Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 27

Morgunblaðið - 28.09.2019, Síða 27
UMRÆÐAN 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Guðmundur Kjartanssonvann nauman sigur áHaustmóti TaflfélagsReykjavíkur sem lauk um síðustu helgi. Hann átti í harðri keppni við Hjörvar Stein Grétars- son, úrslitin réðust í 6. umferð en þeir voru þá jafnir að vinningum. Hjörvar lenti í vandræðum gegn hinum 16 ára gamla Alexander Oli- ver Mai og var um tíma með tapað tafl en náði jafntefli. Guðmundur atti kappi við Braga Þorfinnsson og komst lítt aleiðis þrátt fyrir góða byrjun. Eftir 38 leik kom þessi staða upp: Guðmundur – Bragi Að svartur sé að fara að tapa þessari stöðu í tveim leikjum er ótrúlegt. Bragi lék … 38. … Kd6?? Eftir 38. … g4 ásamt f6-f5 getur hvítur aldrei brotist í gegn. 39. h4! Ke5 40. g4! – og svartur gafst upp. Fram- haldið gæti orðið 40. … hxg4 41. h5 Ke6 42. Kf2 o.s.frv. Ekki er það alveg nýtt að menn séu lokaðir fyrir þessu gegnumbroti peðanna. Margeir Pétursson var sleginn skákblindu í svipaðri stöðu á Íslandsmótinu 1990 þegar hann tefldi við Hannes Hlífar Stefánsson. Hann benti síðar á þá athyglisverðu staðreynd að vinningurinn hefði samt kostað Hannes sæti í ólympíu- liði Íslands það ár, hversu fjar- stæðukennt sem það kann að hljóma. Annað svipað dæmi má finna í skák Hans Ree við Tékkann Lubomir Ftacnik í Kænugarði árið 1978. Lokastaðan í A-riðli: 1. Guð- mundur Kjartansson 6½ v. (af 7) 2. Hjörvar Steinn Grétarsson 6 v. 3. Vignir Vatnar Stefánsson 4 v. 4. Bragi Þorfinnsson 3½ v. 5. Alexand- er Oliver Mai 3 v. 6.-7. Stefán Bergs- son og Baldur Kristinsson 2 v. 8. Daði Ómarsson 1 v. Í B-riðli sigraði Aron Thor Mai með 6 vinninga af sjö og vann sæti sæti í A-riðli á næsta ári. Þeir bræð- ur Alexander og Aron hækkuðu um samtals 170 elo-stig á haustmótinu. Í C-riðli sigraði Arnar Milutin Heiðarsson með 6 vinninga af sjö og hækkaði um 95 elo-stig. Mesta stiga- hækkun haustmótsins kom þó í Opna flokknum þar sem Þorsteinn Magnússon sigraði. Ingvar Wu Skarphéðinsson sem varð í 2. sæti hækkaði um 122 elo-stig fyrir frammistöðu sína. Greinarhöfundur renndi yfir nokkrar skákir mótsins og gæði tafl- mennskunnar í A-riðli voru allmikil. Í fyrstu umferð reyndi sigurveg- arinn nýja hugmynd sem þykir fara langt með að hnekkja leikbragði Blumenfelds: Haustmót TR; 1. umferð: Guðmundur Kjartansson – Vign- ir Vatnar Stefánsson Blumenfeld gambítur 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. d5 b5 5. e4!? Þetta er nýjasti snúningurinn. 5. … Rxe4 6. Bd3 Rf6 7. 0-0 Be7 8. Rc3 b4? Vanhugsaður leikur. Það er meira í anda byrjunar svarts að leika 8. … a6.Hrókurinn gæti fengið reit á a7. 9. Re4 Bb7 10. He1 Db6 11. Re5 Annar góður leikur var 11. Bg5. Hvítur hefur rífandi bætur fyrir peðið. 11. … Rxe4 12. Bxe4 Bf6 13. Dh5! Það er ótrúlegt en „vélarnar“ telja stöðu svarts þegar tapaða. 13. … g6 14. Df3 14. . . .Bxe5 Svartur á engan betri kost. 15. dxe6 Bxe4 16. Dxf7+ Enn sterkara var 16. exf7+ Kd8 17. Hxe4 Df6 18. Bf4! o.s.frv. 16. … Kd8 17. Hxe4 Dxe6 18. Dxe6 Bxh2+ 19. Kxh2 dxe6 20. Be3 He8 21. Bxc5 Rc6 22. Hf4! Eftir þetta ryðst hrókurinn inn. Svartur er varnarlaus. 