Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 56

Morgunblaðið - 28.09.2019, Side 56
Troðfull verslun af merkjavöru sunnudaga frá 13 til 17 sími 568 9512laugardaga frá kl. 11 til 17Opið virka daga frá kl. 11 til 18 afsláttur af öllum vörum Suðurlandsbraut 54 bláu húsin (við faxafen) Sigríður Ósk Kristjánsdóttir messó- sópran og Edda Erlendsdóttir píanóleikari koma fram á hádegis- tónleikum í Hannesarholti á morg- un, sunnudag, kl. 12.15. Þar frum- flytja þær m.a. söngflokk sem John Speight samdi fyrir Sigríði við ljóðaflokk eftir Sigurð Pálsson. Leikkonan Ragnheiður Steindórs- dóttir flytur ljóð Sigurðar ásamt þýðingum á ljóðum erlendu söngv- anna.Tónleikadagskráin fjallar um röddina í víðtækum skilningi. Raddir í loftinu LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 271. DAGUR ÁRSINS 2019 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Stórskyttan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik, segir að leiðin geti bara legið upp á við hjá landsliðinu, sem mætir Frökkum í öðrum leik sínum í undankeppni EM á Ásvöllum í Hafnarfirði á morgun. Fyrsti leik- urinn, gegn Króötum, tapaðist illa en liðið ætlar sér að sýna annan og betri leik á morgun. »47 Leiðin getur bara legið upp á við Umhverfishetjan, Norræna húsið og Landvernd standa fyrir verkstæði í Norræna húsinu í dag kl. 11-14. Þar fá börn tækifæri til að fræðast um ýmis málefni og leiðir sem þau geta nýtt sér til að hlúa betur að jörð- inni. Eftir stutta fræðslu velja þau sér ofurkrafta sem þau vilja búa yf- ir og hanna út frá því búning. Allir fá úthlutaðar skikkjur og grímur úr efnisbútum frá saumastofu og hefði það annars endað á haug- unum. Skikkjurnar geta þau skreytt að vild. Pláss er fyrir 50 börn á aldrinum 5-12 ára ásamt foreldrum. Þátttaka er ókeyp- is, en skráning fer fram á tix.is. Ert þú umhverfishetja? ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Nýlega gaf Ugla út bókina Bobby Fischer – The Final Years eftir Garðar Sverrisson í þýðingu Maríu Helgu Guðmundsdóttur, en íslenska útgáfan, Yfir farinn veg með Bobby Fischer, fór í dreifingu 2015. „Ég segi frá mörgu sem hvergi hefur komið fram um ævi hans og viðhorf, ásamt því hvernig hann brást við erfiðum veikindum undir það síð- asta,“ segir Garðar. Skákmeistarinn féll frá 2008, en Garðar segir að þeir hafi átt í nærri daglegum samskiptum í meira en þrjú ár og verið nánir vinir allan þann tíma sem hann bjó á Íslandi. „Ég og fjölskylda mín kynntumst honum því mjög náið, ólíkt flestum þeim sem um hann hafa fjallað og gjarnan þurft að reiða sig á misgóð- ar heimildir og geta í eyðurnar,“ segir Garðar. Hann bætir við að tildrög skrif- anna hafi einmitt verið þau að hann hafi oft verið spurður um Bobby og undir hann hafi verið bornar alls kyns flökkusögur sem hafi lifað eigin lífi í bókum, blöðum og kvik- myndum. Brugðist við flökkusögum „Þegar við fjölskyldan könnuð- umst varla við þann Bobby sem til umfjöllunar var fór ég að punkta hjá mér eitt og annað sem hvergi virtist hafa komið fram um líf hans og við- horf, ekki bara um skákina og þjóð- félagsmál, heldur líka um fjölmörg hugðarefni hans og dramatíska lífs- reynslu, allt frá uppvextinum í New York til síðustu áranna hérna á Ís- landi. Við þetta rifjuðust upp ýmis skemmtileg atvik og uppákomur sem hann sagði mér frá eða við upp- lifðum saman á löngum samveru- stundum, á ferðalögum um landið og í samskiptum við fólk, bæði Íslend- inga og útlendinga.“ Garðar segist hafa eins og margir búist við því að Bobby hlyti að vera erfiður í samskiptum en ekki þessi ljúfi maður sem hann reyndist vera. „Það kom mér líka á óvart að hann, sem hafði dvalið mest í stórborgum, skyldi sækja svona mikið í að vera úti í náttúrunni, og helst með ein- hver dýr í sjónmáli. Krakka og ung- menni sóttist hann líka eftir að spjalla við og hafði einstakt lag á að gera það á þeirra forsendum. Hann var líka heimspekilega þenkjandi og skarpgreindur, margfróður eftir áralangt bókagrúsk og langdvalir víða um lönd, lengst af í Mið-Evrópu og Asíu.“ Í bókinni segist Garðar hafa viljað halda til haga þeim Bobby sem hann kynntist og ýmsum áhugaverðum at- riðum sem aðrir yrðu ekki til frá- sagnar um. „Ef marka má við- brögðin finnst mér ég hafa unnið þarft verk og er sannfærður um að Bobby hefði haft gaman af, þótt auð- vitað hefði hann viljað karpa um ein- hver smáatriði.“ Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Icelandair Hótel Reykjavík Natura Garðar Sverrisson í rými á hótelinu sem tileinkað er Bobby Fischer. Robert J. Fischer var ljúfur náttúruunnandi  Bók um skákmeistarann á ensku eftir Garðar Sverrisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.