Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 20

Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 20
20 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Félagsstarf eldri borgara Aflagrandi 40 - Opin vinnustofa kl.9:00-12:30, nóg pláss og allir velkomnir - Hreyfisalurinn er opinn milli kl.9:00-12:30, líkamsræktartæki, teygjur og lóð - Yoga með Grétu 60+ kl.12:15 & 13:30 - Söngstund við píanóið kl.13:45 - Kaffi kl.14:30-15:00 - Bókaspjall með Hrafni kl.15:00 - Árbæjarkirkja Kyrrðarstund í kirkjunni kl.12 og léttur hádegisverður á eftir gegn vægu gjaldi. Opið hús í safnaðarheimili kirkjunnar kl.13 til 16. Stólaleikfimi með Öldu Maríu, kíkjum í blöðin, tökum léttar þrautir og spjöllum. Kaffi og með því á eftir í boði kirkjunnar. Allir hjartanlega velkomnir. Árskógar Opin handavinnustofa kl. 9 - 12. Opin smíðastofa kl. 9-15. Stóladans með Þórey kl. 10. Spænskukennsla kl. 10.45-11.30. Bridge kl. 12:15. Opið hús, t.d. vist og bridge kl. 13-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45- 15.30. Heitt á könnunni, Allir velkomnir. s: 535-2700. Árskógar Smíðar, útskurður með leiðb. kl. 9-16. Leikfimi með Hönnu kl. 9. Leshringur kl. 11. Bridge kl. 12:15. Bónusbíllinn, fer frá Árskógum 6-8 kl. 12.30. Handavinnuhópur kl. 12-16. Kóræfing, Kátir karlar kl. 12:45. MS-fræðslu- og félagsstarf kl. 14-16. Opið fyrir innipútt og 18 holu útipúttvöll. Hádegismatur kl. 11.40-12.50. Kaffisala kl. 14:45-15.30. Heitt á könnunni. Allir velkomnir. s: 535-2700. Boðinn Handavinna frá 9.00-15:00, leiðbeinendur mæta kl. 13:30. Vatnsleikfimi kl. 14:30. Leshópur Boðans kl. 15:15. Bólstaðarhlíð 43 Morgunleikfimi með Rás 1 09:45. Námskeið í tálgun 09:30-12:00. Opin handverksstofa 9-16. Morgunkaffi 10-10:30. Boccia 10:40-11:20. Spiladagur, frjáls spilamennska 12:30-15:50. Opið kaffihús 14:30-15:15. Breiðholtskirkja Félagsstarf eldri borgara kl. 13:15. Hefst með kyrrðarstund og léttum hádegisverði kl. 12:00. Bústaðakirkja Hádegistónleikar. Sigurbjörn Þorkelsson les eigin trúarljóð og Laufey Geirlaugsdóttir sópran og Jónas Þórir flytja tónlist milli lestra. súpa í safnaðarsal á eftir. Samvera heldur áfram í umsjón Hólmfríðar djákna, spjall og rifjaðir upp gamlir tímar með myndum, bakkelsi og sælgæti. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Félagsmiðstöðin Hvassaleiti 56-58 Morgunkaffi og spjall frá 8:30- 10:30. Útvarpsleikfimi kl. 9:45. Hádegismatur alla virka daga kl. 11:30- 12:20 og kaffi kl. 14:30-15:30. Zumba með Carynu 12:30. Frjáls spila- mennska 13:00. Handavinnuhópur 13:00-16:00. Félagsmiðstöðin Hæðargarði 31 Kaffi, spjall og blöðin við hring- borðið kl. 8:50. Jóga kl. 9. Upplestrarhópur kl. 10-12. Línudans kl. 10- 11. Hádegismatur kl. 11:30. Salatbar kl. 11:30-12:15. Zumbaleikfimi kl. 13. Tálgun með Valdóri kl. 13:30-16. Kraftganga kl. 14. Síðdegiskaffi kl. 14:30. Komdu að púsla með okkur, spilið er í Borðstofunni. Allir velkomnir óháð aldri. Nánari upplýsingar í síma 411-2790 Félagsmiðstöðin Vitatorgi Bókband kl. 9:00. Postulínsmálun kl. 9:00. Minigolf kl. 10:00. Tölvu- og snjallsímaaðstoð kl. 10:30. Bókband kl. 13:00. Myndlist kl. 13:30. Dans með Vitatorgsbandinu kl. 14:00. Frjáls spilamennska kl. 13:00-16:30. Heitt á könnunni fyrir hádegi. Verið öll hjartanlega