Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 28.09.2019, Blaðsíða 46
M-GJÖFIN Víðir Sigurðsson vs@mbl.is „Þetta var kannski svolítið skrýtið tímabil og eiginlega súrsætt. Mér gekk sjálfri ágætlega og er nokkuð sátt við mína frammistöðu en liðinu gekk ekki nógu vel og það var leið- inlegt að falla úr deildinni,“ segir hin átján ára gamla Sveindís Jane Jóns- dóttir, framherji kvennaliðs Kefla- víkur í knattspyrnu og besti leik- maður úrvalsdeildarinnar 2019, samkvæmt M-einkunnagjöf Morg- unblaðsins, sem var kynnt ítarlega í síðasta þriðjudagsblaði. Sveindís kvaðst hafa fylgst laus- lega með stöðunni í einkunnagjöfinni í sumar. „Ég fékk alltaf að heyra frá fólkinu í kringum mig ef ég fékk M og það var alltaf gaman, og vissi að staðan var góð hjá mér undir lokin,“ sagði Sveindís við Morgunblaðið. Hún tók við veglegum bikar frá blaðinu eftir æfingu U19 ára lands- liðs Íslands í vikunni en liðið býr sig undir undanriðil Evrópumótsins sem að þessu sinni er spilaður hér á landi og Sveindís bíður spennt eftir því. Íslenska liðið mætir Grikklandi í fyrsta leik á Víkingsvellinum á mið- vikudaginn kemur og síðan Kasakst- an og Spáni 5. og 8. október. Tvö efstu liðin fara áfram í milliriðil. Spennandi að spila á heimavelli „Það er spennandi og skemmti- legt að spila þessa leiki á heimavelli og það hef ég aldrei upplifað áður því þegar ég hef verið með yngri landsliðunum á undanförnum árum hefur alltaf verið spilað einhvers staðar erlendis. Nú geta allir sem maður þekkir komið og horft á leik- ina. Við höfum yfirleitt komst áfram úr undankeppninni og stefnum auð- vitað af því en þá förum við í milli- riðil sem er mun erfiðara.“ Sveindís, sem er fædd og uppalin í Keflavík og hefur spilað fótbolta með félaginu frá barnæsku, hefur að vonum vakið talsverða athygli fyrir frammistöðu sína í sumar og hún segir óvíst að hún leiki áfram með Keflavíkurliðinu í 1. deildinni á næsta tímabili. Frábært hvernig staðið er að kvennafótboltanum „Mér líður rosalega vel í Keflavík og það er frábært hvernig staðið er að kvennafótboltanum þar. Það er mjög vel hugsað um okkur, betur og betur með hverju árinu, og jafn- réttið á milli kvennaflokkanna og karlaflokkanna er allt annað en áður var. Við erum með ungt og efnilegt lið, margar okkar eru búnar að spila saman í mörg ár, þekkjumst mjög vel og erum með góða liðsheild. Auðvitað væri ekkert að því að vera eitt ár í 1. deildinni og hjálpa liðinu að komast upp á ný en ég veit ekki alveg hvað ég geri. Ég hef fundað með stjórninni hjá Keflavík en það er ekkert komið á hreint. Nú ætla ég að einbeita mér að U19 ára liðinu og svo sjáum við til, þetta skýrist betur þegar það er búið. Það eru hinsvegar gleðifréttir að Na- tasha sé búin að semja við Keflavík um að vera áfram,“ sagði Sveindís og átti þar við fyrirliðann Natöshu Anasi sem var einn af bestu leik- mönnum Íslandsmótsins í ár en ætl- ar að taka slaginn með Keflavík áfram þó að liðið hafi fallið. Sveindís hefur sett markið hátt í fótboltanum. „Já, ég stefni að sjálf- sögðu á að komast langt, ætla mér að komast í A-landsliðið og fara í at- vinnumennsku. Ég fer á hverja æf- ingu til þess að bæta mig og vona að það leiði mig lengra.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Sigurvegarinn Sveindís Jane Jónsdóttir með bikarinn sem hún fékk frá Morgunblaðinu sem besti leikmaður Pepsi Max-deildar kvenna 2019. „Vel hugsað um okkur“  Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður ársins hjá Morgunblaðinu, er ánægð með lífið í Keflavík en óviss um framhaldið  Ætlar sér að ná langt í fótboltanum 46 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 2019 Þýskaland Leverkusen – Sand.................................. 1:2  Sandra María Jessen kom inn á sem varamaður hjá Leverkusen á 84. mínútu.  