Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 28. september 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 123.81 124.41 124.11 Sterlingspund 152.76 153.5 153.13 Kanadadalur 93.4 93.94 93.67 Dönsk króna 18.114 18.22 18.167 Norsk króna 13.652 13.732 13.692 Sænsk króna 12.683 12.757 12.72 Svissn. franki 124.47 125.17 124.82 Japanskt jen 1.1502 1.157 1.1536 SDR 168.83 169.83 169.33 Evra 135.22 135.98 135.6 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.0911 Hrávöruverð Gull 1507.05 ($/únsa) Ál 1735.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.58 ($/fatið) Brent ● Úrvalsvísitala aðallista Kauphallar Ís- lands lækkaði um 1,57% í viðskiptum gærdagsins, en aðeins eitt félag hækk- aði í verði, Brim, um 3,37%. Önnur fé- lög, að Heimavöllum undanskildum, sem engin viðskipti voru með, lækkuðu í verði. Mest lækkaði verð bréfa í fasteigna- félaginu Eik, eða um 3,24% í 230 millj- óna króna viðskiptum. Næst þar á eftir kom fjarskiptafélagið Sýn, sem lækkaði um 2,95% í 35 milljóna króna við- skiptum. Þá lækkuðu bréf fasteigna- félagsins Reita um 2,74% í 322 milljóna króna viðskiptum. Annað fasteigna- félag, Reginn, lækkaði um 2,73% í 254 milljóna króna viðskiptum. Úrvalsvísitalan hefur hækkað það sem af er ári um 20,03%. Fasteignafélög og Sýn lækkuðu mest Hlutabréf Eik lækkaði mest. STUTT BAKSVIÐ Pétur Hreinsson peturh@mbl.is Dr. Friðrik Larsen heldur ráðstefn- una Charge Energy í fjórða skiptið dagana 30. september og 1. október í næstu viku. Að vanda verður fjallað um vörumerkjastjórnun (e. branding) og samspil hennar við orkumarkaðinn en bryddað verður upp á nýjum vinklum í ár. „Í fyrstu tvö skiptin höfðum við heimspekilega nálgun á viðfangsefn- ið; hvað er vörumerkjastjórnun og af hverju notum við hana, sem þá var nýtt fyrir orkugeirann. Verk- fræðingar hugsa á sinn hátt um hlutina en það þarf öðruvísi hugsun nú til dags. Allt í einu skiptir kúnn- inn máli, af holdi og blóði, en ekki bara mælirinn. Í fyrra var rætt um hvernig við ættum að snúa okkur í þessum málum en í ár gerum við þetta allt, nema að við bætum sjálf- bærni- og nýsköpunarvinkli við,“ segir Friðrik. Hann nefnir að fyrirtæki á borð við Apple og Amazon séu að koma með lausnir inn í orkugeirann. Það sé að hluta til nýsköpunarvinkillinn. „Það var t.d. rannsókn sem var gerð nýlega þar sem fólk var spurt: Ef þú gætir keypt þér Apple Energy – myndirðu gera það? 60% sögðu já. Þetta snýst um vörumerki og fólk kaupir vörumerki,“ segir Friðrik og heldur áfram. „Ein sviðsmynd framtíðar er að við verðum með heimavindmyllur eða heimasólarsellu. Þá eru það önnur fyrirtæki en núverandi orku- fyrirtæki sem munu stökkva inn í að uppfylla þá þörf nema að orkufyrir- tækin passi sig og verði ekki eftir.“ 140 erlendir gestir koma til Íslands á ráðstefnuna sem haldin verður í Hörpu en búist er við álíka fjölda ís- lenskra gesta. 50 íslenskir og er- lendir fyrirlesarar munu flytja er- indi og þar á meðal forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson. Afboðaði sig vegna árásar Undirbúningur fyrir ráðstefnuna hefur ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Einn af aðalfyrirlesurunum, Peter Terium, sem eitt sinn var for- stjóri stærsta orkufyrirtækis í Þýskalandi, RWE, og nú stýrir NEOM-verkefninu í Sádi-Arabíu, þurfti nýlega að afboða sig vegna drónaárásar sem gerð var á olíu- hreinsistöðvar þar í landi þar sem mikið fjármagn hefur verið sett í þróun sjálfbærra leiða því Sádarnir vita að olían er ekki sjálfbær auð- lind. „Terium var boðaður á fund í ríkisráði í Sádi-Arabíu til að ræða það hvernig bregðast ætti við árás- inni og hvaða áhrif hún hefði á þetta sjálfbærniverkefni.“ Þá gekk ekki eftir að fá litla tveggja manna rafmagnsflugvél til landsins þar sem sambærileg flug- vél brotlenti í Noregi án þess þó að slys urðu á fólki. „Það stóð til að hún myndi fljúga í kringum landið. Með því vildum við vekja fólk til umhugsunar um að þess háttar flug- vélar eru ekki bara í framtíðinni heldur hluti af nútíðinni. Í Banda- ríkjunum hafa t.a.m. verið gerðar sviðsmyndir þess efnis að allt innan- landsflug þar í landi gæti verið rafknúið innan 20 ára.“ Á meðal þess sem einnig verður rætt um eru tengsl orku og ferða- mennsku. Skýrasta dæmið um slíkt samspil er Bláa lónið sem er í raun affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi en er jafnframt einn vin- sælasti ferðamannastaður landsins. „Þetta sambýli orku og túrisma verður rætt. Þessir hópar hrópa oft hátt hvor á annan og heyra oft ekki hvor í öðrum. En þarna erum við að reyna að búa til vettvang til að ræða þetta út frá vörumerkjafræðum. Hvað telst rétt fyrir samfélagið burtséð frá öllum tilfinningum og pólitík.“ Samspil orku og ferða- mennsku rætt á Charge Morgunblaðið/Árni Sæberg Vörumerki Undirbúningur fyrir Charge hefur ekki gengið hnökralaust fyrir sig hjá Friðriki og teymi hans.  Dr. Friðrik Larsen heldur ráðstefnuna Charge í fjórða skipti í næstu viku Matvöruversl- unin Melabúðin, sem stendur á Hagamel 39 í Reykjavík, var rekin með 15,8 milljóna króna hagnaði á síð- asta ári, sam- kvæmt nýbirtum ársreikningi fyrir- tækisins. Þetta er rúmlega 45% minni hagnaður en árið á undan, þegar hagnaður félagsins nam 28,4 millj- ónum króna. Samkvæmt ársreikningnum juk- ust rekstrartekjur búðarinnar lít- illega á milli ára. Þær námu 1,08 milljörðum í fyrra, en árið 2017 námu þær 1,04 milljörðum, sem er tæplega 4% aukning. 25 mkr. arðgreiðsla Í ársreikningnum kemur fram að 25 milljóna króna arður hafi verið greiddur til hluthafa vegna rekstr- arársins 2017. Þá segir að starfs- menn hafi verið 12 í fullu starfi árið 2018 og 36 í hlutastarfi. Launa- greiðslur með launatengdum gjöld- um hafi numið 175 milljónum króna á árinu. Stærstu hluthafar félagsins eru Pétur Alan Guðmundsson og Friðrik Ármann Guðmundsson. Melabúð hagnast  Tekjur aukast Úrval Kjötborðið í Melabúðinni. companyskringlanverslunin.companysKringlan Nýjar haustvörur frá Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum MESTA úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.