Morgunblaðið - 09.10.2019, Qupperneq 16
16 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019
✝ Haraldur Sveinsson fæddist íReykjavík 15. júní 1925. Hann lést
í Brákarhlíð í Borgarnesi 21. septem-
ber 2019.
Foreldrar hans voru Sveinn M.
Sveinsson, forstjóri Völundar, f. 17.
október 1891, d. 23. nóvember 1951, og
kona hans, Soffía Emelía Haralds-
dóttir, f. 8. maí 1902, d. 19. maí 1962.
Systkini Haraldar voru Sveinn Kjart-
an, f. 1. júní 1924, d. 11. september
2008, Leifur, f. 6. júlí 1927, d. 15.
febrúar 2014, og Bergljót, f. 10. apríl
1935.
Haraldur kvæntist 15. júlí 1952 Agnesi Jóhanns-
dóttur, f. 19. janúar 1927. Foreldrar hennar voru
Guðrún Pétursdóttir, f. 23.janúar 1899, d. 22.
september 1984, og Jóhann Gunnlaugur Guð-
Adeline, f. 14. september 2010, Oliver, f. 10. sept-
ember 2013, og Zachary, f. 17. janúar 2018. b) Al-
exander, f. 2. júní 1989. 3) Sveinn, f. 11. júlí 1962,
maki Pétur Guðmundsson, f. 21. október 1956, d. 9.
nóvember 2006.
Haraldur varð stúdent frá Menntaskólanum í
Reykjavík 1944. Hann var sölumaður hjá Timbur-
versluninni Völundi hf. 1945-1951 og forstjóri
1951-1968. Haraldur var framkvæmdastjóri Ár-
vakurs hf. 1968-1995. Hann sat í stjórn eftirfarandi
fyrirtækja og félagasamtaka: Í stjórn Árvakurs hf.
frá 1951 og var formaður 1954-1969 og frá 1995-
2005, í stjórn Timburverslunarinnar Völundar hf.
1951-1987, í stjórn Verslunarráðs Íslands 1954-
1980 og formaður 1968-1970, í stjórn Félags ís-
lenskra prentsmiðjueigenda 1969-1971, Félags ís-
lenska prentiðnaðarins 1971-1983, og sem for-
maður 1976-1983, í sambandsstjórn
Vinnuveitendasambands Íslands 1969-1986 og í
framkvæmdastjórn 1978-1985, var formaður
stjórnar Lífeyrissjóðs blaðamanna 1970-1999, Í
stjórn Hestamannafélagsins Fáks 1951-1955 og
1958-1966, í stjórn Landssambands hestamanna-
félaga 1961-1979. Hann var félagi Í Rotaryklúbbi
Reykjavíkur frá 1952 og forseti 1963-1964.
Hestamennska og sveitalíf átti hug Haraldar alla
tíð. Hann var í sveit á sumrin, á Mýrum og í Mý-
vatnssveit. Hann var kaupamaður og vetrarmaður
á ýmsum bæjum, t.d. á Efra-Núpi í Miðfirði, Hjarð-
arholti í Borgarfirði og á Sámsstöðum í Fljótshlíð.
Þau Haraldur og Agnes eignuðust jörðina Álftanes
á Mýrum árið 1957 þar sem var þeirra annað heim-
ili. Haraldur ferðaðist mikið um landið með fjöl-
skylduna en einnig á hestum í góðra vina hópi.
Haraldur verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
í Reykjavík í dag, 9. október 2019, klukkan 11.
jónsson, f. 31. maí 1897, d. 26. júlí
1980.
Börn Haraldar og Agnesar eru: 1)
Soffía, f. 9. febrúar 1955. Börn henn-
ar eru a) Haraldur Civelek, f. 28.
desember 1976, maki Edda Civelek,
f. 21. ágúst 1993, dóttir þeirra er
Eva, f. 20. júlí 2015. b) Marta Eiríks-
dóttir, f. 14. júní 1985, maki Benoit
Branger, f. 5. janúar 1984. Börn
þeirra eru Emilía, f. 12. október
2006, Jóhanna, f. 31. október 2009,
og Soffía, f. 14. desember 2017. 2) Ás-
dís, f. 9. ágúst 1956. Dóttir hennar er Agnes Jónas-
dóttir, f. 17. apríl 1992. 3) Jóhann, f. 13. ágúst 1959,
maki Gréta Pape, f. 25. nóvember 1961. Synir
þeirra eru a) Daníel, f. 6. nóvember 1979, maki
Amber Allen, f. 30. júní 1979. Börn þeirra eru
Ég kveð föður minn með mikilli
virðingu og þakklæti fyrir það líf
sem hann gaf mér. Hann var mér
og systkinum mínum einstakur
faðir.