Efstu lið: Wolfsburg 12, Hoffenheim 9, Bayern München 9, Frankfurt 9, Sand 7, Potsdam 6, Leverkusen 6, Essen 6. Holland PSV Eindhoven – Excelsior ................... 9:1  Anna Björk Kristjánsdóttir var á vara- mannabekknum hjá PSV. B-deild: Excelsior – Jong PSV.............................. 5:2  Elías Már Ómarsson kom inn á sem varamaður á 62. mínútu fyrir Excelsior. Danmörk Lyngby – Hobro....................................... 2:1  Frederik Schram var á varamannabekk Lyngby. Staða efstu liða: Midtjylland 10 8 2 0 14:2 26 København 10 7 1 2 16:8 22 AGF 10 5 2 3 14:7 17 Brøndby 10 5 1 4 18:16 16 Nordsjælland 10 5 1 4 18:16 16 Lyngby 11 5 0 6 13:19 15 Belgía B-deild: Roeselare – Westerlo .............................. 0:2  Arnar Grétarsson þjálfar Roeselare. Frakkland B-deild: Grenoble – Caen ...................................... 1:0  Kristófer Ingi Kristinsson var ekki í leikmannahópi Grenoble. England B-deild: Fulham – Wigan ....................................... 2:0 Stoke – Nottingham Forest .................... 1:1 Staða efstu liða: Nottingham F. 9 5 3 1 14:8 18 Leeds 8 5 2 1 13:4 17 Swansea 8 5 2 1 12:5 17 Preston 8 5 1 2 14:7 16 WBA 8 4 4 0 15:10 16 QPR 8 5 1 2 14:12 16 Fulham 9 4 3 2 14:7 15 Bristol City 8 4 3 1 13:9 15 Spánn Villarreal – Real Betis.............................. 5:1 Staða efstu liða: Real Madrid 6 4 2 0 12:6 14 Real Sociedad 6 4 1 1 10:4 13 Atlético Madrid 6 4 1 1 7:4 13 Athletic Bilbao 6 3 3 0 7:2 12 Granada 6 3 2 1 12:6 11 Villarreal 7 3 2 2 16:11 11 Barcelona 6 3 1 2 14:10 10 Sevilla 6 3 1 2 7:5 10 Real Betis 7 2 2 3 10:13 8 KNATTSPYRNA HANDBOLTI Olísdeild karla Stjarnan – Fjölnir................................. 24:24 Staðan: ÍR 3 3 0 0 95:79 6 Afturelding 3 3 0 0 83:72 6 ÍBV 3 3 0 0 80:69 6 Haukar 3 3 0 0 77:67 6 Fjölnir 4 1 1 2 102:114 3 Valur 3 1 1 1 70:67 3 Selfoss 3 1 1 1 87:92 3 KA 3 1 0 2 82:79 2 FH 3 1 0 2 78:78 2 Stjarnan 4 0 1 3 90:107 1 HK 3 0 0 3 74:82 0 Fram 3 0 0 3 60:72 0 Grill 66 deild karla Víkingur – Grótta ................................. 21:25 Þór Ak. – Haukar U ............................. 30:22 KA U – Stjarnan U............................... 44:19 Staðan: KA U 2 2 0 0 70:43 4 Þór Ak. 2 2 0 0 59:49 4 Haukar U 2 1 0 1 48:49 2 Valur U 1 1 0 0 31:21 2 Þróttur 1 1 0 0 36:29 2 FH U 2 1 0 1 51:49 2 Grótta 2 1 0 1 44:47 2 Víkingur 2 0 0 2 45:51 0 Fjölnir U 2 0 0 2 49:60 0 Stjarnan U 2 0 0 2 40:75 0 Danmörk Tvis Holstebro – Kolding ................... 38:30  Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 1 mark fyrir Kolding en Ólafur Gústafsson var ekki í leikmannahópnum. Þýskaland B-deild: Lübeck-Schwartau – Bietigheim ...... 29:22  Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði 4 mörk fyrir Lübeck-Schwartau.  Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim. Frakkland B-deild: Cesson-Rennes – Dijon ....................... 25:22  Geir Guðmundsson skoraði 1 mark fyrir Cesson-Rennes. Vináttulandsleikur kvenna Noregur – Brasilía .............................. 29:24  Þórir Hergeirsson þjálfar Noreg. Hannes Grimm tryggði Stjörnunni sitt fyrsta stig í Olís-deild karla í handknattleik í vetur er liðið gerði jafntefli við Fjölni í Garðabæ í gær. Fjölnir var yfir 24:23 á lokamín- útunni en Hannes skoraði jöfn- unarmark Stjörnunnar þegar um hálf mínúta var eftir af leiknum. Liðin fengu því sitt hvort stigið en Stjarnan tapaði fyrstu þremur leikj- unum í deildinni. Fjölnir er hins veg- ar með þrjú stig. Tandri Már Kon- ráðsson leikur nú hérlendis eftir nokkurra ára dvöl í Danmörku og skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna. Unglingalandsliðsmaðurinn Goði Ingvar Sveinsson var markahæstur hjá Fjölni með 7 mörk. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Atkvæðamikill Goði Ingvar Sveinsson skorar eitt sjö marka sinna í Garðabænum í gærkvöldi. Stjarnan komin á blað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.