22. … Hc8 23. Hd1 Kc7 24. Hf7+ Kb8 25. Hxh7 Hh8 26. Hdd7 Hxh7 27. Hxh7 Hd8 28. Be3 Kc8 29. Hg7 Re5 30. b3 Rg4+ 31. g3 Rxe3 32. fxe3 Hd3 33. Kf3 – og svartur gafst upp. Guðmundur Kjart- ansson sigurvegari Haustmóts TR Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Efnilegur Alexander Oliver Mai bætti sig verulega á Haustmóti TR. Stundum líður okkur eins og við séum varla annað en sandkorn á strönd sem treðst und- ir í baráttu daganna. En í ljósi Guðs ert þú hins vegar eins og óendanlega lítil fögur dýrmæt perla. Ein- stakur gimsteinn fullur af lífi og fegurð. Fullur af leyndardómsfullum tilgangi í eilífri áætlun Guðs. Guðs kærleikans sem elskar þig út af líf- inu. Molar Ævin er full af litlum molum, sæt- um og beiskum, súrum og sterkum. Molum sem veita nýja sýn og reynslu sem þú berð. Sumir þeirra geta jafnvel verið fúlir, harðir, meið- andi og ógeðslegir. Stundum fylgja þeim ný tækifæri og stundum geta þeir leitt til nýrra kynna. Jafnvel kanntu að upplifa mikla gleði vegna þeirra, alla vega um stundarsakir. Sumir molarnir geta jafnvel orðið að gullmolum sem þú hefðir ekki viljað missa af. Ævin er full af svona molum. Hún er samansett af litlum brotum sem púslað er saman á óskiljanlegan, jafnvel stundum öfugsnúinn hátt. Útkoman er algjörlega einstök ævi hverrar manneskju. Vöndum samskiptin Þess vegna er svo mikilvægt að vanda samskiptin. Hugsa um hvar og hvernig maður stígur niður og hvað maður vill skilja eftir sig. Lífið er það besta sem við eigum, þótt ævin kunni að vera full af ögr- andi áskorunum og stundum jafnvel heldur óskemmtilegum og ósanngjörnum verk- efnum. Mín niðurstaða er engu að síður sú þegar ég lít yfir farinn veg hamingju og sigra en einnig vonbrigða, og þótt ýmislegt hafi vissulega farið öðru vísi en til var sáð af veikum mætti, að það er þakk- arverð eftirvænting að fá að vakna til nýs dags og fá að vera með. Fá að horfa með eftirvæntingu fram veg- inn og reyna að láta um sig muna til góðs. Þótt það kunni að reyna á og kosta úthald og aga. Láttu muna um þig til góðs í dag. Það mun skila sér sem jákvætt framlag til lífsins. Jafnvel þótt það kunni að vera með ófyrirséðum hætti. Við þurfum á þér að halda. Við þurfum öll hvert á öðru að halda til að halda gleðinni. Hamingjan þarf nefnilega á þér að halda. Njóttu þess og láttu muna um þig. Með kærleiks- og friðarkveðju. Lifi lífið. Það skiptir máli hvar og hvernig maður stígur niður Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þess vegna er svo mikilvægt að vanda samskiptin. Hugsa um hvar og hvernig maður stígur niður og hvað maður vill skilja eftir sig. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. Friðfinnur Lárus Guðjónsson fæddist 25. september 1869 í Hallfríðarstaðakoti í Hörgárdal. Foreldrar hans voru hjónin Guðjón Steinsson og Lilja Gísla- dóttir. Friðfinnur var prentsveinn á Akureyri 1889, fór þá til Kaup- mannahafnar og vann þar í há- skólaprentsmiðju. Hann var prentari á Seyðisfirði 1891-1894 og stofnsetti þar prentsmiðjuna Austra. Eftir ársdvöl á Ísafirði þar sem hann prentaði nýstofn- að blað, Gretti, fluttist hann til Reykjavíkur. Hann vann í Ísa- foldarprentsmiðju til 1904 þeg- ar hann gerðist einn af stofn- endum Gutenberg. Hann sat í stjórn fyrirtækisins til 1939 þeg- ar ríkið keypti prentsmiðjuna. Friðfinnur var einn af stofn- endum Leikfélags Reykjavíkur og sat í stjórn þess fyrstu fimm- tán árin. Leikferill hans spann- aði 60 ár og lék hann síðast á sviði árið 1950 þegar hann tók þátt í opnunarsýningu Þjóðleik- hússins. Hann lék hátt í 150 hlutverk á ferlinum. Friðfinnur var heiðursfélagi Hins íslenska prentarafélags og hlaut stórriddarakross fálkaorð- unnar. Eiginkona Friðfinns var Jak- obína Torfadóttir og eignuðust þau átta börn. Friðfinnur lést 8.3. 1955. Merkir Íslendingar Friðfinnur Guðjónsson ÞÚ FINNUR ALLT Á FINNA.IS Lerkidalur 26, 260 Reykjanesbæ Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Mjög nýlegt og fallegt 3 herbergja raðhús á einni hæð byggt árið 2018. Afgirt baklóð með sólpalli og heitum potti. Stærð 104,0 m2 Verð kr. 41.000.000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.