Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 25

Morgunblaðið - 09.10.2019, Page 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. OKTÓBER 2019 Fyrir líkama og sál Laugarnar í Reykjavík Frá morgnifyrir alla fjölskylduna í þínu hverfi t i l kvölds Sími: 411 5000 www.itr.is Þó að það sé auðvitað eðlilegt í okkar litla íþróttasamfélagi þá finnst mér leiðinlegt hve erlendir leikmenn staldra oft stutt við hérna. Þetta er sérstaklega áber- andi í körfuboltanum þar sem ný nöfn koma inn á leikmannalist- ana hjá langflestum liðum á hverju tímabili. Þetta er í rauninni þannig að áhugamenn eiga í mestu vandræðum með að læra nöfn allra nýju leikmannanna. Þeir eru frekar „Kaninn í Skallagrími“ eða „Bosman-leikmaðurinn í Stjörn- unni“, eða eitthvað slíkt, svona sirka fram að jólum og þá er þeim jafnvel skipt út fyrir nýja leikmenn. Það gerir mikið fyrir mig, og ég held flesta íþróttaunnendur, þegar leikmenn festa sig í sessi í deildunum hér heima. Nöfnin þeirra verða nöfn sem allir þekkja. Það skapar miklu skemmtilegri stemningu í kring- um leiki þegar það er einhver saga á bak við einvígi liðanna og fyrri rimmur þeirra leikmanna sem eru í aðalhlutverkunum. En ég er svo sem bara að röfla eitthvað og býð ekki fram neinar lausnir. Það bara gleður mig að sjá þegar erlendum leik- mönnum er skapað þannig um- hverfi að þeir vilji vera hérna áfram, eða snúa síðar aftur ef draumar um að geta spilað í deild á hærra stigi reynast of há- leitir þegar á hólminn er komið. Í þessu sambandi hjálpar auðvitað ekki til að upp komi mál á borð við kynþáttaníðsmálið á Hornafirði sem er til umfjöllunar hér til hliðar, sem kemur í kjölfar- ið á sambærilegu máli á Sauðár- króki síðasta vetur þar sem Kristófer Acox varð fyrir aðkasti. Sé rétt tekið á svona málum er hægt að lágmarka skaðann og gera betur til framtíðar. BAKVÖRÐUR Sindri Sverrisson sindris@mbl.is KÖRFUBOLTI Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is „Hvorki ég né Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, varaformaður KKÍ, urð- um vör við eitthvað óeðlilegt í stúk- unni á Hornafirði á föstudaginn síð- asta,“ sagði Hannes Sigurbjörn Jónsson, formaður Körfu- knattleikssambands Íslands, í samtali við Morgunblaðið í höfuðstöðvum KKÍ í Laugardalnum í gær. Hannes og Guðbjörg voru bæði á Hornafirði á föstudaginn síðasta til að fylgjast með leik Sindra og Hamars í fyrstu um- ferð 1. deildar karla en Kinu Roch- ford, leikmaður Hamars, varð fyrir kynþáttaníði í leiknum. „Við vorum stödd á Hornafirði til þess að heimsækja körfuknattleiks- deild Sindra. Við erum í fundar- herferð með félögunum okkar og við funduðum með forráðamönnum Sindra bæði fyrir og eftir leik um síð- ustu helgi. Við urðum ekki vör við þetta í íþróttahúsinu sjálfu og frétt- um fyrst af málinu skömmu eftir leik. Við erum stödd á fundi með for- ráðamönnum Sindra og þá koma fulltrúar félagsins til okkar og tjá okkur að það sé í umræðunni að kyn- þáttaníð hafi átt sér stað í leik Sindra og Hamars. Svo það komi skýrt fram þá er ég ekki að segja að það hafi ekk- ert átt sér stað, þó svo að ég hafi ekki orðið vitni að því. Kinu upplifir kyn- þáttaníð og ég ætla mér ekki að taka neitt af honum. Það verður samt að koma fram að ef þessi ókvæðisorð hefðu verið hrópuð að honum yfir alla stúkuna á Hornafirði þá hefði ég heyrt það og Guðbjörg líka. Að sjálf- sögðu hefðum við látið vísa viðkom- andi út úr húsinu ef við hefðum heyrt eitthvað í þá áttina sem á að hafa ver- ið sagt við leikmanninn því kynþátt- aníð eða hvers kyns níð af einhverju tagi á aldrei að líðast. Við erum öll fyrirmyndir Ég hef sagt það margoft áður og segi það enn: við erum öll fyrir- myndir, sama hvort við erum áhorf- endur, forráðamenn í félögum eða foreldrar. Við verðum að passa okkur á því hvað við látum út úr okkur í stúkunni en ég eins og ég kom inn á áðan urðum við ekki vör við neitt sem viðkemur kynþáttaníði í stúkunni. Þess vegna kom þetta okkur mikið á óvart þegar við heyrðum fyrst af at- vikinu síðar um kvöldið.