Hann pabbi var mjög farsæll í
viðskiptalífinu og honum var trúað
fyrir mörgum ábyrgðarstöðum.
Þegar pabbi var ungur maður
og trúlega frá því að hann var
drengur var hans innsta þrá að fá
að verða bóndi og ætlaði hann að
læra náttúrufræði, því að þar lá
áhugi hans.
Örlögin tóku þó í taumana og að
ósk afa míns tók pabbi við sem for-
stjóri Timburverslunarinnar Völ-
undar og Trésmiðju Sveins M.
Sveinssonar þegar afi féll frá og
þá var pabbi aðeins 26 ára gamall.
Mikil ábyrgð var lögð á herðar
ungs manns og stóð hann sig þar
með prýði. Hann tók sæti föður
síns í stjórn Árvakurs og árið 1968
hætti hann hjá Völundi og tók þá
við framkvæmdastjórastöðu hjá
Morgunblaðinu, þar til hann hætti
vegna aldurs.
Hann stóð sig einstaklega vel
sem forstjóri Völundar og fram-
kvæmdastjóri Morgunblaðsins.
Hann var farsæll stjórnandi og
vinsæll. Sýndi starfsfólki sínu
virðingu, greiddi leið þess á ýmsan
hátt, þekkti starfsfólk allt með
nafni og sýndi lífi þess áhuga, ekki
aðeins innan fyrirtækisins, heldur
fjölskyldulífi þess einnig.
Af föður mínum lærði ég góð-
mennsku, heiðarleika og vinnu-
semi, bæði gagnvart samferða-
mönnum mínum og þeim
vinnustöðum sem ég hef unnið á.
Pabbi eignaðist jörðina okkar
Álftanes þegar hann var þrítugur
ásamt bróður sínum Leifi. Leifur
seldi svo föður mínum seinna hlut
sinn í jörðinni og þá varð Álftanes
okkar. Þvílíkt lán fyrir okkur fjöl-
skylduna að njóta sveitalífsins þar
og pabbi fékk þar að vera bónd-
inn, sem hann alltaf þráði.
Við krakkarnir fengum að taka
þátt í öllum störfum hans á jörð-
inni. Hestarnir áttu stórt hlutverk
í lífi okkar, enda eignuðumst við
ung okkar hesta, kindur og hunda.
Við fórum með pabba að veiða í
vötnum okkar, fallega bleikju sem
var sá bragðbesti matur sem ég
hef smakkað og mamma eldaði af
snilld. Svo þurfti að girða, það
þurfti að smíða, reka kindur, fara í
hestaferðalög, réttir o.fl. Þvílíkt líf
og frelsi
Sex ára fór ég fyrst á bak. Það
þurfti nú ekki stóra brekku fyrir
litla stúlku til að rúlla af hestinum.
Þá kenndi pabbi mér það að mað-
ur verður ekki hestamaður fyrr en
maður hefur dottið sjö sinnum af
baki, svo að þarna var ég strax
farin að nálgast takmarkið.
Ég eignaðist ung nafna pabba,
hann Halla minn. Faðir Halla býr
erlendis og hefur ekki verið í hans
lífi. Þar tók pabbi til við föðurhlut-
verkið að nýju og samband þeirra
einstakt frá því að Halli minn
fæddist. Þeir hafa brallað mikið
saman, enda einstaklega líkir.
Svo kom Marta mín og pabbi
var henni einstaklega góður líka.
Elsku pabbi, ég þakka þér sam-
fylgdina í lífinu og allt sem þú hef-
ur gefið af þér til mín, barnanna
minna og barnabarna.
Far þú í friði. Friður Guðs þig
leiði. Takk fyrir allt og allt.
Þín
Soffía.
Elsku afi. Það eru ótal minn-
ingar sem hafa komið upp í huga
minn síðustu daga og allar eru
þær dásamlegar og mér svo dýr-
mætar. Þú varst mikill áhrifavald-
ur í viðskiptalífinu og mér finnst
mikilvægt að deila því hversu mik-
ill áhrifavaldur þú varst í mínu lífi.
Það var alltaf heiður minn að deila
afmælisdögunum með þér og mér
hefur alltaf fundist svo gaman
þegar þeim var jafnvel slegið sam-
an og fagnað með fjölskyldunni.
Ljúfmennska þín og léttlyndi
var engu líkt og alltaf var stutt í
glensið. Það var alveg sama í
hvaða gleðskap við vorum saman,
í miðri hringiðunni í látunum þá
þurfti ég ekki annað en að mæta
augunum þínum og að launum
fékk ég eitt blikk. Þetta blikk gaf
mér ómælda hlýju í hjartastað.