velkomin. Nánari upplýsingar í síma 411-9450. Garðabæ Gönguhópur fer frá Jónshúsi kl. 10:00. Bridge í Jónshúsi kl. 13:00. Vatnsleikf. kl.7:10/7:50/15:15. Kvennaleikf Ásg. kl.9:30. Kvennaleikf Sjál. kl. 10:30. Stólajóga í Jónshúsi kl. 11:00. Leir Smiðja Kirkjuh kl. 13:00. Zumba salur Ísafold. kl. 16:15. Gerðuberg Opin Handavinnustofan kl. 08:30-16:00. Útskurðurm/leiðbeinanda kl. 09:00-12:00. Qigong 10:00-11:00. Línudans kl. 11:00-12:00 Leikfimi Helgu Ben kl. 11:00-11:30. Útskurður / Pappamódel m/leiðb. kl 13:00-16:00. Félagsvist kl. 13:00-16:00. Döff Félag heyrnalausra 12:30-15:00. Allir velkomnir. Gjábakki kl. 9.00 Handavinna, kl. 9.00 Boccia-opinn tími, kl. 9.30 Glerlist, kl. 13.00 Félagsvist FEBK, kl. 13.00 Postulínsmálun. Guðríðarkirkja Félagsstarf eldriborgara miðvikudaginn 9.október kl: 13:10 Helgistund í kirkjunni og söngur. Dominique Plédel Jónsdóttir baráttukona fyrir bættum mat: Hægfæði, hvað er það og hvers vegna. Kaffi og meðlæti kr. 700.- Hlökkum til að sjá ykkur. sr. Leifur Ragnar, Hrönn og Lovísa. Prjónakvöld miðvikudaginn 9.okt. kl: 19:30. Gullsmára Mánudagur: Postulínshópur kl.9.00. Jóga kl. 9.30 og 17.00. Handavinna og Bridge kl.13.00, Félagsvist kl. 20. Þriðjudagur: Myndlistarhópur kl.9.00 Boccia kl. 9.30. Málm-og silfursmíði. Canasta. Trésmíði kl 13.00. Leshópur kl. 20.00 fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Miðvikudagur: Myndlist kl 9.30. Postulínsmálun. Kvennabridge. Silfursmíði kl. 13.00. Línudans fyrir lengra komna kl 16.00 Hraunbær 105 Kaffiklúbbur og spjall, allir velkomnir í frítt kaffi kl. 9. Útskurður og tálgun með leiðbeinanda frá kl. 9-12, 500 kr dagurinn og allir velkomnir. Hádegismatur kl. 11.30 – 12:30. Hraunsel Ganga í Kaplakrika kl 9.00-12.00 Bókmenntaklúbbur kl 10.00 aðrahverja viku Línudans kl 11.00 Bingó kl 13.00 Handverk kl 13.00 Gaflarakórinn kl 16.00 Pútt í Hraunkoti kl10.00-11.30 Korpúlfar Glerlistanámskeið með Fríðu kl. 9 til 13 í Borgum, þátttökuskráning, gönguhópar kl. 10 gengið frá Borgum og inni í Egilshöll. Keila í Egilshöll kl. 10 í dag allir velkomnir. Korpúlfabingó í umsjón skemmtinefndar Korpúlfa kl 13 í Borgum og Qigon með Þóru Halldórsdóttir kl. 16:30 í Borgum. Gleði og gaman. Norðurbrún 1 Morgunkaffi kl. 8.30, trésmiðja kl.9-12, opin listas- miðja, morgunleikfimi kl.9.45, viðtalstími hjúkrunarfræðings kl.10.30- 12, upplestur kl.11, félagsvist kl.13.30, bónusbíllinn kl.14.40, heimildarmyndasýning kl.16. Uppl í s 4112760. Seltjarnarnes Gler og bræðsla kl. 9.00 og 13,00 á neðri hæð Féagsheimilisins við Suðurströnd. leir Skólabraut kl. 9.00. Botsía Skólabraut kl. 10. Kaffispjall í króknum kl. 10.30. Kyrrðarstund í kirkjunni 12.00. Timburmenn Valhúsaskóla kl. 13.00. Handavinna Skólabraut kl. 13.00. Vatnsleikfimi í sundlauginni kl. 18.30. Á morgun fimmtudag verður bingó í slanum á Skólabraut kl. 13.30. Sléttuvegur 11-13 Selið á Sléttuvegi er opið frá kl. 10 – 16. Heitt á könnunni frá kl. 10 – 11 og hægt er að líta í blöðin. Hádegismatur er frá kl. 11.30 – 12.15 og panta þarf matinn daginn áður. Handavinnuhópur hittist kl. 13.00. Kaffi og meðlæti er til sölu frá kl. 14.30 – 15.30. Allir velkomnir. Síminn í Selinu er: 568-2586. Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar  Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum.  Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum.  Smíðum gestahús – margar útfærslur.  Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum.  Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt Tískuverslunin Smart Grímsbæ/Bústaðavegi Bolir st. 12-30, verð 3990 Sími 588 8050. - vertu vinur Húsviðhald Hreinsa þakrennur fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com Smá- og raðauglýsingar Nú  þú það sem þú eia að FINNA.is ✝ Sjöfn Ísaks-dóttir fæddist í Svalbarði á Greni- vík 9. janúar 1938. Hún lést á Hrafn- istu Boðaþingi 27. september 2019. Sjöfn var dóttir hjónanna Ísaks Vil- hjálmssonar, f. 1906, d. 1986, og Ölmu Oddgeirs- dóttur, f. 1907, d. 2004. Systkini Sjafnar eru Oddgeir, f. 1933, Hjördís, f. 1936, Guðrún Kristín, f. 1940, Vilhjálmur, f. 1943, Sveinn Þór, f. 1945, Borghildur Ásta, f. 1947, og Sóley, f. 1951. Sjöfn giftist eftirlifandi manni sínum, Þórði Magnússyni, f. 9.4. 1940 frá Brú í Grindavík, 16.9. 1961. Foreldrar hans voru Magn- ús Þórðarson, f. 1910, d. 1991, og Ingibjörg Þórarinsdóttir, f. 1913, d. 2004. Barn Sjafnar og Gunnars Steinssonar, f. 1932, d. 2015, er 1) Haukur Vésteinn, skipstjóri/stýri- maður, f. 12.4. 1957, kvæntur Höllu B. Harðardóttur, f. 30.6. 1958, og eiga þau þrjú börn a) Gauti Valur, f. 1976, kvæntur Sól- veigu Kristjánsdóttur, f. 1976, og C. Alexanderssyni, f. 1992, og eiga þau tvo syni. b) Jónas Daníel, f. 1997. 7) Ingibjörg R. hjúkrunar- fræðingur, f. 23.12. 1969 gift Gylfa Haukssyni, f. 13.6. 1970. Dætur þeirra eru a) Lísbet Elva, f. 1997, í sambúð með Sigurbirni Adolfssyni, f. 1997. Þau eiga einn son. b) Katla Sif, f. 2001. Sjöfn ólst upp á Grenivík og fór ung að hjálpa til heima fyrir eins og venjan var á þeim tíma og stundaði sjóinn með föður sínum. Hún fór í húsmæðraskólann á Varmalandi 1955-1956 og kom til Grindavíkur 1958 til að vinna við fiskvinnslu, kynntist þar Tóta sín- um og hóf búskap með honum, fyrst í kjallaranum í Brú en síðan byggðu þau sér einbýlishús að Heiðarhrauni 5. Lengst af starf- aði Sjöfn við fiskvinnslu hjá Hrað- frystihúsi Grindavíkur, Hópi og Gjögri. Tók meiraprófið og keyrði vörubíl og leigubíl ásamt manni sínum en síðustu starfsárin var hún hjá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli. Sjöfn og Þórður höfðu yndi af því að ferðast en sælureiturinn þeirra var samt á Laugarvatni þar sem þau eru búin að vera með hjólhýsi síðustu 37 árin. Sjöfn verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju í dag, 9. októ- ber 2019, klukkan 14. eiga þau þrjá syni. b) Edda Elvý, f. 1980, gift Gunnari Helga Gunn- arssyni, f. 1980, og eiga þau tvær dætur. c) Breki Snær, f. 1997. Börn Sjafnar og Þórð- ar eru 2) Magnús sjó- maður, f. 25.5. 1960, d. 15.1. 2014. Börn Magn- úsar eru a) Helga Sjöfn, f. 1982. Sam- býlismaður hennar er Jakob Sig- urðarson, f. 1978, og eiga þau þrjár dætur. b) Þórður Ingi, f. 1992, og á hann eina dóttur. c) Alma Dögg, f. 2002. 3) Ísak bíl- stjóri, f. 6.12. 1961, kvæntur Stein- unni Sigurðardóttur, f. 17.3. 1958. Börn þeirra eru a) Sjöfn, f. 1981, gift Þráni Sigurðarsyni, f. 1975, og eiga þau tvö börn. b) Ólöf, f. 1985, gift Herði Kristjánssyni, f. 1985, og eiga þau þrjú börn. Fyrir átti Steinunn Vilhelm, f. 1975, kvæntur Rakel L. Hrafnsdóttur, f. 1982, og eiga þau fimm börn. 4) Dóttir, fædd og dáin 12.12. 