Morgunblaðið - 09.10.2019, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
www.hitataekni.is | S: 5886070 | Smiðjuvegur 10 | 200 Kópavogi
HITABLÁSARAR
ertu tilbúin í veturinn?
Þegar aðeins
það besta kemur
til greina
Karlmaður á sextugsaldri var dæmd-
ur í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi
Reykjavíkur í gær fyrir nauðgun og
önnur kynferðisbrot gegn barnungum
syni sínum. Brotin framdi maðurinn á
árunum 1996 til 2003 þegar sonur hans
var fjögurra til ellefu ára. Refsingin er
í samræmi við kröfur ákæruvaldsins,
sem fór ekki fram á hámarksrefsingu
og mun ekki áfrýja niðurstöðunni.
Brotin voru alvarleg og beindust að
mikilsverðum hagsmunum segir í
dóminum. „Beitti hann barnungan son
sinn kynferðislegu ofbeldi árum
saman. Voru brotin framin í skjóli
trúnaðartrausts sem ríkti á milli
ákærða og brotaþola. Á ákærði sér
engar málsbætur,“ sagði þar.
Ákæra á hendur manninum var gef-
in út í maí á þessu ári eftir að sonur
hans kom á lögreglustöð í október fyr-
ir tveimur árum og lagði fram kæru á
hendur föður sínum.
Í ákærunni segir að maðurinn hafi
nauðgað syni sínum og brotið gegn
honum með öðrum hætti á átta ára
tímabili þegar sonurinn var fjögurra
til ellefu ára. Faðirinn hafi nýtt sér
yfirburði sína gagnvart drengnum og
að brotin hafi hafist skömmu eftir að
faðirinn og móðir drengsins slitu sam-
vistum.
Auk kynferðisofbeldis hafi drengur-
inn sætt hótunum af hendi föður síns,
meðal annars með hnífi, í því skyni að
koma í veg fyrir að ofbeldið kæmist
upp. Þá hafi drengnum verið hótað líf-
láti og hann lokaður inni í herbergi eft-
ir að brotin áttu sér stað.
Brotin áttu sér meðal annars stað
þegar drengurinn var í baði og er hann
enn þann dag í dag hræddur við að
fara í baðkar. Þá glímir hann við inni-
lokunarkennd og hræðslu við að nota
hnífa. Hann er öryrki í dag vegna of-
beldisins sem hann varð fyrir sem
barn.
Faðirinn neitaði sök fyrir dómi og
krafðist sýknu. Í dómsniðurstöðunni
segir að framburður drengsins fyrir
dómi hafi verið nokkurn veginn á sama
veg og þegar hann gaf skýrslu hjá lög-
reglu. Hann hafi auk þess verið ein-
lægur og trúverðugur í frásögn sinni.
Barnalæknir gaf skýrslu fyrir dómi og
taldi enga ástæðu til þess að efast um
minningar hans.
Framburður föður hans var aftur á
móti talinn ótrúverðugur auk þess sem
hann stangaðist á við framburð vitna.
Hann var ekki talinn eiga sér neinar
málsbætur og var hæfileg refsing talin
vera sjö ára fangelsi.
Nauðgaði syni sínum ítrekað
Sjö ára fangelsi fyrir alvarleg brot gegn barnungum syni
Morgunsólin lék við börn úr leikskólanum Króga-
bóli á Akureyri þegar þau fengu sér göngutúr í
gær og komu við á leikvelli í grenndinni. Rólan er
alltaf eftirsótt og vegasaltið einnig. Eins og sjá má
hefur haustið tekið yfir í trjánum og öðrum
gróðri, enda rúm vika liðin af október. Samkvæmt
veðurspám fer heldur að kólna norðanlands og
hætt við að gráni í fjöll. Því er um að gera að nýta
góða veðrið á meðan það gefst.