Ég hafði svo mikla ánægju af að
koma til þín upp í hesthús og verja
með þér stundum með hestunum
þegar ég var lítil stelpa. Þú kennd-
ir mér hvernig ætti að sitja hest og
hvernig ætti að haga sér af virð-
ingu í kringum þessi stórmerki-
legu dýr. Hvernig ætti að kemba
þeim og gefa þeim að éta og slíkt.
Svo gátum við rabbað um daginn
og veginn á kaffistofunni, nartandi
í gráfíkjukexið góða. Hestalyktin,
heylyktin og sjávarilmurinn mun
ávallt minna mig á þig.
Ég gleymi því aldrei þegar þú
gafst mér hestinn minn, hann
Trausta. Þvílík gleði fyrir litla
stelpuhnátu að eignast sinn eigin
hest. Það fyllti mig stolti þegar þú
hvíslaðir að mér að hann væri þinn
uppáhaldshestur því ég hugsaði
hvað það væri mikill heiður að
eiga hlut í þínu uppáhaldi. Mér
fannst ég vera sérstök.
Það er erfitt að lýsa hversu
mikilla forréttinda ég naut að hafa
alist upp á Álftanesi. Allar stund-
irnar sem við fjölskyldan áttum
þar eru svo stór partur af mínu lífi.
Mér fannst og finnst enn eins og
ég týnist algjörlega og fari inn í
einhvern töfraheim þar sem frelsi
og engir fjötrar eru um leið og við
keyrum inn í landið. Það er þér að
þakka, elsku afi, að ég lærði að
meta töfra náttúrunnar. Það er
þér að þakka að ég þekki alla fugla
og fuglahljóðin. Það er þér að
þakka að ég fékk áhuga á jurtum,
flóði og fjöru og sjávarlífinu og
hestunum og hef upplifað ótelj-
andi sólarlög. Einnig var ómetan-
legt að fylgjast með og finna fyrir
þeim mikla vinskap á milli þín og
pabba og sjá ykkur brasa saman á
Álftanesi. Þessi staður hefur mót-
að mig sem manneskju og er svo
stór partur af mér. Nú geta dætur
mínar fengið að upplifa það sama
og fyrir þessa ómetanlegu gjöf
verð ég ávallt þakklát.
Ég loka augunum og sé þig
fyrir mér standandi á pallinum í
Kvíslhöfða. Klæddur reiðgallan-
um horfir þú á hestastóðið sem
stendur á sandinum og bíður eftir
þér. Hafnarfjallið, Ljósufjöll og
Snæfellsjökullinn hneigja sig fyrir
þér og blikna á ásýnd þinni þar
sem þú stendur tignarlegur. Það
er lygnt yfir og fuglasöngurinn
ómar og kyrrðin er nánast snert-
anleg. Þú sest á bak Trausta sem
ber þig út á sand á móts við hina
gæðingana. Saman þeysist þið á
harðaspretti á móts við sólina og
frelsið sem taka á móti þér með
hlýju faðmlagi.
Góða ferð, elsku afi minn.
Þín
Meira: mbl.is/andlat
Marta.
Haraldur Sveinsson minnti mig
alltaf á gamlan bónda, traustur og
hlýr, var annt um hag starfs-
manna sinna og fastur fyrir, ef svo
bar við. Hann var framkvæmda-
stjóri Morgunblaðsins mestan
hluta þess tíma, sem ég starfaði á
Morgunblaðinu og stjórnarfor-
maður Árvakurs hf., útgáfufélags
blaðsins, bæði fyrir og eftir þann
tíma.
Raunar var hann eins konar
bóndi á Álftanesi á Mýrum, jörð
sem hann átti og hestamennska
var hans áhugamál. Við áttum
sameiginlegt áhugamál, sem var
hagur sveitanna og landbúnaðar-
ins. Slík eru áhrif sveitanna á fólk,
sem á yngri árum er svo heppið að
komast í snertingu við þann þátt
þjóðlífsins.
Samstarf framkvæmdastjóra
Morgunblaðsins og ritstjóra var
mjög náið og samskipti dagleg.
Verkaskiptingin var skýr og sjálf-
stæði ritstjórnar ótvírætt. En að
sjálfsögðu voru skoðanir oft skipt-
ar. Hefðbundið ágreiningsefni
var, hvort efni blaðsins væri of
þungt fyrir hinn almenna lesanda
og hvort auka ætti það sem kallast
mætti léttmeti.
Kannski var sjálfstæði rit-
stjórnar staðfest með skýrustum
hætti í þeim deilum sem stóðu um
svokallað fjölmiðlafrumvarp ríkis-
stjórnar Davíðs Oddssonar. Rit-
stjórn blaðsins barðist hart fyrir
því á sama tíma og stjórn Árvak-
urs hf. tók allt aðra afstöðu.
