morgunblaðið/Árni Sæberg Seyðisfjörður Ferjan Norræna siglir til Seyðisfjarðar allt árið. Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is Lóðirnar eru allar ætlaðar fyrir einbýlishús samkvæmt gildandi skipulagi. Þær lóðir sem eru fyrir neðan götu liggja samkvæmt deiliskipulagi að sjó með óskert útsýni yfir voginn og flóann auk þess að vera í næsta nágrenni við útivistarsvæði og golfvöll. Einungis einstaklingum er heimilt að sækja um lóðirnar og heimilt er að gera tilboð í fleiri en eina lóð. Hver umsækjandi getur hinsvegar einungis fengið einni lóð úthlutað. Alls eru nú til úthlutunar 15 lóðir og verður hverri lóð úthlutað til þess aðila sem gerir hæst tilboð í viðkomandi lóð, enda uppfylli viðkomandi aðili öll fjárhagsleg skilyrði og geti sýnt fram á fjármögnun lóðar og byggingar einbýlishúss. Tilboðin í lóðir skulu berast Mosfellsbæ eigi síðar en 31. október 2019 og verða móttekin með rafrænum hætti. Allar nánari upplýsingar um úthlutun lóða að Súluhöfða 32- 57 er að finna á slóðinni www. mos.is/suluhofdi og hjá Heiðari Erni Stefánssyni, lögmanni Mosfellsbæjar í síma 525 6700. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt úthlutunarskilmála og lágmarksverð hverrar lóðar Úthlutun lóða að Súluhöfða 32-57

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.