Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 31
Raf- og véliðnaðarmenn
á kranaverkstæði
Við leitum að öflugum raf- og véliðnaðarmönnum í dagvinnu á kranaverkstæði Alcoa Fjarðaáls.
Við hvetjum konur sérstaklega til að sækja um störfin. Frekari upplýsingar veitir Jón Þór Björgvinsson,
leiðtogi kranaverkstæðis, í gegnum netfangið jonth.bjorgvinsson@alcoa.com eða í síma 470 7700.
Hægt er að sækja um starfið á www.alcoa.is. Umsóknir eru trúnaðarmál og þeim er öllum svarað.
Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 14. október.
Starfsmenn kranaverkstæðis sinna viðhaldi
krana og búnaðar tengdum kerskála.
Framleiðslan er mjög tæknivædd og mikið um
iðnstýringar. Áhersla er lögð á að tryggja
áreiðanleika með fyrirbyggjandi viðhaldi sem
tekur mið af raunverulegu ástandi búnaðar.
Starfsmenn kranaverkstæðis taka jafnframt
virkan þátt í stöðugri þróun viðhalds.
Hvers vegna að velja starf hjá Alcoa Fjarðaáli?
Góð laun og fjölskylduvænn vinnutími.
Tækifæri í gegnum þjálfun, fræðslu og fjölbreytta starfsreynslu.
Komið er fram við alla af vinsemd og virðingu.
Heilsa og öryggi starfsfólks eru ávallt forgangsmál.
Samhent teymi ólíkra einstaklinga eru lykillinn að árangri.
Við erum framsækin í jafnréttismálum og viljum fjölga konum
í hópi iðnaðarmanna.
•
•
•
•
•
•
hagvangur.is
Lögfræðingur og deildarstjóri sjóðfélagalána
Almenni lífeyrissjóðurinn óskar eftir lögfræðingi til starfa. Um er að ræða fullt starf sem felst meðal annars í að bera ábyrgð
á daglegri starfsemi vegna lána til sjóðfélaga og að sinna fjölbreyttum lögfræðistörfum fyrir sjóðinn. Í boði er vinnustaður
sem hlúir að starfsfólki með góðri vinnuaðstöðu og áhugaverðum og fjölbreyttum verkefnum.
Starfssvið
• Deildarstjóri sjóðfélagalána
• Lögfræðileg verkefni og álitaefni, tengd
lífeyrismálum og eignastýringu
• Skjala- og samningagerð, innlend og erlend
• Ýmis tilfallandi verkefni og lögfræðistörf sem
tengjast starfsemi sjóðsins
Hæfniskröfur
• Meistarapróf eða embættispróf í lögfræði
• Reynsla af sambærilegum störfum kostur
• Reynsla af störfum á fjármálamarkaði kostur
• Góð færni í íslensku og ensku
• Skipulögð vinnubrögð, jákvæðni og góð hæfni
í mannlegum samskiptum
Upplýsingar veitir:
Sverrir Briem
sverrir@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 7. október 2019.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg ferilskrá
og kynningarbréf.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Almenni lífeyrissjóðurinn er fullgildur lífeyrissjóður og hefur starfsleyfi samkvæmt lögum um skyldutryggingu
lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Hjá sjóðnum starfar samheldinn hópur starfsmanna sem leggur metnað
sinn í að vinna vel fyrir sjóðfélaga og veita úrvalsþjónustu.