Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 12

Morgunblaðið - 09.10.2019, Side 12
12 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is 40 ár á Íslandi Snjóblásarar í öllum stærðum og gerðum Hágæða snjóblásarar frá Stiga ST5266 PB Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Leiðtogar Bretlands og Evrópusam- bandsins gera sér litlar vonir um að samningur náist um útgöngu Breta úr sambandinu og þeim virðist vera umhugað um að sjá til þess að við- semjandanum verði kennt um það að viðræðurnar fari út um þúfur, ef marka má fréttir af orðaskiptum þeirra í gær. Breska ríkisútvarpið hafði eftir embættismanni í breska forsætis- ráðuneytinu að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefði sagt í símasamtali við Boris Johnson, for- sætisráðherra Bretlands, að það væri „í raun ómögulegt“ og „gríðar- lega ólíklegt“ að samkomulag næðist um útgönguna á grundvelli tillagna sem Johnson sendi leiðtogum Evr- ópusambandsins í vikunni sem leið. BBC hafði þó eftir embættismönn- um Evrópusambandsins og stjórnar- erindrekum ESB-ríkja í Brussel að þeir efuðust um að Merkel hefði not- að þessi orð. Merkel og fleiri leiðtog- ar ESB-ríkja hefðu ítrekað sagt að þau myndu halda viðræðunum áfram fram á síðustu stundu og ekki útiloka samkomulag fyrr en þeim yrði slitið. Talsmaður Merkel staðfesti að hún hefði rætt „hreinskilnislega“ við Boris Johnson en myndi ekki segja neitt um „slík trúnaðarsamtöl“. „Heimskulegur leikur“ Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs ESB, sakaði Johnson um „heimsku- legan leik“ sem fælist í því að skella skuldinni á Evrópusambandið. „Það sem er í veði er framtíð Evrópusam- bandsins og Bretlands, auk öryggis- og þjóðarhagsmuna. Þú vilt ekki samning, þú vilt ekki frestun, þú vilt ekki afturkalla brexit, quo vadis [hvert liggur þín leið]?“ sagði Tusk í skilaboðum til Johnsons á Twitter. Simon Coveney, aðstoðarforsætis- ráðherra Írlands, sagði að erfitt væri að vera ósammála Tusk um þetta. „Við erum enn opin fyrir því að ná sanngjörnum brexit-samningi en breska stjórnin þarf að vilja vinna með ESB til að ná honum fram,“ sagði Coveney á Twitter. Talsmaður breska forsætisráð- herrans sagði að viðræðurnar væru á „úrslitastigi“ og neitaði því að þeim væri lokið. Nicola Sturgeon, leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, sagði að við- brögð breska forsætisráðuneytisins við samtalinu við Merkel væru „til- raun til að kenna öðrum um brexit- klúðrið“. Talsmaður Verkamanna- flokksins í brexit-málum, sir Keir Starmer, sagði að stjórn Johnsons væri staðráðin í að „sjá til þess að viðræðurnar færu út um þúfur og skella skuldinni á aðra“. „Það er blá- köld staðreynd að stjórnin lagði fram tillögur sem voru hannaðar til að mistakast,“ sagði hann. Stjórnmálaskýrandi BBC sagði að embættismenn bresku stjórnarinnar og Evrópusambandsins teldu það líklegra með hverri klukkustundinni sem liði að samkomulag næðist ekki um útgönguna fyrir leiðtogafund ESB á fimmtudag og föstudag í næstu viku. N-Írland verði áfram í tollabandalaginu Fréttaveitan AFP hafði eftir heimildarmanni í breska forsætis- ráðuneytinu að Merkel hefði sagt að það væri í raun ógerningur að ná samkomulagi um brexit nema breska stjórnin féllist á að Norður- Írland yrði áfram í tollabandalagi ESB þangað til samkomulag næðist um annað, til að tryggja að ekki þyrfti að koma á eftirliti við landa- mærin að Írlandi. Breska stjórnin hefur hafnað þessu og sagt að mark- mið Evrópusambandsins sé að loka Norður-Írland inni í tollabandalag- inu til frambúðar. Johnson lagði til að Norður-Írland gengi úr tollabandalaginu, eins og aðrir hlutar Bretlands, en yrði áfram í innri markaði ESB fyrir vörur í fjögur ár eftir 31. desember á næsta ári, þegar aðlögunartímabili útgöngu Bretlands úr ESB á að ljúka. Emb- ættismenn ESB telja að Johnson hafi lagt fram óraunhæfar tillögur um hvernig haga eigi tollgæslu vegna viðskipta milli Norður-Írlands og Írlands. Þeir hafa einnig haft efa- semdir um þá tillögu Johnsons að norðurírska þingið hafi lokaorðið um hvort ákvæði nýs brexit-samnings eigi að gilda á Norður-Írlandi og greiði síðan atkvæði um það á fjög- urra ára fresti. Þeir telja þetta valda óvissu og geta orðið til þess að