1964. 5) Sonur fæddur og dáinn 13.11. 1966. 6) Harpa tanntæknir, f. 3.2. 1968. Börn hennar eru a) Re- bekka, f. 1995, í sambúð með Birni Mamma er horfin, það er sárt til þess að hugsa að geta ekki heyrt röddina hennar aftur. Röddina sem hefur fylgt mér í nær 50 ár og leið- beint mér gegnum lífið. Elsku mamma mín, sem síðustu 20 árin þurfti að lifa með erfiðum sjúkdómi sem hefti hana verulega og skerti hennar lífsgæði. Hún lærði að lifa með sjúkdómnum en síðasta árið var hún orðin þreytt og sagði mér oftar en einu sinni að nú væri hún tilbúin að fara því það væri orðið svo erfitt að berjast alla daga fyrir hverjum andardrætti. Það er svo dýrmætt að hafa fengið að vera með henni, halda í hendur hennar alveg þar til yfir lauk 27. september síðastliðinn. Minningarnar streyma fram og er notalegt að ylja sér við þær. Ég átta mig alltaf betur og betur á því hvílíkt hörkutól mamma hefur ver- ið. Eignaðist sjö börn en missti tvö þeirra í fæðingu og fékk ekki einu sinni að fylgja þeim til grafar. Eini stuðningurinn sem foreldrarnir höfðu var hvort til annars og þeirra nánustu, engin fagleg hjálp var í boði á þeim tíma, bara harka af sér. Mamma vann í fiskvinnslu stærstan hluta sinnar starfsævi og man ég að alltaf var hún með tilbú- inn hádegismat handa okkur þó hún væri sjálf að vinna til kl. 12 og við komum úr skólanum kl. 12.15, gekk frá, fékk sér kaffi og síðan aftur í vinnu. Ég sé þetta ekki alveg fyrir mér vera gert í dag. Alltaf var heim- ilið hennar tandurhreint og vandi hún okkur snemma á að það ætti að ganga frá eftir sig, loka skápum og raða skónum sínum, hver hlutur átti sinn stað og þar var alltaf hægt að ganga að honum vísum. Elsku mamma mín, ég þakka fyrir þann tíma sem við áttum sam- an og núna í desember verður skrýtið að heyra ekki frá þér að biðja okkur systur um að koma og þrífa glerskápinn. Ég elska þig alltaf, mamma mín. Ég man þig – elsku mamma ég man þig alla tíð. Við þraut svo þunga og ramma þú þögul háðir stríð. Sem hetja í kvöl og kvíða þú krýnd varst sigri þeim sem á sér veröld víða og vænni en þennan heim. En þín ég sífellt sakna uns svefninn lokar brá. Og hjá þér vil ég vakna í veröld Drottins þá. (Rúnar Kristjánsson) Þín dóttir, Ingibjörg. Ég kynntist Geira þegar ég var rétt 16 ára, þá ásamt honum, Bússa Jó, Didda Hafliða og Steina Kristjáns. Allir eldri en ég og þeir með bílpróf og unnu mikið tengt bílum og vinnuvélum. Það er skrít- ið að hugsa til þess að hitta þig aldrei aftur, mamma mín, og þú fussaðir oft yfir því að ég tæki myndir og myndbönd en nú á ég mikið af myndefni af þér sem mér þykir svo vænt um og skoða oft. Ég veit að þú ert hvíldinni fegin, það var orðið erfitt fyrir þig að gera nokkuð því sjúkdómurinn var kominn á lokastig, það vissum við og erum þakklát fyrir það hversu lengi þér tókst að vera hjá okkur. Við fengum æfingu þegar þú varst þungt haldin á gjörgæslu með fjög- ur rifbeinsbrot og samfall á lunga. Var talið að þú mundir ekki hafa það af, en sterk varstu og komst til baka og gafst okkur nítján dýr- mæta daga í viðbót. Þú grettir þig og brostir, sagðist hafa hætt við á línunni. Þú varst í bata og fórst aft- ur á Hrafnistu Boðaþingi en þú varst