Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 28.09.2019, Qupperneq 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Eftir að fram-kvæmdir ísam- göngum á höfuð- borgarsvæðinu og sérstaklega Reykjavík hafa staðið í stað í ára- tug á nú að gefa í svo um munar. Á undanförnum dögum hafa verið kynntar miklar áætlanir þar sem flýta á ýmsum fram- kvæmdum. Inni í þessum til- lögum eru framkvæmdir sem vissulega eru tímabærar og hefði átt að ráðast í fyrir löngu. Til þessa hefur meirihlutinn í borginni frekar viljað gera fólki erfitt fyrir í umferðinni og hug- myndir um mislæg gatnamót og fleiri akreinar verið afgreiddar með svörum á borð við að það taki því ekki því göturnar fyllist bara um leið. Stutt er síðan miklar framkvæmdir voru við Miklubrautina þar sem hún liggur framhjá Klambratúni. Gaf það til kynna að Mikla- brautin yrði ekki sett í stokk á þessum spotta í það minnsta um sinn. Nú er Miklubrautar- stokkur hins vegar kominn á dagskrá 2022 og 2023. Hvöss orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra þegar hann kynnti samkomulagið um að taka ætti á umferðarvanda sem ekki yrði unað við lengur gefa til kynna að meirihlutanum í Reykjavík hafi verið gerð grein fyrir því að nóg væri komið af andstöðunni við einkabílinn. Það er því gott að loks eigi að ráðast í þessar framkvæmdir og borgarbúar munu margir fagna því að sjá fram á að þurfa ekki að sitja löngum stundum í um- ferðarteppum, en borgarlínan fylgir með í pakkanum og hún er dýru verði keypt. Það er afleitt að taka því með nöldri og aðfinnslum þegar loks á að taka til hendinni í sam- göngumálum á höfuðborgar- svæðinu, en samkomulagið vek- ur einfaldlega of margar spurningar. Verðmiðinn á fram- kvæmdunum er 120 milljarðar króna. Mun ríkið leggja til 45 milljarða, sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu 15 millj- arða og afganginn, litla 60 millj- arða, á að taka úr vösum bíl- stjóra með vegatollum. Það er helmingur upphæðarinnar. Reyndar kom einnig fram að til greina kæmi að fjármagna þennan hluta með sölu ríkis- eigna og í gær sagði fjármála- ráðherra að sala Íslandsbanka gæti fjármagnað þennan hluta, en um leið birtist viðtal við Pál Björgvin Guðmundsson, fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, á mbl.is þar sem hann sagði að gjöldin hefðu ekki verið útfærð, en áætlað væri að leggja þau á 2022 og yrði stofnaður starfs- hópur til að leggja á ráðin um hvernig að þeim yrði staðið. Það hljómar því eins og settir verði á vegatollar hvað sem líður sölu ríkis- eigna. Þá er fyrirhuguð Sundabraut ekki hluti af þessu samkomulagi. Þar verður um að ræða sérstaka framkvæmd – þegar af verður – og er ráðgert að hún verði einn- ig fjármögnuð með vegatollum. Fólki á því eftir að líða eins og það sé komið með gjaldmæli í bílinn þegar það verður á ferð- inni eftir nokkur misseri. Hlutfallið sem á að innheimta með vegatollum, komi annað ekki til, verður enn athyglis- verðara þegar skoðað er hvern- ig 120 milljarðarnir skiptast milli framkvæmda. Ætlunin er að 49,6 milljarðar króna fari í innviði borgarlínu og 8,2 millj- arðar fari í gerð göngu- og hjólastíga, göngubrýr og undir- göng. Samkvæmt þessu er eins og stendur ráð fyrir því gert að bíl- eigendur borgi fyrir fram- kvæmdirnar með sérstakri gjaldtöku sem farið er að kalla umferðar- og flýtigjöld. Orðið flýtigjald hljómar reyndar eins og illkvittnislegur brandari. Eftir að borgaryfirvöld hafa lagt sig fram um að þvælast fyr- ir umferð og tefja svo árum skiptir þannig að í óefni er kom- ið á að leggja sérstakt gjald á bíleigendur fyrir að greiða úr sjálfskaparvítinu. Skiptingin vekur einnig spurningar um forgangsröðun. Verja á rúmlega 50 milljörðum í almenningssamgöngur sam- kvæmt samkomulaginu. Það er reyndar mun lægri tala en nefnd hefur verið í sambandi við borgarlínu. Talað er um að kostnaður við hana geti hlaupið á allt frá 70 milljörðum til 200 milljarða. Samkomulagið mun reyndar