flokk- ar sambandssinna á Norður-Írlandi komi í veg fyrir að samningsákvæðin tækju gildi. Bretland á að ganga úr Evrópu- sambandinu 31. október en breska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að Johnson beri að óska eftir því að útgöngunni verði frestað, náist ekki nýtt samkomulag um hana. Forsætisráðherrann hefur hins vegar sagt að hann myndi frek- ar vilja „liggja dauður í skurði“ en að óska eftir því að útgöngunni yrði frestað í þriðja skipti. Reynir að afstýra frestun Breska tímaritið The Spectator hefur eftir heimildarmanni í breska forsætisráðuneytinu að stjórn John- sons hyggist reyna allt sem hún geti til að koma í veg fyrir að útgöngunni verði frestað ef viðræðurnar fara út um þúfur. Fari hins vegar svo að leiðtogar ESB-ríkjanna samþykki að fresta útgöngunni ætli Johnson að beita sé fyrir því að þingkosningum verði flýtt og lofa kjósendunum út- göngu án samnings haldi hann emb- ætti forsætisráðherra. The Spectator hefur einnig eftir heimildarmanninum að ESB-ríki sem leggist gegn því að útgöngunni verði frestað verði „fremst í biðröð- inni eftir framtíðarsamstarfi við Bretland“. ESB-lönd sem styðji frestun á brexit verði „aftast í bið- röðinni“ eftir samstarfi, meðal ann- ars í öryggismálum. í milljörðum punda 363,7 ma. £ 501,7 ma. £ Nítján helstu viðskiptaríki landsins á síðasta ári Viðskiptaríki Bretlands Heimild: Bresk skatt- og tollyfirvöld 21,16 25,85 24,03 35,51 49,18 ma. £ 27,56 41,71 44,47 42,56 68,34 ma. £ Bretland Önnur Innflutningur Útflutningur ESB-ríki Breyting frá árinu 2017 Önnur lönd Belgía Kanada Kína Danmörk Frakkland Þýskaland Hong Kong Indland Írland Ítalía Japan Holland Noregur Pólland Rússland Spánn Svíþjóð Sviss Tyrkland Bandaríkin Belgía Kanada Kína Frakkland Þýskaland Hong Kong Írland Ítalía Japan Ástralía Holland Pólland Singapúr Suður-Kórea Spánn Svíþjóð Sviss Tyrkland SAF Bandaríkin Undirbúa að kenna hver öðrum um  Leiðtogar ESB og Bretlands virðast gera sér litlar vonir um brexit-samning AFP Hvikar hvergi Boris Johnson forsætisráðherra hefur lofað að sjá til þess að Bretland gangi úr ESB 31. október þótt ekki náist samkomulag um brexit. 56% myndu kenna John- son um frestun á brexit » Í nýlegri könnun fyrir The Telegraph sögðust 56% að- spurðra myndu kenna Boris Johnson um það ef Bretland gengi ekki úr ESB 31. október. » Miklu fleiri, eða 83%, sögð- ust myndu kenna þinginu um það, 70% þingmönnum sem eru andvígir brexit, og 63% Evrópusambandinu. » Um 64% stuðningsmanna brexit sögðust myndu kenna Johnson um frestun á útgöng- unni. Stjórnvöld í Tyrklandi sögðu í gær að her landsins hefði lokið undirbún- ingi fyrirhugaðrar innrásar í norður- hluta Sýrlands eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að flytja bandaríska hermenn frá landamærunum og greiða þannig fyrir því að Tyrkir gerðu árásir á yfirráðasvæði Kúrda. Í tilkynningu frá Hvíta húsinu á sunnudag sagði að hermennirnir yrðu fluttir frá landamærunum og Tyrkir myndu bráðlega hefja hernað sem þeir hefðu lengi fyrirhugað í norðurhluta Sýrlands. Ákvörðun Trumps vakti hörð viðbrögð á þingi Bandaríkjanna og margir þingmenn repúblikana gagnrýndu hana, þ. á m. leiðtogi þeirra í öldunga- deildinni. Þeir lýstu ákvörðun- inni sem svikum við hersveitir Kúrda, sem hafa verið mikilvægir bandamenn Bandaríkjahers í baráttunni gegn Ríki íslams, sam- tökum íslamista. Þeir sögðu enn fremur að með því að snúa baki við Kúrdum yki Trump hættuna á því að íslamistasamtökin færðu sig upp á skaftið með hryðjuverkum og hern- aði með það að markmiði að stofna kalífadæmi í Sýrlandi. Þessi hörðu viðbrögð urðu til þess að Trump reyndi að draga í land með ákvörðunina og hótaði því að „ger- eyðileggja“ efnahag Tyrklands ef Tyrkir gengju of langt með „ónauð- synlegum hernaði“. Hann sagði hins vegar ekki hver mörkin væru. Trump neitaði því í gær að hann hefði svikið Kúrda, sagði þá vera „sérstaka þjóð og frábæra bardaga- menn“. Hann tilkynnti einnig að hann myndi eiga fund með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, í Hvíta húsinu 13. nóvember. Segja undirbúningi inn- rásar í N-Sýrland lokið  Trump ræðir við Erdogan í Hvíta húsinu í næsta mánuði Recep Tayyip Erdogan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.