“ Vel tekið á málinu á Hornafirði Strax á föstudeginum sendu for- ráðamenn körfuknattleiksdeildar Sindra frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem Rochford var meðal annars beðinn afsökunar. „Sindramenn tóku strax mjög vel á málinu á föstudagskvöldinu og fóru í málið af krafti. Þessi einstaklingur sem er grunaður um að hafa verið með kynþáttaníð í garð Rochfords er undir lögaldri. Það þarf þess vegna að hafa foreldrana viðstadda þegar rætt verður við hann um atvikið. Fjöl- skyldan er af erlendu bergi broti og aðilinn sem er undir lögaldri talar ekki 100% íslensku. Foreldrar hans tala ekki íslensku og það þarf þess vegna túlk til þess að ræða við hann og fjölskyldu hans. Það hefur verið rætt við aðila sem voru þarna nærri og samkvæmt þeim heyrðust ljót orð í stúkunni en ekki kynþáttaníð. Sindri mun funda með foreldrum drengsins á næstu dögum og þá hefur félagið einnig haft samband við bæði heimili og skóla í bænum. Félagið ætlar að vera með fræðslu fyrir krakkana í bænum sem snúa að þessum mál- efnum og það hafa því allir brugðist hárrétt við í þessum aðstæðum.“ Dómarar hafa útilokunarvald Dómarar á leikjum KKÍ hafa vald til þess að vísa fólki úr stúkunni ef svo ber undir. Hannes er sannfærður um að dómarar leiksins hefðu vísað við- komandi út úr húsi ef þeir hefðu heyrt eitthvað óeðilegt. „Ég er nokkuð sannfærður um það að dómarar leiksins hefðu gripið inn í ef þeir hefðu heyrt eitthvað óviðeig- andi. Það þarf alltaf að gæta að hlut- leysi dómara og við ákváðum þess vegna að heyra í dómaratríóinu dag- inn eftir leik, til þess að gefa þeim tækifæri til þess að melta leikinn. Við óskuðum eftir skýrslu frá þeim og fengum mjög góða greinargerð. Dóm- ararnir heyrðu ekkert óeðlilegt held- ur, en það þýðir samt sem áður ekki að þessi orð hafi ekki verið látin falla.“ Dómstóll götunnar hávær Hannes er ósáttur við þá umræðu sem hefur átt sér stað í þjóðfélaginu eftir að umrætt atvik kom upp. „Við eigum aldrei að líða kynþátta- níð af neinu tagi en að sama skapi eig- um við heldur ekki að líða almennan dónaskap. Það hefur ákveðin haturs- orðræða farið í gang eftir þetta atvik sem hefur beinst að félaginu, bæj- arfélaginu, ólögráða einstaklingnum og KKÍ. Við hjá KKÍ höfum fengið ljót skilaboð og ég hef séð skrifað mis- fallega hluti um sambandið og þá að- ila sem tengjast því á verald- arvefnum. Málið er ennþá í skoðun og það leyfist engum að taka annan ein- stakling og gera lítið úr honum á með- an. Dómstóll götunnar hefur tekið fólk nánast af lífi og sem dæmi má nefna að þjálfari Hamars mætir í við- tal og segir að það muni enginn sakna einstaklings sem er ólögráða. Við verðum að passa hvað við segjum og huga aðeins að því hvernig við tölum hvert við annað. Dómstóll götunnar er alltof fljótur að dæma og ákveða eitthvað án þess að einhver niður- staða sé komin í málið.“ Stefna á fræðsluátak Kristófer Acox, leikmaður KR, varð fyrir kynþáttaníði í leik Tinda- stóls og KR á síðustu leiktíð og er þetta því annað málið sem kemur inn á borð KKÍ á tiltölulega stuttum tíma. „Kynþáttafordómar eru graf- alvarlegt mál. Árið er 2019 og maður hefði haldið að við værum komin lengra, en orðræðan er líka alvarlegt mál. Við höfum rætt það síðustu daga hvað sé best að gera en hafa ber í huga að við erum íþróttahreyfing. Við þurfum að fara í einhvers konar fræðslu og við ætlum okkur að gera það. Við erum ekki með mikið fjár- magn á milli handanna og þurfum þess vegna að fá fjársterka aðila til þess að hjálpa okkur með það. Það er sorglegt að árið 2019 skulum við vera að ræða svona lagað því við eigum að vita betur,“ sagði Hannes í samtali við Morgunblaðið í gær. Sorglegt að þurfa að ræða kynþáttaníð árið 2019  Formaður og varaformaður KKÍ voru í stúkunni á Hornafirði á föstudaginn Morgunblaðið/Hari Suðurland Kinu Rochford lék með Þór frá Þorlákshöfn síðasta vetur og fór með liðinu í undanúrslit Íslandsmótsins þar sem það beið lægri hlut fyrir KR. Rochford færði sig um set á Suðurlandi og leikur nú með Hamri í Hveragerði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.