ekki ná til allra þátta borgarlínunnar, en í ljósi fram- úrkeyrslna í opinberum fram- kvæmdum er nauðsynlegt að ekki sé reynt að fegra tölur þannig að auðveldara verði að kyngja þeim. Hlutfallið er líka álitaefni vegna þess að þótt í áratug hafi megináhersla í útgjöldum til samgöngumála í Reykjavík ver- ið á almenningssamgöngur hef- ur farþegum í Strætó ekkert fjölgað ef fjöldinn er skoðaður í samhengi við fjölgun íbúa. Enn hefur ekki verið sýnt fram á að hugmyndir talsmanna borgar- línu um að almenningur muni nota hana í mikið meira mæli en almenningssamgöngur nú séu annað en óskhyggja. Það er ekki góðs viti þegar á að fara að eyða rúmlega 50 milljörðum króna af skattfé almennings. Samgöngubætur á höfuðborgarsvæð- inu eru löngu tíma- bærar en það er ekki sama hvernig að þeim er staðið} Samgöngusáttmáli vekur spurningar S agan um öryrkjann er sagan um ör- yrkjann. Einstakling á öllum aldri, í allskyns aðstæðum, með margvísleg verkefni. Þetta er ekki eitthvert eitt mengi heldur þarf að muna það í hvert sinn sem fjallað er um öryrkja að fjallað er um einstakling en ekki óskilgreindan hóp sem flæðir yfir allt rétt eins og plastið í hafinu. Það hefur nefnilega viljað loða við umræðuna að þetta sé eitthvað sem þurfi að sporna gegn og stöðva í stað þess að hlúa að og tryggja. Já, við þurfum að breyta alfarið um hugs- unarhátt þegar kemur að því að hlúa að þeim sem tímabundið eða til lengri tíma þurfa á stuðningi samfélagsins að halda enda er ég sannfærð um að þorri landsmanna vill búa í samfélagi sem stendur með þeim sem þurfa að- stoð. Nú hefur dr. Kolbeinn H. Stefánsson, kynnt nýja skýrslu sína um fjöldaþróun örorkulífeyrisþega og veitir skýrslan okkur glænýjar upplýsingar um það hvar við þurfum að beina sjónum okkar. Kemur í ljós, þvert á margítrekaðar fullyrðingar í umræðunni, að öryrkjum fjölgar ekki umtalsvert umfram fjölgun mannfólks. Á staðfestum tölum frá Hagstofu og Tryggingastofnun má sjá að hlutfall öryrkja af mannfjölda síðustu tíu ár er svip- að milli ára og hefur hægt á fjölgun að undanförnu. Þá verður einnig að taka með í reikninginn þegar síðustu 20 ár eru skoðuð að breyting varð á lögum um almannatrygg- ingar árið 2007 sem gerir samanburðinn ótækan fyrir og eftir það tímamark. En svo við snúum okkur að einstakling- unum sem á bak við tölurnar eru þá er alveg ljóst að það er eitthvað í okkar samfélagsgerð sem veldur því að einstaklingar enda á örorku. Í skýrslu Kolbeins má sjá að á árinu 2018 var geðröskun (39,4%) og stoðkerfisvandi (26,5%) langsamlega stærsta ástæða örorku, eða sam- tals 65,9%. Ungum karlmönnum hefur vissu- lega fjölgað mikið í hópnum, sem er verulegt áhyggjuefni en mesta fjölgunin er þó í hópi kvenna yfir fimmtugu. Nærri helming fjölg- unar á síðustu tíu árum má rekja til kvenna á aldrinum 50-66 ára og þar verðum við að skoða hvað það er í okkar samfélagsgerð sem leiðir til þess að konur eru mun líklegri en karlar á þessum aldri til að vera örorkulífeyr- isþegar? Konur verja frekar ævi sinni í and- lega og líkamlega slítandi umönnunarstörf en einnig umönnun ungra sem aldinna fjölskyldumeðlima. Konur bera frekar ábyrgð á öllu er viðkemur heimili og fjölskyldu og konur eru frekar þolendur ofbeldis í nánum samböndum sem og kynferðisofbeldis. Er mögulega eitt- hvað þarna sem vert er að leggja áherslu á við framtíð- armótun samfélagsins? Er mögulega kominn tími til þess að ríkisvaldið fari að leggja að jöfnu umönnunarstörf hvers konar og umsýslu fjármuna? Að minnsta kosti lítur út fyrir að við höfum ekki efni á að viðhalda þessari sam- félagsstefnu mikið lengur. Helga Vala Helgadóttir Pistill Sagan um öryrkjann Höfundur er þingman Samfylkingarinnar. helgavala@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen hringsmet hafi verið slegið í umferð- inni um Hvalfjarðargöng nú í ár. Aldrei hafa fleiri ökutæki ekið um göngin og 21. júní sl. eða 13.843 öku- tæki. Gamla metið frá árinu 2017 var