Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 46
M-GJÖFIN
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
„Þetta var kannski svolítið skrýtið
tímabil og eiginlega súrsætt. Mér
gekk sjálfri ágætlega og er nokkuð
sátt við mína frammistöðu en liðinu
gekk ekki nógu vel og það var leið-
inlegt að falla úr deildinni,“ segir hin
átján ára gamla Sveindís Jane Jóns-
dóttir, framherji kvennaliðs Kefla-
víkur í knattspyrnu og besti leik-
maður úrvalsdeildarinnar 2019,
samkvæmt M-einkunnagjöf Morg-
unblaðsins, sem var kynnt ítarlega í
síðasta þriðjudagsblaði.
Sveindís kvaðst hafa fylgst laus-
lega með stöðunni í einkunnagjöfinni
í sumar. „Ég fékk alltaf að heyra frá
fólkinu í kringum mig ef ég fékk M
og það var alltaf gaman, og vissi að
staðan var góð hjá mér undir lokin,“
sagði Sveindís við Morgunblaðið.
Hún tók við veglegum bikar frá
blaðinu eftir æfingu U19 ára lands-
liðs Íslands í vikunni en liðið býr sig
undir undanriðil Evrópumótsins
sem að þessu sinni er spilaður hér á
landi og Sveindís bíður spennt eftir
því. Íslenska liðið mætir Grikklandi í
fyrsta leik á Víkingsvellinum á mið-
vikudaginn kemur og síðan Kasakst-
an og Spáni 5. og 8. október. Tvö
efstu liðin fara áfram í milliriðil.
Spennandi að spila á heimavelli
„Það er spennandi og skemmti-
legt að spila þessa leiki á heimavelli
og það hef ég aldrei upplifað áður
því þegar ég hef verið með yngri
landsliðunum á undanförnum árum
hefur alltaf verið spilað einhvers
staðar erlendis. Nú geta allir sem
maður þekkir komið og horft á leik-
ina. Við höfum yfirleitt komst áfram
úr undankeppninni og stefnum auð-
vitað af því en þá förum við í milli-
riðil sem er mun erfiðara.“
Sveindís, sem er fædd og uppalin í
Keflavík og hefur spilað fótbolta
með félaginu frá barnæsku, hefur að
vonum vakið talsverða athygli fyrir
frammistöðu sína í sumar og hún
segir óvíst að hún leiki áfram með
Keflavíkurliðinu í 1. deildinni á
næsta tímabili.
Frábært hvernig staðið
er að kvennafótboltanum
„Mér líður rosalega vel í Keflavík
og það er frábært hvernig staðið er
að kvennafótboltanum þar. Það er
mjög vel hugsað um okkur, betur og
betur með hverju árinu, og jafn-
réttið á milli kvennaflokkanna og
karlaflokkanna er allt annað en áður
var. Við erum með ungt og efnilegt
lið, margar okkar eru búnar að spila
saman í mörg ár, þekkjumst mjög
vel og erum með góða liðsheild.
Auðvitað væri ekkert að því að
vera eitt ár í 1. deildinni og hjálpa
liðinu að komast upp á ný en ég veit
ekki alveg hvað ég geri. Ég hef
fundað með stjórninni hjá Keflavík
en það er ekkert komið á hreint. Nú
ætla ég að einbeita mér að U19 ára
liðinu og svo sjáum við til, þetta
skýrist betur þegar það er búið. Það
eru hinsvegar gleðifréttir að Na-
tasha sé búin að semja við Keflavík
um að vera áfram,“ sagði Sveindís
og átti þar við fyrirliðann Natöshu
Anasi sem var einn af bestu leik-
mönnum Íslandsmótsins í ár en ætl-
ar að taka slaginn með Keflavík
áfram þó að liðið hafi fallið.
Sveindís hefur sett markið hátt í
fótboltanum. „Já, ég stefni að sjálf-
sögðu á að komast langt, ætla mér
að komast í A-landsliðið og fara í at-
vinnumennsku. Ég fer á hverja æf-
ingu til þess að bæta mig og vona að
það leiði mig lengra.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Sigurvegarinn Sveindís Jane Jónsdóttir með bikarinn sem hún fékk frá Morgunblaðinu sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna 2019.
„Vel hugsað um okkur“
Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu, er ánægð með
lífið í Keflavík en óviss um framhaldið Ætlar sér að ná langt í fótboltanum
46 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019
Þýskaland
Leverkusen – Sand.................................. 1:2
Sandra María Jessen kom inn á sem
varamaður hjá Leverkusen á 84. mínútu.
Efstu lið: Wolfsburg 12, Hoffenheim 9,
Bayern München 9, Frankfurt 9, Sand 7,
Potsdam 6, Leverkusen 6, Essen 6.
Holland
PSV Eindhoven – Excelsior ................... 9:1
Anna Björk Kristjánsdóttir var á vara-
mannabekknum hjá PSV.