nýkomin á hjúkrunarheimili, þar lést þú svo í faðmi fjölskyld- unnar föstudaginn 27. september. Ég rifja núna upp gamla daga og man svo vel þegar ég gat ekki sofið, fór upp í til þín og kúrði hjá þér smá, stundum varst þú sofandi en oft varst þú að lesa sem þú gerð- ir mikið af. Þegar þú kallaðir til mín: „Harpa, raðaðu skónum þín- um og hengdu upp úlpuna“ en ég að flýta mér sagði: já á eftir, svo þegar „á eftir“ kom þá varst þú bú- in að raða öllu og ganga frá. Þú vildir hafa hreint og fínt í kringum þig og sagðir oft að ef þú gætir litið framhjá smá drasli og skít þá hefð- ir þú tíma fyrir sjálfa þig. Já, hún var ansi oft á lofti hreingerninga- tuskan, inni í skápunum var líka allt slétt og fínt, líka í geymslunni og búrinu, þannig var þetta alltaf hjá þér. Þú fórst ekki í húsmæðra- skólann á Varmalandi fyrir ekki neitt – það er nokkuð víst. Allar stundirnar sem ég sat við eldhús- borðið að læra meðan þú eldaðir matinn, þegar ég fór með þér að hjálpa við að salta síld. Reykjavík- urferðirnar sem voru margar því pabbi vann við að keyra á milli og við fengum okkur kökur og kakó á Hressó. Þegar við fengum kók og prins póló og horfðum á vestra í sjónvarpinu. Ef ég fipaðist þegar ég var að æfa mig á orgelið heyrð- ist í þér syngja nótuna sem ég gleymdi eða var að leita að. Flakk um landið og til Færeyja með barnakór Grindavíkur. Fórum mörg sumur á Grenivík með nesti og vorum í Svalbarði hjá afa og ömmu og síðar á Hlöðum. Margar skemmtilegar stundir við Laugar- vatn þar sem þið pabbi hafið haft sumarhýsi til margra ára frá því ég var barn. Nokkrar voru utan- landsferðirnar sem við fórum með í til Spánar og þið heimsóttuð nú oft og Mallorca var uppáhalds. Þér fannst gott að liggja í sólinni og njóta hitans. Öll símtölin til þín þegar ég byrjaði að búa, til að fá uppskriftir og leiðsögn með heim- ilið mitt og þegar ég eignaðist börnin mín til að fá ráð. Árið 1999 keypti ég svo af ykkur húsið sem pabbi og afi byggðu í Grindavík og þið fluttuð til Reykjavíkur og árið 2000 í Lækjarsmárann í Kópavogi. Þið voruð dugleg að koma til Grindavíkur og ég svo heppin að fá að hafa ykkur hjá mér mörg jól og hátíðisdaga. Blessuð sé minning þín, elsku duglega mamma mín, hvíldu í friði. Þín dóttir, Harpa. Mikið er sárt að þurfa kveðja þig elsku amma mín. Þú varst svo sterk og barðist í mörg ár, ég veit að núna líður þér betur. Ég er þakklát fyrir allar þær dýrmætu stundir og minningar sem við átt- um saman, að koma í heimsókn upp á Laugarvatn til ykkar afa, ferðirnar norður á Grenivík og öll jólin sem við eyddum saman. Eftir að ég flutti í bæinn vorum við dugleg að koma og heimsækja ykkur afa með litlu langömmu- strákana þína, þér fannst svo gam- an að fá okkur í heimsókn og kall- aðir Adrían og Marinó alltaf litlu ljósin þín því þeir lýstu upp daginn þinn. Ég mun passa að þeir gleymi þér aldrei og verð dugleg að sýna þeim myndir og myndbönd af ykk- ur saman. Við elskum þig amma mín og munum passa afa fyrir þig. Þín Rebekka. Sjöfn Ísaksdóttir Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð og vináttu vegna andláts og útfarar SIGRÚNAR EINARSDÓTTUR, Miðhúsum. Sérstakar færum við starfsfólki Dvalarheimilisins Dyngju, Egilsstöðum. Aðstandendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.