Rólað á móti sól í haustblíðunni
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Leikskólabörn á Akureyri böðuðu sig í morgunsólinni í gær
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Fjölmargar athugasemdir bárust við
lýsingu skipulagsáforma á jörðunum
Leyni 2 og 3 í Landsveit. Eigendur
jarðanna hafa fengið heimild sveitar-
stjórnar til að leggja fram tillögu að
deiliskipulagi fyrir svæðið og áforma
mikla uppbyggingu tengda ferða-
mennsku. Frestur til að gera athuga-
semdir við lýsingu skipulagsáforma
rann út í síðustu viku og athugasemd-
ir voru lagðar fram á fundi skipulags-
og umferðarnefndar Rangárþings
ytra á mánudag.
Í fundargerð nefndarinnar er rakið
að athugasemdir hafi borist frá eig-
endum í landi Efra-Sels þar sem lýst
er áhyggjum af mengunarmálum
vegna umræddrar uppbyggingar.
Eigendur og ábúendur á Stóra-Klofa,
en Leynir 2 og 3 tilheyrðu áður þeirri
jörð, gera athugasemdir við að svo
stór áform geti haft alvarlegar afleið-
ingar fyrir grunnvatnslindir svæðis-
ins ásamt því að kyrrð og friðsæld
spillist. Eigandi og ábúandi á Skarði
kvartar yfir því að umrætt landsvæði
verði tekið úr landbúnaðarnotum, frá
Klofahólum er þess krafist að gerð
verði grein fyrir á hvaða leyfum út-
leiga á hjólhýsum og framkvæmdir á
svæðinu byggist. Heimir Heimisson á
Klofahólum gerir einnig fjölþættar
athugasemdir við umfang áformanna,
staðsetningu þeirra og lýsir yfir
áhyggjum af mengunarmálum fyrir
hönd land- og sumarhúsaeigenda í
Landsveit.
Einnig bárust umsagnir frá Um-
hverfisstofnun, Vegagerðinni, Minja-
stofnun, Skipulagsstofnun og Heil-
brigðiseftirliti Suðurlands en þar
kemur fram að í núgildandi starfsleyfi
fyrir tjaldsvæði á svæðinu sé ekki
heimild til útleigu hjólhýsa eða tjalda.
Í umfjöllun nefndarinnar segir að
rétt sé að vinna við gerð tillögu að
deiliskipulagi taki mið af framkomn-
um athugasemdum og ábendingum,
sér í lagi hvað varðar fráveitumál og
mengunarvarnir. Morgunblaðið hef-
ur undanfarna tvo daga reynt að ná
tali af Haraldi Birgi Haraldssyni
skipulagsfulltrúa og Björk Grétars-
dóttur, oddvita sveitarfélagsins, en án
árangurs.
Lýsa áhyggjum af mengunarvörnum
Hagsmunaaðilar uggandi yfir upp-
byggingu ferðaþjónustu á Leyni
Leynir Stórtæk uppbygging ferðaþjónustu leggst ekki vel í hagsmunaaðila.
Tveir karlar og ein kona voru í gær
dæmd til skilorðsbundinnar fangels-
isvistar fyrir ræktun kannabiss og
vörslu marijúana í Þykkvabæ sem
ætlað var til sölu og dreifingar. Mál-
ið var upprunalega hluti af stærra
máli sem snýr að kannabisræktun
og amfetamínframleiðslu í sumar-
húsi í Borgarfirði. Í því máli voru
alls sex ákærðir en málin voru að-
skilin eftir að þremenningarnir ját-
uðu að hafa staðið að kannabisrækt-
uninni í Þykkvabæ.
Héraðsdómur Reykjavíkur
dæmdi konuna og annan manninn í
átta mánaða skilorðsbundið fangelsi
en hinn maðurinn fékk tíu mánaða
skilorðsbundinn dóm. Öll voru þau
sakfelld fyrir að hafa haft í vörslu
sinni 206 kannabisplöntur, 111,5
grömm af kannabisstönglum og 823
grömm af marijúana. Plönturnar og
efnin voru gerð upptæk ásamt bún-
aði sem notaður var til ræktunar-
innar, m.a. 68 gróðurhúsalömpum,
44 viftum, átta vatnshitablásurum,
fjórum rafmagnstöflum og tveimur
gróðurtölvum.
Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson
Kannabisplöntur Ræktunin var
umfangsmikil og vel skipulögð.
Skilorð vegna
ræktunar
206 kannabis-
plöntur fundust