En um annað mál, sem olli
ágreiningi á öðrum vettvangi, var
órofa samstaða á milli ritstjóra
Morgunblaðsins og Haraldar og
annarra eigenda blaðsins, en það
snerist um tengsl Morgunblaðsins
við Sjálfstæðisflokkinn.
Í þeim átökum, sem stóðu með
hléum í áratugi, stóð Haraldur
Sveinsson eins og klettur að baki
ritstjórum blaðsins í því að útiloka
afskipti Sjálfstæðisflokksins og
forráðamanna hans, hverju sinni,
af daglegri ritstjórn blaðsins.
En að sjálfsögðu hafði hann,
eins og aðrir eigendur blaðsins,
sínar skoðanir á því sem gert var
hverju sinni á ritstjórninni og
þeirri afstöðu, sem blaðið tók til
einstakra mála. Lengi vel hittust
ritstjórar og eigendur einu sinni á
ári yfir kvöldverði, sem gat staðið
fram á næsta morgun, þar sem við
ritstjórarnir vorum teknir í gegn
en héldum jafnan uppi hörðum
vörnum. Þetta voru eftirminnileg-
ir fundir sem höfðu engin áhrif á
þá vináttu sem ríkti innan þessa
hóps.
Mér er minnisstætt, að þegar
æskuvinur minni, Ragnar Arn-
alds, var fjármálaráðherra og
Morgunblaðið gerði athugasemd-
ir við stefnu hans og störf, tók
Haraldur upp hanzkann fyrir
Ragnar og sagði ítrekað við mig
að Ragnar væri einn bezti fjár-
málaráðherra sem hér hefði setið.
Haraldur fann í Ragnari „íhalds-
mann á almannafé“, svo gripið sé
til orða sem annar áhrifamaður á
vinstri kantinum notaði einu sinni.
Þegar annar æskuvinur minn,
Haraldur Sveinsson
Haraldur Sveinsson var einn af burðar-
ásunum í sögu Morgunblaðsins og átti snar-
an þátt í uppgangi þess og velgengni í rúm-
lega hálfa öld. Haraldur settist í stjórn
Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, ár-
ið 1951 þegar hann tók sæti föður síns,
Sveins M. Sveinssonar. Þremur árum síðar
var hann orðinn stjórnarformaður.
Haraldur var framkvæmdastjóri Morg-
unblaðsins frá 1968 til 1995. Hann var
stjórnarformaður Árvakurs frá 1954 til 1969
og aftur eftir að hann lét af starfi fram-
kvæmdastjóra frá 1995 til 2005.
Blaðið breyttist mikið á þessum tíma og
varð að stórveldi í íslenskri fjölmiðlun. „Ég
byrja hvern vinnudag á Morgunblaðinu með
því að skoða stöðu fyrirtækisins það sem af
er árinu og hvernig staðan var fyrir ári á
sama tíma,“ sagði hann í viðtalsbókinni
Áhrifamenn eftir Jónínu Mikaelsdóttur.
Lýsti hann þar hvernig hann vakti yfir
rekstrinum í öllum smáatriðum og nýtti sér
nýjustu tækni til þess að fá upplýsingar
jafnharðan því ekki væri hægt að reka fyrir-
tæki nema vita eitthvað um hvað væri að
gerast innan þess – og vita það strax. Svo
bætti hann við: „Þetta eru dagleg vanaverk
sem fyrirbyggja að nokkuð komi manni á
óvart í rekstrinum.“
En Haraldur hugsaði ekki aðeins um
krónur og aura í stjórnarháttum sínum.
Hann ýtti undir einstakan liðsanda á
Morgunblaðinu og hann stóð við bakið á
starfsmönnum ef á móti blés. Haraldur var
heill og réttsýnn í öllum sínum samskiptum
og orð hans stóðu eins og stafur á bók.
Við leiðarlok eru Haraldi Sveinssyni
þökkuð farsæl og verðmæt störf og traust
vinátta og stuðningur og fjölskyldu hans
sendar innilegar samúðarkveðjur.
Á spjalli á skrifstofu Matthíasar 1993. Frá vinstri: Bergur Gíslason, stjórnarmaður og
einn af eigendum Árvakurs, Styrmir Gunnarsson ritstjóri, Sigurður Bjarnason, fv. rit-
stjóri, Eyjólfur Konráð Jónsson, fv. ritstjóri, Matthías Johannessen ritstjóri og Haraldur.
Kveðja frá ritstjórn Morgunblaðsins
Hestamennska og sveitalíf átti hug Haraldar alla tíð.
Haraldur og Agnes Jóhannsdóttir eiginkona hans.