B-deild:
Excelsior – Jong PSV.............................. 5:2
Elías Már Ómarsson kom inn á sem
varamaður á 62. mínútu fyrir Excelsior.
Danmörk
Lyngby – Hobro....................................... 2:1
Frederik Schram var á varamannabekk
Lyngby.
Staða efstu liða:
Midtjylland 10 8 2 0 14:2 26
København 10 7 1 2 16:8 22
AGF 10 5 2 3 14:7 17
Brøndby 10 5 1 4 18:16 16
Nordsjælland 10 5 1 4 18:16 16
Lyngby 11 5 0 6 13:19 15
Belgía
B-deild:
Roeselare – Westerlo .............................. 0:2
Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare.
Frakkland
B-deild:
Grenoble – Caen ...................................... 1:0
Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í
leikmannahópi Grenoble.
England
B-deild:
Fulham – Wigan ....................................... 2:0
Stoke – Nottingham Forest .................... 1:1
Staða efstu liða:
Nottingham F. 9 5 3 1 14:8 18
Leeds 8 5 2 1 13:4 17
Swansea 8 5 2 1 12:5 17
Preston 8 5 1 2 14:7 16
WBA 8 4 4 0 15:10 16
QPR 8 5 1 2 14:12 16
Fulham 9 4 3 2 14:7 15
Bristol City 8 4 3 1 13:9 15
Spánn
Villarreal – Real Betis.............................. 5:1
Staða efstu liða:
Real Madrid 6 4 2 0 12:6 14
Real Sociedad 6 4 1 1 10:4 13
Atlético Madrid 6 4 1 1 7:4 13
Athletic Bilbao 6 3 3 0 7:2 12
Granada 6 3 2 1 12:6 11
Villarreal 7 3 2 2 16:11 11
Barcelona 6 3 1 2 14:10 10
Sevilla 6 3 1 2 7:5 10
Real Betis 7 2 2 3 10:13 8
KNATTSPYRNA
HANDBOLTI
Olísdeild karla
Stjarnan – Fjölnir................................. 24:24
Staðan:
ÍR 3 3 0 0 95:79 6
Afturelding 3 3 0 0 83:72 6
ÍBV 3 3 0 0 80:69 6
Haukar 3 3 0 0 77:67 6
Fjölnir 4 1 1 2 102:114 3
Valur 3 1 1 1 70:67 3
Selfoss 3 1 1 1 87:92 3
KA 3 1 0 2 82:79 2
FH 3 1 0 2 78:78 2
Stjarnan 4 0 1 3 90:107 1
HK 3 0 0 3 74:82 0
Fram 3 0 0 3 60:72 0
Grill 66 deild karla
Víkingur – Grótta ................................. 21:25
Þór Ak. – Haukar U ............................. 30:22
KA U – Stjarnan U............................... 44:19
Staðan:
KA U 2 2 0 0 70:43 4
Þór Ak. 2 2 0 0 59:49 4
Haukar U 2 1 0 1 48:49 2
Valur U 1 1 0 0 31:21 2
Þróttur 1 1 0 0 36:29 2
FH U 2 1 0 1 51:49 2
Grótta 2 1 0 1 44:47 2
Víkingur 2 0 0 2 45:51 0
Fjölnir U 2 0 0 2 49:60 0
Stjarnan U 2 0 0 2 40:75 0
Danmörk
Tvis Holstebro – Kolding ................... 38:30
Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 1 mark
fyrir Kolding en Ólafur Gústafsson var ekki
í leikmannahópnum.
Þýskaland
B-deild:
Lübeck-Schwartau – Bietigheim ...... 29:22
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 4
mörk fyrir Lübeck-Schwartau.
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Frakkland
B-deild:
Cesson-Rennes – Dijon ....................... 25:22
Geir Guðmundsson skoraði 1 mark fyrir
Cesson-Rennes.
Vináttulandsleikur kvenna
Noregur – Brasilía .............................. 29:24
Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg.
Hannes Grimm tryggði Stjörnunni
sitt fyrsta stig í Olís-deild karla í
handknattleik í vetur er liðið gerði
jafntefli við Fjölni í Garðabæ í gær.
Fjölnir var yfir 24:23 á lokamín-
útunni en Hannes skoraði jöfn-
unarmark Stjörnunnar þegar um
hálf mínúta var eftir af leiknum.
Liðin fengu því sitt hvort stigið en
Stjarnan tapaði fyrstu þremur leikj-
unum í deildinni. Fjölnir er hins veg-
ar með þrjú stig. Tandri Már Kon-
ráðsson leikur nú hérlendis eftir
nokkurra ára dvöl í Danmörku og
skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna.
Unglingalandsliðsmaðurinn Goði
Ingvar Sveinsson var markahæstur
hjá Fjölni með 7 mörk.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Atkvæðamikill Goði Ingvar Sveinsson skorar eitt sjö marka sinna í Garðabænum í gærkvöldi.
Stjarnan
komin
á blað