bætt um tæplega 700 ökutæki. Ekki liggur fyrir hvort umtals- verð fækkun erlendra ferðamanna hafi orðið í kjölfar fækkunar þeirra hingað undanfarið. Samkvæmt rann- sóknum Vegagerðarinnar árin 2016 og 2017 voru erlendir ferðamenn um 10% ökumanna, sem fóru um Hval- fjarðargöng. „Það hefur ekki verið gerð at- hugun á þessu eftir árið 2017. En leiða má líkur að því að samdráttur í ferðamönnum hafi leitt til þess að hlutfall þeirra hafi dregist saman um göngin. Þetta er þó alls ekki víst en telja verður líklegt. En það er í vinnslu hjá Vegagerðinni að finna út úr þessu,“ segir G. Pétur Matthías- son, upplýsingafulltrúi hjá stofn- uninni. Síðasta verk starfsmanna Spalar var að endurgreiða viðskiptamönn- um inneignir í áskriftarreikningum og sömuleiðis fyrir veglykla og af- sláttarmiða. Starfsfólk Spalar hafði gert upp við tæplega 23 þús- und viðskiptavini félagsins 18. jan- úar 2019 og endurgreitt þeim alls um 330 milljónir króna. Alls höfðu þá 72% inneigna verið endurgreidd. Nær 40 milljón öku- tæki farið um göngin Vegagerðin hyggst kaupa nýjar hraðamyndavélar til að setja upp í Hvalfjarðargöngum. Fjár- magn er fyrir hendi og vonast er til að hægt verði að setja þær upp á næsta ári. Kostnaður verður ekki undir 50 milljónum króna að því talið er. Mörgum ökumanni hefur brugðið í brún við ljósblossann frá núverandi vélum. Blossarnir munu heyra sögunni til því nýju vélarnar munu mæla meðal- hraða milli tveggja punkta. Báðar myndavélarnar eru með skynjara sem nemur það þegar bílar keyra framhjá og geta með því móti reiknað hversu langan tíma það tekur þá að komast á milli. Þannig er hraðinn mældur. Þetta kemur í veg fyrir að fólk geti hægt á sér áður en það kemur að myndavél og sloppið þann- ig við sekt. Blossarnir munu hverfa NÝJAR MYNDAVÉLAR Friðleifur Ingi Brynjarsson Morgunblaðið/Árni Sæberg Síðasti seðillinn Hinn 28. september 2018 var gjaldtöku hætt í Hvalfjarð- argöngum. Sigurður Ingi Jóhannsson greiddi fyrir síðustu ferðina.  Eitt ár liðið síðan Spölur afhenti ríkinu Hvalfjarðargöng BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ámánudaginn verður liðiðeitt ár síðan Vegagerðintók við rekstri Hvalfjarð-arganga. Spölur hafði byggt göngin og rekið þau frá opnun sumarið 1998. Þegar öll lán höfðu ver- ið uppgreidd var gjaldtöku hætt og Spölur afhenti Íslendingum göngin til eignar. Ekki þarf að fjölyrða um mikil- vægi Hvalfjarðarganga fyrir Íslend- inga. Miðað við áætlaða umferð 2019 munu um 39 milljón ökutæki hafa far- ið um göngin frá upphafi 1998 til loka þessa árs. Á næsta ári mun því 40 milljóna markinu verða náð. Það er almennt skoðun vega- gerðarmanna að rekstur Hvalfjarð- arganga hafi gengið vel þetta fyrsta ár sem þau hafa verið í þeirra umsjá. „Það sem ég átti von á þegar gjaldtöku í göngin var hætt, var að 10-15% umferðarstökk myndi eiga sér stað. En fljótlega eftir að gjald- taka hætti sá ég að það stefndi líklega ekki í svo mikið stökk,“ segir Frið- leifur Ingi Brynjarsson, verk- efnastjóri hjá Vegagerðinni. Friðleifur telur að ástæðuna megi rekja til þess að mjög góð af- sláttarkjör voru veitt á gjaldi um göngin og þar af leiðandi hafi umferð- in ekki aukist svo mikið. Hann telur að það muni taka lengri tíma að síast inn hjá fólki að hægt sé að fara um göngin endurgjaldslaust og því verði ekki endilega alveg ljóst strax hver áhrifin verða. Nýtt sólarhringsmet í júní „Þó að áhrifin séu einhver þá er ekki hægt að meta þau nema bera saman t.d. meðalaukningu með gjald- töku og síðan meðalaukningu eftir að gjöld voru felld niður, sem vísbending um það hversu mikið umferðin hefur aukist um göngin sem rekja mætti eingöngu til gjaldfrelsis,“ segir Frið- leifur. Hann segist hafa reiknað með því að hámarksumferð um göngin myndi aukast enda þyrftu ökumenn ekki lengur að bíða í röð við gjald- hliðið. Þetta virðist hafa orðið raunin því allt bendir til þess að nýtt sóla-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.